Morgunblaðið - 01.10.1981, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981
___;i ---- .. . ■■ ■
23
Snúa heim eftir flugrán
Nýju Delhí. 30. sopt. AP.
ÞOTA indverska IlunfélaKsins,
sem aðskilnaðarsinnar síkha
ra ndu. kom aftur til Nýju Delhí
da« með siðustu gislana, scm frels-
aðir voru. ok indversk yfirvöld til-
kynntu að síkhar fcntrju ekki
framveKÍs að ferðast með farþexa-
fluKvélum vopnaðir hefðhundnum
rýtinKum eins ok þeim sem notaðir
voru í fluKráninu í Kær, þriðjudaK-
Sérþjáifaðir pakistanskir her-
menn yfirbuKuðu flugvélarræningj-
ana, sem voru fimm talsins, í La-
hore og björguðu síðustu gíslunum,
45 að tölu, og sex manna áhöfn
flugvélarinnar. Zail Singh innan-
ríkisráðherra og aðrir indverskir
embættismenn fögnuðu gíslunum
við komuna til Nýju Delhí.
Gíslarnir voru 21 tíma í haldi í
farþegaflugvélinni, sem var af gerð-
inni Boeing 737. Upphaflega voru
111 farþegar í flugvélinni auk
áhafnarinnar þegar vélinni var
rænt á leið frá Delhí til Amritsar í
Punjab, 400 km norðvestur af
Delhí.
Lítt þekkt aðskilnaðarsamtök
síkha, „Dal Khalsa", kváðust bera
ábyrgðina á flugráninu. Leiðtogar
þeirra munu hafa leitað hælis í
Gullna musterinu í Amritsar. Leið-
togar „Þjóðarráðs Khalistans", sem
sendi frá sér heillaóskir í tilefni af
flugvélarráninu, hafa einnig leitað
hælis í musterinu, mesta helgidómi
síkha.
Um 13 milljónir síkha búa á Ind-
landi, þar af 95 af hundraði í Punj-
ab, meðfram landamærum Pakist-
ans. Herská samtök síkha, sem
krefjast stofnunar sjálfstæðs þjóð-
ríkis, „Khalistans", hafa eflzt að
undanförnu.
Fimm síkhar vopnaðir hefð-
bundnum kirpan-rýtingum skipuðu
flugstjóra indversku farþegaþot-
unnar að fljúga til Lahore í Pakist-
an, þar sem flugvélin lenti án leyfis
frá flugturninum. Flugvélarræn-
ingjarnir kröfðust 500.000 Banda-
ríkjadala og frelsunar leiðtoga
sikha, sem eru í indverskum fang-
elsum.
Indverjar hafa beðið Pakistana
að framselja síkhana fimm, sem
voru teknir höndum í árásinni á
indversku farþegaflugvélina. Þjóð-
irnar hafa ekki með sér samning
um framsal afbrotamanna.
Siemens-
rakagjafinn
eykur vellíöan
á vinnustaö og
heima fyrir.
Hagstætt verö. -
Smith & Norland hf. sími 28300.
Einbýlishús
óskast
eöa grunnur í Reykjavík, Kópavogi eöa
Garöabæ. Uppl. í síma 71353.
Lögtaksúrskurður
Hér meö úrskurðast lögtak fyrir gjaldföllnum og
ógreiddum þinggjöldum ársins 1981 álögðum í
Kópavogskaupstað á félög, en þau eru tekjuskatt-
ur, eignaskattur, sóknargjald, slysatryggingagjald
v/heimilisstarfa, iðnaöargjald, slysatryggingagjald
atvinnurekanda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971, líf-
eyristryggingagjald, atvinnuleysistryggingagjald,
almennur og sérstakur launaskattur, kirkjugarös-
gjald, iðnlánasjóösgjald, sjúkratryggingagjald,
skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæöi og
gjald í framkvæmdasjóö aldraöra. Ennfremur fyrir
skipaskoðunargjaldi, lestargjaldi og vitagjaldi, bif-
reiöaskatti, skoöunargjaldi bifreiöa og slysatrygg-
ingagjaldi ökumanna 1981, vélaeftirlitsgjaldi,
áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og
miðagjaldi, söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi
af innl. framl. sbr. 1. 65/1975, gjöldum af innlend-
um tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og
gjaldi til styrktarsjóðs fatlaöra, skipulagsgjaldi af
nýbyggingum, söluskatti, sem í eindaga er fallinn,
svo og viöbótar og aukaálagningum söluskatts
vegna fyrri tímabila.
Veröa lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara
á kostnað gjaldenda en ábyrgö ríkissjóðs, aö 8
dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, ef full
skil hafa ekki verið gerö.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
28. september 1981.
Ásgeir Pétursson.
fKENWOQD
Túrbó Hi-Fi
Ný háþróuð
tækninýjung
NEWHISPEED
SIGMA DRIVE magnarakerfið er tækninýjung frá KENWOOD
bar sem hátalaraleiðslurnar eru nú í fyrsta sinn hluti af magnaranum.
Ný áður óþekkt aðferð til stjórnunar á starfsemi hátalaranna og tryggja
lágmarksbjögun í hljómtækjunum.
Tækmfræðingar og starfsmenn KENWOOD hafa ávallt verið í
fararbroddi með tækninýjungar í hljómtækjum, kynnt og þróað fram-
farir í þeim efnum eins og: Dynamic Damping Factor, DC Direct-
Coupling, High-Speed, Zero switching og Non Magnetic.
Pað nýjasta í þróun hljómtækja er SIGMA DRIVE, nákvæm
samtenging magnara við hvem hátalara með fjórum leiðslum, tækni-
nýjung sem gerir kleift að hafa eftirlit með og stjóma nákvæmlega
tonblæ hátalaranna og heildarbjögun.
BJÖGUNARTÖLUR ERU TÓMT BULL ...
Þegar aðrir magnaraframleiðendur gefa upp afburða bjögunar-
tölur eins og 0.005%, er mikið sagt að þeir ljúgi allir fullum hálsi — og
aðeins KENWOOD SIGMA DRIVE magnarinn geti sýnt og sannað
bjögunartöluna 0.005%.
Staðreyndin er nú sú, að ef mæld er bjögun við hátalaraúttak á
magnara, geta fjölmargir þeirra mælst með bjögunartöluna 0.005% —
eins og SIGMA DRIVE magnarinn mælist með. En slík bjögunarmæl-
ing er alls ekki marktæk því hún er framkvæmd án viðtengdra hátalara
vio magnarann. Ef magnarinn er hins vegar mældur í gegnum hátalara-
leiðslur að hátölurum, mælist bjögunin í KENWÖOD SIGMA
DRIVE sannarlega 0.005% — þegar magnarar frá öðrum framleið-
endum sýna aðeins biögunartöluna 0.1%. Óneitanlega er það allt
önnur tala eða um það bil 20 sinnum lakari, og það heyrist.
Kenwood KA - 800 2 x 50 RMS WATTS/0.009% THD: 4.150 kr.
Kenwood KA - 900 2 x 80 RMS WATTS/0.005% THD: 5.600 kr.
KenwoodKA-1000 2 x 100 RMS WATTS/0.005% THD: 8.300 kr.
Eins og TÚRBÓ kostaði SIGMA DRIVE miklar
rannsóknir, og eins og TÚRBÓ gefur SIGMA
DRIVE mestan kraft og beztan árangur.
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI85884