Morgunblaðið - 13.10.1981, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981
3
Fjárlagafrumvarpið fyrir 1982:
Erlendar lántök-
ur hækka um 90%
- frá fjárlagafrumvarpi ársins 1981
NIÐURSTÖÐUTÖLUR íjárlaga
(rumvarpsins, sam lagt var fram
á Alþingi í gœr, eru 7.799 millj.
kr. sem er 46,2% hækkun frá fjár-
lagafrumvarpi Ragnars Arnalds
fyrir árið 1981. Utgjaldahlið
frumvarpsins nemur nú 7.648
millj. kr., sem er 43,3% hækkun
frá fjárlagafrumvarpi 1981. Er-
lendar lántökur nema 665 millj.
kr., sem er 90% hækkun frá frum-
varpi fyrra árs. 1 frumvarpinu er
reiknað með 10 millj. kr. lántöku-
heimild til byggingar flugstöðvar
á Keflavikurflugvelli. Tima-
hundnir skattar verða fram-
lengdir. Heildarfjárfesting er
áætluð um 24% af þjóðarfram-
leiðslu i stað 25,5% i ár. Þá eru
framlög til fjárfestingar-
lánasjóða og lánagreiðslna áætl-
uð i frumvarpinu 438 millj. kr..
en það jafngildir um 9% minnk-
un að raungildi. Skattvisitala
ársins 1982 verður 150 stig.
Heildartekjur samkvæmt frum-
varpinu verða 7.799 millj. kr. og
rekstrarafgangur því 151 millj. kr.
Reiknitala frumvarpsins varðandi
hugsanlega hækkun verðlags og
launa er miðuð við 33% milli ár-
anna 1981 og 1982 og að sögn fjár-
málaráðherra er tala þessi engan
veginn raunhæf hvað varðar
niðurstöðutölur fjárlaga, enda
margir óvissuþættir hvað varðar
tekjur og gjöld ríkisreiknings,
m.a. komandi kjarasamningar.
Erlendar lántökur samkvæmt
frumvarpinu verða 665 millj. kr.
og er það 90% hækkun frá fjár-
Austfirðingar
sendu ekki skeyti
þegar ég féll
- segir Egill Jónsson
„ÞESSI niðurstaða þingflokksins
er ánægjuleg og það leiðir af lik-
um að þar sem ég hef tvisvar fall-
ið i kosningu til fjárveitinga-
nefndar við sambærilegar að-
stseður, þá hlýt ég að vera ánægð-
ur með kosninguna, þó að ég hafi
á vissan hátt komist að fyrir
heppni,“ sagði Egill Jónsson
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
á Austurlandi i samtali við Morg-
unblaðið en hann var á laugar-
dag kjörinn i fjárveitinganefnd
og tók þar sæti Guðmundar
Karlssonar þingmanns Sunn-
lendinga.
„Ég var kjörinn á þing til að
verða að liði í mínu kjördæmi, en
Austurlandskjördæmi á ekki full-
trúa í fjárveitinganefnd. Það er
mikið ánægjuefni fyrir sjálfstæð-
ismenn á Austurlandi að þing-
maður þeirra skuli nú eiga sæti í
fjárveitinganefnd," sagði Egill.
„Kosning er lýðræðisleg gjörð
og kosningu ætti að viðhafa í
miklu ríkari mæli innan þing-
flokksins en gert hefur verið, í
stað þess að leiða mál til lykta
með einhverju yfirborðssamkomu-
lagi. Reynslan af þeim vinnu-
brögðum er fyrir hendi í Sjálf-
stæðisflokknum," sagði Egill.
Spurningu um, hvað fylgt gæti í
kjölfar þessarar niðurstöðu í þing-
flokknum, sagði Egill að engin
vandamál hefðu komið upp í
flokknum þegar hann féll fyrir
Guðmundi Karlssyni. Hvað vilt þú
segja um afstöðu Vestmannaey-
inga? „Þegar ég féll fyrir Guð-
mundi sendu Austfirðingar ekkert
skeyti til að mótmæla þeirri
niðurstöðu. Er það enn eitt merki
þess að sjálfstæðismenn á Austur-
landi hafa fullt vald á sínum mál-
um,“ sagði Egill Jónsson.
lagafrumvarpi þessa árs. Upplýsti
fjármálaráðherra á fréttamanna-
fundi, sem haldinn var til kynn-
ingar á frv. í gær, að hér væri
aðeins um þriðjung erlendra lán-
taka að ræða, samtals myndu er-
lendar lántökur ársins 1982 nema
um 2.000 millj. kr.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að heimild fáist til allt að 10 millj.
kr. lántöku vegna flugstöðvar í
Keflavík, en í athugasemdum með
frumvarpinu er vitnað í stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarinnar um
flugstöðvarmálið þar sem segir að
ekki verði ráðist í framkvæmdir
nema með samþykki allrar ríkis-
stjórnarinnar. Segir einnig að
jafnhliða 10 millj. kr. lánsheimild-
inni hafi ríkisstjórnin ákveðið að
fela þriggja manna ráðherranefnd
allra stjórnaraðila að taka flug-
stöðvarmálið til athugunar og
muni nefndin gera tillögur um
hvernig lántaka verði nýtt.
Þá er í frumvarpinu miðað við
að tímabundnir skattar, sem lög-
um samkvæmt ættu að falla niður
um næstu áramót, verði fram-
lengdir. Hér er um sérstakan
skatt á skrifstofu- og verslunar-
húsnæði að ræða, sjúkratrygg-
ingagjald og sérstakt tímabundið
vörugjald og gert ráð fyrir fram-
lengingu þeirra til ársloka 1982 og
að hið sama gildi um lagaákvæði
um innheimtu sérstaks gjalds í
Framkvæmdasjóð aldraðra. Á
hinn bóginn er gert ráð fyrir að
sérstakt tímabundið innflutn-
ingsgjald á sælgæti og kex falli
niður í febrúarlok 1982, eins og lög
kveða á um.
Fjárfestingar- og lánsfjáráætl-
un fyrir árið 1982 hefur verið unn-
in jafnhliða fjárlagafrumvarpinu
og verður væntanlega lögð fram á
Alþingi fyrir fyrstu umræður
fjárlagafrumvarpsins að sögn
fjármálaráðherra. í athugasemd-
um með fjárlagafrumvarpinu
kemur fram, að draga mun 'úr
framkvæmdum að magni til og að
heildarfjárfesting sé áætluð um
24% þjóðarframleiðslu í stað
25,5% í ár. í áætluninni verður
nánari grein gerð fyrir áætlaðri
heildarfjárfestingu og fjármögn-
un hennar.
Framkvæmdaframlög fjárlaga-
frumvarpsins nema samtals 1.226
millj. kr. og er það 30,4% hækkun
frá fjárlagatölu 1981, en miðað við
áætlun um 33% meðalverðhækk-
un milli áranna felur þetta í sér
um 2% magnminnkun. Á megin-
flokkum þessara framlaga verða
þessar breytingar frá fjárlögum
1981: Verklegar framkvæmdir sem
áætlaðar eru 737 millj. kr. hækka
um 35,3% eða 1—1,5% magnaukn-
ing. Fjárfestingarstyrkir eru sam-
tals 51 millj. kr., sem er 47,5%
hækkun, eða 11% magnaukning.
Framlög til fjárfestingarlána-
sjóða og lánagreiðslna eru áætluð
438 millj. kr. eða 21,3%, en það
jafngildir um 9% minnkun að
raungildi.
í athugasemdum með frum-
varpinu kemur einnig fram, að
hlutfall ríkisútgjalda af þjóðar-
framleiðslu er ívið lægri en í síð-
asta fjárlagafrumvarpi, eða 28,1%
í mót 28,2% árið 1981. Segir að
þetta hafi verið unnt með því að
beita ýtrasta aðhaldi og verði það
áfram gert, m.a. verði framlög til
fjárfestingarlánasjóða áfram
ákveðin lægri en lög gera ráð
fyrir, — áfram verði leitað heim-
ildar til þessarar skerðingar í
frumvarpi að lánsfjárlögum.
Sjá frétt af fréttamanna-
fundi fjármálaráðherra á
bls. 21
Nafn manns-
ins sem lést
MAÐURINN sem beið bana í
hílslysi á Suðurlandsvegi í
Svínahrauni, skammt fyrir neð-
an Skíðasálann i Hveradölum,
aðfaranótt laugardags, hét
Ólafur Kristján Ólafsson, til
heimilis að Langholtsvegi 93.
Ólafur heitinn var 27 ára
gamall Reykvikingur. Hann læt-
ur eftir sig konu og fimm ára
gamlan son.
Hljómtæki
með toppgæði...
3 tæki í einu.
Meiriháttar
steríó samstæóa meö
hátölurum, í vinsæla
,,silfur“ útlitinu.
A1ETAL
HVERFISGOTU 103 SIMI 25999
Karnabær Glæsibæ — Portið Akranesi
Fataval Keflavík — Cesar Akureyri
Patróna Patreksfirði — Eplið ísafirði
Álfhóll Siglufiröi —A. Blöndal, Ólafsfirði
Bókav. Þ.S. Húsavík — Hornabær Hornafirði —
M.M h/f. Selfossi— Eyjabær Vestmannaeyjum
■m