Morgunblaðið - 30.08.1981, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981
Eg sit með nokkrum frönsk-
um og amerískum kvik-
myndagerðarmönnum um borð í
lystisnekkju á bugtinni utan við
Cannes. Þetta eru menn sem tala
um upphæðir sem nægðu til að
gera tugi kvikmynda miðað við
íslenzkan kostnað, en þeir eru
aðeins að velta fyrir sér greiðsl-
um fyrir handrit, leikstjóralaun
eða hönnun leikmynda. Þessir
fuglar líta öðru fremur á kvik-
myndina sem tæki til að drepa
tímann. Og til að framleiða
þennan tímaslátrara þarf fjár-
magn og góða iðnaðarmenn. Að
hægt sé að nota kvikmyndina
sem tæki til að fjalla um eigið
umhverfi og líf er hugmynd sem
þeir ýta frá sér. Handrit sem
leggur slíkar hugsanir til
grundvallar er ekki auðvelt að
selja. Það sem gengur bezt í dag
eru ævintýri sem gerast úti í
geimnum eða á tímum sem eru
nógu fjarlægir til að engir þurfi
að óttast að neitt slíkt geti hent
þá. Þannig ritskoðar markaður
samkeppni og eftirspurna á sinn
hátt, ekki ólíkt því sem gerist
fyrir austan tjald. Munurinn er
bara sá, að ef þú býrð fyrir
vestan og hefur vilja, áttu von til
að geta gert það sem þú villt, en
fyrir austan er jafnvel sá vegur
lokaður.
Ég hef lýst David lítillega
vegna þess að hann er í rauninni
dæmigerður fyrir þá manngerð
Eg fékk 150 þúsund dollara
fyrir kvikmyndahandritið
að Óvættinum (innskot: Nýja bíó
sýndi myndina í vetur en hún
heitir Alien á frummáli), það var
ekki há greiðsla, en ég fæ
minnsta kosti 500 þúsund fyir
þetta sem ég er að semja núna,
segir David Giler og hallar sér
út fyrir borðstokkinn á lysti-
snekkjunni. Síðan bætir hann
við: „Ánnars, úr því þú segist
vera frá Islandi, þá kom ég
þangað fyrir svo sem tveimur
árum. Við vorum að hugsa um að
kvikmynda yfirborð dularfullu
plánetunnar þar sem óvætturinn
bjó á íslandi. En við höfðum ekki
tíma til að bíða eftir að snjóa
leysti svo við hættum við þá
hugmynd." Hann horfir út á
fáinn sjóinn og lítur síðan
stríðnislega á mig: „Furðulegt að
fólk skuii leggja á sig að lifa
þarna úppi við heimskautsbaug."
Hann er Bandaríkjamaður um
þrítugt og samsvarar uppruna
sínum í útliti: dálítið bólginn af
áti nautakjöts sem sprautað
hefur verið í of miklum vaxtar-
hormón. Brosið hverfur aldrei úr
andlitinu nema þegar hann
hlær. Hann er í gallabuxum og
bol og lætur annan strigaskóinn
dingla á tánni. Hann flúði til
Svíþjóðar í Viet Nam stríðinu til
að sleppa við herskyldu og fór þá
að setja saman kvikmyndahand-
rit. Heppnin var með honum og
nú siglir hann um Miðjarðarhaf-
ið á lystisnekkju, þegar hann er
ekki að fylgjast með upptöku
eigin handrita.
„Ég var beðinn um að semja
framhald á Óvættinum. En ég er
á móti þessum myndum númer
tvö, það er óþarfi að teygja
hugmyndir endalaust. Ég var
samt kominn á fremsta hlunn
með að láta undan, og ætlaði þá
að byrja upp á nýtt við eggið í
hellinum. En svo ákvað ég að
skrúfa fyrir, og nú er ég með allt
annað í takinu. Annars dreymir
mig alltaf um að semja mynd
byggða á eigin reynslu, um
ungan Ameríkana sem flýr til
Svíþjóðar til að komast hjá
herskyldu. Svíar eru svo alvar-
legt fólk að það mætti búa til um
þá grafalvarlega gamanmynd
sem stigi alltaf aðeins lengra í
alvörunni, þannig að hún færi
hringinn. En það er ekki auðvelt
að selja slíka hugmynd. Ég þarf
að afla mér miklu meiri viður-
kenningar áður.“
fljúgast á í flæðarmálinu. Þær
voru báðar þaktar skartgripum
og með brjóst eins og sautjánda-
júníblöðrur svo slagsmálin
minntu einna helzt á háþróaðan
þjóðdans. Á ströndinni stóð hóp-
ur ljósmyndara og hamaðist að
smella af. „Þetta er sviðsettur
skandal", sagði sænskur vinur
minn og glotti. „Þessu líkur með
því að þær rífa buxurnar utan af
hvor annarri, og þá eru þær
öruggar um mynd á forsrðu
einhvers kjaftablaðsins." Síðan
bætir hann við og setur upp
heimspekilegan svip: „Hið
óskráða vörumerki Cannes eru
stúlkubörn með ber brjóst, en í
dag nægir ekki slíkt það þarf að
sýna allt.“
Þessi spádómur rættist
skömmu síðar og slagsmálunum
var lokið. Menn með handklæði
tóku á móti gerplunum eins og
hnefaleikamönnum eftir harð-
snúna lotu.
Svona uppákomur eru svo
óraunverulegar að maður
efast um að þær hafi átt sér stað
aðeins örfáum mínútum áður.
Var þetta ekki bara draumur?
Og svo sannarlega er margt
draumkennt í þessari litlu borg
sem fer á annan endar á meðan á
kvikmyndahátíðinni stendur. Þá
er barist upp á líf og dauða við
að vekja athygli á myndum, og
misjafnlega skærum stjörnum.
Annars er margt óráðið um
framtíð hátíðarinnar. í fyrra var
töluverð óánægja, ekki sízt með-
al Ameríkana, sem þóttu Frakk-
ar orðnir full fégráðugir, og
prísar komnir upp úr öllu valdi.
Þá þótti framboðið á myndum
heldur magurt. Og margir Am-
eríkanar spurðu: Hvers vegna
erum við að fara til Cannes,
þegar við getum sjálfir haldið
miklu betur skipulagða hátíð í
Ameríku? í ár hafa Frakkar því
lagt sig fram um að halda
verðlagi niðri og bæta þjónust-
una. Og fyrir okkur sem komum
frá tombólu og happadrættis-
þjóðfélagi upp á Islandi, er
náttúrulega ógerningur að átta
sig á verðsamanburði. Féll krón-
an í gær? Eða var það dollarinn
sem hækkaði? Eru þessir frank-
ar keyptir á ferðamannagengi
eða fengnir vegna kvikmynda-
kaupa? Hvað eru margir dollar-
ar i þessum frönkum og hvað
margar krónur í dollurunum?
Svona spurningar eru ekki
fjærri, því það sem heldur svona
hátíð gangandi er að kaupa og
selja, og selja og kaupa.
eftir Hrafn
Gunnlaugsson
sem tilheyrir hinum útvöldu á
kvikmyndahátíð í Cannes. Það
eru menn eins og hann sem
smástjörnurnar á ströndinni
með silikonbrjóstin beru dreym-
ir um að heilla. Hann siglir um á
snekkju, fer á kvikmyndahátíðir,
horfir á nýjustu myndirnar,
skrifar og nýtur lifsins. „Hvað
viltu meir“, spyr hann og lætur
fara vel um sig, síðan bætir
hann við: „Annars er hætt við að
videoið og sjónvarpið leggi meira
og meira undir sig. Það sem er
það nýjasta í kvikmyndaiðnaðin-
um og jafnvel líka kvikmynda-
listinni. Og sá sem ætlar að nota
hátíðina vel má hafa sig allan
við. Sýningarnar byrja 8 að
morgni og þeim lýkur eftir
miðnætti. En það er síður en svo
auðvelt að sitja inni í myrkum
sal og horfa, þótt boðið sé upp á
það nýjasta af öllu nýju, því úti
bakar sólin hvíta ströndina og
hafið er eins og heiðblár líkjör.
Skandinavarnir vinir okkar
gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að vekja athygli á
myndamálum frænda okkar í
Skandinavíu að leikstjóri og
handritshöfundur sænsku
myndarinnar sem kemst í sam-
keppnina er Júgóslavi. Trúlega
hafa skandinavískar kvikmyndir
aldrei verið í annarri eins lægð
og um þessar mundir. Það vant-
ar ekki tæknikunnáttu og fag-
fólk. Nóg af því. En hvað er þá
að? Finninn Jör Donner á svar
við því: „Það vantar hugmynda-
flug og leikstjóra sem hafa kjark
og kraft til að gæða yrkisefnin
lífi. Framleiðslan er svo blóðlaus
og slöpp að helst dettur manni í
hug alikjúklingur sem hent er
auðvelt að seija í dag eru
barnamyndir, sérstaklega ef þær
ná einnig til gamla fólksins á
elliheimilunum. Fólk á alltaf í
vandræðum með börn og gamal-
menni.“
Sjálfur verður maður ögn
utanveltu, kominn með eina
mynd undir hendinni. Mynd sem
fjallar um íslenzkt umhverfi og
er samin fyrir Islendinga með
ákveðin skilaboð til þeirra í
huga, og ósjálfrátt spyr maður
sjálfan sig, hvort nokkur hafi
áhuga á baráttu íslenzk sveita-
drengs fyrir lífi sínu. En hvað er
maður þá að vilja hér í Cannes?
Jú hér gefst tækifæri til að sjá
myndum sínum, en það gengur
erfiðlega. Aðeins tvær skandin-
avískar myndir eru í sjálfri
keppninni. Önnur er sænsk:
Montenegro/or Pigs and Pearls,
heitir hún á ensku. Og hin er
finnsk. Eldsjálen. Þessar myndir
hamast Skandinavarnir við að
kynna sem framlag sitt til
keppninnar. En er Montenegro í
rauninni skandinavisk? Leik-
stjóri og handritshöfundur er
Dusan Makavejev, sá góði maður
sem gladdi hneyksiunargjarna
íslendinga með kvikmyndinni
Sæt mynd (Sweet Movie) á
kvikmyndahátíð 1978. Það er
dæmigert fyrir ástandið í kvik-
upp í loftið og sagt við: Fljúgðu.
Hvernig á slíkur fugl að geta
flogið?“ (_
Utan við hátíðarhöllina, þar
sem myndirnar í samkeppninni
eru sýndar, myndast stundum
umferðarhnútur þegar skærustu
stjörnurnar mæta til leiks.
Ljósmyndavélarnar þyrstar í
nýjar myndir og á hverjum degi
kemur út fjöldinn allur af blöð-
um og bæklingum með nýjustu
fréttum af því sem er á dagskrá
og slúðursögum.
Einn daginn þegar við rölt-
um niður á strönd sjáum
við tvær stúlkukindur á bikini
Jlið óskráða vörumerki Cannes
/ kvikmyndum er
allt hægt. Úr mynd-
inni Montenegro.
Límmiði til að augtf^
HÁTIÐICANNES