Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 40

Morgunblaðið - 30.08.1981, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 „Falskar tennur með fleiru64 Meö sumarferðamönnum lifnar Parísarborg við, þó svo hún liggi aldrei í dvala. Flóamarkaðurinn í „Porte de Clignancourt" hefur alltaf verið vinsæll af ferðamönnum, því þar er hinn ýmsi og ótrúlegi varningúr á boðstólum t.a.m. rauðar og grænar hárkollur og notaðar falskar tennur. Þar hefur skapast sérstakt and- rúmsloft blandað gleði og fátækt. Mikið er um ölm- usufólk af ýmsum þjóð- ernum á markaðnum og í grennd við hann. Þetta eru mest innflytjendur, sem ekki hefur tekizt að finna sér lífsviðurværi. Atvinnuleysi er gífurlegt í París. Texti og myndir: Anna Nissel Hvort sem litið er á þvottahæfni, efnisgæði, handbragð eða hönnun, er Völund í sérflokki, enda fyrsta flokks dönsk framleiðsla, gerð til að uppfylla ströngustu kröfur vandlátustu markaða veraldar. Volund danskar þvottavélar í hæsta gæðaflokki. Frjálst val hitastigs með hvaða kerfi sem er veitir fleiri mögu- leika en almennt eru notaðir, en þannig er komið til móts við séróskir og hugsanlegar kröfur framtíðarinnar. Hæg kæling hreinþvottarvatns og forvinding í stigmögnuðum lotum koma í veg fyrir krumpur og leyfa vindingu á straufríu taui. En valið er þó frjálst: flotstöðvun, væg eða kröftug vinding. Trefjasían er í sjálfu vatnskerinu. Þar er hún virkari og handhægari, * varin fyrir barnafikti og sápusparandi svo um munar. Traust fellilok, sem lokað er til prýði, en opið myndar bakka úr ryðfríu stáli til þæginda við fyllingu og losun. Sparnaðarstilling tryggir góðan þvott á litlu magni og sparar tíma, sápu og rafmagn. Fjaðurmagnaðir demparar í stað gormaupphengju tryggja þýðan gang. Fullkominn öryggisbúnaður hindrar skyssur og óhöpp. SK Fjórir litir: hvítt, gulbrúnt, grænt, brúnt. 3ja hólfa sápuskúffa og alsjálfvirk sápu- og skolefnisgjöf. Tromla og vatnsker úr ekta 18/8 króm- nikkelstáli, því besta sem völ er á. Lúgan er á sjálfu vatnskerinu, fylgir því hreyfingum þess og hefur varanlega pakkningu. Lúguramminn er úr ryðfríum málmi og rúðan úr hertu pyrex- gleri. Annað eftir því. Strax við fyrstu sýn vekur glæsileiki Völund athygli þína. En skoðaðu betur og berðu saman, lið fyrir lið, stillingar, möguleika, hönnun, handbragð og efnisgæði, og þá skilurðu hvers vegna sala á vönduðum vélum hefur á ný stóraukist í nágrannalöndunum. Reynslunni ríkari huga nú æ fleiri að raunverulegu framleiðslulandi og verðleikum fremur en verði og gera sér Ijóst, að gæðin borga sig: strax vegna meira notagildis, síðar vegna færri bilana, loks vegna lengri endingar. Volund þvottavélar-þurrkarar-strauvélar FYRSTA FLOKKS FRÁ Traust þjónusta Afborgunarskilmálar I /FOnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Ráðstefna arkitekta, sem starfa sjálfstætt: Arkitekta vantar verkefni vegna fjölgunar í stéttinni FUNDUR arkitekta á Norður- löndum, sem starfa sjálfstætt, var haldinn i Reykjavik dagana 22. og 23. ágúst. Voru rædd sameiginleg hagsmuna- og áhugamál. I Ijós kom að arkitekt- ar sem starfa sjálfstætt eiga við svipuð vandamál að striða á öllum Norðurlöndum hvað varð- ar öflun vcrkefna, samninga við launþega og fleira. Atvinnuleysi meðal arkitekta í Danmörku er um 14%, um 2% í Svíþjóð, en ekki er teljandi at- vinnuleysi í Noregi, Finnlandi og á Islandi. Á öllum Norðurlöndunum er veruleg offjölgun á arkitektum, sem fljótlega mun leiða til aukins atvinnuleysis, að óbreyttu ástandi. Fundarmenn voru sammála um að leggja þyrfti aukna áherzlu á hinn hagnýta hluta arkitektanámsins. Formaður íslenzku deildarinnar er Bárður Daníelsson. Aðrir í stjórn eru arkitektarnir Haukur Viktorsson og Karl-Erik Rocksén. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra: Grundvallarhugsun húsa- leigulaganna ekki breytt „ATHUGUN á lögum um húsaleigusamninga hefur verið í gangi í nokkra mán- uði. Það er ekki endanlega EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU 4 V____ ’S \n;LVsiN(; \ SIMINN KK: 22480 húið að Ijúka þvi, en það gerist á næstu vikum að við fáum tillögur frá þeim sam hafa verið með þetta i athug- un.“ Þetta sagði Svavar Gestsson félagsmálaráðherra er Mbl. innti hann eftir endurskoðun á lögum um húsaleigusamninga, sem ráðuneytið er með í bígerð. „Það er búið að skila tillög- um um nokkra þætti en það er fleira sem við bíðum eftir og vonumst lil að fá það áður en langur tími líður," sagði Sva- var. Hann sagði einnig að þeirri grundvallarhugsun sem fælist í þessum lögum teldist engin ástæða til að breyta, þ.e.a.s. að vernda rétt leigjenda. Sagði hann það vera nausynlegt að gera það og sagðist andvígur því að fella niður þá réttar- vernd sem leigjendur hefðu samkvæmt þessum lögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.