Morgunblaðið - 05.09.1981, Síða 44
Valur
Aston Villa
eftir 25 daga
Jltaqpmliififcifr
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1981
5 krónur
eintakid
Harðar umræður um húsnæðismál:
Sigurjón
kröfu um
SIGURJÓN I’étursson, borjtar-
fulltrúi Alþýúuhandalassins. ítrck-
adi tilloKU sína um aú taka húsnædi
í horKÍnni lcÍKunámi. í horðum
umra'úum í horuarstjórn Rcykja-
víkur í fyrrakvold o|f kvaðst mcð
þcssu túlka sina stcfnu ok Alþýóu-
handalagsins.
Mannús L. Sveinsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, saifði í
þessum umræðum að fara þvrfti
marjfa áratugi aftur í tímann til
þess að finna samanburð við það
neyðarástand, sem nú ríkti í hús-
ítrekar
leigunám
næðismálum Reykvíkinga.
Davíð Oddsson, oddviti Sjálfstæð-
ismanna í borifarstjórn, sagði í
þessum umræðum að fram hefði
komið, að 800 lei|?uíbúðir hefðu
verið byKKðar í valdatíð Sjálfstæð-
ismanna, en engin í tíð vinstri
meirihlutans í Reykjavík. Borgar-
fulltrúar Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks lýstu andstöðu við
tillögu Sigurjóns Péturssonar um
leigunám í umræðunum.
Sjá nánari frásögn af
umræðum á hls. 24.
Hætta kaupmenn
að selja vísi-
töluvörurnar?
_l>Af) var talað um það að rcka á
cftir málum mcð því að hætta að
sclja cinhvcrja vísitöluvöruna. til
da'mis smjor. 1. scptcmbcr. cn það
hcfur orðið ofan á að bíða cftir
húvöruvcrðinu. Vcrði hins vcgar
ckki tckið tillit til okkar við
ákvörðun þcss. þá cr Ijóst að það
vcrður gripið til aðgcrða." sagði
Næturfrost í
Þykkvabæniun
- allgott útlit
með uppskeru
Óskar Jóhannsson. kaupmaður í
Rcykjavík. í samtali við Mhl. I
gærkvöldi.
„Við, sem seljum lítið sem ekkert
annað en þessar vísitöluvörur, get-
um ekki lengur staðið í því að verða
að selja þessar vörur í raun undir
kostnaðarverði," sagði Óskar. „Verði
álagningarmálunum ekki breytt, er
ekki um annað að ræða fyrir okkur
en að hætta að dreifa þessum
vörum.“
Sjá bréf Félags matvörukaup-
manna og Félags kjötverslana til
Tómasar Árnasonar. viðskiptaráð-
herra, bls. 26.
Maður þarf aldeilis að brjóta heilann í skólanum ekki síst þegar um fyrsta skóladaginn er að ræða,
gæti þessi ungi herramaður verið að hugsa. QtÁ ri Q 9 q
Fiskiðjan Freyja hf. Suðureyri til sölu:
SIS kaupir væntanlega
á fimm milljónir króna
Þykkvahæ. 4. september.
FYRSTA næturfrostið gerði hér
síðastliðna nótt og eru flestir
garðar nú svartir yfir að líta. eftir
að hafa verið fagurgra'nir í gær.
Margir bændanna eru því farnir
að hugsa sér alvarlega til hreyfings,
en fram til þessa má heita að engir
séu byrjaðir upptöku af fullum
krafti. Utlit er fyrir að uppskeran
verði í góðu meðallagi, en þó er ekki
hægt að segja til um það með vissu
fyrr en upptaka er hafin. Væntan-
lega byrja flestir að taka upp af
krafti um og eftir helgi. í fyrra var
byrjað að taka upp viku fyrr en nú,
en þá var eins og kunnugt er mjög
góð uppskera.
— Arnór
EIGENDUR 91 % hlutafjár í I
Fiskiðjunni Freyju hf. á Suður-
eyri við Súgandafjórð hafa I
ákveðið að selja hlutafé sitt.
sem er að nafnverði 1 milljón
kr. Samhand íslenzkra sam-
vinnufélaga hefur átt viðræður I
við hlutafjáreigendur og sýnt
áhuga á kaupum. Samkvæmt |
heimildum Mbl. munu samning-
ar að líkindum nást fljótlega
eftir helgi og siiluverð hréfanna
verða um það hil fimmfalt
nafnverð þeirra eða 5 milljúnir-
króna.
Óskar Kristjánsson stjórnar-
formaður Fiskiðjunnar Freyju
sagði i samtali við Mbl. í gær, að
haldinn hefði verið stjórnar-
fundur í félaginu þarsem élagið
hefði hafnað forkaupsrétti á því
91%, sem til sölu væri. Hann
sagði viðræður við SÍS vera í
gangi og erfitt að segja til um
hverjar niðurstöður yrðu. Að-
spurður sagði hann erfitt að
tilgreina hverjar ástæður væru
helstar fyrir ákvörðun hluthaf-
anna að selja, enda margslungn-
ar.
Eigendur þess 91% hlutafjár,
sem til sölu er, eru 32 að tölu.
Eigendur þeirra 9%, sem ekki
eru til sölu, eru að stærstum
hluta Suðureyrarhreppur og
kaupfélag staðarins. Eignir
Fiskiðjunnar Freyju hf. eru að
stærstum hluta frystihús og
fiskimjölsverksmiðja, einnig á
Fiskiðjan meirihluta, eða 60%, í
skuttogara staðarins, Elínu Þor-
bjarnardóttur.
„Torfa við torfu þarna úti
segir Eggert Gíslason, skipstjóri
Eggert Gíslason
_1>AÐ HEFUR gcngið lítið enn-
þá. nokkrar tunnur bara. en ég
er ekki húinn að vera hér nema
tvo daga." sagði Eggert Gislason
skipstjóri í spjalli við Morgun-
hlaðið. en Eggert er á 27 tonna
háti og gerir út frá ólafsfirði.
„Rátar sem hér hafa verið hafa
orðið varir við mikla síld hér
fyrir Norðurlandi. til dæmis út
við Grímscy. og menn hafa séð
margar torfur inni á Eyjafirði."
sagði Eggert.
„Síldin er stór og falleg og er
ábyggilega að verða nógu feit, hún
er búin að vera í rauðátu og farin
að fitna. Mikið af síldinni er orðið
15—18% feitt, og það virðist vera
mikil áta í sjónum. Við sáum
stórar torfur vaðandi í gærkvöldi
hérna við Hrísey, alveg hreint upp
í kjöl og niður í botn. Gamlir
sjómenn segjast sjaldan eða aldr-
ei á sínum ferli hafa séð annað
eins af síld og í sumar. Það er
torfa við torfu þarna úti. Þeir í
Grímsey láta mikið yfir magninu
sem er þar á ferðinni og þetta er
víða vestur um, vestur á Haganes-
vík, á Siglufirði og Héðinsfirði,
það er búið að vera mikið inni á
Ólafsfirði og Eyjafirði og svo
austur með öllu landi, við Húsa-
vík, á Þistilfirði, á Skjálfanda, á
Bakkafirði og á Vopnafirði. Þar er
allstaðar sama sagan, það er með
ólíkindum, magnið af síldinni,"
sagði Eggert.
„Ég hef ekkert farið, kom hérna
fyrir tveimur dögum og er með
nokkur reknet. Það hefur verið
smá bras á okkur og ekki allt í
lagi, en við erum rétt að bvrja.
Maður var nú búinn að gefast upp
á reknetunum fyrir tuttugu og
fimm árum, eftir að hafa verið
búinn að berjast með þau í
fimmtán ár, en maður verður að
gera eitthvað. En ég er gamall í
þessu, búinn að stunda sjó-
mennsku í fjörutíu ár og maður er
vanur öllu. Það eru margir bátar
að búa sig á síld núna, en það er
erfitt að losna við hana nú, það er
ekki farið að salta ennþá. En fólk
er alveg dolfallið yfir þessari
miklu síldargöngu sem er að
koma inn á alla firði og víkur. Það
kastar silunganetum og lagnetum
og fær fleiri tunnur, fólk er alveg
yfir sig hissa. Og þetta er svona
allstaðar. En þetta hefði þurft
meiri rannsóknar við en gerð
hefur verið, þetta hefði þurft að
skoðast betur. Þetta hefur samt
ekki komið á óvart, ekki þeim sem
fylgst hafa með hlutunum undan-
farin ár. Síldin er vaxandi, en það
eru skiptar skoðanir um þetta
milli manna, sérstaklega hjá þeim
sem hafa ekkert vit á þessu, en
þeir, sem sjá þetta fyrir sér, sjá
að þetta er mikið magn,“ sagði
Eggert Gíslason.