Morgunblaðið - 05.09.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981
11
Hin nýja Boeing 727-200-þota Flugleiða, sem tekin var í notkun á Evrópuleiðum árið 1980.
það aðhald sem þarf að vera fyrir
hendi.
— Er það ekki staðreynd. að
samkeppni er mjoK að aukast i
fluKmálum viða um heim eins ok
t.d. i Bandarikjunum, þar sem
sérleyfi fhmíelana tii áaetlunar-
ÍIuks hafa verið takmorkuð mjöK.
— Jú, það er staðreynd að sam-
keppni i Bandaríkjunum er að
aukast, sérstakleKa á þeim fluKleið-
um þar sem mikið magn flutninKa er
fyrir hendi. Á sama tíma hefur það
einnÍK skeð að þar sem lítið flutn-
inKamaKn er fyrir hendi, hefur
fjölda fluKÍélaKa á slíkum leiðum
faekkað ok veruleKar fargjaldahækk-
anir átt sér stað. Það eru því
eingönKu fjölförnu leiðirnar sem
hafa notið góðs af þessari auknu
samkeppni, en þar sem flutningar
eru takmarkaðri hefur hið gagn-
stæða átt sér stað.
— Nú hcyrist því fleygt, að
samvinnuhreyfingin ætli sér aukin
afskipti af flugrekstri. Verðið þið
varir við slíkar fyrirætlanir SÍS?
— Ég get ekkert um það sagt.
Reyndar hefur fulltrúi SÍS-félag-
anna í stjórn Arnarflugs mjög beitt
sér fyrir því að Arnarflug fái
réttindi til áætlunarflugs til og frá
íslandi. Þá er í „Drögum að stefnu-
skrá samvinnuhreyfingarinnar",
sem gefin voru út í október 1980, að
finna eftirfarandi texta (á bls. 9A):
„Huga skal aö almennum flugrekstri
til útlanda og innanlands, bæði fyrir
vöru- og fólksflutninga." Mér er ekki
kunnugt um á hvaða stigi umræður
um þessa nýju stefnuskrá standa.
— Kignaraðild Flugleiða að Arn-
arflugi hefur verið gagnrýnd mjög
og hún hefur verið nefnd sem dæmi
um einokunaraðferðir Flugleiða.
Hvers vegna gerðust þið aðilar að
Arnarflugi á sínum tíma?
— Arnarflug hf. var stofnað árið
1976 úr rústum Air Viking hf., og var
af hálfu samgönguráðuneytisins ein-
göngu veitt leyfi til óreglubundins
flugs. I leyfisbréfi ráðuneytisins var
ennfremur tekið fram að sérstakt
leyfi þess þurfi í hverju tilfelli ef um
yrði að ræða leiguflug á leiöum, sem
ístensk flugfélög þjóna reglubundið.
Félagið hafði umráð yfir tveim
Boeing 720-flugvélum og starfrækti
leiguflug innan þeirra marka sem
ráðuneytið ákvað, svo og á erlendum
leiguflugsmörkuðum. Reksturinn
gekk þolanlega í fyrstu, en stefndi
hins vegar í verulegt tap árið 1978.
— Hverjir voru þáverandi eig-
endur Arnarflugs?
— Innborgað hlutafé nam samtals
76 millj. gkr., og meirihluti þess,
57,9%, í eigu þriggja fyrirtækja, sem
tengjast SÍS, þ.e. Olíufélagið hf.,
Olíustöðin í Hvalfirði hf. og Reginn
hf. Starfsmenn félagsins áttu 5,7%
og ýmsir aðrir hluthafar 36,4%.
Framkvæmdastjóri og meirihluta-
eigendur, þ.e. fulltrúar SÍS-félag-
anna þriggja, höfðu sumarið 1978
frumkvæði að því að bjóða Flugleið-
um hlutabréf í Arnarflugi, m.a. til
að tryggja áframhaldandi rekstur
félagsins og verkefni. Að loknum
undirbúningsviðræðum, sem fóru
fram í ágúst, en þar kom m.a. fram
að áætlað eigið fé fyrirtækisins nam
aðeins um 94% hlutafjár, sam-
þykktu stjórnir beggja félaga á
fundi 1. september að Flugleiðir
keyptu óseld viðbótarhlutabréf Arn-
arflugs að upphæð 44 millj. gkr.
Einnig var ákveðið að Flugleiðir
keyptu 25 millj. gkr. af hlutafjáreign
SÍS-félaganna. Hlutafé Arnarflugs
varð því 120 millj. gkr., sem skiptist
þannig að Flugleiðir áttu 57,5%,
SÍS-félögin 15,8%, starfsmenn 3,6%
og aðrir hluthafar 23,1%.
Samvinnan við
Arnarflug
— Ilöfðuð þið nokkurn áhuga á.
að rekstur Arnarflugs gæti Kfngið?
— Jú, vissulega. Flugleiðir tóku
þátt í þessari samvinnu heils hugar,
og það fer ekki milli mála, að þessi
samvinna félaganna á tímabilinu
september 1978 til júlí 1981 á stóran
þátt í þeim vexti sem orðið hefur á
starfsemi Arnarflugs á þessu tíma-
bili.
Fyrsta skrefið til hagræðingar í
rekstri var að fela viðhalds- og
verkfræðideild Flugleiða alla við-
halds- og öryggisþjónustu flugvéla
Arnarflugs. Áður höfðu t.d. allar
stærri skoðanir flugvélanna verið
framkvæmdar af erlendum flug-
virkjum erlendis, en voru núna
unnar hér á landi. Annar þáttur
þessarar tilhögunar var sá að Flug-
leiðir keyptu allan varahlutalager
Arnarflugs, og juku jafnframt við
hann til að tryggja flugvélum félags-
ins betra rekstraröryggi.
Þá var Arnarflugi falið að vinna
almennt að sölumálum beggja félag-
anna á erlendu leiguflugsmörkuðun-
um, og félagið því tengt sérstöku
flugfjarskiptakerfi (SITA), sem
Flugleiðir eru aðili að. Flugvélar
Arnarflugs voru teknar á trygg-
ingasamning Flugleiða og nutu við
það verulega betri kjara en áður.
Bókhaldskerfi félagsins var verulega
endurbætt og unnið í tölvudeild
Flugleiða.
Leiguflugsverkefnum íslenska
markaðarins var að mestu leyti
visað til Arnarflugs, og því er ekki
að neita að sú ráðstöfun olli því að
ýmsir starfsmenn Flugleiða, einkum
flugmenn, deildu hart á stjórnendur
félagsins fyrir að afsala sér slikum
verkefnum til Arnarflugs. Hér var
m.a. um að ræða leiguflug til sólar-
landa, sem félagið hafði sjálft byggt
upp löngu fyrir stofnun Arnarflugs.
— Af hverju ákváðu Flugleiðir
síðan að selja Arnarflugsbréfin?
— Aðdraganda þess er að finna í
þeim erfiðleikum, sem Flugleiðir
hafa átt við að glíma á N-Atlants-
hafsleiðinni. Haustið 1980 urðu
miklar umræður í fjölmiðlum og á
Alþingi um rekstrarstyrk til þeirrar
starfsemi, enda höfðu stjórnvöld í
Lúxemborg þá samþykkt hliðstæðan
stuðning til handa félaginu.
Hins vegar varð niðurstaðan hér
sú, að slík aðstoð skyldi háð sjö
skilyrðum, sem samgönguráðherra
birti stjórn Flugleiða í bréfi, dags. 7.
nóv. 1980. Eitt þessara skilyrða var
eftirfarandi: „Starfsmannafélagi
Arnarflugs verði gefinn kostur á að
kaupa hlut Flugleiða í Arnarflugi."
í svari stjórnar Flugleiða við
þessari kröfu er vakin athygli á því
að meta þurfi núvirði hlutabréfanna,
og jafnframt að áður en af sölu
þeirra verði þurfi að fara fram
uppgjör á þeirri fjárfestingu, sem
Flugleiðir höfðu lagt í einungis
vegna flugvéla Arnarflugs. Hér var
bæði um að ræða svonefnda hreyfil-
tima, og varahlutalagerinn.
— Ætluðu Flugleiðir þá að selja
öll hlutabréfin eða aðeins hluta
þeirra?
— Stjórn Flugleiða tók í upphafi
ótvírætt fram, að ef til sölu bréfanna
kæmi, væri það skilyrði sett af hálfu
félagsins, að þau yrðu öll seld
starfsmönnum Arnarflugs, eins og
kvöð stjórnvalda reyndar mælti um.
Fulltrúar ríkissjóðs í stjórn Flug-
leiða beittu sér hins vegar í sumar
fyrir því að félagið seldi starfs-
mönnum Arnarflugs aðeins 17,5%,
en héldi áfram 40% hlutafjáreign,
og væri því áfram langstærsti hlut-
hafi félagsins.
í megindráttum skiptist núver-
andi hlutafjáreign í Arnarflugi
þannig að Flugleiðir eiga 40%,
starfsmenn Arnarflugs 23%, SÍS-
félögin 16% og aðrir hluthafar 21%.
Hjá Flugleiðum er hliðstæð skipt-
ing þannig að 422 starfsmenn Flug-
leiða eiga 35%, ríkissjóður íslands á
20%, Eimskipafélag Islands á einnig
20% og aðrir hluthafar 25%. Það
skal hér tekið fram, að með „starfs-
mönnum Flugleiða" er hér eingöngu
átt við þá starfsmenn, sem nú taka
laun hjá félaginu. Þeim til viðbótar
kunna makar og börn þeirra einnig
að eiga hlutabréf, en eign þeirra er
hér skráð hjá öðrum hluthöfum.
— Það hefur komið fram, að
fulltrúar Flugleiða í stjórn Arnar-
flugs væru andvígir umsókn félags-
ins um áætlunarflug til Evrópu.
— Já, þeir þrír stjórnarmenn, sem
standa að þessari ákvörðun, eru
Arngrímur Jóhannsson, yfirflug-
stjóri Arnarflugs, Axel Gislason,
framkvæmdastjóri skipadeildar SIS,
og Haukur Björnsson, framkvæmda-
stjóri Karnabæjar, en hann er jafn-
framt formaður stjórnar.
— Telur þú, að Arnarflug geti
lifað sjálfstæðu lífi án áatlunar-
flugs eða er andstaða ykkar Flug-
leiðamanna við það. byggð á því að
þið viljið koma þessum keppinaut
fyrir kattarnef?
— Ég tel vissulega að Arnarflug
geti lifað sjálfstæðu lífi án áætlun-
arflugs á sama hátt og verið hefur,
og bendi sérstaklega á að það er
fyrst og fremst leiguflugið sem hefur
verið rekið með hagnaði hjá Arnar-
flugi. Verulegur halli hefur verið á
áætlunarflugi Arnarflugs hér inn-
anlands. Við teljum að Arnarflug
gegni mikilvægu hlutverki sem
leiguflugfélag á svipaðan hátt og
önnur flugfélög í nágrannalöndun-
um og að svo eigi að vera áfram.
— Hvað viltu scgja að lokum
Sigurður um viðhorfin í íslenzkum
flugmálum?
— Ég vildi leggja áherslu á að
traustar flugsamgöngur íslands við
umheiminn er einn af hornsteinum
sjálfstæðis okkar, og framkvæmd
slíkra samgangna þarf að vera sem
mest í okkar eigin höndum. Slíkt
skeður ekki af sjálfu sér, og nauð-
synlegt er að standa vörð um
áunninn árangur með framkvæmd
markvissrar flugmálastefnu. Ég
treysti þvi, að íslensk stjórnvöld
muni því halda fast við þá stefnu,
sem mörkuð var á þessu sviði árið
1973, enda hafa mér vitanlega engin
haidbær rök komið fram, sem rétt-
læta frávik frá þeirri stefnu.
ALLTAF GERIR ÚRVAL BETUR
YNGRIB0RGARA
FJÖLBREYTTNI VETRARYLS 0G SÓLAR
HOTEL PIONERO SANTA ROSNA
Óskastaður eldri borgara
3ja stjörnu hótel um 200 m frá
•tröndinni í rólega baðstrandabæn-
um Santa Ponsa or langvinsælasti
gististaðurinn sem eldri borgarar
hafa. Við hótelið er stórt og gott
útivistarsvæði með sundlaugum og
fl. dans, bingó og tízkusýningar m.a.
á kvöldin. Rúmgóð herbergi með
baði og svölum.
ROYAL MAGALUF ÍBÚDIR MAGALUF
Lang vinsælustu íbúðir Úrvals á
Mallorka. Staðsett á miðri Magalut
ströndinni með glæsilegar sund-
laugar, sólbaðsaðstöðu, veitínga-
stöðum, inni og úti, allskyns verzl-
unum, þvotfahúsi o.fl. Velja má um
litlar stúdíó ibúðir eða eins svefn-
herbergis íbúðir.
3 vikur hálft fæöi 7.890. — Aukavika 1.000 kr. 3 vikur studió 5.900. — Aukavika 400 kr. 1 svefnherb. 6.990. — Aukavika 590 kr.
ÞAÐ ER EKKI SAMA MEÐ HVERJUM ÞÚ FERÐAST URVALV* v. Austurvöll, s. 26900.