Morgunblaðið - 05.09.1981, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 3 5
Minning:
Axel Gústaf
Guðmundsson
Fæddur 17. janúar 1952.
Dáinn 28. ágúst 1981.
~MarKs er að minnast.
mar^t er hér að þakka.
(íuði sé l«í íyrir liðna tíð.
MarKs er að minnast.
mar^s er að sakna.
(íuð þerri treKatárin strið.**
Hinstu kveöju sendum við kær-
um bróður. Axel Gústaf Guð-
mundsson, eða Guffi eins og hann
var ætíð kallaður af okkur syst-
kinunum, fæddist þann 17. janúar
1952 og var því aðeins 29 ára
gamall er okkur barst sú harma-
fregn að hann hefði lent í bílslysi
og látist svo skömmu síðar.
Það er erfitt að skilja gátu
lífsörlaganna, þegar ungur maður
og kærkominn bróðir hverfur svo
skyndilega úr þessum heimi, og
einkennileg staðreynd að sætta sig
við.
Guffi kvæntist Valgerði Sigur-
jónsdóttur þann 17. apríl 1976 og
eignuðust þau tvö börn, Guðmund
Pál og Sigríði Anný, sem eru
aðeins fimm og þriggja ára þegar
föður þeirra er kippt í burtu í
blóma lífsins.
Við ætlum ekki að rekja feril
hans né ævi hér, en hann var eldri
af tveimur bræðrum okkar og
leituðum við því til hans með allra
handa hjálp. Hann var múrari að
atvinnu og mjög handlaginn, tók
lífi og tilveru með gleði.
Kringum okkur er nú myrkur og
tómleiki en minningin um kæran
bróður verður okkur ætíð dýrmæt
eign og varanleg.
Við vonum að hin nýju heim-
kynni taki vel á móti honum og
hann finni ástkæran föður okkar
er kvaddi fyrir tæpum tveimur
árum. Við biðjum góðan guð að
styrkja eiginkonu hans, börn,
móður og okkur systkinin á þess-
um þungbæra tíma og vegna þessa
mikla missis.
-Far þú í íriAi.
friúur Guds þÍK blessi.
hafúu þokk fyrir allt «k allt.
Gekkst þú me<> Gudi.
(■uA þér nú Í> Ikí.
hans dýrðarhnuss þú hljúta skalt.**
(V. Briem)
Systkinin
Síðastliðinn laugardag tilkynnti
Logi bróðir Axels mér lát bróður
síns. Mig setti hljóðan við frétt
þessa, að vísu hafði ég frétt að
Axel hefði lent í bílslysi þann 25.
ágúst en ég vissi ekki að hann
væri í lífshættu.
Axel Gústaf Guðmundsson, eins
og hann hét fullu nafni, fæddist í
Kópavogi 17. janúar 1952. Foreldr-
ar hans voru Guðmundur Axels-
son, múrari, frá Stóragerði, Hörg-
árdal, dáinn 21. september 1979 og
Anna Gústafsdóttir, fædd í Þýska-
landi.
Axel ólst upp í foreldrahúsum,
Iengst af í Keflavík.
Hann tók sveinspróf í múrara-
iðn árið 1979 og hafði mest numið
þá iðn af föður sínum. Axel gekk í
hjónaband með unnustu sinni,
Valgerði Sigurjónsdóttur frá
Galtalæk, Rangárvallasýslu, árið
1976 og stofnuðu þau heimili að
Iloltsgötu 34 Njarðvík. Þau eign-
uðust tvö börn, Guðmund Pál
fæddan 1976 og Sigríði Anný
fædda 1978. Þar var hamingjusöm
fjölskylda, sem var ákveðin í því
að setja markið hátt, koma sér vel
fyrir í íbúð sinni, sem þau keyptu
að Holtsgötu 34, og síðan átti að
byggja einbýlishús í Garði. Ég
man eitt sinn er ég heimsótti þau
hvað Valgerður og Axel voru full
tilhlökkunar og vonar þegar þau
með stolti sýndu mér teikningar
að væntanlegu einbýlishúsi sínu.
En enginn ræður sínum nætur-
stað.
Axel var góður fagmaður enda
byrjaði hann snemma að hjálpa
föður sínum í múrverki. Þeir
feðgar voru annálaðir dugnaðar-
menn og vandvirkir mjög, enda
eftirsóttir í vinnu. Þeir settu stolt
sitt og metnað í að leysa sín verk
vel af hendi.
Mér er hugsað til þess að skjótt
skipast veður í lofti. Fyrir réttum
tveimur árum unnu þeir feðgar
hjá undirrituðum við að múra
stigahús í fjölbýlishúsi, nú eru
þeir báðir farnir. Mér er hugsað til
konu Axels sem einnig lenti í
bílslysi haustið 1979. Skaddaðist
hún þá töluvert og var það hrein
mildi að ekki varð meira miðað við
aðstæður. Mér er hugsað til móður
Axels og systkina sem nú hafa séð
af eiginmanni og syni, föður og
bróður á tveggja ára bili.
Guðmundur og Axel voru mjög
samrýndir, það er eins og samleið
þeirra hafi aldrei rofnað.
Síðast þegar ég sá Axel, fyrir
tveim vikum, það var á laugardegi
er hann var á göngu með börn sín
leiðandi til hvorrar handar, var
hann að aðgæta verk sitt frá
deginum áður sem hann hélt að
hefði skemmst í rigningu. Ég
minntist á það við Axel hvort
hann gæti tekið að sér ákveðið
verk, sem hann gerði fúslega en
mig grunaði ekki þá að það
múrverk yrði hans síðasta.
Ég votta fjölskyldu Axels mína
innilegustu samúð.
Trausti Einarsson
Minning:
Astríður Guðrún
Eggertsdóttir
llarúa. hlíúa. hoita. storka sál.
hjarta þitt var oldyr. kuII «k stál
úlíkt mér. on allt oins fyrir þaú
ortu Krúin viú minn hjartastaú.
(Matt. J«ch.)
Þessar ljóðlínur lárviðarskálds-
ins frá Skógum í Þorskafirði um
Þorbjörgu Sveinsdóttur komu mér
í hug, er ég frétti lát bróðurdóttur
hans og móðursystur minnar
Ástríðar G. Eggertsdóttur, sem
kvaddi þennan heim þann 29. júlí
sl. eða sama mánaðardag og ég
sjálfur var á sínum tíma í heiminn
borinn. Var þetta tilviljun eða var
það ábending til mín, að mér bæri
að minnast hennar nokkrum orð-
um? Ég a.m.k. trúi því, að svo
muni vera.
Ástríður Guðrún Eggertsdóttir
var fædd 24.11. 1894 og tvíbura-
systir hennar, móðir mín Krist-
jana Anna, í Narfastaðaseli í
Reykjadal, S.-Þing., í einu heiðar-
býlanna, sem nú er ekki eftir
annað af en vallgrónar þústir.
Voru foreldrar þeirra Éggert
Jochumsson frá Skógum og síðari
kona hans Guðrún Kristjánsdóttir
frá Ytra-Garðshorni í Svarfaðar-
dal. Hann var kennari þar í
sveitinni en launin svo lítil að ekki
nægði til að sjá fjölskyldu far-
borða og varð því að koma börnun-
um í fóstur. Alls eignuðust þau
átta börn, en hann hafði eignast
önnur átta með fyrri konu sinni.
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast hlaðinu með
goðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á i
miðvikudagsblaði, að berast i
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið,
af marggefnu tilefni, að frum-
ort Ijóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vcra vélrituð og með
góðu línubili.
Tvö ung börn áttu þau fyrir þegar
hér var komið. Tvíburasystrunum
varð að koma í fóstur. Móður mína
tóku hjónin Kristjana Benedikts-
dóttir og Benedikt Jósefsson á
Breiðumýri. Hinsvegar tóku Ást-
ríði í fóstur prestshjónin á Húsa-
vík Jón Arason Jochumssonar og
Guðríður Ólafsdóttir kona hans.
En þegar hún óx upp, mun henni
ekki hafa þótt blasa við glæsileg
framtíð á stöðvum æskuáranna.
Fátækt var almennt mikil og svo
mun veðurátta norðurhjarans með
vetrarveðrum og vorharðindum
þegar hafís spennti land og lýð
heljargreipum hafa gengið nærri
hennar stóra og viðkvæma hjarta.
En hún hafði stóra sál og útþráin
bjó í brjósti hennar. Á undan-
gengnum áratugum og um þetta
leyti voru vesturheimsferðir ofar-
lega á baugi ekki síst á Norður-
landi. Miklar sögur gengu þá af
Gósenlandinu fjarlæga í vestri.
Hún lét sig dreyma um betra líf,
fegurra líf. Ef til vill var til
Paradís á jörð? Og nær tvítugu að
aldri eða árið 1914 hleypir hún
heimdraganum, fer til hillinga-
landsins í vestri, Ameríku, þar
sem „gul sítrónan grær og gullepl-
ið í dökku laufi hlær“. Hún varð
ekki fyrir vonbrigðum, komst
vestur á Kyrrahafsströnd, þar
sem segja má að eilíft sumar ríki.
Paradís æskuáranna, séð í hugsýn,
var fundin. í sjö hamingjurík ár,
að henni fannst, dvaldi hún þar
vestra.
En þræðir þeir, sem tengdu
hana ættlandinu, íslandi, voru
samt svo sterkir, að árið 1921 lagði
hún í heimferð til móts við
ættingja og vini heima á Fróni. Er
mér í barnsminni þegar hún kom
til foreldra minna að Breiðumýri
frá Ameríku glæsileg og hlaðin
lífsþrótti. Ekki mun það hafa
verið ætlun hennar að setjast að á
íslandi í það sinn, heldur var
Ameríka fyrirheitna landið sem
fyrr. En hver svo sem ætlun
hennar hefur verið þegar hún fór,
þá gekk hún í hjónaband árið 1922
og giftist nú Þórarni Grímssyni
Víkingi frá Garði í Kelduhverfi.
Þórarinn var maður vel gefinn,
sjálfmenntaður og ritfær vel.
Hann var um 15 árum eldri en
hún. Þau voru ólík bæði að
lífsskoðunum og skapferli en allt
um það hélst sambúö þeirra yfir
40 ár. Þau stofnuðu heimili að
Garði og bjuggu þar til vors 1924,
en þá fluttu þau til Ameríku með
son sinn ársgamlan. En nú varð
hillingalandið Ameríka ekki eins
gjöfullt sem fyrr. Þröngt var um
atvinnu og aðstaða Þórarins því
erfið í framandi landi, bóndi frá
íslandi kominn yfir miðjan aldur
og að auki mállaus. Varð hann að
taka því að fara til laxveiða
norður í Alaska óraleiðir frá
heimili þeirra. Og nú rann upp sá
bölvaldur, sem batt endi á framtíð
þeirra í Ameríku — heimskreppan
mikla. Eftir 5 ára dvöl seldu þau
eignir sínar í Ameríku og héldu
heim til íslands árið 1929 með
drengina fjóra, sem þau höfðu
eignast. Þórarinn hafði átt von á
atvinnu hér heima, en það brást.
Endirinn varð sá, að þau dvöldu á
heimili foreldra minna í Laugar-
ási í Biskupstungum um sumarið.
Nú var úr vöndu að ráða, en þá
komst Þórarinn yfir ríkisjörðina
Vattarnes við Fáskrúðsfjörð og
austur fluttu þau um haustið. Var
það mikið happ á þeim krepputím-
um sem í hönd fóru, því þetta er
hlunnindajörð og hægt að lifa vel
af þvi sem þar féll til. Ekki þótti
Ástríði fýsilegt að flytja inn í
Austfjarðaþokuna, en þó varð svo
að vera. Þar bjuggu þau í ein 12 ár
og þar bættist fimmti sonurinn í
hópinn.
Að loknum búskap þeirra á
Vattarnesi voru þau í einn vetur á
Fáskrúðsfirði, en fluttu síðan til
Reykjavíkur og bjuggu í leigu-
húsnæði á Ljósvallagötu 8 þar til
að Þórarinn lést 1961 áttræður að
aldri. Um það leyti og við andlát
hans steðjuðu að Ástríði marg-
háttaðir erfiðleikar svo að litlu
munaði að þrek hennar brysti. En
trú hennar á framvindu lífsins
undir handleiðslu æðri máttar-
valda sigraði efann í brjósti henn-
ar. Hún hafði enn hlutverk að
vinna, að leggja sitt lóð á þær
metaskálar að fegra umhverfi sitt
og bæta heiminn. Um árabil var
hún búsett í Hveragerði. Þar lifði
hún mikið ein fyrir sig í kyrrð og
næði, sem hún hafði lengi þráð,
enda henni sannir hamingjudagar.
En nú fyrir fáum árum fór
heilsu hennar að hraka, og þá fór
líka svo að þrekið þvarr, og þótti
henni þá sem hlutverki sínu væri
lokið og myndi hún brátt hverfa
til annarar tilveru. Og þá líkn
hefur hún nú fengið.
Þegar Ástríður Eggertsdóttir
fæddist í þennan heim blasti
örbirgðin við, en forsjónin hafði
gefið henni í vöggugjöf marga
frábæra eiginleika. Hún var bú-
kona og fór vel með alla fjármuni,
garðyrkjukona mikil og svo list-
feng í höndum, að nær var sama
hvað hún tók sér fyrir hendur.
Ekki naut hún mikils skólalær-
dóms í æsku, en markið skyldi hún
hátt setja og með för sinni til
Vesturheims náði hún frábæru
valdi á ensku máli. Síðar á
Reykjavíkurárunum fór hún í Há-
skóla Islands og lagði þar stund á
enska tungu. Voru bæði kennarar
og rektor Háskólans undrandi og
hrærðir yfir framtaki og árangri
þessarar öldnu glæsilegu konu.
Þótt hún ekki nyti kennslu í
íslenskri tungu, hafði hún svo
næman smekk og tilfinningu, að
hún fór þar rétt með, bæði í rituðu
og mæltu máli. Hún skrifaði fagra
og þjáifaða rithönd, stíll hennar
var Ijóðrænn, gæddur skáldlegu
innsæi þótt ekki fengist hún við
ljóðagerð. Hún skrifaði greinar í
blöð, dagbækur og mikinn fjölda
sendibréfa. Hún fékkst einnig við
þýðingar úr ensku á íslensku
meira að segja á verkum snillinga.
Oft flutti hún erindi í útvarp og
voru þau rómuð mjög. Þau voru
skipulega samin og blæbrigði
raddarinnar féll svo að lögmálum
efnisins, að frábært var.
Hún var mikil trúkona, trú
hennar var sterk og sannfærandi.
En hún var ekki bundin neinni
bókstafstrú, heldur trúði hún að
framtíð mannkynsins byggðist á
sálarþroska þar sem boðskapur
allra æðri trúarbragða heims
beindist að sameiginlegum kjarna.
Hún hafði margt og mikið lesið
um dagana og bókmenntasmekkur
hennar var bæði þroskaður og
markviss. Ber þar fyrst að nefna
þá bókina, sem hún hreifst mjög
af og mat einna mest allra þeirra
bóka innlendra og erlendra, sem
hún hafði lesið um ævina, en það
var skáldsagan Svartfugl eftir
Gunnar Gunnarsson. Sagan varð
henni, að hún sagði, sem „hrein-
asta guðsorð", sem beindi sjónum
lesandans frá dýpsta harmleik
mannlegs lífs til ljóssins hæða.
Ef til vill er nú frænka mín
stödd í einhvérjum „Vaðalfjöllum"
annars heims í leit sinni að
guðsneistanum í svipuðum spor-
um og sr. Eyjólfur Kolbeinsson í
sögunni Svartfugl, þar sem honum
eru á öræfagöngu lögð eftirfar-
andi orð í munn, sem hér skal til
vitnað:
„Ég nam staðar og varpaði
mæðinni.
Sjórinn fyrir neðan var svartur,
með gullnum gneistum. Sjálfur
stóð ég í snarbrattri hlíð svima-
hátt uppi, og þó slúttu klettar
fram yfir mig. Allt í einu vaknaði
í mér fögnuður, heitur, myrkur
fögnuður. Guð hafði valið mér
erfitt hlutverk. Ég skyldi ekki
svíkja hann. Ölvaður af grjóti,
frostlofti og húmsvörtu hafi hélt
ég áfram leiðar minnar. En nú
með Guð við hlið mér. Svo nærri
manni getur hann gengið á nátt-
arþeli, hann sem enginn sér, en
alls staðar er.“
Sigurður Sigurmundsson
Við hirtingu á mynd á bls. 3 í Mbl. sl. fimmtudag sem sýna átti
lekann úr Ilrauncyjafosslóni. klipptist óvart af ljósmyndinni. Því
er mvndin birt aftur og vonandi sést hvernig lekinn kemur fram
undan jarðlögunum.
Ljosm. Kristján
+ 9
* i l l t i
1-tk