Morgunblaðið - 01.10.1981, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981
Sýning Ingvars Þorvaldssonar
Sú stefna er kennd er við
raunsæi hlutveruleikans hefur
mjög aukist fylgi hérlendis á
seinni árum, bæði á meðal
áhuga- og atvinnumálara.
Maður verður áþreifanlega var
við þetta í myndum höfuðborg-
armálara, en svo einnig í
myndum þeirra er dreifbýlið
byggja og koma í heimsókn
með myndir í farangrinum. Að
sjálfsögðu er hér skyldleiki á
milli, því að hinir sjóaðri höf-
uðborgarmálarar hafa smitað
út frá sér með frumkvæði sínu.
Það er fljótséð hvar Ingvar
Þorvaldsson frá Húsavík hef-
ur fengið hugmyndirnar að
myndstíl sínum og dettur
manni strax í hug málarar
eins og Gunnlaugur Stefán
Gíslason, Eiríkur Smith og
Hringur Jóhannesson. Hér er
ekki leiðum að líkjast og þá
einkum ef að fyrir er í malnum
eigin tónn og þá ber þess einn-
ig að geta, að fyrrnefndir mál-
arar sækja áhrif í enn aðra
sem auðvelt væri að tína til ef
vill. En þetta er nú einu sinni
hin eðlilega hringrás, sem all-
ir, er við myndlist fást verða
að gangast undir.
Ingvar Þorvaldsson kom
mér á óvart enda hef ég fátt
séð frá hendi hans hingað til
og þá ekkert í jafn háum gæða-
flokki og á þessari sýningu.
Kunnugir tjá mér að Ingvar sé
Myndlist
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
í mikilli framför og því er auð-
velt að trúa, því að mikil gerj-
un á sér stað í myndum hans á
sýningunni í Ásmundarsal og
þá einkum í tæknilegri út-
færslu.
Það sem ég einkum stað-
næmdist við í myndum Ingv-
ars var hin ríka tilfinning
hans fyrir mýkt i áferð t.d. í
myndunum af fötu eða bala í
sandi. Hér kemur hin mjúka
áferð sandsins vel fram, en
ennþá er nokkru ábótavant um
tæknileg vinnubrögð í teikn-
ingu, sem einungis fæst bót á
með samfelldum og markviss-
um vinnubrögðum. Vinnu og
aftur vinnu.
í myndum Ingvars kemur
fram ljóðrænn tónn og upp-
runalegur og maður skynjar
ósjálfrátt að hér er á ferð mað-
ur sem býr í nágrenni við
ósnortna náttúruna og sækir
föng sín til hennar. Sem dæmi
um ljóðrænar stemmningar í
myndum, vil ég nefna mynd-
irnar „Milli steina“ (3),
„Sumarnótt" (5) og „Verbúðir"
(28). Hér þykir mér Ingvar í
essinu sínu og forvitnilegt
verður að skoða næstu sýningu
hans ef svo heldur fram.
Að öllu samanlögðu er óhætt
að fullyrða, að hér er á ferð
myndlistarmaður, sem á sér
þann draum að verða í engu
eftirbátur þeirra er þéttbýlið
byggja og um leið hæfileika til
að láta hann rætast.
Bragi Ásgeirsson
Ljósmyndasýning
Einars
Steingrímssonar
í sýningarsalnum Djúpinu við
Hafnarstræti sýnir þessa dag-
ana og til 14. október ungur
maður, Einar Steingrímsson að
nafni, 25 svart-hvítar ljósmynd-
ir.
Ég ætla mér ekki þá dul, að
endurtaka hér alla romsuna um
listgildi ljósmynda, sem margoft
er búið að gera á flestum stigum
listrýni. Myndrænt gildi ljós-
mynda er ótvírætt og þá einnig
skyldieikinn við málaralistina og
þó eru þetta um margt ólíkar
listgreinar og þá einkum á
tæknilega sviðinu. Hin ýmsu
lögmál eru þó hin sömu, til að
mynda myndbyggingin, sem
málarinn getur þó breytt að vild
á meðan ljósmyndarinn verður
alfarið að treysta á tilfinningu
sína fyrir myndefninu hverju
sinni.
Að tilfinningin fyrir myndefn-
inu sé fyrir hendi sýna vissulega
myndir Einars Steingrímssonar
en ekkert væri úr vegi að dýpka
þá tilfinningu til muna. Vissum
áfanga er náð og er þar með að
baki, — þá er að hefjast handa
um nýja landvinninga og veita
sér engin grið.
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Það er margt snoturlega gert í
þessum myndum, sem aðallega
eru af járniðnaðarmönnum en
maður hefur séð svo mikið af
hliðstæðum vinnubrögðum áður
að myndirnar grípa ekki nægi-
lega, þ.e. skilja ekki eftir sig
mikið af varanlegum áhrifum í
huga sýningargestsins.
Þrátt fyrir athyglisverðar
myndir af járniðnaðarmönnum
minnist ég helst myndaraðar af
fólki í regni fyrir framan Lands-
bankann (1—5) og látlausrar lít-
illar myndar af skóflu (6). Þetta
voru myndir er hreyfðu við sál-
arkvikunni og af slíkum hefði
mátt vera meira á sýningunni.
Bragi Ásgeirsson
Hringadróttinssaga
Fyndnasta persóna myndarinnar, viðrinið Gollum.
IIRINGADRÓTTINSSAGA
Nafn á frummáli:
The Lord of the Rings.
Ilandrit: Chris Conkling og Pet-
er S. Beagie byggt á sögunum
..The fellowship of the Ring“ og
„The two Towers“ eftir. J.R.R.
Tolkien.
Tónlist: Leonard Rosenman.
Leikstjórn: Ralph Bakshi.
Ætíð hefur mér fundist nokk-
uð vafasamt að filma bók-
menntaleg stórvirki. Það er
máski í lagi að filma lélega reyf-
ara, því þá er von að kvikmyndin
standi bókinni svo miklu framar
að þar sé í rauninni um sjálf-
stætt listaverk að ræða. Ef hins
vegar er um að ræða góðar bæk-
ur þar sem stíll höfundar er í
senn persónulegur, myndríkur
og margslunginn verður upplif-
un lesandans svp mögnuð og
bókin það skýr í minningunni að
kvikmynd um sama verk hlýtur
að valda vonbrigðum. Hún veld-
ur ef til vill vonbrigðum vegna
þess að hver og einn les bókina á
sinn persónubundna hátt og
tengir efni hennar við eiginn
hugarheim. Kvikmyndagerðar-
Kvlkmyndlr
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
maðurinn er bara óbreyttur les-
andi sem vill koma sinni eigin
upplifun á verkinu í myndform,
upplifun sem hiýtur ætíð að vera
ólík reynslu annarra lesenda.
Þannig mætist ekki hugarheim-
ur kvikmyndagerðarmannsins
og lesandans á tjaldinu nema að
litlu leyti. Gott dæmi þessu til
sönnunar er kvikmyndun Para-
dísarheimtar Laxness, þar sem
gripið var til þess ráðs að láta
höfundinn lesa hluta af texta
verksins inn á filmuna. Þegar
svo er komið er eins gott að taka
höfundinn upp á segulband.
Ég hef formálann að umfjöll-
uninni um nýjustu mynd Tóna-
bíós svo langan vegna þess að
sagan The Lord of the Rings er
verk sem máski fáum dettur í
hug að hægt sé að kvikmynda. í
fyrsta lagi gerist verkið á sviði
ímyndunar höfundarins og í
öðru lagi er það yfir þúsund
blaðsíður. Framleiðendur hafa
valið þá leið að steypa söguna í
teiknimyndaform og er það vel.
Mér sýnist að ekki sé allt verkið
myndað í þessum áfanga (sleppt
hluta III The Return of the
Ring). Hvað um það, teikni-
myndaséníið Ralph Bakshi hefir
unnið stórvirki með kvikmyndun
sögunnar The Lord of the Rings
sé verkið skoðað sem sjálfstætt
kvikmyndaverk. Þetta gerist
þrátt fyrir að Bakshi hræri sam-
an ótal stílbrögðum í verkinu.
Sem dæmi er Gandalf í Disney-
stíl en hins vegar vinnur hann
svörtu riddafana og öfl myrk-
ursins þannig að sögn sérfróðra
að hann lætur fyrst leikara
bregða sér í gervin en teiknar
svo oní allt saman. Líkjast verur
þessar mjög lagsbræðrum úr
Star Wars, bakgrunnurinn er
síðan teiknaður af færum
mönnum. Útkoman verður býsna
áhrifamikil, svo áhrifamikil að
maður sveiflast á vald ævintýr-
isins. Þó er dálítið óþægilegt að
sjá saman í einu skoti fantasíu-
landslag í stíl Kay Nielsen og
hráa kraftmikla teikningu — til
dæmis í því atriði er Gandalf
gengur milli bols pg höfuðs á
myrkravöldunum, en þessi
teikning gæti verið úr penna
Francis Bacon. Ég minntist áðan
á það að vitringurinn Gandalf
hefði verið teiknaður í Disney-
stíl. Finnst mér þessi teiknimáti
nokkuð veikja verkið sem ætti að
h.Vggjast á anda fornra hetju-
kvæða svo sem Beowulf eða
Niebelungenlied. Hvað um það,
mynd Bakshi stendur fyrir sínu
sem sjálfstætt listaverk. Verk
sem greinilega er framleitt á
færibandi en hangir saman
vegna hraðrar atburðarásar og
frábærs handverks.