Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.09.1981, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981 Klekkja Eyjamenn á Víkingum? KINN leikur fer fram í 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu um helKÍna. Er þaó stórmikilvæn viðureign ÍBV og Víkings, en leikurinn fer fram i Eyjum klukkan 11.00. ÍBV á fræðilegan móguleika á titlinum. en takist Víkingi aó sigra. getur aóeins lið Fram skákað félaginu í siðustu umferðinni. Þá verða fjórir leikir í 2. deild í dag. IBI og Haukar glíma á ísafjarðarvelli klukkan 14.00, Fylkir og Völsungur eigast við á Laugardalsvelli klukkan 16.00, Þróttur frá Neskaupstað tekur á móti nafna sínum klukkan 14.00 og á sama tíma leiða saman hesta sína Selfoss og Skallagrímur á Selfossi. IBV eygir möguleika á að vinna deild og bikar • Fyrirliði ÍBV Sigurlás Þor- Mgu leifsson og þjálfari IBV Kjartan Másson með sigurlaunin í bikar- keppni KSÍ. Lið þeirra hefur verið mjög i eldlinunni að undan- förnu og á sunnudag berjast þeir gegn efsta liði 1. deildar, Víking- um. Ljósm. SÍKurxrir. Staðan t. deild i EYJAMENN sigruðu Valsmenn í I.augardal í gærkvöldi i 1. deild íslandsmótsins, ,2—0. Þar með hlanda Eyjamenn sér af alvöru í haráttuna um meistaratign eftir að hafa lengst af verið um miðja deild. Baráttukraftur Eyjamanna hefur nú fært þá á meðal forustuliða en Valsmanna hins vegar hiður það hlutskipti að hafna um miðja deild. Evrópudraumur þeirra er rokinn út í veður og vind. Eyjamenn eygja hins vegar möguleika á að vinna tvöfalt í ár; deild og bikar. Það voru markabræðurnir sem skópu sigur Eyjamanna. Sigurlás Þorleifsson skoraði fyrra mark Eyjamanna eftir að hafa hlaupið Valsvörnina af sér og Kári endurtók leikinn síðar. Valsmenn sátu eftir með sárt ennið eftir að hafa lengst af haft undirtökin. En það er ekki spurt að því. Það eru mörkin sem gilda og án nokkurs vafa, ráða Eyjamenn yfir beinskeyttasta sókn- ardúett 1. deildar; bræðrunum Kára og Sigurlási. Það var norðan strekkingskaldi í Víkingur 16 9 3 4 26:22 21 Fram 17 6 9 2 22:17 21 Akranes 17 7 6 4 26:16 20 Breiðablik 17 6 8 3 26:20 20 ÍBV 16 8 3 5 28:18 19 KA 17 7 4 6 22:16 18 Valur 17 7 4 6 28:23 18 KR 17 3 6 8 13:23 12 Þór 17 3 6 8 17:33 12 FII 17 2 3 12 19:39 7 Þróttardagur IIINN árlegi knattspyrnudagur Þróttar verður á morgun. Knattspyrnudagurinn hefst kl. 10 f.h.. með leik í 6. flokki. Síðasti dagskrárliður verður leikur milli „Old boys“ Þróttar og dómara KDR. Sá leikur hefst kl. lfi.OO. Þróttarkonur sjá um veitingar. Úrslitaleikir í íslandsmóti 4. flokks og Bikarkeppni 2. flokks á morgun GOLF: 36-hoIu mót í golfi fer fram í Vestmannaeyjum um helgina, keppt verður bæði með og án forgjafar. Um helgina verður einnig mikið golf á Grafarholti. í dag og á morgun lýkur keppni Jóns Agnars. sem er drengjakeppni. Á morgun klukkan 10.00 hefst síðan parakeppni og að henni lokinni verður keppt um Ber- serk. sem er keppni um hver er högglengstur þátttakenda. BADMINTON: Um helgina fer fram Bad- mintonkennsla á vegum Leiknis í Breiðholti og fer hún fram i Fellaskóla. Á SUNNUDAGINN fara fram tveir úrslitaleikir í landsmótum KSÍ á Laugardalsvelli (Ilallar- flöt). Klukkan 14 leika Fram og Þór frá Vestmannaeyjum til úr- slita í 4. flokki, en fyrri leik þessara liða lyktaði með jafntefli, 1 — 1. í Vestmannaeyjum. er úr- slitakeppni 4. flokks fór þar fram fyrir þremur vikum. í háðum liðunum eru stórskemmti- Ul-keppni FRÍ um helgina Unglingakeppni FRÍ verður haldin í Reykjavík um helgina, 5. og 6. september, og hefst báða dagana kl. 14.00. Til keppninnar eru valdir þeir 6 unglingar sem bestum árangri hafa náð í hverri grein. Keppt er í 5 aldursflokkum alls og fær stighæsti einstaklingur í hverjum aldursflokki sérstaka viðurkenningu. Keppendur eru frá 17 félögum og héraðssamböndum víðs vegar að af landinu. legir knattspyrnumenn og má búast við hörkulcik. Strax á eftir leik 4. flokks, eða klukkan 15.15, leika Fram og KR til úrslita í bikarkeppni 2. flokks. Þar má einnig búast við hörkuleik, innan raða beggja félaganna eru leikmenn, sem án efa eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Á leiðinni í úrslitaleikinn vann KR Grindavík 1—0, Selfoss 2—1 og Víking 2—1. Fram vann hins vegar ÍK 5—2, ÍBV 6—0 og ÍA 5—0 í aukaleik eftir 1—1 jafntefli á Akranesi. Kani til IR ÚRVALSDEILDAR lið ÍR í körfuknattleik réði i gær banda- rískan leikmann i stað Andy Flcming. sem lék mcð liðinu á síðasta keppnistímahili. Frekari upplýsingar um leikmann þenn- an verða að bíða betri tíma. Þá er Valur eina liðið sem ckki hefur tryggt sér erlendan leikmann fyrir komandi kcppnistímabil. en vafalaust verður þess ekki langt að bíða að úr því rætist hjá liðinu... Willum skoraði mark KR-inga Sú leiða villa slæddist inn í frásögn af leik KR.og ÍA í gær að fyrra mark KR hefði Helgi Þor- björnsson skoraði. Það var ekki rétt. markið skoraði Willum Þórsson. Er Willum beðinn afsök- unar á þessum mistökum. GG. Kristján varð Norður- landsmeistari í golfi NORÐURLANDSMÓT í golfi var haldið á Katlavelli, velli golfklúhhs Húsavíkur dagana 29. —30. ágúst. Mjög gott veður var báða keppnisdagana og tókst mótið í alla staði mjög vel. Ilclstu úrslit urðu þessi: LJnglingaflokkur: höggum Vorðurlm. Héðinn Gunnarss. GA 163 2. sæti Björn Axelss. GA 184 3. sæti Ólafur Þorbergss. GA 198 Kvennaflokkur: 'íorðurl.m. Jónína Pálsd. GA 196 2. sæti Inga Magnúsd. GA 201 3. sæti Patricia Jónss. GA 235 Karlaflokkur: 'Jorðlm. Kristján Hjálmarss. GH 154 í 2. sæti Skúli Skúlas. GH 160 í 3. sæti Axel Reynisson GH 164 Einnig var keppt með forgjöf og urðu úrslit þar þannig: Unglingaflokkur: Ilögg 1. Héðinn Gunnarss. GA 149 2. Ólafur Þorbergss. GA 150 3. Björn Axelss. GA 150 Kvennaflokkur: 1. Jónína Pálsdóttir GA 162 2. Inga Magnúsd. GA 175 3. Patricia Jónss. GA 187 Karlaflokkur: 1. Skúli Skúlas. GH 138 2. Kristján Hjálmarss. GH 140 3. Pálmi Þorsteinss. GH 144 Laugardalnum í gærkvöldi og áhorf- endur aðeins um 200. Valsmenn höfðu undirtökin í fyrri hálfleik. Leikaðferð Eyjamanna var að beita hárbeittum skyndisóknum. Þeim varð þó lítið ágengt í fyrri hálfleik. Hins vegar voru Valsmenn tvívegis nærri því að skora. Skot frá Matthí- asi Hallgrímssyni frá markteig hafnaði í varnarmönnum og á 32. mínútu bjargaði Páll Pálmason meistaralega frá Vali Valssyni eftir að Valur hafði komist inn fyrir vörn Eyjamanna. Raunar komu Vals- menn knettinum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Valsmenn héldu uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleiks og sóttu stíft en þegar minnst varði var Sigurlás skyndilega á auðum sjó. Löng sending úr vörninni og Sigur- lás hljóp hina þungu varnarmenn Vals af sér og skoraði af öryggi framhjá Sigurði Haraldssyni á 9. mínútu, 0—1. Eyjamenn höfðu náð forustu; óvæntri forustu. Þeir drógu sig enn frekar til baka en sóknir Valsmanna voru bitlausar þó leikurinn færi að mestu fram á vallarhelmingi Eyja- mennina til að vinna leikinn og það gerðu þeir bræður. Ávallt hættu- legir, eldfljótir, útsjónarsamir og samvinna þeirra til fyrirmyndar. I markinu var Páll Pálmason öryggið uppmálað. Varði markið óaðfinnan- lega. Valþór Sigþórsson var klettur í vörninni og á miðjunni voru þeir Ómar Jóhannsson, Þórður Hall- grímsson og Viðar Elíasson sterkii. A morgun mæta Eyjamenn Víking- um í Eyjum og verða Eyjamenn að sigra til að eygja möguleika á sigri í 1. deild. Án nokkurs vafa hljóta þeir að teljast sigurstranglegri eftir vel- gegni undanfarinna vikna. Valsmenn biðu lægri hlut vegna þess að þeir höfðu ekki sömu baráttu fram að færa og Eyjamenn og þar skildi á milli liðanna. Enginn stóð uppúr hjá Val, þó átti Guðmundur Þorbjörnsson góða spretti endrum og eins en á ennþá langt i land að ná getu fyrri ára. Dómari var Þorvarður Björnsson. Laugatdalsvöllur: Valur — IBV 0-2. Mörk ÍBV: Sigurlás Þorleifsson á 54. mínútu og Kári Þorleifsson á 82. mínútu. H.IIalls. Valsmenn skora en markið var dæmt af vegna rangstöðu. manna. Þó varð Páll að taka á honum stóra sínum á 15. mínútu þegar hann varði meistaralega þrumuskot frá Vali Valssyni. Sannfæringin hvarf úr leik Vals- eftir því sem á leikinn leið. Eyja- menn áttu alls kostar við framherja Vals; þar voru engir markabræðúr. Og eins og hendi væri veifað juku Eyjamenn forustu sína. Aftur kom löng sending fram og Kári Þorleifs- son var skyndilega einn á auðum sjó. Hann skoraði laglega framhjá Sig- urði Haraldssyni, 0—2. Sigur Eyja- manna var í höfn. Sanngjarn sigur þvi Eyjamenn höfðu áhuga á verkefni sínu. Þeir börðust um hvern einasta bolta, gáfu aldrei þumlung eftir. Með þá Sigur- lás og Kára frammi höfðu þeir Víkingar með hóp- ferð til Eyja VÍKINGAR efna á morgun til hópferðar til Eyja vegna stórleiks ÍBV og Víkings í 1. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu. Sigur eða jafntefli myndi færa Víking skrefi nær meistaratign. Tekið verður á móti pöntunum í félags- heimili Víkings við Hæðargarð frá kl. 14. í dag. Farið verður um hádegi á morgun. Stjörnuleikur á Skaganum SANNKALLAÐUR stjörnuleikur fer fram á Akranesi á sunnudag- inn og hefst klukkan 14.30. Leik- ur þessi átti að vera fyrir nokkru, en þá varð að fresta honum vegna óveðurs. Forleikur verður á milli leikmanna 6. flokks. Ágóði af stjörnuleiknum rennur til utanferðar mcistara- flokks ÍA i knattspyrnu. í Iiði Hermanns Gunnarssonar, „fyrirliða, senters og stroffí- skyttu", er valinn maður í hverju rúmi eins og ítrekað hefur sannast í sumar. Uppistaðan í liði Skaga- manna eru meistaraflokksmenn og íslandsmeistarar frá 1970 með þá Jón Gunnlaugsson, Jón Al- freðsson, Eyleif Hafsteinsson, Harald Sturlaugsson, Guðjón Guðmundsson, Matthías Hall- grímsson og Björn Lárusson í broddi fylkingar. Liðið kalla Skagamenn „Stjörnulið Jóns Gunnlaugssonar." Islenskt sundfólk á Evrópumeistaramót Willum Þórsson ÞRÍR íslendingar héldu í gær- morgun til Júgóslavíu, þar sem þeir munu keppa á Evrópumeist- aramótinu í sundi, en það verður sett i dag. Keppni hefst siðan á mánudag og munu islensku kepp- endurnir þegar vera i cldlínunni. Það eru þau Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ingi Þór Jónsson og Ingólfur Gissurarson, sem þarna keppa. Piltarnir keppa í 100 metra skriðsundi og 200 metra bringu- sundi á mánudaginn, í 100 metra bringusundi og 400 metra fjór- sundi á þriðjudaginn og í 100 metra flugsundi á miðvikudaginn. Guðrún Fema keppir í 200 metra bringusundi á fimmtudaginn, en á föstudaginn mæta piltarnir aftur í laugina og keppa þá í 200 metra fjórsundi. Heim koma kempurnar um aðra helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.