Morgunblaðið - 30.08.1981, Page 18

Morgunblaðið - 30.08.1981, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 A skíðum suður Bárðargöt eftir Guðjón Ó. Magnússon og Þór Ægisson v aiaieii tu nægn. Undanfarin ár höfum við nokkr- ir féiagar í Flugbjörgunarsveit- inni í Reykjavík gert okkur það til gamans að ganga á skíðum um hálendið að vetrarlagi og yfirleitt notað páskana til þess. Síðastliðið haust, þegar farið var að huga að næstu vorferð, kom upp í huga okkar nafn á leið sem farin var á landnámsöld, og ekki er vitað til að hafi verið farin mikið eftir það. Þessi leið er Bárðargata og er hún kennd við landnámsmanninn Gnúpa-Bárð, sem flutti búferlum milli lands- fjórðunga fyrir 1100 árum. Leið þessi liggur upp úr Bárðardal, upp með Skjálfandafljóti, um Von- arskarð síðan suðvestan undir Vatnajökli og niður á Síðu. Ferðin hófst á því að flogið var til Húsavíkur, og strax morguninn eftir var okkur ekið inn að Svart- árkoti, innsta bæ í Bárðardal. Þar var tekið á móti okkur af mikilli gestrisni. Þaðan var haldið af stað í fylgd Harðar Tryggvasonar bónda og fljótlega komið að Suðurá. Hún reyndist meiri farar- tálmi en við höfðum gert ráð fyrir, en Hörður þekkti gott vað og fylgdi okkur þar yfir og gaf okkur síðan holl ráð um staðhætti og leiðaval upp á hálendisbrúnina. Snjóleysi Við gerðum ráð fyrir að vera 8—10 daga í ferðinni, miðað við að vera veðurtepptir 1—2 daga og færi væri frekar þungt. Það kom í ljós að færðin reyndist óvenju erfið, miðað við það sem við er að búast á þessum árstíma, þ.e. páskarnir. Snjóleysi háði okkur mjög í upphafi ferðarinnar og reyndar af og til alla leiðina. Sérstklega reyndist Suðurár- hraunið okkur erfitt. Þar var mjög snjólétt og þurftum við að bera allan útbúnað, sem vóg hátt í 40 kg. á mann, á bakinu. Brúnin lyftist þó heldur á okkur er við komum að Skjálfandafljóti, því það var ísilagt og hvergi vök að sjá og þar gátum við stigið á skíðin. Veður hafði verið gott allan dag- inn, sv-vindstrekkingur og hiti en lægði með kvöldinu u.þ.b. er við náðum í gangnamannakofa sem staðsettur er við fljótsbakkann. Þar var prímusinn tekinn upp, og á meðan þurrkað kjötið kraumaði í pottinum hlustuðum við á fréttir og veðurspá í útvarpinu. Veð- urspáin gerði ráð fyrir áframhald- andi landátt og biðum við því komandi dags með eftirvæntingu. Suður í Vonarskarð Við vöknuðum í bíti næsta morgunn og héldum áfram inn með fljótinu. Er við gengum undir Hafurstaðahlíð kemur upp í hug okkar frásögn um bæinn sem hlíðin dregur nafn sitt af. Þarna er talin hafa staðið bær á land- námsöld og benda örnefni innar í dalnum til þess að gróður hafi Víða var mikill krapi á leiðinni og hér fer Guðjón yfir krapalæk. Ljosmyndir Guðjón O. ÆKÍsson. apríl 1981. MaKnússon ok Þór Nýi gangnamannakofinn i Öxnadalsdrögum. Snjó- birta var mikil og til að forðast sólbruna er Þór þarna með sólgrimu og jöklagleraugu. verið gróskumeiri þar en nú er (sbr. Smiðjuskógur). Stefnan var nú tekin á Öxnadalsdrög og fórum við upp á hálendisbrúnina vestan við Sandmúla. Við Öxnadalsdrög er nýr gangnamannakofi og stefndum við að því að ná í hann fyrir myrkur. Eftir því sem við hækkuðum okkur stækkaði sjóndeildarhring- urinn og ýmis þekkt fjöll komu í Ijós, Herðubreið í austri, Dyngju- fjöll í suðaustri og Trölladyngja í suðri. Bjart var í lofti og vægt frost og skíðafæri erfitt vegna klaka og harðfennis: Fátt mark- vert gerðist þennan dag og náðum við í skálann eftir 10 klst. göngu. Daginn eftir var komin mikil hláka og skálinn umflotinn vatni. Hvass vindur var af suðri og úrkoma hékk yfir suðurfjöllunum. Við héldum þó af stað, en sóttist ferðin heldur seint vegna þess hve snjórinn var blautur og hvasst var í fangið. „Hún er alltaf á sama stað,“ varð okkur oft að orði, og áttum við þá við hraundyngjuna miklu, Trölladyngju, sem við höfð- um á vinstri hönd allan daginn og virtist lítið miða fram hjá henni. Trölladyngja er með yngri eld- fjöllum á landinu, um 10 km í þvermál, mjög regluleg og hefur hlaðist upp af þunnfljótandi hrauni. Um kvöldið tjölduðum við í hrauni skammt norður af fossin- um Gjallanda, nálægt Gæsavatna- leið. Hlýtt var um nóttina og komst hiti ekki niður fyrir frost- mark, þrátt fyrir hina miklu hæð, um 850 m y.s. Þegar við litum út um morguninn hafði létt til með vestlægri átt. Við sáum nú vel til Vonarskarðs og virtist það vera nálægt okkur, þrátt fyrir að landakortið segði okkur að það væri dagleið í burtu. Ekki höfðum við gengið langt þegar krapi fór að gera okkur lífið leitt. Þurftum við víða að krækja fyrir krapablár og varð leiðin því í hálfgerðum krákustigum. Eftir stutta göngu komum við að Skjáifandafljóti og var það autt svo langt sem við sáum. Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá skal það tekið fram að flestar ár á hálendinu hverfa að jafnaði undir ís og snjó á vetrum. Gengum við nú um stund upp með fljótinu og fundum loks snjóspöng sem okkur fannst við geta treyst. Fórum við síðan þar yfir og fórum nú að hækka okkur upp á Dverg- öldu. Þaðan vissum við að sást suður yfir Vonarskarð og var okkur því tilhlökkunarefni að komast upp á hæðina sem fyrst. Það teygðist nokkuð úr þeirri leið eins og oft vill verða, og vorum við orðnir matar þurfi er upp kom. Fengum við okkur nú bita af nesti dagsins, sem samanstóð venjulega af flatbrauði með kjarngóðu áleggi. Meðan við sátum þarna og nutum útsýnisins settust hjá okkur nokkrir snjótittlingar. Voru þeir óvenju gæfir og undruðust eflaust jafn mikið að sjá þessa tvo furðufugla á ferð og við að sjá þessa harðgeru íbúa öræfanna á þessum eyðilega stað. Fyrir sunnan okkur blasti Vala- fellið við okkur en austan í því standa tveir mjög áberandi mó- bergsstöplar sem nefnast Hnýflar. Stefnan var nú tekin beint á þá og komum við þangað eftir stutta göngu frá Dvergöldu. Þegar að þeim var komið voru þeir mun tilkomumeiri að sjá en sýndist úr fjarlægð. Stór björg lágu eins og hráviði umhverfis drangana og ákváðum við að hvíla okkur stutta stund sunnan undir klettunum. Þar hafði sólin brætt allan snjó burt og sólbakaðir móbergsklett- arnir mynduðu þarna eins konar vin í þessari snjóvíðáttu. Trúlega stóðum við aldrei í þessari ferð nær fótsporum landnámsmanns- ins en þarna við Hnýflana. Talið er að nafnið Vonarskarð sé nafn- gift Bárðar, hann hefur komist í hann krappann norðan jökla, en er hann kom í skarðið fór að sjást til kennileita sunnan lands og gefið honum vonir um góð ferðalok. Þessi skýring er mjög sennileg og urðum við fyrir sömu áhrifum er við komum í Vonarskarð. Sjóskíði í stað gönguskíða Við sátum þarna um stund og nutum veðurblíðunnar og vissum ekki fyrir en yfir okkur hvolfdist köld og rök þoka sem byrgði fyrir alla sýn. Héldum við þá strax af stað og tókum stefnu suður í Köldukvíslarbotna. Stuttu eftir að við fórum frá Hnýflunum lentum við í miklum vatnsflaum og virtist okkur sem öll Vonarskarðssléttan væri hulin nær samfelldri krapa- blá. Þótti okkur nú loksins við vera karlar í krapinu. Útlitið var á þessu augnabliki hálf vonleysis- legt sérstaklega vegna þess að sjóskíðin höfðu gleymst heima. Við urðum nú að snúa við og taka á okkur stóran krók í norður og eftir það fylgdum við austurhlíð- um skarðsins suður í Köldukvísl- arbotna. Við töfðumst mikið við þetta og komumst ekki nema í mitt Vonarskarð fyrir kvöldið. Þar var tjaldað í meinlausu veðri, hægvirði og þoku. Næsta morgun var alskýjað og hvasst af suðaustri og hiti vel yfir frostmarki. Þessi dagur varð lang- ur og strangur því krapi hafði aukist talsvert og eftir að hfa öslað efstu kvíslar Köldukvíslar ákváðum við að fara yfir Köldu- kvíslarjökul því þar þóttumst við vita að væri enginn krapi. Er upp á jökulinn kom jókst vindur veru- lega og varð að stormi sem við höfðum á hlið þessa 20 km leið yfir jökulinn. Fegnir vorum við er við tjölduðum í Tröllahrauni við Hamarskrika, því bæði var það að nú var aðeins dagleið í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökul- heimum og að það landslag er við gengum um var einstaklega grá- myglulegt og kaldranalegt enda tók hvorugur okkar mynd þennan dag. Nú er það svart maður, allt hvítt Þegar við litum út um morgun- inn var ósköp lítið að sjá. Logn- drífa var og svartaþoka og nú voru allar krapablár gærdagsins huldar nýsnævi. Tröllahraunið sem í gær hafði virzt mjög snjólétt hafði nú hulizt þunnu snjólagi. Við lögðum snemma af stað þennan skír- dagsmorgunn eins og venjulega, bjartsýnir á að ná snemma í Jökulheima. Snjóhulan var ekki þykkri en það að mjög grunnt var á grjót og hraunnibbur í hrauninu og lék það skíði okkar illa og tafði för okkar. Lofthiti var um 1°C og nýi snjórinn festist í hrúgum undir skíðunum og dróg vægast sagt úr rennslishæfni þeirra. Þetta gekk þó hægt og bítandi hjá okkur, en stundum neyddumst við til að stanza alveg því þokan var svo svört og snjóblindan mikil að við greindum ekki landslagið um- hverfis okkur. Eftir að hafa geng- ið allan daginn eftir áttavita fór snögglega að kula úr norðvestri. Rifur komu í þokubakkann og sólargeislar brutust í gegn, hurfu og komu svo í ljós annars staðar. Þokan mátti sín lítils gegn vindin-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.