Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.10.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1981 41 Orson Welles gengur í bindindi + Orson Welles er orðinn bindind- ismaður að minnsta kosti í amr- íska sjónvarpinu. Hann krafðist þess ævinlega þegar hann kom fram í sjónvarpi, að sérstakt sherry, koníak og sérstakt whisky væri framborið, en nú lítur hann ekki við öðru en ölkelduvatni. — Hvað veldur þessu, spurði sjónvarpskonan Barbra Walters. — Það eru peningarnir, góða mín, sagði Orson. — Og ertu líka hættur að drekka heima hjá þér? — Það varðar yður ekki um, kæra frú, ansaði Orson Welles ... Ur myndinni Nálaraugað. Donald Sutherland og Kate Noll- igan. Byrjaöi sem barnamorðingi... Ovett í það heilaga + Steve Ovett er nýlega kvæntur Rachel Wall- er, 23ja ára gamalli sýningarstúlku, og myndin er eins og sjá má tekin við það tækifæri. Steve Ovett er fæddur í Brighton og voru þau hjón gefin saman hjá borgarfógetanum í Hove. Viti það ekki allir, þá er Steve Ovett einn fljótasti hlaupari veraldar og skiptist á heimsmetum við landa sinn, Sebastian Coe ... + Samviskulaus morðingi í þjónustu Hitlers og róman- tískur elskhugi í senn. Það er hlutverkið sem Donald Suth- erland fer með í nýjustu kvikmynd sinni, Nálaraugað, og hann ræður sér ekki af kæti yfir þessu hlutverki. — Eftir að ég var um- hyggjusamur faðir í Venju- legu fólki Robert Redfords, komst ég loksins í þann flokk frægra leikara, sem geta hætt sér á götur út, án þess mæður forði börnum sínum í öruggt skjól um leið þær sjá mann álengdar. En það þýðir ekki ég leiki eintóma engla í framtíðinni, segir Donald og hlær kaldranalega: — Það kitlar mig svolítið að geta orðið hræðilegur og tillits- laus í kvikmynd. Ég byrjaði sem barnamorðingi og hef ekki á prjónunum að enda eins og Rock Hudson ... Gírug í peninga + Victoria Principal leikur í vin- sælum sjónvarpsmyndaflokki sem nú er sýndur á Islandi, Dallas. Hún leikur Pamelu, þessa fallegu indælu, gáfuðu og snjöllu eigin- konu Bobbys. En á bakvið þetta yfirbragð býr stálharður kaup- sýslumaður. Victoria trúir að pen- ingar og völd skipti menn mestu í lífinu, og er hin harðasta í fjár- málaviðskiptum. Það segir að minnsta kosti fyrrum maður hennar, Christopher Skinner, sem Victoria losaði sig nýlega við. Hún skyldi hann eftir úti í kuldanum og með þrjátíu þúsund kall upp á vasann, þrátt fyrir þau hefðu sam- ið sín á milli um helmingaskipti. Victoria hlær bara þegar henni er sagt að Christopher sé óhress: Hann er eitthvað sár, greyið, segir hún ... félk í fréttum HIJÓMOCILO iStn) KARNABÆR *® i aog«vegi M — Glc%<b» — AuVu*»h t»i /, Siroi tré Miptiborði 850SS _ Heildtöludreifing itaÍAOfhf Simsr 85742 og 85055 SYRPUR ''" LtÓ'" °vaqa e" ,ac*s°e * 2V.0Ö' fcÖ e N|Ot° 'f" . ^ \Ó9'° Sen\ fó 0»°" AO' to \pe'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.