Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981
5
Sjávarútvegsráðuneytið:
Heimilar kaup á
f jórum togurum
Kaupendur eru Sjólastöðin í Hafnar-
firði, Garðskagi, Heimaskagi
og Söltunarstöð Dalvíkur
Sjávarútvegsráðuneytið hef-
ur mælt með því fyrir sitt leyti
að heimiluð verði kaup á
fjórum togveiðiskipum frá
Bretlandi, en smíði þessara
skipa lauk árin 1974 og 1975.
Ileimild ráðuneytisins fer nú
til umfjöliunar i viðskipta-
ráðuneytinu og i ianglána-
nefnd, en reiknað er með, að
skipakaupin verði samþykkt.
Kaupendur eru Ileimaskagi á
Akranesi, Garðskagi i Garði,
Soltunarstöð Dalvikur og
Sjólastöðin i Hafnarfirði.
Áætlað kaupverð skipanna er
4,3 til 5 milljónir króna fyrir
Að glæðast í
Laxá í
Leirársveit
„Þetta hefur verið þokka-
legt að undanförnu og verið
að glæðast, sérstaklega eftir
rigninguna í síðustu viku. Áin
óx þá töluvert og skolaðist, en
úr því fór að bera talsvert á
nýrunnum smálaxi," sagði
Sigurður Sigurðarson í
Stóra-Lambhaga, í samtali
við Morgunblaðið í gær.
„Þetta er heldur betra en á
sama tíma í fyrra, laxinn var
heldur vænn framan af, en
meðalþunginn hefur lækkað
dálítið að undanförnu," bætti
Sigurður við.
Utlendingar stunda nú
veiðar í Laxá í Leirársveit, en
þar er veitt á 7 stangir. Tjáði
Sigurður Mbl. að um 330
laxar væru komnir á land,
þeir stærstu um 16,5 pund. Þá
sagði Sigurður að nokkuð
væri farið að veiðast af laxi í
Eyrarvatni og hans hefði að-
eins orðið vart í Selósnum,
sprænunnar milli Eyrarvatns
og Þórisstaðavatns.
Frekar rólegt
í Aðaldalnum
„Þetta hefur gengið rólega
fyrir sig, veiðin verið fremur
slök, en þó aðeins verið að
glæðast að undanförnu. Verst
er, að veðrið hefur verið
heldur leiðinlegt með fáum
undantekningum," sagði
Helga í veiðihúsinu að Laxa-
mýri, er Morgunblaðið sló á
þráðinn í gær. Samkvæmt
upplýsingum Helgu eru
komnir um 760 laxar á land á
þær 12 stangir sem veitt er á
í þessum hluta Laxár. í
gærmorgun komu 10 laxar á
land, en það nær ekki einum
fiski á stöng að meðaltali.
Bleik er brugðið við þessa
frammistöðu hjá Laxá, en
Helga skaut fram tilgátu sem
hún sagði veiðimenn velta
mjög fyrir sér. „Það voru
gífurleg flóð í ánni vorið 1979,
menn velta því mjög fyrir sér
hvort seiðin hafi hreinlega
lifað hamaganginn af. Að
minnsta kosti er það sá ár-
gangur sem ætti að vera að
koma í ána nú sem 10—14
punda lax, en það er einmitt
stærðin sem vantar í sumar.
Laxinn er yfirleitt 5—7 pund
og enn hefur enginn veitt
stærri lax en 19 pund, en þrír
slíkir fiskar hafa komið á
land,“ sagði Helga.
Helga tjáði Mbl. einnig, að
frést hefði af afar slakri veiði
frammi í Laxárdalnum, lítið
sæist af urriðanum fræga,
hvað þá sjálfum konungi fisk-
anna, laxinum. Lítil veiði
mun einnig hafa verið í Mý-
vatni.
Frekar smár
í Miðfjarðará
Svanhvít í Laxahvammi við
Miðfjarðará tjáði Mbl., að í
kringum 450—460 laxar væru
komnir á land úr Miðfjarð-
ará, það sem af væri sumri,
en veitt væri á 10 stangir.
Svanhvít sagði, að veiðin
hefði verið að glæðast að
undanförnu, þannig hefði
morgunaflinn í gær verið 15
stykki. „En laxinn er fremur
smár og það hefur verið
frekar lítið vatn í ánni að
undanförnu," bætti Svanhvít
við.
Fullt af laxi
í Kjósinni
„Það gengur mjög vel hjá
okkur, það eru komnir rúm-
lega 900 laxar á land, sem er
næstum helmingi betri afli en
á sama tíma í fyrra. Bugðan á
um 280 af þessum afla og hún
hefur gefið vel að undan-
förnu," sagði Kristinn í veiði-
húsinu við Laxá í Kjós í gær.
Og Kristinn hélt áfram: „Áin
er full af laxi og hann er
kominn upp um allt. Það er
mikill lax á miðsvæðinu, en
gjöfulasta svæðið hefur þó
verið frá Laxfossi og niður í
Kvíslafoss. Það er frekar
mikið vatn í ánni nú, en tært
og mjög hæfilegt."
Mbl. fékk einnig þær upp-
lýsingar hjá Kristni, að
stærsti lax sumarsins hafi
verið 20 punda fiskur sem
Bandaríkjamaður að nafni
Marshall Coyne veiddi 1. júlí í
Kvíslafossi. Agnið var smá-
flugupadda, Shrimp númer
10. Kristinn sagði meðal-
þungann vera um 8—9 pund
en auk 20 pundarans hefðu
nokkrir 15—18 punda fiskar
verið dregnir á þurrt.
hvert skip eða tæplega hálfur
milljarður gkr.
Umrædd skip eru 34 metra
löng og eru um 250 brúttólestir.
Fyrirtæki í Grimsby hefur gert
skipin út, en þau eru nú í Hull.
Einhverjar breytingar þarf að
gera á skipunum og bætist sá
kostnaður þá við fyrrnefndar
tölur um kaupverð. Fyrir
nokkru fóru starfsmenn Fiski-
félags íslands til Bretlands á
vegum sjávarútvegsráðherra
að skoða þessi skip og leist
þeim vel á þau. Samkvæmt
athugun, sem gerð hefur verið í
ráðuneytinu er talið að útgerð
þeirra verði hagkvæm enda er
fjármagnskostnaður tiltöiu-
lega lítill.
Við afgreiðslu ráðuneytisins
á umsóknum um þessi skip var
vísað til samþykktar ríkis-
stjórnarinnar frá því síðastlið-
ið vor varðandi Söltunarstöð
Dalvíkur, en Arnarborg EA
316 hefur verið tekin úr notk-
un. Dalvíkurskipið mun
einkum verða á rækjuveiðum.
Varðandi umsóknir Heima-
skaga og Garðskaga er vísað til
álits nefndar, sem athugaði
hráefnisframboð og atvinnu;
möguleika víða um land. í
fjórða dæminu, varðandi Sjóla-
stöðina, sér ráðuneytið ekkert
því til fyrirstöðu, að fyrirtækið
fái eitt skipanna, en fyrirtækið
gerði út Steinunni RE 32 og
Sjóla EA 377, en samtals eru
skipin 225 tonn.
Upphaflega var reiknað með,
að eitt þessara skipa færi til
Djúpavogs, en ráðamenn þar
hafa nú skrifað undir samning
um kaup á skipi frá Færeyjum
og fengið ábyrgð frá Ríkis-
ábyrgðasjóði. Ekkert þessara
fimm skipa er því keypt með
láni frá Fiskveiðasjóði, en sjóð-
urinn gerir þá kröfu, að sé skip
keypt inn í landið fari skip
sambærileg að tonnatölu úr
landi.
FYRIR ALLA
FJOLSKYLDUNA
3, 5, 10, og 12 gíra reiðhjól.
Heimsfræg gæðavara.
Varahluta-og viðgerðarþjónusta á staðnum.
Reiðhjólahandbók Fálkans með leiðbeiningum um
notkun og viðhald fylgir öllum Raleigh reiðhjólum.
Útsölustaðir og þjónusta víða um land.
FALKINN
_ SUCURIANDSBKAUT 8. SÍMI 84670 >4-T
J