Morgunblaðið - 05.09.1981, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981
Lýðræði og
láglaunafólk
eftir Halldór Jónsson,
verkfræöing
Þegar maður hlustar á þjóð-
málaumræður vekur það eftirtekt,
hversu stjórnmálamenn láta sér
títt um hag hinna lægst launuðu
og þarmeð allrar alþýðu. Þeir vilja
allt fyrir þetta fólk gera, taka af
þeim ríku og færa þessu fólki.
Kærleiksfaðmur þeirra umlykur
þerinan yfirgnæfandi meirihluta
fólks, sem af einhverjum ástæðum
virðist ekki ná rétti sínum þrátt
fyrir lýðræðislega yfirburði vegna
fjölmennis. Kannski bara af því að
þeir ríku séu ekki til. Minnihlut-
inn virðist alltaf ná að kúga þessa
vesalinga að þeir segja okkur. Því
þurfi þeir endilega á þing tii að
rétta hlut þeirra. En hverra hlut
eru þeir að rétta?
Láglaunafólkið
Ef maður fer í gegnum þing-
mannalistann, þá getur maður
slegið því föstu, að meirihluti
þingmanna hafa sjálfir farið veru-
lega uppávið í lífskjörum við
kjörið. Menn geta farið af sendi-
sveinakaupi, sem ekki gerir einu
sinni kleift að hafa tékkhefti í
lagi, upp í þokkalegar tekjur, sem
leyfa bíla og íbúðakaup.
Meðan ekki er sú regla í gildi, að
menn skuli aðeins halda stöðu í
launum fyrir að fara á þing, trúi
ég því ekki að um algerlega
óeigingjarnar hugsjónir sé að
ræða hjá mörgum af þessum
alþýðuvinum. Það læðist að manni
grunur um, að þessi barátta fyrir
bættum kjörum hinna lægstlaun-
uðu sé oft háð fyrir eigin hönd
viðkomandi.
Vilmundur og Jón Hannibals
hafa nú yfirgengið svo hvorn
annan í alþýðuást, að þeir rúmast
ekki lengur báðir á Alþýðublað-
inu, þó lengi hafi það blað verið í
þörf fyrir hressa skríbenta. Er nú
Vilmundur kominn með nýtt
landsblað, sem á að yfirganga allt
sem áður var ritað um alþýðu-
kærleik, lýðræði og vekalýðsfimi.
Fær hann meira að segja Hannes
Hólmstein Gissurarson til þess að
skrifa lof um sjálfan sig í blaðið,
að því er virðist gegn því að skrifa
sjálfur um, að Hannes sé ekki
fasisti, þó róttækur sé. Þrátt fyrir
7 tilraunir mínar til þess að lesa
blaðið, þá fæ ég ekki séð ávinning
þess fyrir láglaunafólkið í landinu,
að Vilmundi frátöldum. 25000 ein-
tök x tíkall er talsvert fé. Og
auglýsingadeild blaðsins er í lagi.
Ekki fá allir þvílíka auglýsingu í
sjónvarpinu, sem sjónvarpsþátt-
urinn á þriðjudagskvöldið var. Þar
fékk Vilmundur að spreyta sig á
því, sem hann kallar verkalýðs-
rekendur. Taka þá til bæna um hið
rússneska lýðræði þeirra í verka-
lýðshreyfingunni um leið og hann
auglýsti blað sitt sem málgagn
lýðræðis og verkalýðsbaráttu.
Ekki skiptir máli hver burstaði
hvérn. Vilmundur fékk sína aug-
lýsingu.
Niðurstaðan í þættinum virtist
hinsvegar vera sú, að baráttan á
pólitíska sviðinu um samningana í
gildi og að kosningar væru kjara- ,
barátta, hafa leitt til þess að /
kaupið hjá VR er 25% lægra fyrir
aðgerðir Vilmundar alþingis-
manns, en verkalýðsrekandinn
Magnús L. og hinn „fjarstaddi"
alþingismaður Eðvarð Sigurðsson
sömdu við auðvaldið um. 25%<
kjaraskerðing hins hjartkæra
launþega Vilmundar virðist því
frekar vera tilkomin fyrir aðgerð-
ir alþingismannanna Vilmundar
„Vísitölufitl virðist
verða aðalverkefni nú-
verandi ríkisstjórnar
sem þess á milli gerir
fátt annað en að
sprengja súrálssprengj-
ur og Flugleiðakínverja
öðru hverju, svona til
þess að minna á að hún
sé nú ekki dauð.“
og Eðvarðs, en vegna hins rússn-
eska lýðræðis þeirra Magnúsar L.
og Eðvarðs konungs í verkalýðs-
félögunum. Enda er það athyglis-
vert, að öll pólitísk viðleitni
vinstri ríkisstjórna þeirra alþýðu-
vina beinist að því að stýfa af
umsömdum verðbótum til laun-
þegagreyjanna vegna baráttunnar
við verðbólguna, sem virðist hafa
„algeran forgang" eins og Ólafur
sagði. Fyrir verðbólguna eru Hita-
veitur, Rafveitur og öll önnur
vísitölufyrirtæki iátin stunda
taprekstur svo hægt sé að klípa í
verðbætur launþegans. Vanda
opinberru fyrirtækjanna er redd-
að með lántökum upp á seinni
tímann, sbr. enska lánið hans
Gunnars, en einkafyrirtækin geta
étið það sem úti frýs, hverjum er
svo sem ekki sama um þau.
Millifærsluáráttan kæfir sem fyrr
alla heilbrigða hugsun íslendinga.
Vísitölufitl virðist vera aðal-
verkefni núverandi ríkisstjórnar,
sem þess á milli gerir fátt annað
en að sprengja súrálssprengjur og
Flugleiðakínverja öðru hverju,
svona til þess að minna á að hún
sé nú ekki dauð. Svo þegar fella
þarf gengið, sem náttúrulega leið-
ir af sér meiri vísitöluvandamál
seinna, þá er nú munur að hafa
Þjóðviljann til þess að skýra það
út fyrir alþýðunni, að hér sé
aðeins um beina lífskjarabót
handa samningssöddum launþeg-
um að ræða. Það sé nú eitthvað
annað en þegar íhaldið var að
fikta í Seðlabankanum og fabrikk-
eraði grímulausar árásir á lífs-
kjörin í formi gengisfellinga.
í sjálfu sér er ágætt, að ríkis-
stjórnir geri sem minnst en láti
fólkið sjálfrátt. Þó eiga ríkis-
stjórnir að hafa uppi tilburði til
þess að beina orku landsmanna
inn á nýjar orkunýtingarleiðir,
hafa frumkvæði um nýja orkuöfl-
un, en láta vinnumarkaðinn um að
semja um kaup og kjör. I stað
vísitölusvindls ættu þær að stýra
þjóðfélaginu í gegnum skattakerf-
ið og peningakerfið, sem myndi
ekki vera jafn sveifluvekjandi eins
og núverandi stýring í gegnum
verðbólguna og vísitölukerfið. En
það er eins og fólkið vilji hafa
revíu. Það vill hafa unga og hressa
gladiatora eins og Vilmund til
þess að gæta hags síns og segja
sér sögur. Það virðist alltaf trúa
útskýringum sinna manna og
sætta sig við ástæðurnar fyrir því,
hversvegna Vilmundi fannst
nauðsynlegt að skerða kaupmátt-
inn um 25% þegar hann var að
stjórna hér um árið. Að minnsta
kosti var hann fljótur að leiða
talið frá þessu smáatriði í þættin-
um góða og siapp með það —
hérumbil.
A meðan pólitíkusarnir syngja
seiða sína fyrir fólkið um einlæga
ást sína á því, þá gleymir fólkið
öllu um það, sem höfuðmáli skipt-
ir fyrir það; að auka þjóðartekj-
urnar til þess að létta hverjum og
einum byrðarnar. Og niðursokk-
inn í stritið á akrinum gleymir
þrællinn að aðgæta hvað húsbónd-
inn aðhefst milli mála eða hugsa
um vinnusparandi vélar og aðferð-
ir. Því fer sem fer og fólkið virðist
láta sér þennan sjónleik vel lynda.
Og sé það ánægt, er þá ekki bara
allt í lagi? Afram Vilmundur,
„you’re doing well by doing good“,
eins og stendur í kvæði Tom
Lehrers um eiturlyfjasalann.
Tuttuguogfimmþúsundsinnum-
tíkall — Bravó.
En kjarabætur á íslandi verða
ekki sóttar í vasa þeirra ríku.
Aðeins með aukinni þjóðarfram-
leiðslu geta allir notið meira af
efnislegum lífsgæðum, sem fólkið
setur ofar menningu og félags-
fræði. Staðreynd, sem allir sjá en
enginn vill skilja.
Lýðræði í verkalýðs-
hreyfingunni
Það virðist nú vera helsta bar-
áttumál Vilmundar að koma á
lýðræði í verkalýðshreyfingunni.
Mikið má Gunnar Thoroddsen
vera feginn, að þarna er athygl-
inni beint frá honum. Því hann
átti, sem kunnugt er, að koma á
lýðræði á Islandi í stjórnarskrár-
nefnd. Nú geta menn gleymt því
aftur, að Vestfirðingar hafa 5falt
atkvæði á við Reykjanesbúa
o.s.frv. Nú skiptir aðeins máli, að
ekki sé „rússneskt lýðræði" í
verkalýðshreyfingunni. 25.000 ein-
tök á viku því til styrktar (sinnum
tíkall, NB) og hinni „óþolandi
spillingu" skal útrýmt. Það er
nokkuð til í því,<að lítt verjandi sé,
að fámennir félagsfundir, eða
þátttökulitlar allsherjaratkvæða-
greiðslur, geti tekið örlagaríkar
ákvarðanir. Ég minnist þess úr
Verkfræðingafélagi Islands, að
10—20 manns, sem nenntu að
mæta á aðalfundi, fóru með öll
völd í meira en þá hundrað manna
félagi. Þá var tekið upp, að senda
atkvæðaseðla í pósti til félags-
manna með utanáskrifuðu svar-
umslagi, þegar kjósa átti í stjórn í
félagið. Eftir það er engin spurn-
ing um vilja félagsmanna. Þetta
er einföld og virk aðferð, ef menn
vilja fá fram vilja félagsmanna.
Ég hef verið veikur fyrir hug-
myndinni um hlutfallskosningar í
verkalýðsfélögum. En eftir þátt-
inn hans Vilmundar, þá efast ég.
Sjálfsagt yrði ekki sama ráðleysið
og braskið, og er í samsteypuríkis-
liðhlaupana en þeir ekki við hann.
Ekki er að búast við að t.d.
Alexander mikli eða Napoleon
hefðu skilið svoleiðis kerfi, hvað
þá búið við það.
stjórnum okkar íslendinga, í svo-
leiðis kjörnum verkalýðsstjórnum.
Það yrðu myndaðir meirihlútar
eins og í þæjarstjórnum, sem
tröðkuðu á minnihlutanum, eins
og venja er og vera ber. Líklega er
vænlegra til árangurs í fagfélagi,
að sigurlisti taki öll völd í sínar
hendur og standi og falli með
verkum sínum. Vinni þeir vel fyrir
sína menn verða þeir endurkosnir
og fá frían bíl eins og Magnús
átölulaust. En eins og Eðvarð
sagði, eiga verkalýðsfélögin að
sækja styrk sinn til sjálfra sín og
ráða sínum málum sjálf. Þau eiga
hvorki að þurfa mig né Vilmund
til að kenna sér að lifa. Almenn
félagsmáladeyfð íslendinga er
hinsvegar arfur frá Agli Skalla-
Grímssyni og því ólæknandi, hvað
sem þeir sænskmenntuðu félags-
fræðingar og Ólafur Ragnar ham-
ast. Landinn vill fá að vera í friði,
sé hann saddur og nennir þá
ekkert að hlusta á félagsmála- og
menningarþvæiu. Hvað þá að taka
eftir því, að nú þarf að byggja
tröllaukið hús yfir Seðlabankann,
stofnun sem fyrir aldarfjórðungi
rúmaðist í tveimur skrifborðs-
skúffum í Landsbankanum og
Stjórnarráðinu. Er verðbólgan
kannski minni núna?
Lýðræði í Sjálf-
stæðisflokknum
Það er dálítið spaugilegt að
virða fyrir sér Sjálfstæðisflokkinn
núna, bæði í stjórn og utan. Og
lögleg yfirvöld í flokknum geta
barasta ekkert gert. Skipulags-
reglur flokksins eru þannig, að þar
er ekki gert ráð fyrir klofningi og
engin viðurlög við því þó mið-
stjórnarmaður t.d. gangi skyndi-
lega í lið með kommúnistum.
Þannig verður lýðræðislegur
meirihluti flokksins að þola það,
að minnihluti hans fari sínar eigin
í nafni flokksins. Það þætti lélegt í
hvaða her sem væri, ef liðhlaup
væru í lagi, aðeins yrði generáll-
inn að leita eftir sáttum við
Þar sem ekki er hægt að búast
við, að Vilmundur sé tiltækur til
þess að berjast fyrir lýðræði í
Sjálfstæðisflokknum, þá hefur
mér dottið í hug að flytja þyrfti
tillögu um eftirfarandi breytingar
á skipulagsreglum flokksins á nk.
landsfundi, e.t.v. að fengnu
dagskrárleyfi miðstjórnar:
10. gr. í skipulagsreglum flokks-
ins hljóðar svo: „Flokksráð mark-
ar stjórnmáiastefnu flokksins, ef
ekki liggja fyrir ákvarðanir lands-
fundar. Ekki má taka ákvörðun
um afstöðu flokksins til annarra
stjórnmálaflokka nema með sam-
þykki flokksráðs."
Hér verði bætt við: Nú tekur
einhver flokksráðsmaður upp
opinbera stjórnmálastefnu sem
meirihluti flokksráðs telur ekki
samrýmast stjórnmálastefnu
flokksins. Getur þá meirihluti
flokksráðs vikið honum úr flokks-
ráði.
Við 20. gr. lið e, bætist: Sé
miðstjórnarmanni vikið ur flokks-
ráði skv. 10 gr., skal hann víkja úr
miðstjórn og öllum öðrum emb-
ættum flokksins, en flokksráð
kjósa annan í hans stað.
Enginn er í Sjálfstæðisflokkn-
um öðruvísi en í gegnum sjálf-
stæðisfélögin. Því er ekki verið
með þessu að reka menn úr
flokknum. Enda ekki hægt heldur
að setja þá í endurhæfingu meðal
óbreyttra liðsmanna. Ekkert er
því til fyrirstöðu að menn geti
unnið sér traust á ný í flokknum.
En réttindi meirihlutans ættu
þarna að vera tryggð gegn því að
vera sproksettir að geðþótta ein-
stakra manna. Og ráðin yrði bót á
þeim algera skorti á húsbónda-
valdi í flokknum, sem veikt hefur
stöðu formanns stórlega. Ætti þá
að verða léttara fyrir flokkinn að
sýna forystuhæfileika sína þegar
formaður, varaformaður, flokks-
ráð og miðstjórn geta verið heils-
hugar og óskipt í afstöðu sinni til
stjórnmálanna.
Þjóðmál eru nú mörg og brenn-
andi. Eigi þess að vera nokkur
kostur að bæta hag þessarar
elsku, láglaunaþegans, verður
Sjálfstæðisflokkurinn að vera
fyllilega starfhæfur. Því hann er
eini flokkurinn, sem hefur alltaf
sagt sannleikann og launþegar og
aðrir geta treyst til þess að gera
það áfram, og eini flokkurinn sem
raunverulega vill bæta kjör allra.
Þeir flokkar sem lofuðu samning-
unum í gildi ættu nú að sjást
glöggt í ljósi efndanna. Og ekki
bólar á þjóðartekjuaukandi fram-
kvæmdum.
Er ekki fullreynt, kæri laun-
þegi?
28. ágúst 1981.
Gömlu krónunum safnað saman
UNDANFARIÐ hafa tveir bíl-
ar Seðlabankans verið á hring-
férð um landið og hefur verið
safnað saman gömlum seðlum
og gamalli mynt. Samkvæmt
upplýsingum sem Morgun-
blaðið fékk hjá Stefáni B.
Stefánssyni aðalféhirði Seðla^
bankans söfnuðust um 10 tonn
af mynt í þessari ferð, en nú
hefur rösklega helmingur
gömlu myntarinnar skilað sér
til bankans. Hins vegar hafa
um 98% seðlanna skilað sér.
Á meðfylgjandi myndum
sem Sigurður P. Björnsson,
fréttaritari Morgunblaðsins á
Húsavík tók, sjást starfsmenn
vera að bera gömlu peningana
út í flutningabílana, en á hinni
má sjá bíla Seðlabankans.