Morgunblaðið - 13.10.1981, Síða 14

Morgunblaðið - 13.10.1981, Síða 14
Erlendur Þorsteinsson MaKnús Kjartansson Látinna þing- manna minnzt á Alþingi (iunnar Thoroddsen. forsa'tis- ráðherra. stýrði setninjíarfundi AlþinKÍs sl. lauKardatí. sem ald- urs forseti þin>?sins. l>á minnt- ist hann tveRKja þinRmanna. sem látist hafa í þinRhiéi. Er- lendar Þorsteinssonar. fv. skrifstofustjóra Brunabótafé- laRs íslands or MaRnúsar Kjartanssonar. fv. ritstjóra or ráðherra. Forsa-tisráðherra saRÓi orðrétt: Tveir fyrrverandi alþingis- menn hafa dáið frá því að síð- asta þingi var slitið. Erlendur Þorsteinsson, fyrrverandi skrifstofustjóri, andaðist 10. júlí, stjötíu og fimm ára að aldri. Magnús Kjartansson, fyrrver- andi ritstjóri og ráðherra, and- aðist 28. júlí sextíu og tveggja ára. Erlendur Þorsteinsson var fæddur á Búðum í Fáskrúðsfirði 12. júní 1906. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Sigurðs- son sjómaður þar og síðar vél- stjóri á Akureyri og Siglufirði og Helga Erlendsdóttir. Han lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1925 og stundaði síðan framhaldsnám þar fram á árið 1927. Þá hvarf hann frá námi oggerðist skrifari bæjarfógetaembættisins á Siglu- firði og ári síðar fulltrúi bæjar- fógeta. Árið 1936 var hann ráð- inn skrifstofustjóri síldarútvegs- nefndar og þremur árum síðar framkvæmdastjóri hennar. 1958 varð hann skrifstofustjóri Brunabótafélags íslands og gegndi því starfi til sjötugsald- urs. Erlendur Þorsteinsson að- hylltist ungur stefnu jafnaðar- manna í þjóðmálum. Hann átti sæti af þeirra hálfu í bæjar- stjórn Siglufjarðar 1938—1947 og var forseti bæjarstjórnar fyrsta kjörtímabilið. Hann var skipaður í nýbyggingarráð 1944, og var í stjórn Síldarverksmiðju ríkisins 1947—1952 og í síldar- útvegsnefnd og stjórn Tunnu- verksmiðju ríkisins 1947—1970, formaður beggja 1958—1969. Á Alþingi átti hann sæti sem landskjörinn þingmaður 1938—1942 og sat auk þess sem varaþingmaður 1938 og 1949—1950, tók sæti á níu þing- um alls. Erlendur Þorsteinsson átti heimili og vettvang starfa sinna á Siglufirði á miklum athafna- tímum í því bæjarfélagi. Þar gegndi hann forustustörfum við vinnslu og sölu síldar. Hann öðl- aðist mikla reynslu á því sviði og tók margsinnis J)átt í við- skiptasamningum Islendinga við aðrar þjóðir. Samstarfsmenn hans bera honum það vitni, að hann hafi verið réttsýnn í stjórnarstörfum og vinsæll í samstarfi. ★ Magnús Kjartansson var fæddur á Stokkseyri 25. febrúar 1919, sonur hjónanna Kjartans Olafssonar og Sigrúnar Guð- mundsdóttur. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1938, var síðan við verkfræðinám í Kaupmanna- höfn 1938—1940, en hvarf þá að námi í norrænum og íslenskum fræðum. Hann var ritstjóri Þjóðviljans 1947—1971. Á Al- þingi tók hann sæti varamanns á árunum 1950—1952 og 1965, var kosinn alþingismaður Reykvík- inga 1967 og átti sæti á þingi til vors 1978, alls á sautján þingum. Hann var heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra og iðnaðar- ráðherra 1971—1974. í mennta- málaráði átti hann sæti 1946-1953 og 1956-1963, var þingkjörinn fulltrúi í Norður- landaráði 1967—1971 og 1974— 1978, og í orkuráði 1975— 1979. Magnús Kjartansson var hátt á þrítugsaldri, þegar hann hvarf frá námi að ritstjórn og þátttöku í stjórnmálabaráttu. Hann var snjall í ræðu og riti, baráttu- glaður, harðskeyttur og mark- viss. Mann var mikilvirkur al- þingismaður og ráðherra. I ríkis- stjórn voru honum falin ráðu- neyti, sem voru í mótun sem sjálfstæðar stjórnardeildir. Þar beitti hann sér af dugnaði fyrir ýmsum nýmælum í iðnaðar- og orkumálum, en þó einkum í heil- brigðis- og tryggingamálum. Þá átti hann þó við að stríða sjúk- leika, sem 4)yngdist síðar og neyddi hann að lokum til að draga sig í hlé frá stjórnmála- störfum. Síðustu starfskrafa sína á opinberum vettvangi helg- aði hann einkum réttindamálum öryrkja. Samherjar Magnúsar dáðu hann og andstæðingar hans í stjórnmálum kunnu að meta mikla hæfileika hans. Ég bið þingheim að minnast Erlends Þorsteinssonar og Magnúsar Kjartanssonar með því að rísa úr sætum. Ávarp forseta við þingsetingu: „Fáum aldrei fullþakkað lýðræðið" „Mikill munaður að vera íslendingur“ Hér fer á eftir, orðrétt, ávarp forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. er hún setti Alþingi. 104. löggjafarþing, sl. laugardag: „Það er ávallt merkur atburður í þjóðarsögunni, þegar Alþingi Is- lendinga er sett. Sú athöfn hefur fyrir löngu fengið á sig hefðbundið snið látleysis, í samræmi við eðli okkar Islendinga sem ekki er um það gefið að flíka tilfinningum okkar um of á hátíðarstundum. Alþingi hefur um langan aldur búið við þá gæfu, að virðing fyrir málum sem þar eru til umræðu á sér djúpan hljómgrunn í hugum þegnanna. Menn láta sig í þessu landi meira skipta orð og athafnir lýðræðiskjörinna þingmanna sinna en títt er um almenning í öðrum löndum, enda flýgur orðið hratt á Islandi og nær vegna fámennis okkar eyrum svo til allra sem í landinu búa. Þjóðmálaum- ræða er hér og víðtækari en ann- ars staðar tíðkast og gagnrýni hins almenna borgara varðandi ákvarðanir fyrir þjóðarbúið oft harðskeyttari en efni standa til. Við það tapar hún iðulega gildi sínu og slævir fremur en að hvetja. Stóryrði eru ekki alltaf sterkasta vopnið. Menn gleyma oftar en ella að þakka það sem vel er gert og sýnist þeim eitthvað fara miður fría þeir sjálfa sig ábyrgð og falla í þá gryfju að kenna öðrum um. Það skal þó á það minnt að við erum öll sam- ábyrg við rekstur þessa þjóðfé- lags, hver í sínu starfi, — öll sið- Jón Helgason, forseti Sameinaðs þings. Alþingishúsið við AusturvöII Hundrað starfsár í húsi þingsins: „Menning fortíðar — Menntun framtíðara „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa“ Á þessu ári eru 100 ár síðan Alþingi hóí störí í þing- húsinu við Austurvöll. Um tíma hýsti þinghúsið jafn- framt landsbókasafnið og forngripasafnið. Þegar söfnin fluttust burt var háskólinn þar til húsa (fram til 1940). Af þessu tilefni, hundrað ára starfi Alþingis í þinghús- inu við Austurvöll, flutti forseti Sameinaðs þings, Jón Helgason, eftirfarandi ávarp við þingsetningu. „Á þessu ári eru eitt hundrað ár liðin, síðan Alþingi var í fyrsta sinn sett í þessu húsi. Bygging Al- þingishússins átti nokkurn að- draganda, enda þótt framkvæmdir stæðu ótrúlega skamman tíma. Það var Sveinn Skúlason, þm. N-Þing., sem flutti á Alþingi 1865 og aftur 1867 tillögu um þjóðhátíð 1874 og sýnilegt minningarmark um hinn fyrsta iandnámsmann, Ingólf Arnarson, og fjársöfnun í því skyni. Tillagan var afgreidd 1867 með þeirri breytingu, sem nefnd, er Sveinn Skúlason átti sæti í, gerði tillögu um, að minn- ingarmarkið yrði hús af steini handa Alþingi. Jafnframt skyldi hver alþingismaður gangast fyrir árlegri fjársöfnun í kjördæmi sínu til að standa straum af kostnaði við bygginguna. Nokkurt fé safn- aðist næstu árin, en það nægði þó ekki til að hrinda verkinu af stað. p]n á þriðja löggjafarþinginú ár- ið 1879 samþykkti Álþingi að skora á stjórnina: að á fjárhags- tímabilinu 1880—'81 sé byggt hús handa Alþingi og söfnum lands- ins, að sett sé nefnd af fimm þing- mönnum, þremur úr neðri deild og tveimur úr efri deild, er stjórnin leiti álita hjá á milli þinga um tilhögun og bygging hússins. Og í fjárlögum fyrir árin 1880 og 1881, sem þá voru samþykkt, var að frumkvæði fjárlaganefndar neðri deildar allt að 100 þús. kr. fjárveiting í þessu skyni. Heild- argjöld fjárlaga þessi ár voru áætluð um 800 þús. kr. samtals. Hilmari Finsen landshöfðingja var falin framkvæmd þingsálykt- unarinnar, en hann hafði einmitt skrifað forseta neðri deildar bréf í upphafi þingsins 1879 og vakið at- hygli á þörfinni fyrir Alþingishús, og þá þegar unnið nokkuð að at- hugun málsins. En þingmannanefndin varð ekki eingöngu tii að leita álita hjá, heldur virðist hún hafa verið at- hafnasöm, og þá ekki síst Tryggvi Gunnarsson, sem dvaldi í Kaup- mannahöfn veturinn 1879—’80, og vann þá að undirbúningi húsbygg- ingarinnar með útvegun efnis og ráðningu byggingarmeistara og annarra starfsmanna. Svo vel var að verki staðið að Alþingi var sett og haldið í hinu nýja húsi nær fullbyggðu, þegar það kom næst til fundar 1. júlí 1881. En þá var lögbundið að þing skyldi hefjast fyrsta virkan dag í júlí. Stórhugur þings og þjóðar við byggingu Alþingishússins fyrir einni öld hlýtur að vekja athygli okkar og aðdáun í dag. Þing var þá aðeins haldið annað hvert ár og stóð tæpa tvo mánuði hvert sinn, þannig að nýtingartíminn var ekki langur, ef sá maelikvarði okkar tíma er notaður. Á sama tíma og sulturinn vofði yfir miklum hluta heimila í landinu, þá leggur fólk fram úr léttum sjóði til að þjóðin eignist virðulegt Alþingishús. Og Alþingi ákveður að verja áttunda hluta tekna á fjárlögum í þessu skyni, enda þótt segja mætti, að þjóðina vantaði þá allt til alls. Það hefur verið mat þeirra mætu manna, sem þá voru kjörnir til setu á Alþingi og voru að vinna að því að leggja grunninn að efna- hagslegu og stjórnarfarslegu sjálfstæði þjóðarinnar, að þetta væri ekki of dýru verði keypt til að styrkja stöðu Alþingis, og þá um leið þjóðarinnar allrar. Þegar Al- þingi var ekki lengur háð á Þing- völlum í skjóli hamraveggjanna, þá þyrfti það á veglegri byggingu að halda. Og Alþingishúsið var reist hjá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.