Morgunblaðið - 05.09.1981, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981
Útgefandi tMafrUt hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö.
Göring og Gorshkov
Þegar Hermann Göring var flugmálaráðherra Hitlers, voru
sendir hingað á vegum ráðuneytis hans þýskir sérfræðingar til
veðurfræðirannsókna og til þess að kanna hér flugskilyrði og
lendingarstaði. Vorið 1939 reyndi svo nasistastjórnin í Þýskalandi að
fá leyfi til að stunda reglubundið flug hingað til lands. Þeirri beiðni
var hafnað. Greinargóða lýsingu á þróun þessa máls er að finna í bók
dr. Þórs Whiteheads, Ófriður í aðsigi, sem út kom á síðasta ári. Eins
og þar kemur fram voru Þjóðverjar fastir fyrir í málaleitan sinni en
aðstaða þeirra til að hafa áhrif á mótun almenningsálitsins hér á
landi var næsta takmörkuð. Nasistastjórnin varð að beita óbeinum
aðferðum til að koma máli sínu á framfæri við íslendinga, en henni
var mikið kappsmál að íslensk dagblöð og opinberir aðilar væru ekki
með mikla gagnrýni á Þýskaland og hótuðu nasistar minnkandi
viðskiptum, ef ekki væri gætt hófs á því sviði. Voru íslensk stjórnvöld
næsta berskjölduð gegn slíkum hótunum vegna hlutleysisstefnu
Islands, sem nasistar vitnuðu stöðugt til máli sínu til framdráttar.
Athafnir Sovétmanna á hafinu umhverfis ísland og í landinu sjálfu
eru oft nefndar í sömu andrá og menn ræða um vísindaleiðangra
nasista hingað fyrir síðari heimsstyrjöldina. Ekki þarf að fara í
neinar grafgötur um áhuga Sovétmanna á aðstöðu hér á landi í
einhverri mynd, þeir hafa viljað fá að nota Reykjavíkurhöfn sem
fasta skiptistöð fyrir áhafnir á fiskiskipum og sett fram óskir um að
reka hér einhvers konar olíuhöfn. Hafrannsóknaskipin, sem hingað
sækja til að ná í vistir og hvíla áhafnir, eru hluti sovéska herflotans
og lúta því yfirstjórn Sergej Gorshkovs. Þessi skip hafa á stundum
unnið að rannsóknum í samvinnu við sovéska vísindamenn í
bækistöðvum á íslandi.
Hermann Göring hafði sjálfur áhuga á íslandi, um það eru til
ótvíræðar sagnfræðilegar heimildir. Hitt liggur nú einnig fyrir, að
Sergej Gorshkov hefur sérstakan áhuga á Islandi, svo mikinn, að
hann situr fyrir svörum í Moskvu til að andmæla sjónarmiðum, sem
koma fram hér í Morgunblaðinu. Þýska stjórnin gekk aldrei svo langt,
að hún hæfi útgáfu sérstaks blaðs á íslandi til að koma skoðunum
sínum á framfæri. Sergej Gorshkov fær hins vegar inni í Fréttum frá
Sovétríkjunum (enda er hann og aðrir Kremlverjar hinir raunveru-
legu ritstjórar Frétta frá Sovétríkjunum). Nasistar töldu sig geta
haft áhrif á stefnu íslenskra stjórnvalda og skrif íslenskra blaða með
því að beita viðskiptavopninu og vitna til hlutleysis íslendinga.
Kremlverjar hafa oftar en einu sinni lýst óánægju sinni yfir skrifum
íslenskra blaða og eiga kannski eftir að gera það einu sinni enn i þeim
viðskiptaviðræðum, sem fara fram um þessar mundir í Moskvu.
Auðvitað myndu Kremlverjar vilja, að íslendingar yrðu hlutlausir,
það myndi treysta stöðu þeirra gagnvart okkur. í þeirri baráttu njóta
þeir stuðnings ýmissa íslendinga og nota lýðræðislega stjórnarhætti
okkar og frelsi til að veitast að þeim, sem andmæla útþenslustefnu
Sovétstjórnarinnar á Atlantshafi og um heim allan.
Leigunám í „vissum
tilfellum^
Smátt og smátt er að skýrast, hvað vakti fyrir Sigurjóni
Péturssyni, þegar hann drap á það í Þjóðviljaviðtali, að til þess
að leysa húsnæðisvanda leigjenda í höfuðborginni þyrfti að athuga
hag þess fólks, sem býr í „of stóru“ húsnæði, eins og hann komst að
orði. I forystugrein Þjóðviljans í gær segir: „Um leigunám hefur
aldrei verið rætt nema í þeim tilfellum að húsnæði standi sannanlega
autt og ónotað til lengri tíma.“
Þessi setning vekur ýmsar spurningar: Hvaða tímamörk ætla
kommúnistar að setja í þessum tilfellum? Hver á að úrskurða, að
húsnæði hafi „sannanlega" verið „autt og ónotað" í umræddan tíma?
Hvað felst í því, að húsnæði sé „autt og ónotað"? Þessum spurningum
verður ekki svarað nema settar séu reglur um stórfelld opinber
afskipti af högum manna. Unnt er að skylda menn að viðlögðum
sektum að tilkynna, að þeir ráði yfir „auðu og ónotuðu" húsnæði og
síðan ráðstafi yfirvöld húsnæðinu til annarra, ef eigandi hefur ekkert
gert við það eftir til dæmis þrjá mánuði. Þá er einnig unnt að skipa
húsnæðiseftirlitsmenn, sem hafi heimild til að skoða híbýli manna og
úrskurða hvort þau eru „auð og ónotuð" að mati yfirvalda. Setja má
reglu, sem mælir fyrir um það, að búi ein manneskja í fimm
herbergja íbúð skuli 3 herbergi teljast „auð og ónotuð". Þannig mætti
lengi halda áfram að tíunda þau framkvæmdaatriði, sem til álita
koma, þegar stefna Alþýðubandalagsins, Þjóðviljans og Sigurjóns
Péturssonar er skoðuð.
Þegar Sigurjón Pétursson hreyfði hugmyndum sinum í upphafi
sagði hann, að borgaryfirvöld skorti „fyrirskipunarvald" gagnvart
húseigendum. Það sem forseti borgarstjórnar og oddviti vinstri
meirihlutans í Reykjavík á við með þessum orðum, er, að kommúnista
skorti reglur, sem séu sama efnis og hér hefur verið lýst.
Opið bréf
til
Háskóla Islands
eftir Sigrúnu
Gísladóttur
I bréfi mínu til háskólaráðs,
dags. 29. maí ’80, krafðist ég
þess, að einkunn mín í „Texta-
fræði" í dönsku yrði leiðrétt í
samræmi við greinargerð próf-
dómara, Ásthildar Erlingsdótt-
ur, sem jafnframt sannaði mis-
neytingu kennara dönskudeild-
ar IIí við mat á prófúrlausnum
og þar með fyrri rökstuddar
fullyrðingar mínar að kunnátta
nemenda i dönsku við HÍ væri
metin á hugmyndafræðilegan
en ekki faglegan mælikvarða.
Krafa þessi var hundsuð. Bréf
mitt var ekki virt svars.
Lögmaður minn Hákon Árna-
son, hrl. ítrekaði þessa kröfu
fyrir mína hönd í bréfi dags. 18.
marz sl. Þar segir m.a.:
„Er þess hér með krafist, að
margnefnd einkunn Sigrúnar
verði nú þegar leiðrétt til
samræmis við niðurstöðu
prófdómara, en til að rétt
einkunn fáist skv. þeirri niður-
stöðu verður til viðbótar stiga-
gjöf prófdómara, 7,70 stig, að
koma samsvarandi hækkun á
einkunn Sigrúnar og þeir níu
próftakar eru hærri í einkunn
en vera ætti að mati prófdóm-
ara. Endanleg einkunn Sig-
rúnar að fengninni leiðrétt-
ingu verði síðar birt og bók-
færð eins og reglur standa til.“
Svar Háskólans var bréf Guð-
mundar Manússonar, rektors,
dags. 2. júní sl., svohljóðandi:
„Vísað er til bréf yðar 18. mars
sl. Að athuguðu máli tel ég að
ákvæði í skipunarbréfi próf-
dómara í prófum Sigrúnar
Gísladóttur feli í sér að færa
verði umrædda einkunn henn-
ar í einkunnabók. Ég tel eigi
að síður að hún hafi fengið
með því rétt umfram aðra
nemendur þar sem ekki var
um falleinkunn að ræða. Mun
ég tilkynna forseta heimspeki-
deildar og prófdómara þessa
niðurstöðu."
Af bréfi þessu verður ekki
annað séð en að „umrædd ein-
kunn“ þýði þar fullleiðrétt ein-
kunn, enda annað aldrei verið til
umræðu.
Hvorki mér né lögmanni mín-
um var tilkynnt frekar, hvort
eða á hvern veg einkunn þessi
var leiðrétt og færð. Það varð ekki
ljóst fyrr en í dag (3. sept.) að ég
fékk staðfest á skrifstofu heim-
spekideildar að einkunn mín
hefði að vísu verið hækkuð úr 7,0
í 7,5 (þ.e. 7,0-7,70 = 7,5) en
einkunnir annarra próftaka
látnar standa óbreyttar. Próf-
dómari hafði einkunnir þeirra til
viðmiðunar en einkunn mín hjá
henni byggist á því að aðrar
lækki (utan tvær). Sú er ekki
raunin. Einkunn min (og 2ja
annarra) á þvi að fá til viðbótar
sambærilega hækkun og hinir 9
eru látnir njóta. Hve mikil er sú
hækkun og hvenær vcrður rétt
einkunn min staðfest?
Vegna ummæla rektors um
rétt minn umfram aðra nemend-
ur vil ég ítrekað minna á 54. gr.
reglugerðar HÍ. Skipun próf-
dómara og verkefni hennar í
máli mínu var m.a. á þeim
grundvelli, eins og rektor má
vera kunnugt. í ljósi þess, sem á
undan er gengið, finnast mér
þessi orð hans auk heldur
ósæmileg.
Háskóli tslands hefur verið
borinn þeim þungu sökum, að
þar sé kennd hugmyndafræði á
fölskum forsendum (i stað
dönsku) og óheiðarlega staðið
að cinkunnagjöf i dönskudeild.
Það hefði verið og er enn afar
auðvelt fyrir HÍ að komast að
hinu sanna. Með því að láta
prófdómara leggja spilin á borð-
ið væri málið upplýst. Það væri
einfaldasta leiðin. Einnig mætti
fela óvilhöllum aðilum rannsókn
málsins og endurmat allra próf;
úrlausna. Hvorugt hefur HÍ
gert.
Sigrún Gisladóttir
Mér sem kennara og prófdóm-
ara (í dönsku!) í 20 ár eru
vinnubrögð Ásthildar Erlings-
dóttur, prófdómara, með öllu
óskiljanleg. Við mat á úrlausn-
um mínum hefur hún mat á 11
öðrum til viðmiðunar. En hún
lætur það nú samt viðgangast,
að mín prófúrlausn sé metin
eftir öðrum og strangari mæli-
kvarða er úrlausnir hinna.
Henni mátti vera ljóst, að aðrir
nemendur yrðu ekki lækkaðir
(og þar með e.t.v. einhverjir
fallnir), svo ekki var um annað
að ræða en bæta við mína
einkunn (og 2ja annarra). Ég vil
enn benda á hversu gróflega
nemendum er þarna mismunað.
Að mati prófdómara fá 2 nem-
endur eðlilega einkunn. 9 nem-
endur eru of hátt metnir en 1 —
einn — af tólf er dreginn niður
og það um 0,70 stig. Getur það
verið, að hinir 9 séu jafnmörgum
eða jafnvel fleiri stigum ofmetn-
ir? Þá er munurinn orðinn a.m.k.
1,5 mismunum í einkunnagjöf
dönskukennara HÍ. „Vitið þér
enn, eða hvað.“ Aðferð prófdóm-
arans við einkunnargjöf, m.a.
það að ljúka henni ckki til fulls,
á sér liklega ekkert fordæmi.
Hvað er Ásthildur Erlingsdóttir
að reyna að fela? Hversvegna er
hún ekki krafin um að ljúka
einkunnargjöf sinni úr því að
hún hefur ekki enn gert það
ótilneydd?
Forsendur 7,70—7,5 einkunn-
argjafar hennar eru rangar, þeg-
ar hún veit að öðrum einkunnum
verður ekki breytt og að henni
bar að gefa mér einkunn með
hliðsjón af einkunnum annarra
próftaka svo hún yrði á sam-
bærilegum grundvelli og þær.
Þetta grundvallarsjónarmið
réttlátrar niðurstöðu þverbrýtur
prófdómarinn (vitandi vits) og
reynir að flýja bak við sín eigin
orð (í grg. sinni) um ótilgreinda
(en ómögulega) lækkun á ein-
kunnum annarra próftaka í stað
þess að tilgreina námvæmlega
viðbótarhækkun á 7,70 stigum
mínum til samræmis við ein-
kunnir annarra próftaka. Sök
hennar er mikil og aumingja-
skapurinn meiri en margra og er
þá langt til jafnað.
Með aðgerðarleysi sínu sam-
þykkir yfirstjórn HÍ i raun
misgerðir kennara og prófdóm-
ara í dönsku við HÍ og er þar
með orðin samsek þeim. Það
skyldi þó aldrei vera, að ráða-
menn IIÍ óttist sannleikann og
vilji ekki að hann komi fram i
dagsljósið. Sjálf er ég óhrædd
við niðurstöður hlutlausrar
rannsóknar þessa máls (sem ég
hef margkrafizt) vegna þess, að
þær myndu leiða í ljós að allt
sem ég hef sagt og skrifað
varðandi þetta mál er sannleik-
ur.
Vesaldóm forsvarsmanna HÍ
með háskólaráð og rektor í
broddi fylkingar og aumkunar-
verðan flótta þeirra bak við óljós
og ófullkomin reglugerðar-
ákvæði harma ég og fæ raunar
ekki skilið, þegar heiður HÍ er í
veði. Niðurlæging þeirra felst
fyrst og fremst í því að þora ekki
að moka flór sinn, dönskudeild-
ina, að ekki sé minnst á sjálft
haughúsið, heimspekideild.
Menn eiga ekki að taka að sér
ábyrgðarstörf, ef þeir hafa ekki
manndóm til að axla ábyrgðina.
Viðbrögð kjörinna málssvara
nemenda í heimspekideild og
háskólaráði í máli þessu hafa frá
upphafi öll beinst gegn hags-
munum þeirra, sem þeim ber að
vera í forsvari fyrir. Hafa þeir
ekki skilið hlutverk sitt og skyld-
ur þess eða er innrætingin farin
að bera ávöxt?
Þátt menntamálaráðherra,
svo aumur sem hann er, hirði ég
ekki að tíunda.
Sjálf hef ég fengið slíkan
viðbjóð á máli þessu og allri
málsmeðferð að ég hef lagt
dönskukennslu á hilluna og snú-
ið mér eingöngu að þýsku-
kennslu. Það má vera hugfró
þeim, sem enn vaða í villu um
kjarna þessa máls og léttir þeim,
sem rugla saman dönskukennslu
og kennslu í hugmyndafræði.
Bréf þetta er lokatilraun mín
til að ná rétti mínum innan
Iláskóla íslands.
Stórskáldið sagði: „Gegn
heimsku berjast jafnvel guðir án
árangurs." Hér er ekki einungis
barist gegn heimskunni heldur
einnig óheiðarleika, mannfyrir-
litningu, heigulshætti og vald-
níðslu og það er dauðlegur ein-
staklingur sem á í höggi við það
ofurefli.
Eru einkunnarorð Iláskóla
íslands: „Vísindin efla alla
dáð,“ — orðin öfugmæli?
Reykjavík 3. sept. '81.
Sigrún Gísladóttir.