Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.08.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Hve mikið hafa Sovétríkin breytzt á síðastliðnum 20 árum? Eru lífskjör betri í Sovétríkjunum nú? Búa borgarar landsins við minni kúgun af hálfu yfirvalda? Hver eru viðhorf Sovét- manna gagnvart Bandaríkjunum? Er stjórnin í Kreml reiðubúin að takast á við Bandaríkin á hern- aðarsviðinu? Nicholas Daniloff, sem var bandarískur fréttaritari í Rúss- landi á árunum frá 1961 til 1965, og sem " er nýlega kominn þangað aftur til að taka við sem yfirmað- ur skrifstofu tímarits- ins US News and World Report í Moskvu, ber saman ástandið í Rússlandi, eins og það er í dag, og eins og það var fyrir tveimur áratugum, í þessu viðtali við rit- stjóra sína. DAGLEGT LÍF Þeir útvöldu „(teta verslað í sérstökum verslunum þar sem selt er gegn greiðslu i erlendum gjaldeyri.“ Vöruval fyrir þá efnuðu í damigerðri verslun af þessu tagi. „Unga fólkið er hætt að trúa á hugmynda- fræði leiðtoga okkar“ Spurning: Hvernig leizt þér á við endurkomuna til Moskvu? Svar: Bæði vel og illa. Vel að því leyti, að fólk er betur klætt og útstillingar í verslunargluggum eru skemmtilegri. Kirkjur, sem hafa verið endurbyggðar, eru mjög fagrar, það eru fleiri fólks- bílar á götunum. Sovétmenn eru líka kurteisari á almannafæri, en þeir voru fyrir 20 árum. Hins vegar leizt mér verr á annað. Framboð á ferskum mat- vælum er óreglulegt og það er fjári erfitt að hafa upp á ýmsum hversdagsvörum. Rússar virðast ennþá vera á rniðaldastiginu í lánsviðskiptum. Vissuð þið, að ávísanahefti eru sjaldgæf? Reikn- inga þarf að greiða í reiðufé eða með bankayfirfærslu, og þá þarf að skrifa bréf. Maður finnur fyrir þjakandi hendi yfirvalds, sem ógjarnan viðurkennir, að því geti orðið á mistök. Sovézk blöð eru ennþá fjarska hátíðleg. Sp: Eru Rússar ennþá tor- tryggnir í garð erlendra frétta- manna? Sv: Það er mun auðveldara fyrir erlenda fréttaritara að starfa í Moskvu nú en fyrir 20 árum. Sovétmenn hafa gert sér grein fyrir kostum þess að fá vinsam- legri umfjöllun í fjölmiðlum á Vesturlöndum með því að vera ögn hjálpsamari. Auk þess er Moskva miklu opnari borg. Sovézkir emb- ættismenn eru vafningalausari, kurteisari, og ekki eins stífir á því að þylja yfir manni áróðurslínuna. Eitt er athyglisvert; fyrir 20 árum var ekki til símaskrá fyrir almenning yfir notendur í Moskvu. Fólk þurfti að halda skrá yfir þau símanúmer, sem það þurfti að nota. Á miöjum 7. áratugnum gáfu Sovétmenn loks- ins út skrá yfir númer opinberra stofnana og samtaka. Snemma á áttunda áratugnum kom út fjögra binda skrá yfir heimilissíma, enn- þá er samt ekki til neitt sem samsvarar amerískri símaskrá eða atvinnu- og viðskiptaskrá. Svo er líka sá munur að símtal úr almenningssíma kostar 2 kópeka (ca. 25 aura), en maður fær ekki peninga til baka, ef ekki næst samband. Sp: Hefur sovézka leynilögregl- an ennþá eftirlit með Bandaríkja- mönnum og öðrum útlendingum? Sv: Af vesturlandabúum virðast hernaðarfulltrúar sendiráðanna vera undir ströngustu eftirliti. Það er ekki óvenjulegt, að þeir séu opinskátt eltir, þegar þeir sinna erindum sínum. Margar sögur. eru um, að í íbúðum vesturlandabúa sé komið fyrir hlerunartækjum, og að sím- töl þeirra séu hleruð. Sumir sendi- ráðsmenn segja, að hljóðnemum hafi verið komið fyrir í bílum eða jafnvel í þeim fötum, sem menn eru oft í. En eftirlit með erlendum blaðamönnum er lítt áberandi, og fréttamenn gera yfirleitt lítið veð- ur út af því. Sp: Finnst þér Moskvuborg hafa breytzt mikið? Sv: Moskva hefur stækkað feiknarlega og nú búa hér 8 milljón manns, en um 1960 var íbúafjöldinn rúmlega 6 milljónir. Borgaryfirvöld óttast ásókn fólks í að búa hér, og það er verið að reyna að setja skorður við vexti borgarinnar. Það er verið að flytja iðnað úr borginni, og verið er að byKKÍ3 útborgir af miklum krafti. Það er alls staðar verið að byggja. Eftir því sem embættismenn segja hefur nærri helmingur íbúa borg- arinnar flutt í nýtt húsnæði á undanförnum 10 árum. Samt er ennþá mikill húsnæðisskortur, og enn fyrirfinnast ömurlegar sam- býlisíbúðir, þar sem fjölskyldur hafa aðeins eitt til tvö herbergi og verða að deila eldhúsi og baði með öðrum. Meira ber á tilvist Bandaríkj- anna í Moskvu en áður. Söluvagn- ar með skilti á rússnesku og ensku selja Pepsi-Cola. Margir Rússar klæðast gallabuxum og eru sumir í bómullarskyrtum og bolum með amerískum slagorðum og áletrun- um. Bandaríska sendiráðið flagg- ar alla daga, og fyrir utan sendi- ráðið er sýningarkassi, þar sem nú eru uppi myndir af nútímahögg- myndalist í Bandaríkjunum. Annað sem er athyglisvert er, að yfirvöld í Moskvu leggja mikla áherslu á að borgin sé þrifaleg. Klukkan 7 á morgnana eru götu- sópararnir teknir til við að sópa gangstéttirnar, en samt sem áður eru margir húsagarðar sóðalegir og í kringum nýreist hús er skilið eftir rusl og byggingarefni á víð og dreif. Sp: Hvernig er ástatt í stjórn- málunum? Sv: Fyrir 20 árum var Nikita Krúsjeff við stjórnvölinn. Hann kom til valda er stalínska kúgun- artímanum lauk, og undir hans stjórn hófst þíðan. Með Krúsjeff fylgdi von og eftirvænting, og hann hvatti þjóðina til að komast fram úr Bandaríkjunum á ýmsum sviðum fyrir 1980. Þetta voru þeir spennandi dagar, þegar spútnikar voru sendir á loft og Yuri Gagarin fór í geimferð sína. Eftirvænting þessara daga er horfin, en í staðinn er komin traust en fremur litlaus stjórn Brésnefs. Sumir Sovétmenn kenna Krúsjeff, sem lézt árið 1971, um ýmsan skort sem enn er fyrir hendi í efnahagskerfinu. Aðrir hrósa honum fyrir að hafa dregið úr stjórnmálaþvingunum, og fyrir að hafa ráðizt gegn persónudýrk- un Stalíns. Sp: Finnst Rússum þeir njóta meira frjálsræðis nú en á 7. áratugnum? Sv: Það er greinilegt að þeim finnst þeir njóta meira frjálsræð- is. Á 7. áratugnum fann maður enn fyrir áhrifum ógnarstjórnar Stalíns. Tæki maður ókunnan mann tali, mátti búast við, að hann segðist ekki geta hitt mann aftur, þar sem það væri of hættu- legt. Yfirvöld aðvöruðu fólk sem hringdi í mann, einkum ef það hafði ekki sérstakt leyfi til að umgangast útlendinga. Slíkur ótti er enn fyrir hendi. Fólk vill lifa lífinu án þess að koma sér í vandræði. Enn er mikilvægt að sýna gætni í vali kunningja. Fólk talar varlega í símann og notar dulmál, ef það telur að símtalið sé hlerað. En það kom mér á óvart hversu frjálslega Moskvubúar tala sín á milli. Allt er látið flakka í litlum hópi vina. Mér finnst slíkar við- ræður alveg eins hreinskilnislegar og opinskáar og vera mundi í hópi Bandaríkjamanna. Einnig er athyglisvert hve frjálslega unga fólkið hagar sér. Það hefur sprottið upp mjög lífleg hreyfing þjóðlagasöngvara, sem yfirvöld vildu gjarnan ná betri stjórn á, en þau vita ekki hvernig bregðast skal við. Þessi óopinberu skáld safna um sig stórum hópum fólks víðs vegar um landið. Mér hefur verið tjáð að yfir 200.000 manns hafi komið saman á stund- um, til að hlusta á sönginn og taka hann upp á segulbönd, og sumar af vísunum eru ansi hvassyrtar stjórnmálalega séð. Sp: Eru höft á ferðafrelsi manna í Sovétríkjunum eins ströng og áður? Sv: Krúsjeff kvartaði undan því í endurminningum sínum að leið- togar Sovétríkjanna treystu Rúss- um ekki nægilega til að leyfa þeim að ferðast óhindrað til útlanda. Á valdatíma Brésnefs hafa takmark- anir á ferðafrelsi heldur verið rýmkaðar. Sovétmenn mega fara í opinberum erindagerðum eða í skipulögðum hóp- eða einstakl- ingsferðum. Þeir geta einnig farið, ef þeim er boðið af ættingjum eða stofnunum erlendis. Rússar kvarta enn undan því, að athuganir yfirvalda fyrir brottför séu niðurlægjandi. Samt sem áður ferðast fleiri Rússar til útlanda nú en nokkru sinni fyrr. Háttsettur embættismaður í ferðamálum sagði nýlega, að „milljónir" sov- ézkra borgara færu til útlanda á ári hverju. Þó er langt frá því, að ferðalög til útlanda séu jafn ein- föld og auðveld og fyrir Banda- ríkjamenn. Sp: Óska margir sovézkir borg- arar eftir því, að flytja úr landi? Sv: Á síðastliðnum 10 árum hafa rúmlega 250.000 manns flutzt úr landi á löglegan hátt, en heildaríbúafjöldi ríkisins er yfir 262 milljónir. Moskvuútvarpið hélt því nýlega fram, að 98,4% þeirra, sem sæktu um leyfi, fengju það, hinum, 1,6%, væri neitað af öryggishagsmunaástæðum. Yfirvöldin þegja venjulega yfir því, hve miklum erfiðleikum það er bundið að flytja. Eftir að sovézkir borgarar hafa sótt um leyfi til að flytja brott, missa þeir oft vinnuna eða eru færðir í verra starf. Þeir vita aldrei hvenær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.