Morgunblaðið - 05.09.1981, Síða 15

Morgunblaðið - 05.09.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 15 ir. Ég efast um að nokkur ritstjóri Morgunhlaðsins fyrr og síðar hafi skrifað jafn settlegt Reykjavíkurbréf og þessa sunnudagshugvekju. En svo klykkir emb- ættismaðurinn út: „Mér hefur hér að framan orðið nokkuð tíðrætt um festu og jafnvægi... En hvers konar jafnvægi hljóta menn að spyrja. Ég kýs að kalla það róttækt jafnvægi.“ Að vísu gerir Þröstur enga tilraun til að skýra hvers vegna hann kýs að kalla jafnvægið róttækt, hvað þá hann reyni að svara því hvað hafi verið svo róttækt við Reykjavíkurbréf í hálfa öld. En hann á ugglaust eftir að skilgreina sanna róttækni í hennar innsta eðli, því róttækur er hann og verður hvernig svo sem hann skiptir um skoðun í hverju máli. Þær eðlistrúarhugmyndir um þjóðmála- stefnur sem ég hef nú reynt að lýsa eiga sér merkilejía samsvörun í trúarhugmynd- um okkar. I trúarbrögðum er eðlishyggjan á heimavelli. Því svo virðist sem það verði til að mynda að vera til einn réttur kristindómur ef kristin trú verður yfir- höfuð tekin alvarlega. Annaðhvort er kristin trú rétt eða ekki, og ef hún er rétt þá er Kristur sá sem hann sagðist vera og sáluhjálp okkar undir því komin að við trúum á hann og fylgjum honum. Svo er það alls ekki eðlishyggjan ein sem er sameiginleg trúarbrögðum og þjóðmála- stefnum, heldur eru samkennin fleiri. Eitt er að bæði trúarbrögðin og þjóðmálastefn- urnar eiga sér nafngreinda höfunda — Búdda eða Krist, Adam Smith eða Karl Marx — og heiiaga ritningu, guðspjalla- menn, postula og dýrlinga. Og drjúgur hluti af sálarlífi bæði félagshyggjumanna og frjálshyggjumanna snýst um þessa dýrlinga og útlagningu á orðum þeirra og gerðum: á orðum Hayeks eða Engels eða Friedmans eða Mandels, á gerðum Henrys Ford, Che Guevara eða Einars Guðfinns- sonar á Bolungarvík. Menn skilja ef til vill betur en ella hvað slíkar uppbyggilegar útleggingar á helgiritum og heilagra- mannasögum eru sérkennilegar ef þeir bera þær saman við fræðilega hugmynda- sögu, til að mynda vísindasögu. Newton var faðir nútímaeðlisfræði og lét eftir sig eitt mesta stórvirki mannsandans, Stærða- lögmál náttúrunnar. En enginn nútíma- eðlisfræðingur les Stærðalögmál Newtons né heldur uppbyggilegar útleggingar á þeim. Við veltum því ekki fyrir okkur hvað Newton mundi hafa sagt um afstæðis- kenninguna eins og menn velta því fyrir sér hvað Marx hefði sagt um Ráðstjórn- arríkin eða Adam Smith um Margréti Thatcher. En ekki meira um það. Ég var að nefna hugmyndasögu, fræði- lega hugmyndasögu. Til skamms tíma var öll hugmyndasaga, og ekki einungis hug- myndasaga söfnuða á borð við hvers konar marxista, þungt haldin af eðlistrú. Fræði- menn skrifuðu stórar bækur, til að mynda um sögu frjálshyggjunnar, með einhverja eðlisskilgreiningu á frjálshyggjunni að meginvopni við greiningu sína á hug- myndaheimum fyrri tíðar manna. Eða þá þeir lögðu á það stund, sumir ævilangt, að deila um hvort Jean-Jacques Rousseau hafi í raun og sannleika, í innsta eðli sínu væntanlega, heldur verið lýðræðissinni eða alræðissinni. Ég bara spyr: hvers vegna má Rousseau ekki hafa verið hvorttveggja? Það hef ég verið! Hvað um það. Á síðari árum hafa orðið mikil umskipti til hins betra í allri hugmynda- söguritun, og hygg ég að þar hafi munað einna mest um heillavænleg áhrif Witt- gensteins á hugmyndir sagnritaranna. Fremstur í flokki hinna nýju hugmynda- sögufræðinga hefur farið Thomas S. Kuhn, prófessor við Princetonháskóla; frá honum hef ég reynt svolítið að segja í ritgerðinni „Er vit í vísindum?" sem birtist í Tímariti Máls og menningar árið 1974. En hér og nú eru það einkum tvö prýðileg lítil hugmyndasögurit sem skipta okkur máli: Frelsi: ný greining (Freedom: A New Analysis) frá árinu 1953 eftir Maurice Cranston, og Einstaklingshyggja (Indi- vidualism. 1973) eftir Steven Lukes. Hér og nú er vitaskuld ekkert tóm til að segja svo mikið sem brot af þeirri flóknu sögu sem þeir Cranston og Lukes rekja í bókum sínum. En þá meginniðurstöðu má þó kannski hafa eftir þeim báðum að hvorki frjálshyggja né einstaklingshyggja eru neitt eitt, heldur eru bæði frjálshyggj- urnar og einstaklingshyggjurnar mýmarg- ar og nánast engin þeirra réttnefnd frjálshyggja eða einstaklingshyggja ann- arri fremur. Svo langt er gengið að ‘frjálshyggja’ getur með fullkomlega skynsamlegum efnislegum rökum, og skilj- anlegum sögulegum rökum, verið hið rétta heiti á andstæðum skoðunum að meira eða minna leyti. Um þessar mundir vita flestir hver eru megineinkennin á skoðunum Miltons Friedman, réttnefndum frjáls- hyggjumanni sem messaði mikið í íslenzka sjónvarpinu í fyrravetur. Eitt dæmi Cranstons er af bandaríska gagnrýnand- anum Lionel Trilling, réttnefndum frjáls- hyggjumanni líka, sem safnaði ritgerðum sínum í bók sem hann nefndi Andagift frjálshyggjunnar (The Liberal Imagina- tion, 1950). Á frjálshyggju Trillings eru þau megineinkenni meðal annarra að hann trúir á áætlunarbúskap á sem flestum sviðum, skipulega og vinsamlega alþjóða- samvinnu, einkum og sér í lagi við Ráðstjórnarríkin, enda sé marxismi ekki annað en svolitill viðauki við rétta frjáls- hyggju. Og svo mætti lengi telja um frjálshyggj- ur og einstaklingshyggjur: breytilegar eftir þjóðlöndum — til er ensk, frönsk, spænsk og þýzk frjálshyggja — og ekki síður eftir tímabilum; og breytingunum næstum engin takmörk sett. Allt um það er ættarmót með öllum þessum stefnum — nefið hér, augun þar. Ég hygg það hafi verið Sigurður Bjarnason frá Vigur sem flutti erindi yfir dönskum stjórnmál- amönnum einhvern tíma á árunum um flokkaskipan á íslandi, og taldi þar Sjálfstæðisflokkinn sambærilegastan við flokka norrænna jafnaðarmanna. Þá greip Per heitinn Hækkerup fram í fyrir honum og spurði: „Nej, er I virkelig sá konserva- tive?“ Af þessum lærdómi ber okkur auðvitað að draga þá augljósu ályktun að öll vígorðasmíðin um sanna og rétta frjáls- hyggju (eða félagshyggju ef út í það er farið) styðst ekki við snefil af skynsamleg- um rökum, hvorki sögulegum né efnis- legum. Og okkur ber líka, að ég held, að draga aðra ályktun og erfiðari: þá að við hljótum að taka hverri þeirri frjálshyggju (eða félagshyggju) sem að okkur er haldið eins og hún er. en aldrei að láta freistast til að afgreiða slíka frjálshyggju með tilvísunum til einhverra raka með eða móti frjálshyggju almennt og yfirleitt. Því frjálshyggja almennt og yfirleitt er engin til. En eins og ég sagði er það erfitt að taka hverja frjálshyggju eins og hún er. Það er einkum erfitt vegna þess að svo rík er eðlistrúin í boðendum slíkra stefna að þeir reyna sjaldnast að lýsa stefnu sinni eins og hún er — þeir vita jafnvel ekki hver hún er eins og raun virðist á um Þröst Ólafsson — heldur beita þeir hvers konar áróðursbrögðum, og þá ekki sízt vígorðum sem eðlistrúin leggur þeim til. III Sú frjálshyggja sem mest ber á um þessar mundir er stundum auðkennd og kölluð „nýfrjálshyggja", og einhverjir helztu boðberar hennar fyrir skemmstu voru fáeinir Frakkar sem nefndir voru hvorki meira né minna en „nýir heimspek- ingar". Þessar nafngiftir áttu sér það fordæmi að á árunum upp úr 1968 sællar minningar varð til fyrirbæri víða um lönd sem kallað var „nývinstristefna". (Ólafur Ragnar Grímsson sagði mér einhvern tíma að hann hefði á þeim árum, þá ungur framsóknarmaður og nýbakaður stjórn- málafræðingur, viljað byrja á að segja Steingrími Hermannssyni lauslega frá því nýmæli sem nývinstristefna væri. Stein- grímur greip þegar fram í fyrir honum og sagði: „Nývinstristefna, það er einmitt framsóknarstefnan. Við notum þetta!“) Raunar virðist hin nýja frjálshyggja að drjúgu leyti hafa orðið til sem andóf við hinni nýju vinstristefnu. Svo vorum við Haraldur Ingi Haraldsson að skrafa sam- an í Sjallanum í gærkvöldi um nýlist sem nú er farið að kalla svo, ugglaust eftir fordæmunum úr þjóðmálaþjarkinu. Óneit- anlega er öll þessi áherzla á nýmæli í nafngiftunum svolítið tortryggileg: “The lady doth protest too much, methinks,” segir Geirþrúður Danadrottning. Og sú tortryggni reynist heldur betur eiga við rök að styðjast. Því sannleikurinn er sá að um báðar þessar stefnur eða hræringar — og ekki síður um nýlistina að ég hygg — að í báðum tveimur er nákvæmlega ekkert nýtt. Báðar voru þær uppvakningar, og eru enn að svo miklu leyti sem þær lifa og kalla má svona draugagang líf. Ég minnist þess að sambýlismaður minn á háskólaárum mínum í Ameríku varð um skeið einn helzti foringi þess sem hét „New Left“ þar í landi, og aðalritari víðfrægra samtaka sem hétu Students for Democra- tic Society. ítarleg bréf sem hann sendi mér úr baráttunni voru að því leyti óvenjuleg meðal sendibréfa að ég hafði lesið þau öll saman áður, í smáu og stóru. Og hvar hafði ég lesið þau? Jú, í þeim margháttuðu bolsivíkabókmenntum frá millistríðsárunum sem ég hafði af ein- hverjum ástæðum nokkurt dálæti á sem unglingur. Eitt bréfið frá Chicago var nánast frá orði til orðs frásögn sem ég hafði einhvers staðar lesið af frægum sellufundi í Fjalakettinum, minnir mig, þar sem félagi Einar Olgeirsson játaði á sig stórglæpi gegn hugsjóninni og hreyf- ingunni fjörutíu árum fyrr. Hugmyndirn- ar, aðferðirnar, formúlurnar fyrir svo- nefndri sjálfsgagnrýni, jafnvel stimpingar við stigagat þegar mest hitnaði í mönnum: allt var eins. Þegar ég reyndi að segja þetta í svarbréfum fékk ég til baka bréf sem voru þrungin vorkunnsemi ýfir skUn- ingsskorti mínum á þeim stórmerkjum sem væru að gerast einmitt núna. Þegar Halldór Laxness kom einu sinni sem oftar frá Rússlandi fyrir stríð, færði hann vini sínum og afa mínum Vilmundi Jónssyni landlækni að gjöf gjörðabækur dómstóls þess sem dæmt hafði líflækna Jósefs Stalín til dauða. Vilmundur las framburði læknanna fyrir réttinum, og lét þess svo getið við Halldór að það sem væri eftir læknunum haft hefði enginn læknir getað sagt né skrifað. „Hverju svaraði Halldór?" spurði ég. „Svo sem engu,“ var svarið. „En hann vorkenndi mér mikið." Síðan hef ég fengið þá skýringu frá vini mínum á þessum lygilegu samsvörunum — þær hefðu dugað til að sannfæra allan þorra íslendinga um miðilssamband milli gamalla og nýrra vinstrimanna — að raunar hefði smám saman orðið ljóst að nývinstrihreyfingin bandaríska var óvart alls ekki ný, né heldur hefðu neinir miðlar átt hlut að máli, heldur hefði fjöldi gamlingja frá kreppuárunum gengið í endurnýjun lífdagana þegar mest var deilt um styrjöldina í Víetnam vestan hafs, og þeir hefðu haft veg og vanda af skipulagn- ingu nývinstrihreyfingarinnar í smáu og stóru. Ekki veit ég að hve miklu leyti er sömu sögu að segja um KSML og öll þau lið; ég verð að spyrja Ólaf Ragnar út í það. Hið sama er að segja um hina nýju frjálshyggju. Þegar ég lagði það á mig að fara á hundavaði gegnum tvær bækur hinna „nýju“ frönsku heimspekinga á árunum, þótti mér með ólíkindum að höfundunum skyldi ekki ljóst að þessar bækur þeirra höfðu áður skrifað bæði Raymond Aron um það bil aldarfjórðungi fyrr og Julien Benda fimmtíu árum fyrr. Ög allt gengur eftir: menn dusta rykið af gamalmenni eins og Friðriki Hayek, og næstum því fjörutíu ára gömlu áróðursriti hans gegn áætlunarbúskap er dreift sem höfuðriti nýrrar frjálshyggju, svo að ekki sé nú minnzt á það sem eldra er, svo sem eins og þjark Hayeks í tímariti frjáls- hyggjumanna við meira en aldargamla kennslubók eftir John Stuart Mill. Þess má geta í því viðfangi að sú gagnrýni Hayeks á Mill (Frelsið I (1980), 6—35) er byggð á sandi: Hayek virðist, svo lygilegt sem það má teljast, ekki skilja ívitnunina í Hagfræði Mills sem hann reisir gagnrýni sína á; hann snýr beinlínis átakanlega út úr henni. Þess utan er öll grein Hayeks gagnsýrð af barnslegri vísindatrú — vísindatrú sem tengist siðfræðilegri tví- hyggju þeirra Davids Hume og Max Weber, og henni í frumstæðustu mynd. En sú tenging er í sjálfu sér hnýsileg. Sleppum því. Grein Hayeks er reyndar fyrirlestur yfir íslenzkum frjálshyggju- mönnum, og hún er meðal annars eftir- tektarverð fyrir spurningar og svör sem lestrinum fylgja. í engri spurninganna svo mikið sem örlar á gagnrýni á fyrirlesar- ann, heldur skjálfa menn af lotningu. Það vantar ekkert nema svigagreinar eins og þær sem standa í ræðusöfnum Stalíns og Brésnéffs, tvisvar á hverri síðu: „Langvar- andi lófatak", „Almenn fagnaðarlæti", „Þakið ætlar að rifna og allir rísa á fætur." Allt þetta virðist mér meðal annars vera umhugsunarvert í ljósi þess að helztu aðiljar að þessum hræringum síðustu ára er skólafólk, en það er einsdæmi í sögu mannkynsins af þeirri einföldu ástæðu að allt fram á þessi síðustu ár hefur nánast ekkert skólafólk verið til sem gæti látið á sér bera með þessum hætti. Og drauga- gangurinn gefur þeirri hugsun undir fótinn að ef til vill sé skólafólki fyrirmun- að að láta sér detta neitt nýtt í hug. Nú hef ég ekki vikið nema að einum meginþætti þeirrar frjálshyggju sem einna mest ber á um þessar mundir. Alveg eins og muna ber að sameignarstefna er svolítið annað og meira en enn eitt fíkniefnið handa borgaralegu æskufólki, þá má ekki gleyma hinu að þessa stundina er einhvers konar frjálshyggja opinber stjórnarstefna í Bretlandi og Bandaríkjun- um, svo og í ísrael og Uruguay að ég hygg og ugglaust ennþá víðar, og hníga til þess margvísleg rök sem koma Guðmundi okkar Heiðari Frímannssyni og öðrum ungum frjálshyggjumönnum á íslandi nánast ekkert við. Meðal þess sem stuðlað hefur að framgangi frjálshyggju í brezkri og bandarískri þjóðmálabaráttu eru til- tölulega tæknilegar hagfræðikenningar úr háskólanum í Chicago öðrum stofnunum fremur, svonefndar peningamagnskenn- ingar. En þessar kenningar hygg ég að skipti minnstu máli fyrir frjálshyggju sem þjóðmálastefnu eða lífsskoðun: málstaður lífsskoðunar hvorki stendur né fellur, held ég, með því hvaða hagstjórnartæki reynast nýtust í viðureign við verðbólgu — stjórn á peningamagni í umferð, tekjustefna eða hvaðeina annað. Enda skulu menn sanna til, eins og ég gaf til kynna áðan, að frjálshyggjumenn mundu hvergi láta sér bregða þótt Margrét Thatcher hrökklaðist frá völdum við lítinn orðstír. Þeir mundu bara skilgreina frjálshyggju sína á nýjan leik. En nú er þess að gæta að hagfræði snýst um meira en hagstjórnaratriði eins og aðgerðir gegn verðbólgu. Hagfræði sí- gildra höfunda eins og Smiths, Marx og Keynes, og samtímahöfunda og sjónvarps- stjarna eins og Friedmans og Galbraiths, er líka kenning um þjóðfélagið. Og hér eru ágreiningsefnin mörg, svo sem eins og um hlutdeild samkeppni og einokunar í hverju hagkerfi. Ber til dæmis að rekja efnahags- lega viðreisn Vestur-Þýzkalands eftir heimsstyrjöldina síðari til frjálslyndrar stjórnarstefnu Erhards, eins og Friedman vill gera, eða til hins hvað samtök fyrirtækja og áætlunarbúskapur stóðu á traustum og góðum og gömlum merg í Þýzkalandi eins og Galbraith reynir að rökstyðja? Eða hvaða söguskýring skyldi vera skást á heimskreppunni miklu? Á að kenna seðlabankanum bandaríska einum um kreppuna, eins og Friedman gerir í nafni peningamagnskenningarinnar, eða hljótum við að rekja kreppuna að meira eða minna leyti til veikleika í sjálfu markaðskerfinu eins og Keynes vildi gera, og Galbraith í fótspor Keynes á okkar dögum? Eða hvort skyldu íslendingar um þessar mundir heldur búa við markaðsbú- skap eða áætlunarbúskap? Hvorum þætt- inum af þessum tveimur í efnahagslífi íslendinga eigum við fremur að þakka hagvöxtinn sem við virðumst búa við nokkurn veginn jafnt og þétt? Hvorugum kannski? Um þessi ágreiningsefni sem nú eru nefnd ætla ég auðvitað ekki að fjalla. Það er verkefni fyrir hagfræðinga — og það er, með leyfi að segja, íslenzkum hagfræðing- um til minnkunnar hversu lítið þeir hafa gert til að svara þvílíkum spurningum um íslenzkt samfélag. En þótt ég vísi þessum efnum frá mér, má ég til með að láta þess getið að ég hygg að slík hagfræðileg ágreiningsefni séu miklum mun nátengd- ari ágreiningsefnum í stjórnmálum en hagfræðingar sjálfir vilja oftast nær vera láta. Með öðrum orðum þá el ég með mér miklar efasemdir um margrómað vísinda- legt hlutleysi hagfræðinnar. En um vís- indalegt hlutleysi hvers konar félagsfræða hef ég nýlega skrifað langa ritgerð — „Valdsorðaskak" í Aímæliskveðju til Tóm- asar Guðmundssonar (1981) — og get ómögulega farið að tala um það hér. Nema þá ég nefni það að skoðun minni fylgir að það sé engin tilviljun að hagfræði sem slík sé öðrum þræði ekki annað en áróður fyrir markaðsbúskap, svo sem eins og veiði- leyfasölu á Islandsmiðum, og að félags- fræði sem slík (sem er auðvitað langtum frumstæðari fræðigrein en hagfræðin) sé mestan part ekki annað en einfeldnings- legur áróður fyrir einhvers konar félags- hyggju. En þó svo ég telji að trú hagfræðinga og annarra þjóðfélagsfræðinga á vísindalegt hlutleysi fræða sinna sé viílutrú, jafnvel á pörtum háskaleg villutrú, þá hygg ég samt að úrlausn einhverra eða allra þeirra hagfræðilegu ágreiningsefna sem ég nefndi skipti engum sköpum fyrir frjáls- hyggju. Ástæðan til þess er sú að í frjálshyggju, eins og félagshyggju, er einn þáttur sem ég hef ekki nefnt — siðferði- legur þáttur. Og mér hefur virzt sem þessi siðferðilegi þáttur sé oftar en ekki líftaug- in í sannfæringum þess fólks sem játast hvort heldur frjálshyggju eða félags- hyggju, þó svo að menn geri sér lang- sjaldnast grein fyrir þessu sjálfir, enda snýst stjórnmálaumræða fyrr og nú næst- um því um allt annað en siðferði, svo mjög að ég hef stundum freistast til að segja að stjórnmál séu í eðli sínu siðlaus. Og þótt ég haldi að á endanum verði sú siðfræði sem reynir að fjalla um þennan siðferðilega þátt ekki skipulega aðskilin frá hagfræði, félagsfræði og sálarfræði, þá er samt hægt að einangra hana að nokkru leyti, þó ekki sé nema umræðunnar vegna. Og það vildi ég nú mega reyna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.