Morgunblaðið - 30.08.1981, Page 7

Morgunblaðið - 30.08.1981, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. AGUST 1981 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 115. þáttur Látum bréfritara hinn óþekkta ljúka máli sínu. Hann átti þetta ósagt: „Tungumál hafa sífellt meiri áhrif hvert á annað sem von er. Öll tækni hefur þessi áhrif. Það er hið talaða og svo hið ritaða tungumál sem varðveitist. Framburð- urinn er svo þungur á met- unum að þið íslenskumenn megið ekki leggjast gegn því öllu lengur að mæla með góðum samræmdum fram- burði. Eða má spyrja: Er samræmdur framburður til ills? Er það í raun og veru þess virði að vera gegn tillög- um dr. Björns? Gætum að því að tillögur hans eru engin hegningarlög fyrir t.d. Vestfirðinga. Eigum við ekki líka að gera þær kröfur til ríkisút- varpsmanna að þar sé talað og flutt gott og fallega fram borið mál? Jæja, ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Ég held ég undirriti ekki einu sinni. Það er ekki kurteislega að farið, en þetta á að vera alveg ópersónulegt þannig að þú metir ekki innihaldið eftir bréfritaranum — eða öfugt. Ég þykist skilja vanda ykkar íslenskumanna og það er vissulega á ykkur deilt, oft af ósanngirni og óréttlátlega. Hættið hins vegar að gera of mikið úr áhrifum umheims- ins, snúið vörn í sókn, það eru innviðirnir sem lengst standa ef rétt er byggt. Með bestu kveðjum og góð- um óskum." Svo mörg voru þau orð, og þakkir færi ég bréfritara fyrir eldmóð hans, efnivið og góðar óskir. Um flest, sem máli skiptir, erum við á einu máli. Hvað eftir annað hef ég látið í ljós þá skoðun, að framburður málsins, ekki síst áherslur og tónn, séu nú eitt helsta viðfangsefni ís- lenskra málfræðinga og málverndarmanna. Um hitt, hvort óæskilegar breytingar á framburði séu ættaðar úr okkar eigin búk eða aðfluttar fyrir áhrif er- lendis frá, má sjálfsagt margt segja og lengi deila. Ég fer þó ekki svo glatt ofan af því, að áherslubreytingar, flutningur aðaláherslu af fyrsta atkvæði t.dv eigi upp- tök sín erlendis. Ég tel mig ekkert vera í vondum félags- skap svokallaðra „íslensku- rnanna", en sá hópur er reyndar ekki afmarkaður né skilgreindur. En hvað um það. Ég er bréfritara hjartanlega sammála um, að framburður í víðasta skiln- ingi orðsins er nú meginvið- fangsefni og tel að í skólum þurfi að leggja mun meiri rækt við hið talaða orð en lengi hefur tíðkast. Um mállýskumun og sam- ræmdan framburð hef ég oft áður fjallað í íslenskuþáttum mínum. Ég ítreka enn þetta meginatriði: Að svo miklu leyti sem mállýskumunur er við lýði vegna þess að í einhverjum landshluta hefur varðveist eitthvað það sem var sameiginlegur fram- burður þjóðarinnar áður fyrr, þá er slíkur mállýsku- munur af hinu góða og ber að varðveita hann eftir föngum. Ef samræmdur framburður á að ganga af slíkum mál- lýskumun dauðum, þá er ég á móti samræmingunni. En æfing í fallegum framburði með réttum áherslum og tóni þarf ekki að vera á kostnað þess mállýskumunar sem ég nefndi. Að þessu ley.ti vil ég að sjálfsögðu viðhalda norð- lensku p, t, k, hörðu og fráblásnu milli sérhljóða og í lok orða. Sumt í hinu langa máli bréfritara flokkast allt eins undir stafsetningu sem aðra þætti íslensks máls, en stafsetningu leiði ég löngum hjá mér í þáttum þessum. Að svo mæltu kveð ég hinn óþekkta bréfritara með þökkum. Meðan nógu margir hans makar eru til með þjóð vorri, brennandi í andanum að varðveita tunguna óspillta og myndarlega, þurfum við ekki að kvíða því, að mál vort líði undir lok eða verði að hörmulegu hrognamáli. En stundum kenni ég nokkurs kvíða, þegar smekkleysurnar og málgall- arnir hrannast yfir mig, því að sjaldan er ein báran stök. í fréttum útvarps og sjön- varps fyrir skömmu voru með skömmu millibili nokk- ur hryggileg dæmi þessa. Skylt er að geta þess að meirihluti þessara dæma er kominn úr munni viðmæl- enda fréttamannanna, ekki fréttamannanna sjálfra. Talað var um að reka sýningar í stað þess að halda þær. Talað var um að hafa sölugallerí. Orðið gallerí þykir mér heldur hvimleitt í íslensku og hef lagt til í stað þess myndhús eða öllu held- ur listhús. ef menn vilja selja listaverk í þvílíkum húsum, er hjægt að segja frá því á margan veg, svo að betur fari en „hafa sölugall- erí“. Opnar sýningin klukk- an 9 var sagt. Hvað opnar sýningin? Mér skilst að ætl- unin hafi verið að opna sýninguna. Hún er þolandi verknaðarins og opnar hvorki eitt né neitt (í ger- mynd). Ef menn þola ekki þolmynd, þá má við una, að sýningin opnist (miðmynd, og þó í þolmyndarmerkingu). Enn var í þessari fréttahrinu rætt um að starfrækja mæla. Fínt skal það vera. Eg stend í þeirri meiningu að mælar, og þvílík tól, séu einfaldlega notaðir. Ekki miklu síðar birtist á sjónvarpsskerminum þessi dularfulli textahluti: „upphaf frækorn að val- kosti“, og skilji nú hver sem betur getur. Að lokum er þess getandi, að vinur minni Sverrir Páll nefndi við mig ágætt orð í staðinn fyrir pickup-bíl, sem ég hef reynt að kalla snattbíl eða snata, en aldrei verið ánægður með. Þetta er orðið pellingur, vitanlega dregið af pallur. Mæli ég nú með því að pellingur verði festur í málinu í þessari merkingu. Sverrir Páll minntist einn- ig á það leiktæki barna sem í daglegu tali hefur gjarna verið nefnt vegasalt, en í hátíðlegra máli saltvog (hvorugt orðið finn ég í bók Menningarsjóðs). Sverrir Páll hefur lært af hafnfirsk- um börnum að nota um þetta fyrirbæri kvenkynsorðið ramha. í fleirtölu römbur. Þetta þykir mér ekki galið. Hvað finnst ykkur? r KVNNING ÞJOFAVARNIR — BRUNAVARNIR Dagana 2. og 3. sept. kynnum viö þjónustu okkar og ýmsan ||l búnaö til þjófa- og brunavarna aö Hótel Loftleiöum. UU| Haldnir veröa sérstakir fundir fyrir ýmsa sérhópa, s.s. hönnuði, y?. stjórnendur fyrirtækja og stofnana og forráðamenn banka- stofnana. Þeir aöilar, sem áhuga hafa á aö mæta, eru beönir aö hafa samband viö skrifstofu okkar í síma 37393 á morgun (mánudag). Ný sending Túrbanar glæsilegt úrval. Hattabúð Reykjavíkur. Pólýfónkórinn Vetrarstarf Pólýfónkórsins hefst í lok september. Hin heimsfræga ítalska söngkona Eugenia Ratti heldur 2ja vikna námskeiö meö kórfélögum í byrjun starfsársins. Viöfangsefni: Mattheusarpassía J.S. Bachs. Aö auki er fyrirhugaöur flutningur stórverks á listahátíö 1982 og hljómleikaför til Spánar á næsta sumri meö þátttöku í tónlistarhátíð Granada. Nýir umsækjendur gefi sig fram í síma 26611 á skrifstofutíma eöa 43740/40482 á kvöidin. Pólýfónkórinn. GENGI VERÐBREFA 29. ÁGÚST 1981 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1969 1. Ilokkur 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur Meóalávöxtun spariskírteina tryggingu er 3,25—6%. Kaupgengi pr. kr. 100.- 7.013,49 6.562.54 4.801,84 4.316.37 3.745,59 3.186.55 2.364,23 2.178.03 1.503.39 1.230.40 926,69 877,87 709,40 658.84 551.85 449,76 354,96 300.17 232,89 177,74 140.18 123,35 umfram verö- VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS A — 1972 B — 1973 C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 Kaupgengi pr. kr. 100.- 2.414,86 1.988,89 1 699,37 1.447,73 996,86 996,86 667,65 638,16 488,70 456,15 Ofanskráó gengi er m.v. 4% ávöxtun p.á. umfram verötryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrœttisbréfin eru gef- in út á handhafa. HLUTABRÉF Eimskipafélag íalanda Tollvöru- geymslan hf. Skeljungur hf. Fjárfestingarf. Islands hf. Kauptilboó óskast Kauptilboó óskast Sölutilboó óskast Sölutilboó óskast. VEÐSKULDABREF MEÐ LANSKJARAVÍSITÖLU: iipgengi m.v. nafnvexti 2»/»% (HLV) 1 afb./éri 2 afb./éri Ávöxtun umfram verótr. 1 ár 97,62 98,23 5% 2 ár 96,49 97.10 5% 3 ár 95,39 96,00 5% 4 ár 94,32 94,94 5% 5 ár 92,04 92,75 5Vi% 6 ár 89,47 90,28 6% 7 ár 86,68 87,57 6Vi% 8 ár 83,70 84,67 7% 9 ár 80,58 81,63 7%% 10 ár 77,38 78,48 8% 15 ár 69,47 70.53 8’/4% VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Kaupgengi m.v. nafnvexti 12% 14% 16% 18% 20% (HLV) 40% 1 ár 68 69 70 72 73 86 2 ár 57 59 60 62 63 80 3 ár 49 51 53 54 56 76 4 ár 43 45 47 49 51 72 5 ár 38 40 42 44 46 69 TÖKUM OFANSKRÁO VERO- BRÉF í UMBOOSSÖLU MkNITHKMPáM ÚUMMHft VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaöarbankahúsinu. Sími 28566. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16. Núllgrunnsáætlanagerð Fyrsta námskeið Stjórnunarfélagsins á þessu hausti verður erlent námskeiö um Núllgrunnsáætlanagerö (Zero-Base Budgeting). Námskeiöíö veröur haldiö í Kristalssal Hótel Loftleiða 14. september kl. 10:00— 15:00 og 15. september kl. 09:00—14:00. Markmiö námskeiösins er aö gefa heildaryfirlit yfir hvaö núllgrunnsáætlanagerö er auk þess aö fjalla um einstaka þætti þessarar aðferðar viö áætlanagerö. Námskeiöiö er ætlaö fjármálastjórum, starfs- mönnum hagdeilda og áætlanadeilda fyrirtækja og opinberra stofnana. Námskeiöiö hentar einnig vel fyrir þá sem fara meö æösta ákvaröanavald viö fjárlaga- og fjárhagsáætlanagerð opinberra aöila. Námskeiö þetta er fengiö frá American Management Association og veröur leiöbeinandi á því dr. Allan Austin, rekstrarráögjafi og höfundur þekktra bóka um núllgrunnsáætlanagerö. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags íslands, Síöu- múla 23, sími 82930.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.