Morgunblaðið - 30.08.1981, Page 42

Morgunblaðið - 30.08.1981, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1981 Laker-flugfélagið og Pan American hafa verið talsvert í fréttum að undanförnu vegna fjárhags- erfiðleika þeirra beggja. Sir Freddy Laker og forsvarsmenn Pan Am hafa sitt í hvoru lagi setið á ströngum fundum með stjórnendum viðskipta- banka sinna. Sir Freddy þurfti að fá greiðslu- frest á afborgunum af lánum að upphæð 240 milljónir dollara. og Pan Am á í miklum rekstrarfjárörðugleikum. Sir Freddy hyggst segja bankastjórunum fyrir verkum. -V Sir Freddy hyggstmarka tímamót í banka- viðskiptum Margslungnir erfioleikar hrella stjórn- endur Pan Am Það vandamál, sem Sir Freddy á við að glíma, er í því fólgið, að hann tók framangreind lán til að kaupa fimm flugvélar af gerð- inni DC-10 og þrjár af gerðinni Airbus A-300. Lánið tók hann í dollurum í janúar sl., og í greiðsluáætlunum sinum reikn- aði hann með sterlingspundinu miklu sterkara en það er í dag. Að ráði viðskiptabanka sinna reiknaði hann pundið samsvara 2,25 dollurum, en í dag fást ekki nema 1,87 dollarar fyrir það. Standi bankarnir hart á því að hann borgi af lánunum á tilsett- um tíma, verður hann fyrir sex milljón sterlingspunda gengis- tapi. Afborgunin í janúar nk. hljóðar upp á 42 milljónir doll- ara. Sir Freddy hefur beðið um sex mánaða greiðslufrest, óskað eft- ir meiri sveigjanleika varðandi afborganirnar, þannig að hann geti borgað af lánunum þegar það hentar fyrirtækinu betur, þegar meiri peningar koma inn. Vill Sir Freddy að tekið verði tillit til þess, að flugrekstur gengur í bylgjum, ef svo má að orði komast. Inntektin er mest um sumartímann, en minni yfir vetrartímann. Hefur hann óskað að fyrstu afborguninni, sem er í janúar 1982, verði frestað fram í júní. Viðskiptabankar Lakers hafa tekið hugmyndum hans með varúð, og óttast að þeir muni veita hættulegt fordæmi með því að fallast á þær. Og þótt sterlingspundið eigi ef til vill eftir að styrkjast í sessi, telur Sir Freddy ekki ráð nema í tíma sé tekið og er hann bjartsýnn á að hann vinni bankana á sitt band. í þessu sambandi er eftir- farandi eftir honum haft: „Ég sagði við sjálfan mig: „Laker, þú markaðir tímamót á sviði flugs- ins. Nú er að því komið að þú gerir slíkt hið sama á sviði bankaviðskipta.““ Fróðir menn segja, að við- skiptabankar Sir Freddys eigi ekki annarra úrkosta völ, en fallast á beiðni hans, fyrst um sinn a.m.k. Laker lét þá hafa veð í flugvélunum, en vegna hinnar hörðu samkeppni í fluginu og samdráttar, eru flugvélar ekki jafn góð veð og áður. Laker býst við hagnaði Sir Freddy Laker á við fleiri erfiðleika að stríða en framan- greinda. Hagur hans hefur versnað, eins og reyndar flest- allra flugfélaga, vegna hinnar afarhörðu samkeppni í fluginu. Á reikningsárinu sem lauk 31. marz 1980, var hagnaður Lakers aðeins 317.000 sterlingspund, miðað við 4,87 milljónir punda árið áður. Á reikningsárinu var framreitt hlutafé aðeins rúm hálf milljón punda og sjóður hluthafa 18 milljónir punda, og hefur það því vakið mikla at- hygli að Sir Freddy- skyldi gera samninga um kaup á nýjum flugvélum að verðmæti 275 milljónir punda. Heimildir herma, að Sir Freddy hafi hagnast um 3,2 milijónir punda á árinu sem lauk 31. marz 1981, en aðrar segja að ekki sé búið að ganga frá reikn- ingunum. Sérfræðingar segja, að tæplega hafi Sir Freddy sloppið fram hjá þeim erfiðleikum sem önnur flugfélög eiga og hafa átt við að stríða. Til marks um það hvað við er að etja, hafa alþjóða- samtök flugfélaga (IATA) spáð því, að sameiginlegt tap flugfé- laga er sinna áætlunarflugi, verði 2,5 milljarðar dollara á þessu ári. Laker býst hins vegar við hagnaði. Sagt er, að Sir Freddy hafi sannfært viðskiptabankana um að hann gæti alltaf selt Airbus- vélarnar með hagnaði ef hann yrði tilneyddur, og því fengið lánin án mikillar fyrirhafnar. Erfiðleikar flugfélaganna hafa hins vegar gert það að verkum, að framboð er mikið af notuðum flugvélum, einkum Tí- um, en af þeim á Laker ellefu. Þá hafa bæði SAS og L.ufthansa reynt að selja Airbus-vélar, en ekki fundið kaupendur, og mörg flugfélög hafa endurleigt þær vélar. Sá orðrómur komst reyndar á kreik, að Sir Freddy hefði ákveð- ið að selja Airbus-vélar sínar vegna rekstrarerfiðleika félags- ins en hann á þrjár slíkar og þrjár aðrar í pöntun. Vísaði hann fregnunum á bug, sagði vélarnar ekki falar, menn seldu ekki breiðþotur heldur keyptu, menn seldu hins vegar draslið, eins og hann komst að orði. Þar hefur hann líklega átt við eldri. og óarðbærari flugvélar sínar, en hann auglýsti nýverið sex slíkar til sölu, fjórar af gerðinni BAC One-Eleven og tvær Boeing 707. Losaði Sir Freddy sig við eina BAC fyrir skömmu og þær fjórar sem hann á eftir eru falar fyrir jafnvirði tíu milljóna doll- ara. Samdráttur hjá Laker Vegna örðugleikanna hefur Sir Freddy fækkað ferðum bæði til Los Angeles og New York og hvíldartími áhafna á fyrrnefnda staðnum hefur verið styttur í 24 stundir í stað 36. En Sir Freddy er maður fyrir- hyggjunnar, og er nú farinn að hugsa til ferðamannatímabilsins á næsta ári. Hefur það spurst að hann hafi boðið betri kjör en í ár til þess að sópa til sín viðskipt- um, því ferðaskrifstofurnar borga fyrirfram, og því er hon- um hagur í því að gera samninga sem fyrst. Sérfræðingar segja, að Sir Freddy geti hæglega keppt um þessi viðskipti, því flugfloti hans, einkum Airbus-vélarnar, séu sparneytnari og hagkvæmari í rekstri en flugfloti annarra brezkra flugfélaga. Laker pantaði reyndar Air- bus-vélarnar til að hefja meiri- háttar áætlunarflug til 36 borga í Evrópu og hefur tæpast nokkuð að gera fyrir þær þrjár Airbus- vélar sem hann fær afhentar á næsta ári nema hann fái tilskilin leyfi til áætlunarflugsins. Beið- num hans í þeim efnum hefur verið hafnað. Sagt er, að neyð- arkall Lakers nú, sé ekki aðeins ætlað gegn bönkunum, heldur einnig ríkisstjórnum í Evrópu. Miklir erfiðleikar Pan Am Erfiðleikar Pan Am eru af öðrum toga en erfiðleikar Lak- ers. Pan Am er í miklum rekstr- arfjárörðugleikum. Félagið hef- ur nýverið tilkynnt 10% sam- drátt í áætlunarflugi. Á síðasta ári seldi það skýjakljúf sinn á Manhattan og fyrir skömmu afpantaði félagið átta nyjar þot- ur frá Boeing-verksmiðjunum, er sparaði a.m.k. 150 milljónir dollara. Að vísu varð félagið að borga háar refsigreiðslur til Boeing fyrir vikið. Forsvars- menn Pan Am hafa að undan- förnu setið erfiða fundi með lánadrottnum sínum, sem sett hafa ströng skilyrði, er fróðir menn segja að kunni að ganga af félaginu dauðu. Bankarnir hafa boðið upp á nýja lánafyrirgreiðslu, er hljóð- ar upp á miklu lægri upphæðir en áður. Vextir verða hækkaðir og yfirdráttarheimildir skertar. Þá hafa bankarnir sett það sem skilyrði fyrir frekari lánum, að starfsmenn Pan Am taki á sig 10% launalækkanir, eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, en þrátt fyrir góðar undirtektir skýrast þau mál ekki fyrr en eftir tíu daga í fyrsta lagi. Hótelin seld? Af þessum sökum eru stjórn- endur Pan Am tilneyddir til að grípa til aðgerða, og það strax. Eitt af því sem þeir eiga um að velja er að selja Intercontin- ental-hótelkeðjuna, sem Pan Am á. Hótelin eru brunabótametin upp á 136,4 milljónir dollara, en víst er talið að Pan Am reyni að selja þau á talsvert hærra verði. Takist það, fær félagið örlítið svigrúm til að klóra sig fram úr aðsteðjandi erfiðleikum, ekki sízt þarf félagið að losa um klær bankanna. Félagið segist hafa fengið tilboð í hótelin. Að vísu eru hótelin eini arð- bæri hluti Pan Am, hagnaðurinn á rekstri þeirra fyrstu sex mán- uði ársins nam 23,8 milljónum dollara, sem er 21% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Pan Am tapaði hins vegar 240,2 milljón- um dollara á flugrekstrinum fyrstu sex mánuði ársins, og samtals 217,6 milljónum dollara þegar allt er með talið, en það þýðir að rekstrarhalli hefur auk- ist um 35% miðað við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Samtals nema langtímaskuldir Pan Am 1,3 milljörðum dollara. Útlitið ekki gott Og útlitið er ekki gott, því allt stefnir í enn meiri hallarekstur. Félagið hefur aldrei fyrr átt í jafn miklum erfiðleikum, en það er þó huggun harmi gegn fyrir stjórnendur Pan Am, að þeir eru ekki einir á báti. Bandarísk flugfélög hafa aldrei verið í jafn miklum kröggum, græddu sam- tals 1,4 milljarða dollara 1978, en urðu fyrir 200 milljóna doll- ara rekstrartapi í fyrra. Þá hefur IATA spáð að áætlunar- flugfélög tapi 2,5 milljörðum dollara á þessu ári sín á milli, eins og getið er hér áður. Pan Am keypti National Air- lines í fyrra á 429 milljónir dollara, og hafa kaupin enn ekki haft neitt í för með sér nema aukinn höfuðverk stjórnenda Pan Am. Farskrárkerfi félag- anna hafa enn ekki verið sam- einuð og farþegum á flugleiðum National hefur fækkað hraðar en farþegum á alþjóðaleiðum Pan Am. Seldar sætamílur Pan Am fyrstu sjö mánuði ársins voru 16,6 milljarðar, en það er um 6,4% minnkun frá sama tímabili í fyrra. Flutningar fram og aftur Þá er til umræðu að flytja höfuðstöðvar Pan Am frá New York til Miami á Flórída, en ekki er ár liðið frá því rekstur National var fluttur frá Miami til New York. Voru það mjög kostnaðarsamir flutningar fyrir Pan Am. Eins og að framan greinir eru Pan Am og önnur bandarísk flugfélög ekki ein um að eiga í erfiðleikum. Rekstrartap British Airways nam 365 milljónum dollara á 18 mánaða tímabili, fram til marz 1981. Meira að segja Lufthansa í V-Þýskalandi og Cathay Pacific í Ástralíu töpuðu í fluginu. Lufthansa tap- aði á flugrekstri sínum 114,9 milljónum marka í fyrra, miðað við 24,8 milljóna hagnað 1979. Fyrirtækið í heild var þó rekið með hagnaði vegna góðrar af- komu ferðaskrifstofu fyrirtækis- ins og tryggingafyrirtækis þess. Á næstu vikum má við því búast, að bæði Pan Am og Sir Freddy verði mikið í fréttum. Ómögulegt er á þessu augnabliki að spá um hvað drífa kann á daga fyrirtækjanna umfram það sem skýrt hefur verið frá hér. Annað verður að koma í ljós. — ágás tók saman úr ýmsum heimildum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.