Morgunblaðið - 30.07.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ1981
19
Hér situr John Schoonhoven i IluKstjórasætinu
ekki aðeins hugsað um að varðveita
vélarnar sem slíkar, heldur er
aðalatriðið að þær séu flughæfar.
Að lokum var John Schoonhoven
spurður hvað hann héldi um fram-
tíð flugsins og hvernig atvinnuhorf-
ur flugmanna væru úti í hinum
stóra heimi.
— Talsvert mikið los hefur kom-
izt á allan flugrekstur eftir að
afnumin voru ákvæði um verðlagn-
ingu, og grimm samkeppni flugfé-
laga síðustu árin er alþekkt.
Stærstu flugfélögin eiga í erfiðleik-
um, félög eru að sameinast og félög
hætta flugi á stuttum leiðum, sem
hafa gefið lítinn arð. Þannig blasa
við miklir erfiðleikar, en vonandi
fer ástandið batnandi. Atvinnu-
horfur eru slæmar í Bandaríkjun-
um og þrátt fyrir að nú séu
fjölmargir flugmenn að komast á
eftirlaunaaldurinn þá er nægur
mannskapur til að taka við. Þess
vegna má segja að um nokkurn
tíma sé engin j)örf á því að nýir
menn læri að fljúga, þeirra verður
ekki þörf nærri strax.
Með þessum orðum var John
Schoonhoven kvaddur og sagðist
hann vonast til að geta stundað flug
enn í mörg ár, vonandi jafn lengi og
einn 84 ára gamall kunningi sinn,
flugmaður úr stríðinu, sem enn
héldi réttindum sínum í einkaflugi.
jt.
fyrir fullu húsi, og komust færri
að en vildu. Af þeim sökum
verður hún flutt inn í Austur-
bæjarbíó í haust, aukin og
endurbætt.
Þá voru í lok leikársins tvær
forsýningar á nýju leikriti eftir
Kjartan Ragnarsson, sem nefn-
ist Jói. Höfundurinn er leik-
stjóri, Steiþór Sigurðsson gerir
leikmyndina, og með stærstu
hlutverk fara þau Hanna María
Karlsdóttir, Sigurður Karlsson
og Jóhann Sigurðsson. Jói verð-
ur fyrsta verkefni Leikfélagsins
á næsta leikári, sem verður 85.
starfsár félagsins.
í upphafi síðasta leikárs tóku
nýir leikhússtjórar til starfa hjá
félaginu. þeir Stefán Baldursson
og Þorsteinn Gunnarsson. Tóm-
as Zoega er framkvæmdastjóri,
og formaður Leikfélagsins er
Jón Hjartarson leikari. í vetur
störfuðu 40 leikarar í sýningum
félagsins, þar af 17 fastráðnir
leikarar. Sjö leikstjórar störf-
uðu með félaginu: Eyvindur Er-
lendsson, Guðrún Asmundsdótt-
ir, Hallmar Sigurðsson, Jón Sig-
urbjörnsson, Kjartan Ragnars-
son, Stefán Baldursson og Þór-
hildur Þorleifsdóttir. Sjö leik-
myndateiknarar gerðu leik-
myndir og búninga fyrir félagið:
Steinþór Sigurðsson, Jón Þóris-
son, Þórunn S. Þorgrímsdóttir,
ívar Török, Guðrún Sigríður
Haraldsdóttir og tveir erlendir
gestir, Olof Kangas frá Finn-
landi og Una Collins frá Bret-
landi. Daníel Williamsson ann-
aðist lýsingu á öllum sýningum
félagsins. Allmargir tónlistar-
menn störfuðu hjá félaginu í
vetur: Atli Heimir Sveinsson,
Sigurður Rúnar Jónsson, Egill
Ólafsson og Þursaflokkurinn,
Eggert Þorleifsson, Jóhann G.
Jóhannsson og Nýja kompaníið.
Eftirtaldir aðilar þýddu verk,
sem sýnd voru hjá félaginu í
vetur: Helgi Hálfdanarson, Vig-
dís Finnbogadóttir, Ásthildur
Egilson, Stefán Baldursson,
Tómas Zoega og Birgir Sigurðs-
son.
Eins og fyrr sagði var í lok
leikársins farin vel heppnuð
leikför með bandaríska leikritið
Rommí um Norðurland. Sýn-
ingar urðu 31, þar af 10 á
Akureyri, en áður hafði verkið
verið sýnt á nokkrum stöðum á
Suð- og Suðvesturlandi.
Starfsemi Leikfélags Reykja-
víkur á liðnu leikári hefur verið
með almesta móti. Af 315 sýn-
ingum félagsins á leikárinu voru
211 þeirra í Iðnó, en 40%
áhorfenda sóttu sýningar fé-
lagsins annars staðar en í Iðnó.
I (Fréttatilkynning)
Norræna húsið:
Opið hús
í kvöld
Fimmtudagskvöldið 30. júlí
verður opið hús í Norræna húsinu
svo sem venja er á fimmtudögum
yfir sumartímann.
Að þessu sinni er á dagskrá
fyrirlestur Haraldar ólafssonar,
sem hann nefnir ísland i dag, og
er fyrirlesturinn á sænsku. Eftir
fyrirlesturinn verður stutt kaffi-
hlé, og að því loknu, um kl. 22
hefst kvikmyndasýning. Að þessu
sinni verður sýnd mynd ósvaldar
Knudsen Hornstrandir og er hún
með enskum texta. Dagskráin er
einkum ætluð norrænum ferða-
mönnum, en að sjálfsögðu er
öllum heimill aðgangur, sem er
ókeypis.
Kaffistofan verður opin til kl.
23.
Bókasafnið er opið til kl. 22 og
þar liggja frammi ýmsar bækur
um ísland og íslensk málefni, svo
og þýðingar íslenskra bókmennta
á aðrar Norðurlandatungur. í
bókasafni og anddyri er sýning
Náttúrufræðistofnunar á íslensk-
um steintegundum víðs vegar að
af landinu. I sýningarsölum í
kjallara hússins stendur yfir
yfirlitssýning á verkum Þorvalds
Skúlasonar og er hún opin alla
daga kl. 14—19 til 16. ágúst.
Fonda í
fangelsi
Denver, 25. júlf. AP.
LEIKARINN Peter Fonda
var hnepptur í varðhald i
gær fyrir að eyðileggja hluti í
einkaeign. eins og lögreglan í
Denver orðaði það.
Leikarinn var tekinn fastur
á Stapleton-alþjóðaflugvellin-
um eftir að hann hafði ráðist
á útstillingarkassa fyrir fram-
an flugstöðvarbygginguna. í
kassanum var áróðursvegg-
spjald samtaka sem hlynnt
eru nýtingu kjarnorku og
tætti Fonda það í sundur með
rýtingi. Hann var látinn laus í
dag.
Á skiltinu var m.a. áletrað:
„Varpið Jane Fonda fyrir
hvalina”. Peter Fonda er bróð-
ir leikkonunnar Jane Fonda,
sem barist hefur hatramm-
lega gegn kjarnorku. Leikkon-
an hefur einnig lagt hval-
verndarmönnum og öðrum
samtökum umhverfisverndar-
manna lið.
Er sauðf járpestunum
dreift með misdrætti?
Miðhúsum, 27. júli.
SUMAR bækur láta lítið á sér
bera, þótt þær séu nauðsynlegar i
margs konar tilvikum. Ein þess-
ara bóka er markaskráin og
virðist hún i fljótu bragði aðeins
vera uppröðun marka eftir staf-
rófsröð svipað og nöfnum fólks er
raðað i simaskrána.
Nýlega átti fréttaritari stutt
samtal við markavörð hér, Játvarð
J. Júlíusson á Miðjanesi og spurðist
fyrir um starf hans, en hann hefur
unnið mikið verk af stakri sam-
vizkusemi við að útrýma sammerk-
ingum við bannsvæðin, þ.e. Vest-
fjarðasýslurnar, Strandasýslan
meðtalin og Dalasýslur. Farið er
eftir vissum reglum þegar dæmt er
um rétt einstakra markeigenda.
Erfðamark er rétthæst þá kaupa-
mark, gjafamark og loks gerðar-
mark.
Hvað eru elztu heimildir gamlar,
sem þú hefur við að styðjast, þegar
rétturinn til marks er ákveðinn?
— Elzt er handrit eða skrár úr
flestum hreppum frá árinu 1855.
Elztu prentaðar skrár Barða-
strandasýslu er skrá Jóns sýslu-
manns Thoroddsens árið 1862.
Nokkur mörk eru í erfðaeign frá
þessum tíma. Elzta erfðarétt rek ég
til fæðingar 1790 og jafnframt
hjónavígslu 1822.
Játvarður segir aðspurður, að
allir Austur-Barðstrendingar hafi
góðfúslega lagt niður þau mörk,
sem einhver annar hefði átt meira
tilkall til. Hann segir að sýslungar
hans eigi kröfurétt til hins sama
frá öðrum, að þeir sleppi mörkum,
sem þeir eigi minni rétt til. Þetta
hefur alls staðar fengist fram
næstum að segja nema gagnvart
Dalasýslu, sem eru eftir 14 eða 15
af 198 sem voru 1963.
Hvernig hefur samstarfið gengið
milli markavarða?
— Ég ber öllum vel söguna fyrir
það sem að mér snýr. Annað mál er
það, að maður kemst ekki hjá að
sjá alvarlegar misfellur. Hér
skammt undan eru 229 sammerk-
ingar, milli samliggjandi sýslna
þar sem sammerkingar eru bann-
aðar.
Hvar er þetta?
— Það er eins gott að aðrir en ég
kveði uppúr með það. Einu sinni
var sagt: „Jarmaðu nú, Móri minn,
hvar sem þú ert.“ Landbúnaðar-
ráðuneytið er víst ekki alveg ánægt
með þetta og nú er nefnd að
störfum að kanna til hvaða ráða á
að gripa.
Játvarður, getur þú í stuttu máli
sagt lesendum Mbl. hve langt skuli
vera milli sammerkinga, og hvort
það sé ekki eigin áhætta þó að
maður missi nokkrar kindur á ári
vegna misdrátta?
— Ég skal svara fyrri lið spurn-
ingarinnar með dæmi. Framsýn-
asti markavörður, sem ég þekki, er
Vívi Kristóbers í Búðardal. Leyfir
hann ekki nýja sammerkinga Dala-
manna við markaeigendur vestan
Blöndu og norðan Hvítár í Borgar-
firði. Að norðan eru bannsvæðin
Austur-Barðastrandarsýsla og
Strandasýsla. Flestar reglur ann-
ars staðar á landinu eru áþekkar
þessu. Seinni lið spurningarinnar
svara ég svona: Það er verið að
berjast á móti því að sauðfjárpest-
um sé dreift með misdrætti, nóg er
af hættulegum kvillum þó mæði-
veikin kunni að vera úr sögunni.
Riðuveikin er nú hættulegust, svo
er garnaveikin og fjárkláðinn eða
hefur einhver séð dánarvottorð
hans?, spyr Játvarður að lokum.
Svelnn
Hérumárið
var hægt
að feiðast um Bretland
Þaðerhægtennþá!
Það er ennþá hægt að ferðast upp á
gamla mátann í Bretlandi. Það er að
segja með járnbrautarlest. í lestinni
gleymirðu tímanum og skilur stress-
ið eftir á brautarpallinum. Þú sefur,
borðar, skoðar og ferðast eftir vild.
Þú kaupir einn miða hjá Flugleióum
eða umboðsmönnum þeirra eða hjá
ferðaskrifstofu. Miðinn heitir Britrail
Pass. Hann er borgaður hér heima,
en þegar þú leggur upp í járnbrautar-
ferðina í Bretlandi læturðu stimpla
miðann. Þá gildir hann í 8,15 eða 22
daga. Einnig má fá miða, sem gilda
einhvern ákveðinn mánuð.
Ótakmarkaðir ferðamöguleikar með
Britrail miða. Þú bara segir til hvert
þú villt fara, - miðinn gildir á öllum
leiðum bresku járnbrautanna. Tökum
til dæmis leiðina á milli London og
Glasgow. Þú getur pantað svefn-
herbergi í næturlestinni og sofið eins
og steinn í hreinu og mjúku rúmi á
leiðinni. Þetta lækkar hótelkostnað-
inn töluvert.
Eitt geturðu bókað. Bretland er enn-
þá fallegt land. Það breytist seint.
Rúmlega 16000 lestir þjóna 2000
stöðvum um allt land. Það er varla sá
staður til, sem bresku lestirnar fara
ekki til. Apex fargjöld Flugleiða til
London eru aðeins kr. 2.465,-
FLUGLEIDIR
Traust fölk hja göóu felagi
Tmniiiiiniimnuiiminniuiiiimiiimintiiiimintitnnnmiintmmn