Morgunblaðið - 05.09.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981
21
Tékkóslóvakía:
BYLTINGARAFMÆLI AP.lm.my„d
Moammar Khadafy, Libýuleiðtogi, brosir hér breitt til fólksins á leið sinni til Græna torgsins i
Tripoli-borg, en þar átti að minnast þess, að nú eru 12 ár liðin siðan Khadafy komst til valda i Libýu.
IRA-fangi hættir
li ungurverkfalli
Bolfast. i. sopt. AP.
IIAFT var eftir breskum yfir-
völdum í dag, að Matthew Devi-
in. IRA-skæruliði, sem verið
hefur í hungurverkfalli i Maze-
fangelsi í Belfast, hefði fallist á
að hætta föstunni og að hann
væri nú undir læknishendi á
sjúkrahúsi. Devlin er fjórði
fanginn, sem hættir við að
svelta sig í hel.
Matthew Devlin var handtek-
inn 1977 og var dæmdur í sjö ára
fangelsi fyrir banatilræði við
lögreglumann. Hann hóf hung-
urverkfallið 15. júlí sl. og hafði
fastað í 52 daga þegar honum
snerist hugur. Það var fjölskylda
hans, sem fékk talið honum
hughvarf og að hennar ósk var
hann fluttur úr fangelsinu á
sjúkrahús í Belfast til meðferð-
ar.
Tíu skæruliðar IRA, sem hafð-
ir hafa verið í haldi í Maze-
fangelsi, hafa svelt sig í hel frá
því að þeir hófust handa um
hungurverkfallið 1. mars sl. Þeir
krefjast þess, að á þá verði litið
sem pólitíska fanga en á það
hafa þresk stjórnvöld ekki viljað
fallast. }fWnl ■ •
65 biðu bana
í námuslysi
65 NAMUMENN biðu bana þeg-
ar mikil sprenging varð í kola-
námu skammt frá borginni Most
íran:
Myrtur
vegna trú-
ar sinnar
Lundúnum. i. septcmber. AP.
ÍRANI með brezkan ríkisborg-
ararétt var tekinn af lífi í íran
siðastliðinn laugardag fyrir
trúarbragðaskoðanir sínar. að
því er dóttir hans heldur fram i
brezka blaðinu Daily Telegr-
aph i dag. Hinn látni. Hahbibol-
lah Azizi fór til að heimsækja
móður sína í Teheran. Að sögn
dóttur hans var hann handtek-
inn tveimur dögum eftir kom-
una til íran en Azizi var
Bahai —trúar.
„Faðir minn var myrtur
vegna trúar sinnar," sagði dóttir
hans í viðtali við Daily Telegr-
aph. Azizi var tekinn af lífi
ásamt 70 öðrum í Teheran á
laugardag. Azizi flutti til Engl-
ands fyrir 12 árum og hafði
fengið brezkan ríkisborgararétt
árið 1976.
S-Afríku vísað frá
Allsherjarþinginu
Samcinuðu þjoðunum. i. scptcmbcr. AP.
ALLSHERJARÞING Samcinuðu
þjóðanna samþykkti með 117
atkvæðum gegn 22 að banna
sendinefnd S-Afríku að sitja fund
þingsins um Namibiu. Áður hafði
þingið samþykkt með miklum
atkvæðamun að meina S-Afriku-
mönnum að koma skoðunum sin-
um á framfæri.
S-Afríka fór fram á að skýra
sjónarmið sín en eftir að Rudiger
von Wechmar, hinn v-þýzki forseti
Allsherjarþingsins hafði rætt við
sendinefndir ýmissa ríkja, var
gengið til atkvæðagreiðslu um
þessa bón þeirra og var ósk
S-Afríku felld með miklum at-
kvæðamun.
Kenneth Adelman, formaður
bandarísku sendinefndarinnar
greiddi atkvæði gegn tillögu um að
vísa S-Afríku frá. Hann sagði
eftir atkvæðagreiðsluna, að til-
raunum vestrænna ríkja um lausn
á deilunni um Namibíu væri stefnt
í hættu með þessari samþykkt.
í Tékkóslóvakíu i gær. Spreng-
ingin varð djúpt neðanjarðar og
voru 105 menn i námunni en
björgunarliði tókst að bjarga 40
mönnum. Lubomir Strougai, for-
sætisráðherra Tékkóslóvakíu
hélt til Most þegar fréttist af
slysinu.
Slysið í Most er eitt hið versta í
sögu Tékkóslóvakíu og raunar í
A-Evrópu. I desember síðastliðn-
um biðu 49 námamenn bana í
Rúmeníu. í marz 1977 beið 31
námamaður bana þegar gas-
sprenging varð í Ostrava. Árið
1924 biðu 142 námumenn bana í
miklu slysi skammt frá Most.
Þá varð námuslys í Tékkóslóv-
akíu í maí síðastliðnum. Tveir
björgunarmenn biðu bana og 21
maður slasaðist i sprengingu í
námu í Móróvíu. Vestrænir sér-
fræðingar halda því fram, að
námur í A-Evrópu séu illa búnar
og að öryggisreglum sé áfátt.
Mikið tjón
af völdum
„Agnesar“
vScoul. l. scpt. AP.
YFIRVÖLD í Suður-Kóreu
segja. að 51 maður hafi týnt lifi
og að 29 sé saknað af völdum
fellibylsins Agnesar, sem í dag
stefndi út á Japanshaf. Mikið
var þá farið að draga úr
honum.
Mikið tjón varð í fellibylnum.
Tæp sjö þúsund manns eru
heimilislausir, og 77 þúsund
hektarar ræktaðs lands eyði-
lögðust. Er tjónið metið á tæpar
200 milljónir ísl. kr. Mestur
vindhraði í fellibylnum var 61
km á klst. og úrfellið, sem
honum fylgdi, var 660 mm.
„Samstaöa á krossgötum“
- segir Lech Walesa við upphaf fyrsta landsfundar samtakanna
AP-símamynd.
31. ágúst sl. var þess minnst í Póllandi, að 42 ár voru liðin frá innrás Þjóðverja i landið og þar með upphafi
siðari heimsstyrjaldar. Þessi mynd er tekin í Gdansk þar sem margt fólk safnaðist saman af þessu tilefni.
Það er yfirmaður kaþólsku kirkjunnar i Gdansk, sem hér blessar son Lech Walesa en við hlið Walesa
stendur kona hans, Miroslawa.
London, 4. sept. AP.
í ÞANN mund sem Samstaða,
hið óháða, pólska verkalýðs-
samband, hjóst til að halda sitt
fyrsta landsþing, var haft eftir
Lech Walesa, leiðtoga þess, að
samtökin stæðu nú á krossgöt-
um þar sem ein gatan lægi til
meiri áhrifa i pólskum stjórn-
málum og þjóðfélagsmálum.
í útvarpsviðtali við BBC í
Gdansk, þar sem Samstaða var
stofnuð fyrir ári, sagði Lech
Walesa, að félagar hennar yrðu
nú að ákveða hve langt skyldi
ganga í glímunni við pólsk
stjórnvöld. „Hvort við eigum að
einbeita okkur að verkalýðsmál-
unum eða gerast þjóðmálahreyf-
ing. sem Pólverjar verðum við
nefnilega líka að horfast í augu
við vandamálin, sem við okkur
blasa, og reyna að leysa þau.
Aðrir munu ekki leysa þau fyrir
okkur," sagði Walesa.
Þegar Walesa var beðinn að
líta um öxl og meta starf Sam-
stöðu fyrsta árið, sagði hann:
„Okkur hefur tekist að fletta
ofan af mistökum stjórnvalda,
samfelldum mistökum í 35 ár.
Það er þó ekki nóg, á næstu tólf
mánuðum verður pólska verka-
lýðshreyfingin að einbeita sér að
því að ná raunverulegum
árangri."
Walesa er stundum borið það
á brýn af félögum sínum, að
hann sé of eftirgefanlegur en í
viðtalinu sagðist hann líta á
sjálfan sig sem „mjög róttækan"
mann. „Ef erfið hindrun verður
hins vegar á vegi mínum, þá verð
ég að fara samningaleiðina. Ég
gefst ekki upp, heldur reyni að
ná sama marki eftir öðrum
leiðum," sagði hann.
Walesa sagðist vera viss um,
að næsta ár Samstöðu yrði
miklu ánægjulegra fyrir allan
þorra Pólverja. „Að vísu ekki
fyrir alla, ekki fyrir mennina í
háu stöðunum," sagði Lech Wal-
esa.