Morgunblaðið - 30.08.1981, Síða 39

Morgunblaðið - 30.08.1981, Síða 39
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 39 nauðsynja og neyzluvarnings. Skaftpottar, steikarpðnnur, regn- hlífar voru þar efst á blaði til að standa jafnfætis fólki á Vestur- löndum í daglegu lífi. En í þess stað var stofnað til stóriðnaðar og stálframleiðslu eins og í Nowa Huta. í Czesto- chowa var sömuleiðis sett á stofn stálframleiðsla. Nýjar kolanámur voru opnaðar til afnota. Efnaverk- smiðjur af stærstu gerð skutu upp kolli meðal annars ein til fram- leiðslu brennisteinssýru í nánd við Wizow, sem talin er hin stærsta í allri Evrópu. Framleiðsla á stáli og kolum hefur aukizt gífurlega hina síð- ustu áratugi. Allt kapp er lagt á þungaiðnað. En eins og flestir vita er það sá iðnaður, sem gerir þjóðir sterkar í styrjöldum. En Pólverjar sjálfir hafa litla ánægju og enn minna gagn af slíkri stórframleiðslu. Kolin eru alltaf rándýr og margir berjast við kuldann að vetrinum. Sú er ástæðan, að ein- ungis þriðji hluti kolaframleiðslu landsins er til sölu á heimamark- aði: Rússar hirða þriðja hlutann, og það sem þá er eftir selzt til vestlægari landa á lágvirði, lægra verði en í sjálfu Póllandi. Þrátt fyrir allan flutningskostnað geta Svíar keypt pólsk kol á lægra verði en pólskir verkamenn heima hjá sér. Samt er það ekki af mann- vonzku, sem Sovétmenn hindra Pólverja í því að nota sín eigin kol, verið þvinguð undir yfirráð kommúnista. Þessi lönd eru ekki paradís verkalýðsins — þvert á móti. Verkafólkið lifir í afgrunni þess samfélagslega pýramída, sem gæti verið tákn þessa þjóðskipulags. Það vinnur átta stundir á dag sex daga vikunnar. Laun þess eru un tíundi hluti af launum háskóla- prófessors. Þegar einhver hinna kommún- ísku hátíðisdaga nálgast, t.d. 1. maí eru verkamenn kallaðir á fund í þeirra svonefnda stéttarfé- lagi. A þessum fundum fá þeir allra náðarsamlegast „leyfi" til að „samþykkja" einróma, enginn þor- ir að greiða atkvæði gegn tillög- unni, að þeir til næsta hátíðisdags skuli veita ríkinu 50 vinnustundir án endurgjalds fram yfir venju- legan vinnutíma. Verkamenn bölva þessum hátíðisdögum til hins neðsta, en þeir hafa engin úrræði og verkföll koma ekki til greina. Öll stéttarfélög verða að láta slíka vinnu af höndum og nefnast slik störf sjálfboðastarfsemi. Meira að segja samtök háskóla- kennara eru neydd til þátttöku. Ég varð að lofa 30—50 aukatím- um handa „námsþyrstum“ stúd- entum. Það gerði ég raunar fús- lega en notaði tímann handa litlum hópi andkommúnískra nemenda, sem ég veitti sérstaka fræðslu með mikilli leynd. Verkamennirnir hafa ekki einu legu merkingu til einkaframtaks á Vesturlöndum, eru ekki til í Pól- landi, þar eru heldur engir verk- smiðjueigendur eða umferðasalar. Fólkinu er skipt í stranglega aðgreindar stéttir. Hin nýja höfðingjastétt er skip- uð æðstu mönnum flokksins. Lífs- kjör þeirra eru himinhátt ofar kjörum almennings. Næst þeim eru skrifstofustjórar kommúnísku stjórnarklíkunnar, sem annast bókhald og starfslýs- ingar hinna æðstu og gera fjöl- miðlum grein fyrir athöfnum þeirra og ætlunum, og afsaka það, sem gæti valdið vandræðum og vangaveltum almennings. Síðan er heilt langstökk niður til tækni- fræðinga og verkfræðinga, sem annast hönnun, teikningar og áætlanir hinna voldugu verk- smiðja þungaiðnaðarins, sem telja má hornsteina hins kommúníska skipulags. Þar næst eru svo læknar, þá kennarar og undirtyllur ríkis- starfsmanna, umsjónarmenn, bók- arar og að síðustu allra neðst verkamennirnir. Auðvitað þekki ég bezt til hjá háskólakennurum. Háskólinn í Krakow, þar sem ég kenndi þjóðréttarfræði var stofn- aður árið 1364. Hann var fyrr á öldum miðstöð frjálsrar rann- sóknarstarfsemi. Og það hafði í för með sér virðulegar, vísinda- legar hefðir eða erfðavenjur. Venjulega á árum áður innrit- uðust nær 2000 stúdentar í lög- fræði árlega. En nú hefur komm- kommúnistar, en þeir hafa ákaf- lega mikil áhrif í skólanum. Þeir teljast hópur hinna út- völdu, sitja í nefndum og hafa stjórnunaraðstöðu til ýmiss konar ákvarðana í skólanum og fá alltaf herbergi í hinum ódýru stúdenta- görðum. Þeir vinna sem njósnarar í kennslusölum og hvarvetna, þar sem því verður við komið, og nærvera þeirra vekur tortryggni og gerir aðra hljóða og hrædda, skapar andúð og leiðindi. Á seinni árum komu nemendur mínir öft með athugasemdir og fyrirspurnir, sem gáfu ótvírætt í ljós, að þeir voru andsnúnir kommúnisma. En auðvitað varð ég að veita þeim tvíræð og hlutlaus svör. Mín einustu úrræði voru að velja nokkra nemendur í lítinn hóp trúnaðarmanna og veita þeim hlutlausa, frjálsa fræðslu í al- þjóðarétti, sem stjórnvöld hafa útilokað úr kennsusölum skólans. Þetta var eina leiðin fyrir mig og fleiri prófessora, sem hugsuðu svipað til að halda við vísinda- legum hefðum háskólans. Samkvæmt reglum er hver Pól- verji herskyldur tuttugu og eins árs að aldri. Árlega ná nálægt 180 þúsund menn þessum aldri. En svo undarlegt sem það mætti virðast eru aðeins 70 þúsund kallaðir til heræfinga. Skýring þessa fyrirbrigðis er sú, að komm- únistar óttast að hafa allt of A ÞJÓÐ STENST EKKl RATUG EFTIR ÁRATUG en styðja samt að byggingum risavaxinna stáliðjuvera til að styrkja Pólland. Hvorttveggja á sitt takmark, þegar á það er litið sem lið í þeirri allsherjaráætlun að gera Sovét- ríkin allsráðandi afl í veröldinni. Þessi áætlun er í fjórum megin- þáttum: 1. Skapa þarf ægilegt herveldi, sem verða skal ógnun allri heimsbyggð. Það er þess vegna sem Rússar verða að fá kol og stál frá Póllandi og öðrum lénsríkjum. 2. Sovét-Rússland vill soga allar þessar kúguðu þjóðir í sína eigin hít. Það er rótin að þeirri viðleitni og voldugu átökum, sem ráðstjórnin beitir til ein- stefnu allra sinna undirokuðu þjóða. Náist þetta takmark verður kommúníska heimsveld- ið æðst í veröld allri. 3. Unnt er að ná æskilegum um- þóttunartíma að þessu marki með aðstoð þeirrar stjórnfræði- legu blekkingaslæðu, sem notuð er til að dylja hinn raunveru- lega tilgang Sovétkerfisins. Það er þess vegna, sem Rússar eru andsnúnir friðargerð við Aust- urríki og Þýzkaland og gera allt, sem unnt er til að splundra Vesturveldunum. 4. Allt skal gjört, sem unnt er til valdaráns í veröldinni án þess að hleypa af einu einasta skoti — allt skal unnið með áróðri og fimmtu herdeildum. Þetta er í raun og veru lykillinn að leikn- um öllum. Meðan ég var prófessor ferðað- ist ég mikið í Póllandi og kynntist alls konar fólki. Stundum urðu á vegi mínum ýmsir fulltrúar hinna þrælkuðu sambandsþjóða og ég komst að raun um að þar gildir hið sama að mestu. Þess vegna má fullyrða, að það sem ég segi um Pólland gildir einnig um Tékkóslóvakíu, Ung- verjaland og Rúmeníu og önnur þessara ógæfulanda, sem hafa sinni ánægju af frítímum og sunnudögum, því launun nægja aðeins fyrir brýnustu nauðsynjum til fatnaðar og fæðis þeim allra nægjusömustu. Húsnæðiseklan er svo yfirþyrm- andi að verkamaður með konu og þrjú börn getur fengið leiguíbúð, tveggja herbergja, sem er 3x5 metrar að flatarmáli og margar fjölskyldur fá ekki einu svo rúm- gott húsnæði. í Varsjá og Krakow hef ég séð allt að átta fjölskyldum hrúgað saman í vesæla þriggja herbergja íbúð með einu litlu eldhúsi og baðherbergi til skipta. Háskólastarfsemin hefur samt glatað tiltölulega meiru en verka- lýðurinn. Laun háskólakennara eru al- gjörlega fastákveðin af ríkinu. Æðstu og hæst launuðu emb- ættin, embætti rektora og deildar- stjóra, koma ekki til greina handa öðrum en þeim sem eru í flokks- forystu stjórnarinnar. Verzlunarmenn í orðsins venju- úníska kennslumálaráðuneytið sett strangar takmarkanir um aðgang og síðustu ár hafa nálægt 210 nemendur verið teknir í lög- fræðideild skólans. Mínir tveir aðstoðarkennarar, útnefndir af stjórnvöldum, sér- stakri eftirlitsnefnd með starf- semi lögfræðideildar skólans, voru báðir njósnarar fyrir flokkinn. Pólskir stúdentar eiga erfiða daga. Allur námsstyrkur er væg- ast sagt skorinn við nögl. Einstök heppni má teljast fyrir þá, sem fá herbergi á ríkisreknum stúdenta- görðum, með lágri leigu, en flestir búa við fádæma húsnæðisvanda og þrengsli. Sex nemenda minna bjuggu í 3Vix6 fermetra stofu. Þar var ekki auðvelt að koma fyrir rúmum þeirra og stólum. Minnsta kosti helmingur stúd- enta eru vannærðir og margir heilsuveilir. Þetta ástand dregur að sjálfsögðu mjög úr námsár- angri og lengir námstímann. Nálægt 10 prósent stúdenta eru marga Pólverja undir vopnum samtímis. Herstyrkur Póllands vekur herjum Sovétstjórnarinnar, Rauða hernum, óþægindi og leyndan ótta. Sovétmenn hafa t.d. minnst fimm h'erdeildir til taks í Póllandi til að koma í veg fyrir uppreisnir. Það eru þessar sveitir, sem ráða landinu í raun og veru og þær verða hér uns kommúnisminn hefur sigrað Pólland í anda og sannleika. Á yfirborðinu gæti litið svo út sem kommúnistar séu ónæmir fyrir allri gagnrýni. En það er öðru nær, þeir eru sjúklega hör- undssárir. Ásakanir um ruddaskap, grimmilega valdbeitingu særir þá mjög mikið, sérstaklega ef gagn- rýnendur eru úr hópi verkamanna vestan járntjaldsins. Gagnrýni slíkrar gerðar er ógnun þeirri yfirráðastefnu sem ætlar sér allan heiminn án styrj- aldar. Þeir, sem átt hafa ævidaga að baki járntjaldsins, vita hve vold- ugt traust kommúnistar hafa til sinnar áróðursstarfsemi. Sú Grótta-kvörn nemur aldrei staðar og þá kemur í ljós þessi stöðugi þrýstingur bifar að síðustu bjargtraustum rótum allra efa- semda um þá. Auðsæjast er, hvílíkt kapp er lagt á að grafa undan áliti og virðingu Vesturlanda. Hægt er að hugsa sér kommún- íska stjórnendur eiga það eitt að takmarki sem nefna mætti: „Nýir markaðir fyrir níð um vestræn ríki.“ Utanríkisviðskipti Sovétmanna eru öll saman greinar á meiði þessarar fimmtu herdeildar. En þrátt fyrir markvissa og tillits- lausa starfsemi sinna áróðursvéla hefur þeim ekki tekizt að gera fjöldann í Póllandi að kommúnist- Gegn áróðri þeirra er unnið andsnúnum áróðri neðanjarðar- samtaka eða leynihópa, sem virð- ast hafa enn meiri tök. Andstaðan gegn kommúnistum er sterkust og fjandsamlegust í sveitum Pól- lands. Stjórnin hefur unnið markvisst að mótum samvinnufélaga meðal bænda. Þeir eru lokkaðir til sam- starfs og hlýðni með dráttarvél- um, vélplógum og þreskivélum. En þeir stritast stöðugt gegn allri slíkri viðleitni, og enn eru tiltölulega fáir hinna 40 þúsund pólsku bænda í þessum óskasam- tökum stjórnarliðsins, enda gefa þau vægast sagt ekki góða raun. Segja má að pólski bóndinn hafi lært lítið meira en að lesa og skrifa, en hann leggur þeim mun meiri áherzlu á menntun og upp- eldi barna sinna. Börn í sveitaþorpum Póllands eru rækilega áminnt um að taka vel eftir i kennslustundum, þar sem reikningur, innanhússtörf og búskaparumsvif eru til umræðu en — muna svo að loka eyrum fyrir öllu öðru. „Börnin láta marxismann renna yfir sig eins og regnskúr af bröttu bárujárnsþaki," sagði gamall sveitabóndi við mig og brosti. Á heimilum þeirra foreldra, sem notið hafa nokkurrar skóla- fræðslu, er reynt að láta börnin njóta þess eftir föngum, einkum í tómstundum. Amma og afi eru oft beztu kennarar barnanna. Og einmitt í Póllandi þar sem fortíðin var raunverulega miklu betri, eignast orð hinna öldnu margfaidan kraft til mótunar og áhrifa hinum ungu. Á knjám afa og ömmu verða börnin ósjálfrátt fyrir þeim áhrifum gegn vaidhöf- um, sem engin öfl fá upprætt né bugað. En kommúnistar kunna samt enga uppgjöf og innan skamms mæta ömmur og frænkur sinni örlagastund, þegar hinzta kallið kemur. Ný kynslóð er þá komin í heiminn, sem aldrei hefur kynnst frelsinu né fengið um það að heyra. Undir járnhæl kommúnismans og í kúgunargreipum hans koðna allar hefðir og mótstaða hins frjálsborna manns og öfl hins illa ná yfirtökum. Pólverjar hafa alla tíma verið stolt og frjálsborin þjóð og brotið alla fjötra. Fólk með frjálsa hugs- un, ákveðnar skoðanir og hetjuhug og sem ekki óttast að grípa til vopna, ef mikið var í veði. En jafnvel hin stoltasta þjóð stenzt ekki linnul^usa kúgun ára- tug eftir áratug, missi hún vonina um að varpa af sér okinu. Þess vegna er svo nauðsynlegt að Vesturlönd glæði vonirnar og sýni þessari þrælkúguðu þjóð, að henni er ekki gleymt. En takist okkur ekki að vekja frjálsar þjóðir til átaks, nær algjört vonleysi tökum að innstu hjartarótum milljónanna austan járntjaldsins, þjóðanna, sem eru fangar Sovét en frelsisins börn og vinir. (Árelius Níelsson þýddi.) 7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.