Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981 Tóku sporið á Austurvelli í gær HÉRLENDIS er nú staddur þýskur þjóðdansaflokkur frá Westfalen. í gær komu þeir fram á Austurvelli og dönsuðu nokkra þjóðdansa. í nokkur ár hafa þeir verið í sambandi við íslenska þjóðdansaflokkinn. Þjóðdansar hafa verið gömul hefð í Westfalia svo lengi sem fólk man, en þeir eru aðallega hafðir í frammi við brúðkaup á þakkargjörðarhátíðum og fl. Með þessari fyrstu heimsókn sinni til Islands vilja þeir kynna Islendingum þjóðdansa sína og dansa fyrir almenning til að sýna íslensku fjölskyldunum þakklæti sem hafa hýst ungmennin meðan á dvöl þeirra hérlendis stendur. Þjóðdansaflokkurinn heldur til Akureyrar í dag, en mun næstkomandi miðvikudag dansa á Austurvelli klukkan fjögur og vonandi verður veðrið þeim hagstæðara en það var í gær, þar sem það rigndi allan tímann og blés. Eimskip og Hafskip með 350—600 farþega skip næsta Eimskipafélag íslands og Ilafskip í samvinnu við PF-skipafélagið Föroyar og ef til vill fleiri aðila, hafa ákveðið að vinna sam- an að endanlegri hag- kvæmnisáætlun og gerð rekstraráætlunar fyrir rekstur farþegaskips yfir sumartímann. Rætt hefur verið um 350—600 farþegaskip, sem einnig tæki 100-150 bifreiðir. Til verksins hefur verið ráðinn Ágúst Ágústsson hagfræðingur. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, hafa Eimskip og Haf- skip undanfarið unnið að athug- un á því, hverjir eru möguleikar á rekstri farþegaskips á milli íslands og útlanda. Bæði félögin hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að slíkur rekstur geti verið mögulegur yfir sumartímann. vor Félögin telja hins vegar ekki grundvöll fyrir rekstri nema eins farþegaskips og hafa því ákveðið, að starfa saman að nánari athugun, eins og áður sagði. Gert er ráð fyrir, að félögin sameinist um þennan rekstur, sem geti hafizt vorið 1982. Gert er ráð fyrir, að athugun- um Agústar ljúki fyrir ágústlok, en nú er leitað að hentugu farþegaskipi til farþega- og bíla- flutninga og jafnframt unnið að því, að samræma sjónarmið all- ra aðila um áætlun og rekstur þessa skips. I hinu nýja skipi er til athug- unar, að verði sundlaug, danssal- ir, veitingasalir og verzlanir og að viðkomustaðir þess verði auk Færeyja og Islands, Kaup- mannahöfn, ef til vill Hamborg, Southampton og skozk höfn.. Athugunin, sem farið hefur fram, hefur einnig verið4tengsl- um við danska skipafélagið DFDS. Götuljós á mótum Bankastrætis og Skóla- vörðustígs lögð niður GÖTUVITAR við tvenn gatnamót á Bankastræti hafa verið óvirkir um nokkurt skeið og Mbl. sneri sér til Inga Ú. Magnússonar, gatnamálastjóra. og spurði hann hvort hér væri um bilun að ræða eða hvort ákveðið hefði verið að leggja Ijósin niður. Ingi sagði að götuvitar á þessum gatnamótum væru úr sér gengnir og í ráði væri að endurnýja ljósin við Ingólfsstræti, en hinsvegar yrðu ljósin við Skólavörðustíg lögð niður. „Búið er að panta búnað fyrir götuljósin á Ingólfsstræti og verða þau komin í lag bráðlega," sagði Ingi. Nýlega voru sett upp tvenn götuljós við Elliðavog, á gatna- mótunum við Holtaveg og Skeiðarvog en þau hafa ekki verið tekin í notkun enn. Ingi sagði, að það hefði ekki verið gert vegna framkvæmda Hitaveitunnar á þessu svæði og yrði beðið með að setja straum á ljósin uns þeim framkvæmdum verður lokið. Ingi sagði að áætlað væri að setja einnig götuljós á gatnamót Elliða- vogs og Dalbrautar bráðlega. Aðalforstjóri FAQ, Edouard Saouma: Evrópuþing FAO hald- ið á Islandi árið 1984 L)ÓHm. Mbl. ÓI.K.M. Aðalforstjóri FAO, Edouard Saouma, (i miðjunni) ræðir við blaðamenn. Til vinstri á myndinni er Edward West aðstoðarfor- stjóri FAO, en lengst til hægri er Björn Sigurbjörnsson forstjóri Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins að Keldnaholti. OPINBERRI heimsókn aðalforstjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, FAO, Edouard Saouma lýkur í fyrramálið, en heimsóknin er í boði Pálma Jónssonar land- búnaðarráðherra. I gær boðaði Saouma blaða- menn til fundar við sig. Hann sagði við það tækifæri að á fundi, sem hann hefði átt með landbúnaðarráðherra þá um morguninn, hefði verið ákveðið að Evrópuþing FAO myndi hald- ið á íslandi árið 1984, en það mun vera í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið hér á landi. Næsta Evrópuþing verður hins vegar haldið í Búlgaríu 1982. Saouma sagði að ráðherra hefði sýnt málefnum FAO mik- inn áhuga og væri nú að íhuga frekari stuðning íslendinga við samtökin. Auk fundar við landbúnaðar- ráðherra í gær, ræddi Saouma við dr. Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra og dr. ólaf Jó- hannesson utanríkisráðherra en í dag hittir hann Steingrím Hermannsson sjávarútvegsráð- herra að máli. Þá heimsótti Saouma ýmsar stofnanir á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs, en hann heldur heim á morgun föstudag. Nú eru níu íslenskir sérfræð- ingar starfandi á vegum FAO í þróunarlöndum og sagði Saouma að verkefni þeirra tengdust eink- um fiskveiðum. „Norðurlöndin hafa fram til þessa veitt starfsemi FAO ríkan stuðning, bæði með fjárframlög- um og matargjöfum. Þau eru eini ríkjahópurinn, sem heldur reglulega fundi um málefni FAO. Talið er að 1% af þeirri upphæð, sem í dag er notuð til vígbúnaðar í heiminum myndi duga til að seðja sárasta hungur þeirra jarðarbúa, sem í dag svelta," sagði Saouma. Aðspurður taldi Saouma ís- landsheimsóknina hafa verið mjög fróðlega og sagði hann viðræður við ráðamenn hafa verið gagnlegar. „Sérstaklega athyglisvert hef- ur mér fundist hve íslenskir sérfræðingar eru komnir langt á sviði landbúnaðar- og matvæla- rannsókna. íslendingar hafa notið aðstoðar FAO á ýmsum sviðum, einkum við beitarrann- sóknir, grasfrærækt og á sviði fiskiðnaðar, til dæmis við upp- byggingu Laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði." Vesturgötuhúsið hefur nú verið gert upp eins og það var i upphafi fyrir 100 árum. Ljósm.: ói.k. Ma«. Fær ASÍ aftur forkaupsrétt að Vesturgötu 29? I ÞESSARI viku er að ljúka umfangsmiklum viðgerðum á húsi því við Vesturgötu, sem Þorkell Valdemarsson gaf Al- þýðusambandi Islands til minn- ingar um Otto N. Þorláksson og upphaf verkaiýðsbaráttunnar, en það siðan seldi Þorsteini Jóns- syni, forstöðumanni Listasafns Alþýðu. Húsið er 100 ára gamalt á þessu ári og hefur Þorsteinn gert það upp í sinni upprunalegu mynd, nema hvað bakskúr er nokkuð stærri og kemur þar borðstofa tengd eldhúsi í stað kamarsins, sem þar var. Þurfti að rífa af húsinu forskölun og skipta á fúnum viðum undir gluggum o.fl. og er kostnaður kominn upp í 60 milljónir gamalla króna. Húsið var gefið til minningar um Otto N. Þorláksson, sem bjó í húsinu, og þar munu hafa verið ákveðnar fyrstu verkalýðsaðgerðir hér í borg, og nú hefur komið til tals að Alþýðusambandið tryggi sér aftur forkaupsrétt að húsinu, ef Þorsteinn selur. Aðspurður sagði Þorsteinn það rétt vera að þetta hefði komið til tals, en ekki verið frá því gengið. Hins vegar tók hann vandlega fram, að það sé fjarri honum að hugsa til að selja húsið. Ágætt sé þó, að forkaups- réttur ASÍ sé kominn inn í dæmið. — Þetta er orðið gott hús að búa í, sagði Þorsteinn, sem er búinn að vera þar um nokkurt skeið. Þótt húsið sé ekki stórt, er þar rúmt um einn íbúa í húsi, sem áður hýsti allt frá Alþýðubrauðgerð- inni, súkkulaðigerð, verzlun o.fl. auk fjölskyldu. En fyrir helgina verður viðgerðunum á húsinu að mestu lokið. Sjónvarpið úr sumar- fríi 8. ágúst — Spurningaþættir og íslensk leikrit á döfinni ÚTSENDINGAR sjónva/psins hefjast að afioknum sumarleyf- um þ. 8. ágúst nk. Er það u.þ.b. viku seinna en venja er að hefja sendingar eftir sumarleyfi og mun þar, að sögn Hinriks Bjarnasonar forstöðumanns Lista- og skemmtideildar sjón- varpsins, vera um að ræða lið i þeim aðgerðum, sem sjónvarpið hefur orðið að gripa til til að mæta siauknum fjárskorti. Af innlendu efni á dagskrá sjónvarps næstu mánuðina nefndi Hinrik nýtt leikrit Davíðs Oddssonar, sem lokið var upptök- um á í júnílok og leikrit eftir Steinunni Sigurðardóttur, sem undirbúningur var hafinn að fyrir sumarleyfi og verður væntanlega tekið upp á næstunni. Ekki hefur enn verið tekin endanleg ákvörðun um það hvenær myndin um Snorra Sturluson, sem unnin var í samvinnu norrænna sjónvarps- stöðva, verður sýnd. En ekki er ólíklegt að það verði um það leyti, er vetrardagskrá hefst, um mán- aðamótin september-október. Þá verður á næstunni hafist handa við undirbúning spurninga- þátta, sem Tage Ammendrup mun hafa umsjón með og verða þeir a.m.k. sex að tölu. Síldin frá 1978 VEGNA fréttar í blaðinu sl. þriðjudag, um ónýta síld hjá Siglósíld, skal tekið fram að um- rædd síld er frá árinu 1978. Þá drógust samningar við Rússa á langinn en framleitt var upp í væntanlega samninga. Loks þegar var samið, skall á farmannaverk- fall og síldin varð ónýt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.