Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1981 Laugardagsmorgnar og „vísitöluþrælar“ eftir Óskar Jóhannsson Gunnar Snorrason, form. Kaup- mannasamtakanna, sendir mér kveðjur sínar í Mbl. 24. júlí og segir þar að ég hafi „ráðizt gegn sér“ í grein í Mbl. 16/7. Það er misskilningur hjá honum. Sem form. Innkaupasambands matvörukaupmanna, IMA, var ég að leiðrétta ummaeli hans um fund, sem hann hafði fengið rangar upplýsingar um. Eg taldi að hann vildi frekar láta hafa eftir sér það sem rétt er. Máli mínu til sönnunar sendi ég til Mbl. ljósrit úr fundarmætingar- bókinni með nöfnum þeirra 18 manna, sem samþykktu víturnar á Kaupmannasamtökin, en vegna plássleysis í blaðinu var það ekki birt með greininni. Ennþá heldur Gunnar því fram, að 18 fundarmenn af 41 sk.ráðum félaga séu „örfáir menn, aðeins hluti félagsmanna". Til samanburðar á fundarsókn talaði ég um almennan fund hjá Kaupmannasamtökunum, en Gunnar snýr því upp í fulltrúa- ráðsfund, sem er að sjálfsögðu allt annað. „Allt bendir því til þess, að þeir sem hafa haft verzlanir sínar opnar á laugardögum hafi ekki brotið lög, heldur hinir sem sendu lögregluna til að loka þeim.“ Hvaðan kom þessi kelling? Af grein hans má ætla, að ég hafi fengið upplýsingar um hverjir sendu lögregluna á kaupmenn og viðskiptavini þeirra frá einhverri „kellingu". Ég kannast ekki við að hafa nefnt neina „kellingu" í því sambandi, nema það sé nafn, sem Gunnar kýs að nota yfir lögregl- una í Reykjavík. Að hindra að félag fremji sjálfsmorð Gunnar segir að ég viti betur en hann um það, sem gerist á stjórn- arfundum í Félagi matvörukaup- manna. Ég er þar í varastjórn og get því upplýst hann um það, að í upphafi árekstranna varaði ég stjórnar- menn við því að senda lögregluna á sína eigin félagsmenn — með því væri félagið nánast að fremja sjálfsmorð. Það væri fyrir mín orð og fleiri velunnara KI að ekki gengju 40— 50 kaupmenn úr félaginu samtím- is. Ég hafi talið þá á að beita heldur áhrifum sínum innan félagsins til að fá leiðréttingu mála sinna, og í þeim tilgangi var óskað eftir fundi í Félagi matvörukaupmanna. þar sem þeir fóru fram á að fá starfsfrið fyrir lögreglunni á laug- ardagsmorgnum meðan reynt yrði að sætta sjónarmið þeirra, sem málið varðaði. Eins og fram kemur í grein minni 16. júlí var þeirri beiðni vísað frá. Þeir, sem sendu víturnar Innkaupasamband matvöru- kaupmanna, IMA, er félagsskapur eigenda 41 matvöruverzlana, sem flestar eru litlar og staðsettar á Reykjavíkursvæðinu. Skilyrði til inngöngu er m.a. að vera félagi í Kaupmannasamtök- unum. Dæmi eru um það, að menn hafi gengið í KÍ. til að fá inngöngu í IMA. Óskar Jóhannsson. Auk þess að hafa stuðlað að öryggi og hagkvæmni í viðskiptum fyrir framleiðendur, heildsala, kaupmenn og neytendur hefir IMA styrkt KI. með starfsemi sinni, og hefir í alla staði átt gott samstarf við aðra félagsmenn og skrifstofu KÍ. Tillagan um hinar margumtöl- uðu vítur kom fram á fundinum eftir að þeir kaupmenn, sem hindr- aðir voru í starfi höfðu sagt félögum sínum frá þeim atburðum. Ógæfa KÍ. Kaupmannasamtökin hafa lent í þeirri ógæfu að bera að hluta ábyrgð á breytingu á reglugerð um lokunartíma í Reykjavík, sem brýtur það eindregið í bága við hagsmuni tiltekins hóps félaga þeirra og viðskiptavina, að margir hafa ekki viljað við það una, og hafa þeir hlotið sömu meðferð og afbrotamenn. VÍ tekur í taumana Verzlunarráð íslands hefir vakið athygli borgaryfirvalda á, að laug- ardagslokunin fái ekki staðizt gagnvart stjórnarskránni. Lög- maður borgarinnar tekur undir það álit, og vegna þess er forseti borgarstjórnar reiðubúinn til að láta endurskoða reglugerðina sem fyrst. Allt bendir því til þess, að þeir sem hafa haft verzlanir sínar opnar á laugardögum hafi ekki brotið lög, heldur hinir sem sendu lögregluna til að loka hjá þeim. Heyrzt hefir, að þeir fyrrnefndu íhugi nú málsókn á hendur þeim, sem hindrað hafa störf þeirra með ólögmætum aðgerðum. Það að réttur þeirra til að nota laugardaginn sem valtíma virðist nú vera viðurkenndur er þó aðal- atriðið, og tel ég því öllum fyrir beztu að láta af þessum deilum. Þekkti ekki afa sinn Áður en utanferðir urðu svo algengar sem nú er, henti það einn ungan mann, sem „forframaðist" erlendis í hálft ár að við heimkom- una hafði hann ekki einungis gleymt málinu, heldur þekkti hann ekki afa sinn. Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las í grein Gunnars, að hann áliti að nýja reglugerðin bætti hag hverfisverzlananna. Hann virðist ekki álíta að neitt Sigurður Eyjólfsson - Minningarorð Fæddur 12. desember 1892. Dáinn 22. júlí 1981. í dag, fimmtudaginn 30. júlí, verður jarðsunginn frá Neskirkju móðurbróðir minn, Sigurður Eyj- ólfsson, lengst af til heimilis að Fálkagötu 34 í Reykjavík. Hann andaðist í Borgarspítal- anum 22. júlí síðastliðinn eftir skamma sjúkrahúsvist. Sigurður var fæddur í Hrúta- fellskoti undir Austur-Eyjafjöll- um 12. desember 1892. Foreldrar hans sem þar bjuggu voru Sigríð- ur Helgadóttir frá Skálholti í Biskupstungum og Eyjólfur Sveinsson frá Stóruborg. Var hann sjöundi í röðinni af ellefu börnum þeirra. Ein af fyrstu bernskuminning- um Sigurðar voru jarðskjálftarnir miklu árið 1896. Vorið eftir var honum komið í fóstur vestur í Biskupstungur. Það ferðalag var honum mjög minnisstætt, er faðir hans reiddi hann yfir óbrúuð vatnsföllin. Fyrstu árin var hann í Torfastaðakoti en síðar í Uthlíð til fullorðinsára. Voru þetta góð heimili. Sigurður var greindur maður og gæddur frásagnargleði svo unun var á að hlýða. — Hann sagði mér frá því að þegar hann var í Torfastaðakoti lá hann veikur um hásláttinn. Kom þá presturinn, séra Magnús Helgason á Torfa- stöðum, sem taldi til frændsemi við drenginn og sagðist ætla að sitja hjá honum svo hann væri ekki einn meðan heimilisfólkið væri við heyskap. Sagði hann drengnum sögur og las fyrir hann. Þá var tíminn fljótur að líða, sagði Sigurður og ljómaði við bernsku- minninguna. Eyjólfur faðir hans fór oft að heimsækja hann þó leiðin væri torsótt og mörg stór- fljót á leiðinni. Óð hann þau með fyllta vasa af grjóti. Þegar Sigurður fluttist frá Út- hlíð fór hann að Skálholti og þar kvæntist hann Þorbjörgu Vigfús- dóttur og bjuggu þau þar sín fyrstu búskaparár. Þegar fyrsta barn þeirra fædd- ist var Sigurður við sjóróðra í Þorlákshöfn. Hann skrapp fót- gangandi upp að Skálholti til að sjá soninn. Á leiðinni voru þrjár stórár. Ölfusá fór hann á ferju í Óseyrarnesi, yfir Hvítá í Arnar- bæli í Grímsnesi og loks yfir Brúará frá Reykjanesi í Gríms- nesi. Ferðin tók ellefu klukku- stundir og tvo daga gat hann verið heima. Seinna stundaði hann sjó- inn frá Reykjavík og var þá tuttugu og þrjá tíma að ganga frá Árbæ austur að Skálholti. Á Kolviðarhóli stóð hann við í eina klukkustund og aðra í Alviðru. Eftir að fjöiskyldan flutti suður, bjuggu þau fyrstu árin á Seltjarn- arnesinu. Eru mér minnisstæðar sunnudagsgönguferðir til þeirra að Ráðagerði. Ekki var ég þó allskostar ánægð með að þau átti eintóma stráka, en synirnir voru fimm. Árið 1924 keyptu þau húsið Fálkagötu 34 og þar hefur hann búið síðan. Þorbjörg Vigfúsdóttir andaðist árið 1933. Árið 1937 var hamingjuár í lífi Sigurðar, þá eignaðist hann seinni konu sína, Maríu Þórðardóttur, sem var ekkja. María átti fjögur börn, tvo syni og tvær dætur undur fagrar. Þessar litlu systur, Helga og Nanna, komu oft með honum í Stóra-Skipholt að finna Ömmu. María og Sigurður eignuð- ust tvo syni, Gylfa og Sigþór, og þar með voru börnin þeirra orðin ellefu. Það var gaman að sjá þessi hamingjusömu hjón og mikil reisn yfir þeim. Sumarið 1977, þann 12. júní, var haldið ættingjamót í Skálholti til minningar um Helga Ólafsson, afa Sigurðar, sem fæddur var í Skál- holti árið 1834. Ingiríður Einars- dóttir frá Bryðjuholti, móðir Helga, hafði lífstíðarábúð í Skál- holti en hún var dóttir Guðrúnar hinnar yngri Kolbeinsdóttur prests í Miðdal í Laugardal, þess sem orkti Gilsbakkaþulu. Faðir Ingiríðar, Einar, var fæddur á Sóleyjarbakka í Hruna- mannahreppi árið 1756 Bjarnason Jónssonar. Þórunn Eyjólfsdóttir, amma Sigurðar, drukknaði í Hvítá 7. apríl 1863. Hún var að fara yfir ána á vorís ásamt vinstúlku sinni frá Auðsholti og drukknuðu þær báðar. Sigríður móðir hans var þá í vöggu í Skálholti. Valgerður Eyjólfsdóttir, systir Þórunnar, kom að Skálholti og gekk Sigríði litlu í móður stað. Hún giftist Helga föður hennar nokkrum ár- um síðar. Á ættingjamótið komu 300 manns, afkomendur þessa fólks ásamt mökum. Aldursforsetinn og stolt okkar allra var Sigurður Eyjólfsson, sem við kveðjum í dag. Sigurður stundaði sjóinn lengi vel og var ellefu vertíðir á ára- skipi. Síðan fór hann á togara um 20 ára skeið, var t.d. á togaranum Maí í Halaveðrinu mikla. Einnig var hann á togaranum Belgum og sigldi þá á Þýskaland. Þegar hann fór að starfa í landi var hann hjá Almenna bygginga- félaginu. Meðal annars hlóð hann skeifuna framan við Háskólann. Síðar tók hann að sér með aðstoð yngstu sona sinna að hlaða veggi við Hrafnistu og Laugarásbíó. Einnig hlóðu þeir veggi og í kringum fánastengur að Bifröst í Borgarfirði. Hjá Eimskipafélaginu vann hann í 17 ár eða þar til hann var kominn yfir aldurs-mörkin. Á áttatíu og fimm ára afmæli hans var boðið til veglegrar veislu á heimili þeirra hjóna. Ég rifjaði ýmislegt upp í afmæl- isávarpinu sem ég flutti honum þá, t.d. brást það ekki ef hann var í landi að hann heimsækti hana móður sína á sunnudögum. Amma átti heima uppi á lofti hjá okkur í Stóra-Skipholti. Þegar ég sá hann fara upp útitröppurnar hennar á sunnudög- um vissi ég að klukkan var á mínútunni 2. Hann stóð við sem svaraði messutíma. Það var hans guðsþjónusta að sýna ekkjunni henni móður sinni tryggð og kærleika. Stundum var hann með börnin sín með sér. Ég man að bræður mínir litu mjög upp til „Sigga frænda" eins og við kölluð- um hann. Á þessum árum var greið leið milli Grímsstaðaholts og Bráð- ræðisholts. Engin byggð var þá á Melunum, nema Einholt. Náttúr- an var ósnortin. Þangaö fórum við á berjamó og ilmurinn af blóð- berginu gleymist ekki. Það var aldrei gróin gata milli þeirra systkinanna Sigurðar og Sigríðar á Fálkagötu, Valgerðar í Lambhól og Þórunnar í Stóra-Skipholti. En miðpunkturinn í öllu var hún móðir þeirra, hún Sigríður amma mín. Hún var einstök kona. Hún og Sigurður átti það sameig- inlegt að afgreiða erfiðleika með UNISBFfrá JAPAN Utvarpsseguíbandstæki í bíla með stereo móttakara TC- 850/860 ML Bylgjur: LW/MW/FM —MPX Magnari: 2x6 wött Hraðspólun: Áfram og til baka Auto Reverse Suðeyðir (Noise killer) Styrkstillir fyrir móttöku Kr. 1.795 TC -25 ML Bylgjur: LW/MW/FM — MPX Magnari: 2x6 wött Hraðspólun: Áfram Kr. 1.150

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.