Morgunblaðið - 13.10.1981, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.10.1981, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, Þ^IÐJUpflpUR 13. OKTÓBER 1981 Flugslysið á Mýrdalsjökli fyrir 28 árum — Flugslysið á Mýrdalsjökli fyrir 28 árum — Flugslysið á Mýrdalsjökli fyrir „Máttum hafa okkur alla við að moka ofan af tjöldunumu sagði Ragnar Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Víkverja, sem stjórnaði göngumönnum í leitinni 1953 „ÉG VAR staddur úti í Mýrdal þegar ég frétti af þessu og keyrði i ofhoAi heim. Síðan fór ég að smala saman félögum sveitarinnar til leitar,“ sagði Ragnar Þorsteinsson, fyrrver- andi formaður björgunarsveit- arinnar Víkverja, i smtali við Mbl., en hann stjórnaði leitar- flokki göngumanna, sem fór til leitar þegar að kvöldi dags 17. desember 1953. „Menn tóku þann þersónulega búnað, sem þeir áttu, en voru að öðru leyti frekar vanbúnir. Við vorum til að mynda ekki með nein tjöld meðferðis. Um kvöldið kom svo flokkur að sunnan úr Flugbjörgunarsveitinni og hóp- arnir voru sameinaðir. Ekið var austur eftir í Álftaver, þar sem kunnugir menn voru fengnir til liðs við okkur. Við fórum síðan sem leið lá upp í jökul þar sem styðst er í Kötlugjá, en við áttum að fá nánari upplýsingar frá flugvél- um, þegar upp var komið. Þegar við komum inn á jökul- inn gerði leiðindaveður og við heyrðum ekkert í flugvélum. Það var því tekið það ráð að ganga eftir áttavita og stefnt á sprungusvæðið undir Kötlu. Þeg- ar þangað var komið var tekin ákvörðun um að tjalda og láta fyrirberast um nóttina, en flokk- urinn að sunnan hafði meðferðis tjöld. Það gerði fljótlega ofsarok og slæmt veður. Það fór að skafa verulega, þannig að við máttum Ragnar Þorsteinsson hafa okkur alla við að moka ofan af tjöldunum. Nóttin var heldur blaut, því ekkert frost var og allt blotnaði sem blotnað gat í snjómuggunni. Snemma um morguninn gerði hörkufrost, svo það fraus allt sem frosið gat, föt og annað þess háttar. Við gerðum þegar tilraun til að ná sambandi við flugvélar, sem tókst. Þeir gáfu okkur upp stefnu, sem mönnum þótti harla ótrúleg. Hún var í austnorðaust- ur frá okkur. Þrátt fyrir að við væru ótrúaðir á stefnuna röltum við af stað áleiðis í svokallaðan Ólafshaus. Nokkur bratti var þarna, sem við fórum og gekk mönnum mis- jafnlega að fóta sig, en allt gekk þetta á endanum og eftir um þriggja klukkustunda ferð vor- um við komnir sunnan við Óiafshaus. Þar var ekkert að finna og ekki náðist samband við flugvélarnar. Ég ákvað því, að við skyldum halda niður af jökl- inum og reyna að ná sambandi við flokkinn, sem við áttum von á frá Slysavarnarfélaginu að sunnan. Við héldum niður af jöklinum og meðfram honum, en um kvöldið hittum við svo hinn hóp- inn, sem var mættur á staðinn, undir forystu Jóns Oddgeirs Jónssonar. Hjá þeim fengum við heita súpu, sem var velþegin eft- ir þessa löngu ferð. Það varð að samkomulagi með okkur, að hinn hópurinn skyldi reyna morguninn eftir, en við myndum hvíla okkur á meðan, og taka síðan við ef með þyrfti. Þeim varð ekki meira ágengt en okkur og snéru við á svipuðum slóðum vegna illvirðis. Svona gekk þetta svo í marga daga. Sömu sögu var ennfremur að segja af þeim, sem fóru upp á snjóbílum að vestanverðu. Loks þegar birti upp var það svo þyrla frá Varnarliðinu, sem fann flakið á allt öðrum stað, en menn höfðu talið og eitt lík þar hjá. Annað var allt á kafi undir snjó og ógerlegt að leita frekar," sagði Ragnar Þorsteinsson, fyrrverandi formaður björgun- arsveitarinnar Víkverja, að síð- ustu. „Reiknuðum alls ekki með að finna þessi ósköp“ sagði Reynir Ragnarsson, umdæmisstjóri SVFÍ í Vík „ÉG FÉKK boð frá einum gangnamanninum, að það hefði sézt brak úr flugvél, hjólastell og mótor á jökulbrúninni aust- an við Gvendarfell. Ég hafði þá þegar sambandi við Hannes Þ. Hafstein í Reykjavik og okkur kom saman um. að rétt væri að skoða aðstæður betur um morg- uninn,“ sagði Reynir Ragnars- son. umdæmisstjóri Slysavarn- arfélags íslands í Vík í Mýrdal, í samtali vjð Mhl.. en hann stjórnaði björgunarsveitar- mönnunum. sem fóru á jökulinn til að sækja lík Bandarikja- mannanna. ,Eg flaug yfir svæðið snemma um rnorguninn og var brakið þá mjóg greinilegt og mátti m.a. greina stafina NAVY. Þegar ég kom til Víkur aftur undirbjugg- um við okkur fyrir uppgöngu, fé- lagar úr björgunarsveitinni Víkverja og það verður að segj- ast eins og er, að við reiknuðum alls ekki með að finna þessi ósköp. Við ókum afréttarveg upp af Heiðardal og gengum síðan um klukkustundargang upp á jök- ulbrúnina í skriðjöklinum aust- an við Gvendarfell. Flak vélarinnar var á víð og dreif á jöklinum og ekki var um að ræða neina heila hluti, bara hrúgur. Þetta var mjög mulið niður og hangir mest saman á rörum og leiðslum og þess háttar. Lík mannanna voru dreifð á svæðinu ýmist í braki vélarinnar eða við það,“ sagði Reynir. Reynir Ragnarsson. Aðspurður um hvernig að- stæður hefðu verið til athafna, sagði Reynir, að þær hefðu verið góðar. Jökullinn hefði verið til- tölulega sléttur þar sem brakið var komið. Hins vegar hefði brattinn verið nokkur og hefðu menn þurft að vera á mann- broddum og bönd verið fest í fleiga til að menn hefðu ein- hverja tryggingu. — „Hins vegar var mun brattara rétt fyrir ofan staðinn og hefði verið mjög erf- itt að athafna sig þar. Það var síðan ákveðið að flytja lík mannanna fram á kambinn neðan við jökulsporðinn, þar sem þyrla Varnarliðsins lenti til að taka þau,“ sagði Reynir Ragn- arsson ennfremur. Svo hagar til, að Reynir fékk eldskírn sem björgunarsveitar- maður, í aðgerðunum þegar vélin fórst fyrir 28 árum síðan, þá 19 ára gamall, en faðir Reynis var þá formaður björgunarsveitar- innar Víkverja. — „Við vorum sendir af stað kvöldið sem vélar- innar var saknað. Þá var talið, að hún hefði farið fyrir norð- austan Kötlu. Þess vegna fórum við austur eftir inn undir Sand- fell upp af Álftaversafrétti. Flokkurinn gekk fram á nótt uppi á jöklinum, en þá gerði blindhríð og voru þá sett niður tjöld. Við létum fyrirberast í tjöldunum fram undir morgun, en þá hafði veðrið enn versnað. Það var eigi að síður ákveðið að halda eitthvað áfram, en þegar líða tók á daginn var ákveðið að fara niður aftur," sagði Reynir ennfremur. „Þetta var 17. desember, en frá þeim tíma framá aðfangadag var sleitulaust óveður. Að morgni aðfangadags birti loks upp og þá flaug þyrla frá Varn- arliðinu inn á jökulinn og fann þá hluta af flakinu og eitt lík,“ sagði Reynir. „Ég get líka bætt því við, að stuttu eftir að þetta skeði, þá dreymdi mig, að ég væri staddur uppi á jökli. Mér fannst ég vera að leita að flakinu. í draumnum kom ég inn í íshelli og þar fannst mér mennirnir allir sitja. Það skrítna er svo, að mér fannst þeir einmitt vera orðnir 40—50 ára garnlir," sagði Reynir Ragn- arsson, umdæmisstjóri Slysa- varnarfélgs íslands í Vík. Þessir persónulegu munir fundust í flakinu, m.a. má sjá neyðar- merkjabyssu. i.jóHmynd Mbi. ÖLK.M. „Fundum snjóbílana við illan leik“ sagði Haukur Hallgrímsson, sem var í þreifandi byl í 3 sólarhringa á Mýrdalsjökli „ÞAÐ VAR ákveðið strax um kvöldið, þegar ljóst var að vél- in hefði farið í jökulinn, að við færum austur nokkrir með Guðmundi Jónassyni og mynd- um fara á snjóhílnum hans inn á jökul.“ sagði Haukur Hall- grímsson. féíagi í Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík, i samtali við Mbl„ en hann dvaldi á Mýrdalsjökli i liðlega 3 sólarhringa i þreifandi byl, án þess að verða neins visari. „Annars var nestið, sem við fengum þegar við vorum að kanna veðurútlit hjá Jóni Ey- þórssyni, heldur svart. Hann sagði, að útlit væri fyrir mikið óveður, og það væri nokkuð víst, að við kæmum aldrei niður aft- ur, ef við færum upp. Við ókum síðan austur jökul- inn í humátt á eftir Brandi og félögum hans og fundum þá eft- ir nokkra hríð. Síðan var það eitt sinn, að við töldum okkur vera búna að finna flakið. Við fórum gangandi frá snjóbílun- um fjórir saman. Þá versnaði veðrið skyndilega til muna og við urðum að snúa aftur til bíl- anna, sem við fundum við illan leik. Þetta var því erindisleysa hjá okkur og við héldum niður sömu leið eftir liðlega þrjá sólar- hringa. Þetta slæma veður hélzt síðan alveg fram á Þorláks- messukvöld, þegar birti upp og á aðfangadagsmorgun fór þyrla frá Varnarliðinu upp og fann flakið og eitt lík hjá því. Annars höfum við í Flug- björgunarsveitinni gert út nokkra leiðangra í gegnum árin til að leita flaksins, en ekkert komið út úr því,“ sagði Haukur Hallgrímsson að síðustu. Ilaukur Hallgrimsson „Sá einhvern hlut á jöklinum fyrir viku, en menn voru vantrúaðir á að það væri vélin“ sagði Einar Jónsson frá Reyni, sem fyrstur sá flakið á laugardag „ÞETTA hafði í raun töluverð- an aðdraganda, þvi þegar við vorum í göngum fyrir viku, sá ég einhvern hlut á jöklinum, sem ég hélt að gæti verið úr flugvél, en samferðamenn mín- ir voru ekki trúaðir á það og við héldum aftur til byggða,“ sagði Einar Jónsson frá Reyni í Mýrdal, i samtali við Mbl„ en hann sá bandarisku vélina fyrstur manna. „Við athuguðum því málið nánar á laugardaginn, þegar við vorum að nýju á ferðinni. Þá sást þetta mjög greinilega og við gerðum Reyni Ragnarssyni, formanni 10. umdæmis Slysa- varnarfélagsins, viðvart, en gerðum ekkert frekar í málinu,“ sagði Einar Jónsson ennfremur. Aðspurður sagði Einar, að vélarbrotin hefðu verið vel sýni- leg með berum augum á laug- ardag, þegar hann var á ferð- inni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.