Morgunblaðið - 30.08.1981, Síða 24

Morgunblaðið - 30.08.1981, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. A-Evrópu ástand í húsnæðismálum Sú yfirlýsing Sigurjóns Péturssonar, forseta borgarstjórnar og leiðtoga Alþýðubandalagsins í borg- arstjórn Reykjavíkur, að leita þurfi leiða til þess að „koma í notkun" húsnæði, þar sem ein eða tvær manneskjur búa í 6—7 her- bergja íbúð, hefur vakið athygli alþjóðar. í barna- skap sínum héldu margir, að hugsunarháttur af þessu tagi væri ekki lengur til. Síðast voru slíkar hug- myndir settar fram á tím- um vinstri stjórnarinnar 1956—1958, þegar komm- únistar vildu með lagaboði ákveða hvað fólk mætti búa í stóru húsnæði. Nú kemur í ljós, að vinstri menn hafa ekkert lært og engu gleymt. Alþýðubandalagið hefur haldið með þeim endemum á húsnæðismálum, bæði í borgarstjórn og ríkisstjórn, að skollin er á stórfelld húsnæðiskreppa í Reykja- vík í fyrsta skipti frá því á árunum eftir stríð. Mikill fjöldi fólks er á götunni í bókstaflegri merkingu þeirra orða. Eina ráðið, sem kommúnistar sjá til þess að leysa úr þessum alvarlega vanda er að fyrir- skipa fólki, sem býr í stóru húsnæði, að leigja út frá sér eða taka fólk inn á heimili sín. Davíð Oddsson, formaður borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna, gerir þessar hugmyndir Sigurjóns Pét- urssonar og þeirra alþýðu- bandalagsmanna að um- talsefni í viðtali við Morg- unblaðið í gær og segir réttilega, að þessar hug- myndir séu „forkastanlegar og fordæmanlegar". Davíð Oddsson segir líka: „Þessi hugmynd er fáránleg og kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Það hlýtur að vera skýlaus réttur fólks að fá að búa í og ráðstafa að eigin vild því húsnæði er það hefur komið sér upp með ærnum tilkostnaði og mikilli vinnu. Dugnaður og forsjálni þessa fólks á ekki að vera refsiverð og þetta fólk á ekki að bera ábyrgð á afglöpum vinstri manna í borgarstjórninni." Tillögur Sigurjóns Pét- urssonar sýna mæta vel hver hugsunarháttur kommúnista er. Alþýðu- bandalagið hefur hafizt til mikilla áhrifa í borgar- stjórn og landsstjórn síð- ustu þrjú árin. Fái það tækifæri til að festa sig í sessi, mun það beita öllum ráðum til þess að hrinda í framkvæmd hugmyndum af þessu tagi. Þá er ekki langt í það að menn kynn- ist af eigin raun þjóðfélags- háttum sem nú eru kenndir við A-Evrópu. Raunar er nú þegar komið austur- evrópskt ástand í húsnæð- ismálum Reykvíkinga, þar sem er hinn mikli húsnæð- isskortur, setn er bein af- leiðing af stefnu Alþýðu- bandalagsins í húsnæðis- málum almennt, og í lána- málum, leigumálum og lóðamálum sérstaklega. Núverandi ríkisstjórn hefur lagt mikla áherzlu á það í málflutn- ingi sínum, að hún hafi stöðvað það stöðuga geng- issig, sem hér hefur verið tíðkað frá því að vinstri stjórn Ólafs Jóhannesson- ar, hin fyrri, tók við völd- um á árinu 1971, en hún „fann upp“ gengissigið svo sem menn muna. Til árétt- ingar þessum málflutningi hafa talsmenn ríkisstjórn- arinnar bent á, að gengið hafi verið stöðugt mánuð- um saman. í þessum efnum, eins og á svo mörgum öðrum svið- um, er ekki allt sem sýnist hjá núverandi ríkisstjórn. Frá 23. desember sl. og fram til þessa dags hefur gengi íslenzku krónunnar lækkað að meðaltali um 1,4% á mánuði. Ef tekið er til samanburðar árið 1979, Eina örugga leiðin til þess að koma í veg fyrir það, að fólki verði fyrirskipað með opinberu valdboði að leigja út frá sér einstök herbergi eða taka aðra inn á heimili sín, er að hnekkja veldi Alþýðubandalagsins. þegar síðari vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar sat að völdum kemur í ljós, að það ár lækkaði gengi íslenzku krónunnar að meðaltali um 2% á mánuði. Þetta er svo lítill munur, að þessar tölur einar út af fyrir sig sýna, að yfirlýsingar Gunnars Thoroddsens og annarra ráðherra um gjörbreytta stefnu í gengismálum eru blekkingin einber. En þeg- ar það er jafnframt haft í huga, að á þessu ári hefur Bandaríkjadollar styrkzt stórkostlega, verður Ijóst, að sá munur, sem þó er á árinu 1981 og 1979 er Reag- an, Bandaríkjaforseta, að þakka, en ekki Gunnari Thoroddsen, og ef Reagan hefði ekki hlaupið undir bagga með Gunnari og Svavari Gestssyni, hefði gengisþróunin bersýnilega verið óhagstæðari en á ár- inu 1979. Gengisblekking Gunnars ; Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 29. ágúst Adförin aö almenna veö- lánakerfinu Magnús H. Magnússon, sem fór með húsnæðismál í minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins, sagði m.a. í umræðu um þennan málaflokk, sem fram fór á Alþingi um mánaðamótin marz/apríl sl.: „Sannleikurinn er sá að það er engin furða þó hrakspár séu uppi um Byggingarsjóð ríkisins. Sam- kvæmt eldri lögum hefði Bygg- ingarsjóðurinn (innskot: almenna veðlánakerfið) fengið nálægt 17 milljörðum g.króna nú í ár af sínum mörkuðu tekjustofnum, en fær nú frá ríkissjóði 4,3 milljarða. Með öðrum orðum: hann fær ekki nema einn fjórða af því sem hann hefði ella fengið." Þessi talsmaður Alþýðuflokks- ins í húsnæðismálum sagði síðar í sömu ræðu: „Það er talað um að aukið sé framlagið til Byggingarsjóðs verkamanna. Það er alveg rétt. Það eru 7,5 milljarðar gamlir sem þangað fara. En þessir peningar eru teknir af Byggingarsjóði ríkis- ins. Það er ekkert nýtt fjármagn á ferð.“ Núverandi ritstjóri Alþýðu- blaðsins, Jón Baldvin Hannibals- son, sem þá sat á varamannabekk þingsins, sagði um sama efni: „Eitt það versta, sem gerst hefur í húsnæðismálum í tíð núverandi ríkisstjórnar, er vafa- laust það, að með því að veita auknu fjármagni til Byggingar- sjóðs verkamanna, sem auðvitað er góðra gjalda vert, skuli það gert á kostnað hins almenna húsnæð- ismálakerfis." Og hvað um byggingarsjóðina á heildina litið? Um það efni sagði Magnús H. Magnússon: „Það vantar 12,5 milljarða í fjárlagafrumvarpið upp á að Byggingarsjóð ríkisins (almenna veðlánakerfinu) sé séð fyrir þeim tekjum sem honum vóru ætlaðar — og a.m.k. 5 milijarða vantar þegar heildin er tekin, báðir sjóð- irnir, Byggingarsjóður ríkisins og Byggingarsjóður verkamanna ...“ Þær tilvitnanir úr þingræðum, sem hér eru dregnar fram í dagsljósið, bera því vitni, að þing- menn Alþýðuflokks tóku eindregið undir þá gagnrýni — og viðvaran- ir — þingmanna Sjálfstæðis- flokks, sem fram komu á „húsnæð- isstefnu„ Alþýðubandalagsins, sem ræður ferð í þessum mála- flokki hjá núverandi ríkisstjórn. Verkin sýna merkin um þessa stefnu, eftir þriggja ára borgar- stjórnarforystu Alþýðubandalags- ins og stýringu flokksins á hús- næðismálum í landsstjórn. Morg- unblaðið hefur í fréttafrásögnum greint frá vanda fjölskyldna og einstaklinga, sem eru í húsnæðis- hraki í höfuðborginni, taldir hátt í 1600 talsins. Þá bregður svo við að Alþýðublaðið agnúast út í Mbl., á hliðstæðan hátt og Þjóðviljinn, vegna þessarar umfjöllunar. Því er tímabært að minna á, að þingmenn Alþýðuflokksins, þar á meðal ritstjóri Alþýðublaðsins, studdu dyggilega þessa gagnrýni á Alþingi sl. vetur. Fyrstu lögin um almenna veð- lánakerfið, þ.e. Byggingarsjóð ríkisins, vóru sett árið 1955. Síðan hefur gerzt byggingarsögulegt af- rek í húsnæðismálum íslendinga. Ekki fer á milli mála að það sem giftu réði var samspil hins al- menna veðlánakerfis og framtak hinna almennu borgara í þjóðfé- laginu. Sjóðurinn, sem hefur láns- fjármagnað yfir 90% íbúðarhús- næðis frá stofnun sinni, virkjaði þá auðlind, sem bjó í framtaki fólksins sjálfs. Án þessa framtaks hefði slíku Grettistaki aldrei verið lyft. Höfuðtekjustofn Byggingar- sjóðs ríkisins var 2% af 3,5% launaskatti, sem atvinnurekend- um var gert að greiða. Nú hefur byggingarsjóðurinn verið sviptur þessum tekjustofni. Skatturinn var ekki felldur niður. Hann var yfirfærður til ríkissjóðsins. Bygg- ingarsjóðurinn var settur á gadd fjárveitingavaldsins, sem sker við nögl skammtinn hans. Þar með var lagður hornsteinn húsnæð- iskreppunnar. Félagslegar byggingar Ekkert var við það að athuga, þvert á móti, að efla íbúðabygg- ingar á svokölluðum félagslegum grundvelli, ef það hefði verið gert án þess að veikja almenna veð- lánakerfið, án þess að skerða byggingarmöguleika á öðrum vettvangi mun meira en nemur þessari meintu „eflingu", án þess að drepa í dróma þann almanna- hvata, sem verið hafði lyftistöngin í húsnæðismálum þjóðarinnar í áratugi. Bæði Alþýðublaðið og Þjóðvilj- inn hafa veizt að Mbl. fyrir það sem þessi blöð kalla neikvæða afstöðu til félagslegs húsnæðis. Nauðsynlegt er að ryfja orðrétt upp, hvað Mbl. sagði í forystu- grein fyrr í þessum mánuði um þetta efni: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið því fram að sjálfseignar- form á íbúðarhúsnæði sé æski- legast. Það samræmist bezt hugs- anagangi íslendinga og húsnæðis- öryggi hverrar fjölskyldu. Þetta eignarform virkjar og framtak fólks til stórátaka í sókn þjóðar- innar til bætts húsakosts. Það er þessi stefna sem hefur beðið tímabundið skipbrot með forystu Alþýðubandalagsins í húsnæðis- málum hjá borg og ríki — með afleiðingum, sem jafnvel Þjóðvilj- inn kallar „húsnæðiskreppu". En jafnframt telja sjálfstæð- ismenn að framboð íbúðarhús- næðis á félagslegum grundvelli eigi fullan rétt á sér. Leiguhús- næði í eigu einstaklinga og sveit- arfélaga þarf að vera til staðar. Fólk þarf að hafa valfrelsi, hvern veg það kýs að haga húsnæðismál- um sínum. En til þess að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði þarf að efla en ekki draga úr þeim hvata, sem verið hefur driffjöðurin í því kraftaverki í húsnæðismálum þjóðarinnar, sem almenna lána- kerfið og framtak almennings hefur unnið á síðustu þremur áratugum. Stjórnvöld ríkis og borgar eiga að styrkja þetta fram- tak í stað þess að berja það niður, eins og nú er gert. Og skipulag lóðamála í Reykjavík þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar." Með nýrri löggjöf var Bygg- ingarsjóði ríkisins gert að standa undir ýmsum þörfum en kostnað- arsömum viðfangsefnum, sem hann hafði ekki áður sinnt, svo Sumarsvipmynd úr miðbænum sem lánum til orkusparandi hús- næðisbreytinga, lánum til hús- næðisbreytinga í þágu fatlaðra, o.fl. Sjálfstæðismenn lögðu þá til á Alþingi að sjóðurinn fengi launaskattinn allan, þ.e. 3,5% af greiddum launum í stað 2%, svo hann mætti rísa undir verkefnum sínum. Þessu svaraði Alþýðu- bandalagið og fylgifiskar þess með því að svipta sjóðinn alfarið þess- um helzta tekjustofni sínum. Ekki þann veg að skatturinn væri lagður niður! Hann var einfald- lega færður yfir í ríkissjóðinn. Leiigi tekur sjórinn við. Ekki er heldur allt sem sýnist um Byggingarsjóð verkamanna. Þegar hann var stofnaður var svo búið um hnútana að ríkissjóður og viðkomandi sveitarfélög lögðu fram allt það fjármagn, sem byggingarsjóðurinn framlánaði. Þannig var sköpuð forsenda hag- stæðra útlána. Þessu hefur nú verið breytt þann veg að þessir aðilar leggja aðeins fram 40%. Fjármagnsþörf sjóðsins á að öðru leyti að fullnægja með lánsfjár- magni á fjármagnskostnaði hvers tíma. Þessi breyting hefur veikt en

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.