Morgunblaðið - 05.09.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981
19
Skrúfu vélarinnar komið fyrir.
Northrop-fluiívél í Nauthólsvík á striðsárunum.
Unnið að ondursmiðinni. Eins mikið af uppruna Frá athöfn í tilefni þess að endursmíðinni var
legum hlutum var notað og frekast var unnt. lokið.
Fjórar Northrop-flugvélar í samflugi við ísland.
John K. Northrop.
í Reykjavík á ný. Northrop-flugvélin hefur verið sett saman og stillt upp
í sólinni á Reykjavíkurflugvelli í vikunni. Hún verður almenningi til
sýnis í flugskýli númer fjögur (við afgreiðslu innanlandsflugsins) á
laugardag, sunnudag og mánudag.
í leit
að nýju
hlutverki
Frá FriAriki FriArikssyni
íróttaritara
Mhl. í Bandaríkjunum.
ANWAR Sadat Egypta-
landsforseti. fer sínar eigin
leiðir og tekur ákvarðanir
sem oft vekja úlfúð í ná-
grannalöndunum, ekki sist
samskipti hans við ísraels-
stjórn á liðnum árum. Fyrir
skömmu var Sadat í heim-
sókn í Washington, þar sem
hann gerði Keagan forseta
m.a., grein fyrir hugmynd-
um sínum um nýtt og aukið
hernaðarhlutverk Egypta,
þess eðlis að Bandaríkja-
menn geti reitt sig á hernað-
araðstöðu í Egyptalandi, ef
nauðsyn krefur. I viðtali því
sem hér verður endursagt í
stórum dráttum, ra'ðir Sadat
við Ilenry Brandon. frctta-
ritara Lundúnahlaðsins
Sunday Times, um hið nýja
hlutverk Egypta.
í upphafi viðtalsins, greinir
Sadat frá því að hann hafi afhent
Reagan forseta bréf, — skuld-
bindingu af hálfu Egypta til að
veita Bandaríkjamönnum aðgang
að flugvöllum og annarri hernað-
araðstöðu, ef til ófriðar kemur í
þessum heimshluta. — „Ég vil
ekki sjá endurtekningu atburð-
anna í Afganistan," segir Sadat.
Það skref sem Sadat stígur með
skuldbindingunni er í senn afger-
andi og ómetanlegt fyrir Banda-
ríkjamenn, ekki síst þegar lega
Anwar Sadat
Egyptalands er höfð í huga, —
tengiliður þriggja heimsálfa, Evr-
ópu, Afríku og Asíu. Sadat vill að
Egyptar verði helstu verndarar
friðar í Mið-Austurlöndum, þar
sem ófriðarblikur eru óneitanlega
hvað mestar í heiminum. „Ég hef
oft á liðnum árum sýnt vilja minn
í verki gagnvart vestrænum hags-
munum, og nægir þar að nefna, að
Bandaríkjamenn fengu leyfi til að
nýta alla hernaðaraðstöðu í Eg-
yptalandi þegar þeir reyndu að
frelsa gíslana í íran.“
ísraelsmenn hafa löngum verið
taldir tryggustu bandamenn
Bandaríkjanna, en í viðtalinu viö
Henry Brandon heldur Sadat því
fram, að pólitísk staða ísraels-
manna í Arabaheiminum sé svo
veik, að ekkert ríki myndi þyggja
hernaðaraðstoð frá þeim þótt
nauðsyn krefði, þveröfugt á við
það sem yrði ef Egyptar ættu í
hlut.
„Ég er alls ekki að biðja Banda-
ríkjamenn um að heyja styrjaldir
fyrir mig,“ segir Sadat. „Það er ég
fullfær um sjálfur, — en Banda-
ríkjamenn verða á hinn bóginn að
láta Egyptum í té nægilegan
vopnabúnað til þess að við getum
varið okkur sjálfa, — og Saudi-
Araba ef á þá verður ráðist."
Sadat leggur þunga áherslu á, að
hraða verði samningum milli Eg-
ypta og Bandaríkjamanna, um
aukna hernaðarsamvinnu ríkj-
anna, — og nýtt hlutverk Egypta,
— ekki síst vegna þeirrar ringul-
reiðar sem nú ríkir í íran og írak,
samfara sívaxandi útþenslu Sov-
étmanna.
Áður en Sadat verður að vilja
sínum í þessum efnum, munu
Bandaríkjamenn ugglaust gera
ítarlega úttekt á stöðunni í þess-
um heimshluta, því óvíða eru
fleiri vítin að varast. Hvað segja
Israelsmenn við þessum hug-
myndum, — hvað með Palestínu-
araba og framtíð þeirra, og ekki
síst hvaða stefnu mun samband
ísraela og Egypta taka? Það er
því úr vöndu að ráða fyrir emb-
ættismennina í Washington, þótt
margt bendi til að þeir ætli
Egyptum aukið hernaðarhlutverk,
ekki síst vegna langvarandi óstöð-
ugleika í ísraelskum innanríkis-
málum. Einnig má telja víst, að
Sadat hafi sannfært bandaríska
ráðamenn um, að hann sé sá
leiðtogi í Mið-Austurlöndum, sem
helst sé treystandi á og hafi þann
vilja og styrk sem á þurfi að
halda.
-UsIiV id :fk*d l mati- mnrisvl niiLi
Tregt hjá
loðnuskipum
LOÐNUVEIÐAR hafa gengið
mjög treglega undanfarið og hef-
ur veiðin tregast siðustu vikuna.
Frá því að vertíðin hófst fyrir
ta'pum mánuði hafa íslenzku
veiðiskipin aðeins fengið um 36
þúsund lestir.
Pétur Jónsson hefur fengið
mestan afla eða um 3.300 lestir. 21
skip hefur tilkynnt um afla frá
vertíðarbyrjun, en einhver þeirra
munu hafa hætt i bili. M.a. hefur
Jón Kjartansson SU haldið á
kolmunnaveiðar og hafa kol-
munnaskipin fengið reytingsafla
síðustu daga.
Vestfirsk náttúru-
verndarsamtök:
Aðalfundur að
Núpi í Dýrafirði
AÐALFUNDUR vestfirskra nátt-
úruverndarsamtaka verður hald-
inn að Núpi í Dýrafirði dagana 5.
og 6. september nk. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa munu
llrafn V. Friðriksson fortöðumað-
ur Ileilbrigðiseftirlits rikisins og
Páll Líndal logíræðingur flytja
erindi.
Á laugardagskvöld verður kvöld-
vaka þar sem Jón Sigurgeirsson frá
Akureyri mun segja frá og sýna
myndir af Biskupaslóð í Ódáða-
hrauni og Valdimar Gislason á
Mýrum segir frá æðarvarpi.
(0r (réttatilkvnninKU).
-.Wýd ,vi.'Sv.neo stvusla ‘ui xxs
ie>sdf iit t/,
-Tujjíír juaftot r'Jie lloJ-sihtsO einpvtH itoniitori moueX'vl