Morgunblaðið - 05.09.1981, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981
Flugleiðir eru gagnrýnd fyrir
það, að fyrirtækið hafi einokun á
millilandaflugi ok að í skjóli þess-
arar einokunar hafi þjónusta fyrir-
tækisins við farþega og aðra við-
skiptamenn versnað mjöK- Forráö-
amenn FluKleiða visa hins veKar til
yfirlýsinKar rikisstjórnarinnar frá
1973, þe^ar FIuKfélaK íslands ok
Loftleiðir KenKU til samstarfs um
stofnun FluKleiða. Er ekki huKsan-
leKt að aðstæður hafi breytzt i
íslenzkum fluKmálum frá þeim
tíma ok að eðliIeKt sé að um nokkra
samkeppni sé að ræða i millilanda-
fluirf?
— Það er af skiljanlegum ástæð-
um, sem við vitnum til yfirlýsingar
vinstristjórnarinnar frá 1973, þar
sem sú stefnumörkun, sem birt var í
bréfi þáverandi samgönguráðherra
til Flugfélags Islands og Loftleiða,
var forsenda fyrir samþykki aðal-
funda félaganna til sameiningar
þeirra í Flugleiðir. Þessir aðalfundir
voru haldnir samtímis 25. júní 1973.
í bréfi ráðherra var fjallað um
þrjú meginverkefni á sviði flugsam-
gangna, þ.e. áætlunarflug til og frá
Islandi, áætlunarflug á innanland-
leiðum, og um leiguflug. Varðandi
fyrsta liðinn segir eftirfarandi í
bréfinu:
Ráðuneytið minnir á að Flugfélag
íslands hf. og Loftleiðir hf. hafa
annaðhvort eða bæði allt f rá því
fyrsta verið tilnefnd af Islands hálfu
til að njóta þeirra réttinda, sem
Island hefur haft samkvæmt loft-
ferðasamningum við önnur ríki (des-
ignated airlines), hafi félögin viljað
starfrækja flug á viðkomandi flug-
leiðum. Telur ráðuneytið ekki neina
ástæðu til að gera ráð fyrir að
breyting verði á þeirri stefnu nema
síðursé. Ráðuneytið minnir á, að
opinber stjórnvöld hafa átt frum-
kvæði að sameiningartilraunum
flugfélaganna og hlýtur rökrétt af-
leiðing þeirrar stefnu að vera sú, að
sameinað flugfélag, eða núverandi
flugfélög, sem verða undir þess
yfirstjórn, verði tilefnd til að njóta
allra þeirra réttinda til reglubundins
áætlunarflugs á erlendum flugleið-
um, sem ísland hefur samkvæmt
loftferðasamningum, og það eða þau
vilja nýta.
Það er með hliðsjón af þessum
sögulegu forsendum, sem Flugleiðir
telja skyldu stjórnvalda ótvíræða til
að standa vörð um áætlunarflug
félagsins, þannig að áratuga upp-
bygging verði ekki brotin niður með
skammsýnum skyndiákvörðunum,
sem aðeins myndu leiða til þess að
íslensk flugfélög stæðu enn veikar í
samkeppni við erlend félög.
íslandsflug erlendra
flugfélaga
Varðandi meinta einokun er rétt
að minna á að allar þessar áætlun-
arleiðir hafa tvo endastaði. Þau ríki
sem við fljúgum til hafa fullan rétt
að tilnefna sín eigin áætlunarflug-
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða:
Áratuga
uppbyggingu
má ekki brjóta
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða.
aðhald frá þeim erlendu samkeppn-
isfélögum, sem fljúga til íslands, eða
rétt hafa til áætlunarflugs til Is-
lands og myndu nýta sér hann ef
þjónusta Flugleiða teldist ófullnægj-
andi. Og í þriðja lagi opinbert
aðhald. Starfsieyfi flugfélaga eru
gefin út til nokkurra ára í senn, og
flugáætlanir og fargjöld eru háð
samþykki stjórnvalda. Þá er allur
tæknilegur rekstur háður ströngum
opinberum kröfum og stöðugu eftir-
liti og gífurleg fjárfesting liggur t.d.
í þeirri viðhaldsaðstöðu, sem er
forsenda öruggs og tryggs flugs.
íscargo og
Amsterdamflugið
— íscarco fékk leyfi i vor til þess
að fljúga áætlunarflug til Amster-
dam. hvers vegna ekki ArnarfluK?
— Ég minni á að Flugleiðir höfðu
niður með skammsýnum
skyndiákvörðunum
Við höfum samkeppni, sem skapar
það aðhald, sem þarf
UM þessar mundir eru miklar hreyfingar í
flugmálum íslendinga. Ríkisstjórnin fjallar um
stuðning við áframhaldandi Ameríkuflug Flug-
leiða, Arnarflug sækir um leyfi til áætlunarflugs
til Evrópu og Iscargó kveðst stefna að flugi til
Amsterdam í vetur.
í tilefni af þessari framvindu mála, hefur
Morgunblaðið átt viðtal við Sigurð Helgason,
forstjóra Flugleiða, og lagt fyrir hann nokkrar
spurningar um afstöðu Flugleiða til þessarar
framvindu. Fer viðtalið hér á eftir:
félög til að fljúga til íslands. Eins og
nú er nýtir aðeins Danmörk þennan
rétt með áætlunarflugi SAS frá
Kaupmannahöfn til Islands og
áfram til Grænlands.
Áður fyrr stunduðu bæði bresk og
bandarísk flugfélög áætlunarflug til
íslands, en hafa fyrir nokkrum árum
lagt það niður. í því felst i fyrsta lagi
viðurkenning á því að áætlunarflug
Flugleiða hafi þótt fullnægjandi
fyrir þennan litla markað. I öðru
lagi verða menn að gera sér ljóst að
afkastageta meðalstórra þotna, t.d.
Boeing 727-200, er það mikil, að tvær
til þrjár slíkar vélargeta sinnt allri
flutningaþörfinni. I Evrópuflugi
okkar hefur slík flugvél t.d. svipaða
afkastagetu og 4 flugvélar af gerð-
inni DC-6B.
í raun og veru er unnt að full-
nægja flutningaþörfinni milli ís-
lands og annarra Evrópulanda á
tímabili vetraráætlunar, þ.e. nóv-
ember—mars, með aðeins einni
slíkri flugvél. Flugleiðir hafa hins
vegar fleiri flugvélar tiltækar á
þessu tímabili til að tryggja betur
rekstraröryggið."
— Ilvað um sumarið?
— Yfir háannatíma sumarsins,
þ.e. júní—ágúst, eða fram í miðjan
september, þarf þrjár slíkar flugvél-
ar, eða hliðstætt sætaframboð. Við
höfum t.d. notað DC-8-63 seinni
helming vikunnar, aðallega á Norð-
urlandaleiðinni. Meðalsætanýting
hvers mánaðar í Evrópuflugi á sl. ári
var frá 45,9% (janúar) upp í 74,8%
(ágúst), og meðalsætanýting allt
árið var 68,6%. Meginniðurstaðan er
sú, að til að fullnægja flutningaþörf
á áætlunárleiðunum þarf 1—3 með-
alstórar þotur. Skipting slíks verk-
efnis á tvö íslensk flugfélög þýðir því
í framkvæmd að hvort um sig myndi
reka 'k til 1 'k þotu. Það skilur hver
heilvita maður að slík tilhögun
myndi ekki stuðla að hagkvæmni í
rekstri, né heldur vera æskileg frá
öryggissjónarmiði.
— Arnarflug hefur nú ákveðið að
sækja um áætlunarflug til tveggja
staða. scm Flugleiðir sinna ekki,
þ.e. Ifamborgar og Ztirich. Hafa
Flugleiðir ekki gott af þvi aðhaldi,
slík samkeppni veitir?
— Ég minni á, að Flugleiðir hafa á
undanförnum áratugum varið gífur-
legum fjárhæðum í Evrópu til að
auglýsa Island sem ferðamannaland,
og tel ekki eðlilegt að sú undirbún-
ingsfjárfesting verði færð öðrum
fyrirtækjum á „silfurbakka". Að
sumarlagi erum við með reglubundið
áætlunarflug til 11 staða í Evrópu,
en við samdrátt flutninga yfir vetr-
artímann, er þessum áfangastöðum
fækkað í 7. Farþegar koma til
þessara áfangastaða okkar af öllu
Evrópusvæðinu, hvort sem um er að
ræða 11 eða 7 staði. Hamborg er t.d.
mjög skamma leið frá Kaupmanna-
höfn, sem er aðal Evrópuflugleið
félagsins, og vissulega koma því
margir Þjóðverjar til Danmerkur til
að notfæra sér áætlunarflugið til
íslands. Hið sama gildir um Sviss.
I millilandaflugi okkar eru í fram-
kvæmd ýmis atriði er stuðla að
aðhaldi. í fyrsta lagi viðskiptavinir
okkar. Þrátt fyrir að alltaf séu fyrir
hendi einhverjar kvartanir, tel ég að
yfirgnæfandi meirihluti viðskipta-
vina okkar séu ánægðir með þá
þjónustu sem þeir fá. I öðru lagi er
réttindi til áætlunarflugs á þessari
flugleið, og Köfðu tilkynnt stjórn-
völdum áform sín áður en vitað var
um umsókn íscargo. Ég tel að flestir
geri sér nú ljóst að veiting þessara
flugréttinda til annars íslensks flug-
félags hafi verið slys í málsaf-
greiðslu stjórnvalda, enda varð
framkvæmd þess flugs sú að íscargo
framvísaði flugréttindunum til er-
lends flugfélags. Flugvélunum er því
flogið af erlendum áhöfnum, og
erlendir flugvirkjar sjá um viðhalds-
þjónustuna. Hins vegar mega Flug-
leiðir eftir atvikum vel una sínum
hlut á Amsterdamleiðinni þar sem 2
af hverjum 3 farþegum hafa kosið að
ferðast með félaginu.
— Samrýmist það hugsjónum
einkaframtaksmanna, eins og þið
Flugleiðamenn óneitanlega eruð, að
vera andvígir frjálsri samkeppni?
— Að sjálfsögðu erum við ekki á
móti frjálsri samkeppni og hún er
vissulega fyrir hendi. Benda má á að
hingað til lands fljúga erlend leigu-
flugfélög í all verulegum mæli. Þá
flýgur SAS hingað reglubundið flug
allt árið um kring. A Atlantshafs-
leiðum er félagið í samkeppni við
sennilega um 40 önnur flugfélög, svo
að vissulega erum við vel kunnugir
samkeppni og höfum ekkert við
henni að segja. Hins vegar er því svo
farið með áætlunarflug til og frá
landinu að við teljum að það sé ekki
til skiptanna, því sem rekstrareining
eru Flugleiðir örsmátt félag á al-
þjóðlegan mælikvarða, og væri sú
eining minni er rekstrargrundvöllur
vafasamur. Við teljum að við höfum
nægjanlega samkeppni 'sem skapi
ALLTAF GERIR ÚRVAL BETUR
Feröir okkar eru öllum opnar.
Dvalarlengd alveg að eigin vali.
Sér aöbúnaður og ferðir fyrir aldraða.
Fararstjórn og hjúkrun aldraðra.
íslenzkt bókasafn og dagblöð.
Frétta- og skemmtifundir.
Afbragðs matur.
Fjölbreyttir möguleikar.
________Brottfarir fyrir áramót: 20, otkóber — 10. nóvember — 1. desember — 29. desember._
Úrvals kjör — Úrvals verð — Úrvals starfsfólk — Úrvals ferð
MALLORKA EYJA UNAÐAR
Samanburður á veröum
6 vikna dvöl verö annarra meö afslætti Úrvals verö
Lúxus íbúðir með einu svefnherb. "TOÆKL 8.760
Hótel með hálfu fæði Th89(ll 10.890
3