Morgunblaðið - 13.10.1981, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981
5
Tólf rithöfundar
skrifa um 16
myndlisRirmenn
BÓKAÚTGÁFAN Ilildur (Gunn-
ar Þorleifsson) er með i útgáfu
listaverkabók í stóru broti, þar
sem efnið er æviágrip ok listafer-
ill 16 núlifandi íslenskra mynd-
listarmanna. Tólf rithöfundar
hafa samið textana, en forseti ís-
lands, VÍRdís Finnhonadóttir, rit-
Hagsýslustjóri:
Magnús Pétursson
settur í stað
Gísla Blöndal
SAMKVÆMT ósk Gísla Blöndal,
hagsýslustjóra ríkisins, hefur for-
seti Islands veitt honum lausn frá
embætti frá og með 1. nóvember
1981. Hefur Gísli verið ráðinn til
starfa við Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn í Washington. Frá sama tíma
hefur Magnús Pétursson, skrif-
stofustjóri í fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun, verið settur hagsýslu-
stjóri ríkisins, en embættið mun
síðar verða auglýst laust til um-
sóknar, eins og lög gera ráð fyrir.
Islenska óperan:
ar formála.
í frétt frá útgáfunni segir m.a.:
„Fjöldi mynda í litum og svart-
hvítu af verkum listamannanna
prýða bókina og auk þess myndir
af þeim sjálfum.
Eins og fram kemur í upptaln-
ingunni hér á eftir er hér um þjóð-
kunna listamenn að ræða. Allir
eru þeir á miðjum aldri, af kyn-
slóð sem sett hefur svipmót sitt á
eitt skeið í íslenskri myndlist,
enda þótt hver þeirra um sig hafi
sín sérkenni."
Myndlistarmenn: höfundar:
Alfreð Flóki ........Jóhann Hjálmarsson
Ásgerður E. Búadóttir .. Guðbjörg Kristjánsd.
Baltasar..................Árni Bergmann
Bragi Ásgeirsson....Matthías Johannessen
Einar Baldvinsson ..Jóhann Hjálmarsson
Einar Hákonarson .... Sigurður A. Magnússon
Eiríkur Smith ......Indriði G. Þorsteinsson
Gunnar Örn Gunnarss.... Aðalsteinn Ingólfss.
Hringur Jóhannesson .......Bera Norðdal
Jón Gunnar Árnason...Guðbergur Bergsson
Leifur Breiðfjörð ..Aðalsteinn Ingólfsson
Magnús Tómasson ....Þorsteinn frá Hamri
Ragnheiður Jónsdóttir .Thor Vilhjálmsson
Vilhjálmur Bergsson ...Baldur Óskarsson
Þorbjörg Höskuldsd..Þorsteinn frá Hamri
Setningu hefur Texti hf. annast,
litgreiningu og prentun Grafik hf.,
bókband Félagsbókbandið og
ljósmyndun Leifur Þorsteinsson.
Arni Reynisson ráð-
inn franíkyæmdastjóri
ÁRNI REYNISSON hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri ís-
lensku óperunnar, og tók ráðn-
ing hans gildi hinn l.október sl. í
frétt frá Óperunni, sem Morgun-
blaðinu hefur borist, segir svo
meðal annars um ráðningu fram-
kvæmdastjórans:
I júlí og ágúst á liðnu sumri
auglýsti Islenzka óperan eftir
framkvæmdastjóra sem taka
skyldi til starfa hinn 1. október á
Árni Reynisson
þessu hausti. Hinn 1. september
síðastliðinn, en þá rann auglýstur
umsóknarfrestur út, höfðu stjórn
óperunnar borizt sjö umsóknir um
framkvæmdastjórastarfið. Og á
fundi sínum 29. september sam-
þykkti stjórnin að ráða Árna
Reynisson framkvæmdastjóra ís-
lenzku óperunnar frá 1. október
1981.
Árni Reynisson fæddist í
Reykjavík árið 1941, sonur Reynis
kaupmanns Eyjólfssonar og Guð-
rúnar E. Guðmundsdóttur frá
Tannanesi í Önundarfirði. Hann
stundaði nám í Menntaskólanum í
Reykjavík um eins vetrar skeið, en
síðan í Samvinnuskólanum og
lauk þaðan prófi 1961. Hann var
sölumaður og síðar sölustjóri í
Bifreiðadeild Sambands islenzkra
samvinnufélaga frá 1961 til 1966.
Þá varð hann um skeið fram-
kvæmdastjóri viðskipta hjá Flug-
sýn hf., en síðan forstöðumaður
upplýsingaskrifstofu Verzlunar-
ráðs Islands til 1970 er hann gerð-
ist framkvæmdastjóri Landvernd-
ar. Frá 1972 til 1978 var hann
framkvæmdastjóri Náttúruvernd-
arráðs. Eiginkona Árna er Anna
S. Bjarnadóttir frá Hörgslandi á
Síðu, og eiga þau hjónin tvær dæt-
ur.
Talsvert um bjöll
ur í rúgmjöli
NOKKUR brögð hafa verið að
því að undanförnu að vart hefur
orðið við mjölbjöllur i rúgmjöli,
sem notað hefur verið til slátur-
gerðar nú í haust. Að sögn Har-
alds Þórðarsonar, meindýraeyðis,
er þetta fremur algengt, en bjöll-
urnar eru meinlitlar og angra
fólk ckki, en þeim getur fjölgað
mjög ört og leggjast þá gjarnan á
matvæli.
Haraldur sagði, að það virtist
vera að aukast að bjöllur væru í
rúgmjöli og stafaði það sennilega
af því að minna er nú gert að því
að eitra fyrir bjöllur á rúgökrum.
Því væru oft lirfur í rúgmjölinu og
væri það geymt, yrðu þær ein-
faldlega að bjöllum, sem fjölguðu
sér mjög ört. Því væri réttast að
henda því mjöli, sem af gengi við
sláturgerð í stað þess að geyma
það. Bjöllurnar legðust að visu
ekki á fólk, en þættu ekki sérlega
góðir gestir í matargeymslum.
Sagði hann að tiltölulega auðvelt
væri að útrýma bjöllum í heima-
húsum, til þess notaði hann úða
sem gasloft myndaðist af. Það
væri fljótvirkt og árangursríkt og
dræpi kykvendin mjög fljótt. Það
væri síðan skaðlaust manninum
eftir þrjá tíma, en koma þyrfti
matvælum frá á meðan og gæta
þess að þvo mataráhöld og annað,
sem notað er til matargerðar, eftir
að eitrið hefur verið notað.
Aldraðir Reykvikingar við spil i Oddfellow-húsinu i gær.
Ljósm. Mbl.: Emilia.
Aldraðir fá aðstöðu
í Oddfellow-húsinu
NÝR ÞÁTTUR í félagsstarfi
aldraðra í Reykjavik hófst i gær í
Oddfellow-húsinu við Vonar-
stræti og verður þar opið hús á
mánudögum kl. 13—17 fyrst um
sinn, að því er segir í fréttatil-
kynningu frá Félagsmálastofnun
Reykjavíkur. Þar segir ennfrem-
ur að um tíma hafi skort húsna'ði
fyrir félagsstarf í mið- og vestur-
bæ. en með tilkomu þessa nýja
húsnæðis sé það von starfsfólks
að aldraðir noti þessa aðstöðu
sem mest.
Sumarstarfi Félagsmálastofn-
unar Reykjavíkur fyrir eldri borg-
ara er nýlega lokið. Mikil þátttaka
var í sumarstarfinu sem endra-
nær. Segir í fréttatilkynningu Fé-
lagsmálastofnunarinnar að farnar
hafi verið 12 dagsferðir á sumrinu
og 1 tveggja daga ferð að Mývatni
og til Akureyrar og fullskipað hafi
verið í alla sumarorlofsdaga að
Löngumýri. Auk þessa voru farnar
3 sólarlandaferðir.
Æfingakerfi fylgir hverju handlóðasetti.
Æfingunum hefur verið raðaö saman at
sérfræðingum á sviði líkams- og heilsu-
ræktar með það fyrir augum að bæta
líkamsvöxt þinn, gera þig grennri og
vöðvameiri fyrir tilstilli nýjustu þjálfað-
ferða.
Handlóðin eru fyrirferðarlítil og auðveld í með-
förum. Þú getur æft þig í svefnherberginu,
baðherberginu, á vinnustað eða hvar sem þú
getur teygt úr þér í allar áttir.
HANDLÓÐ
Vinylhúöuö
2x2 kg í setti kr. 162.00
2x4,5 kg í setti kr. 250.00
2x1,3 kg og lóðaskór í setti kr. 380.00
Handlóð með lausum lóðum. Verö fer eftir þyngd lóða. Hand-
lóðín eru mjög hentug líkamsræktartæki, bæði fyrir karla og
konur á öllum aldri.
Þú munt njóta góðs af líkamsþjálfuninni ævilangt og verða
hreykin(n) af vel þjálfuöum og vel byggöum líkama þínum.
Taktu af skarið, byrjaðu skipulagöa líkamsrækt í dag.
Pöntunar- og upp-
lýsingasími 44440
Sendu mér ... kg handlóðasett kr.__+ sendingarkostnað.
Nafn ..................................................
Heimilisfang ..........................................
Póstverslunin HEIMAVAL, Box 39, 202 Kópavogur.