Morgunblaðið - 13.10.1981, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 13. OKTÓBER 1981
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö.
Prófkjör sjálfstæðis-
fólks í Reykjavík
Sjálfstæðisflokkurinn braut blað í íslenzkum stjórnmálum
þegar hann fyrstur íslenzkra stjórnmálaflokka tók upp
prófkjör við val frambjóðenda sinna til borgarstjórnar árið
1946. Prófkjörið var þá í tveimur umferðum, fyrst óbundið, en
síðan var valið á milli 48 flokksmanna, sem fengið höfðu flest
atkvæði í hinu óbundna kjöri. Fyrri umferðin var bundin við
flokksbundið fólk, sú síðari náði jafnframt til óflokksbundinna
stuðningsmanna. Þetta var djarfleg ákvörðun, eins og Geir Hall-
grímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemst að orði í Auð-
arbók Auðuns, en þar fjallar hann um þessar sögulegu borgar-
stjórnarkosningar.
Árið 1970 tekur Sjálfstæðisflokkurinn upp opið prófkjör,
svokallað, sem síðan hefur undantekningarlítið verið undanfari
bæði borgarstjórnar- og þingkosninga í höfuðborginni. Sjálf-
stæðisfólk býr því að langri reynslu prófkjörs, bæði bundins og
opins, og sú reynsla, sem fyrir liggur hefur eflaust ráðið afstöðu
mikils meirihluta meðlima í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, sem í fyrrakvöld samþykktu nýjar reglur um fram-
kvæmd prófkjörs í höfuðborginni.
Sérstök nefnd, sem starfað hafði á vegum stjórnar fulltrúa-
ráðsins, lagði fram tillögu að reglum um framkvæmd prófkjörs
vegna framboðs Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosn-
ingar í maí 1982. Tillagan gerði m.a. ráð fyrir því „að prófkjörið
sé eingöngu opið flokksbundnu sjálfstæðisfólki og stuðnings-
mönnum Sjálfstæðisflokksins", eins og komizt var að orði í
tillögunni. Þá var gert ráð fyrir því að prófkjörið væri bindandi,
ef þátttaka í því næmi þriðja hluta eða meira af fylgi flokksins
við síðustu borgarstjórnarkosningar, enda hafi viðkomendur
fengið, hver um sig, atkvæði á a.m.k. helmingi allra gildra
prófkjörsseðla.
Hinsvegar kom fram breytingartillaga, flutt af Jónasi Elías-
syni, prófessor, sem samþykkt var með miklum meirihluta at-
kvæða. Samþykktin gerir ráð fyrir því að þátttaka í prófkjörinu
skuli bundin við meðlimi sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, sem
búsettir eru í kjördæminu og hafa náð 16 ára aldri á prófkjör-
daginn, sem og aðra stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem
eiga kosningarétt í Reykjavík og undirritað hafa inntökubeiðni í
sjálfstæðisfélag.
Skiptar skoðanir vóru á fundinum um reynsluna af prófkjöri.
Jónas túlkaði tillögu sína sem miðlunartillögu milli þeirra, sem
vilja hafa opið prófkjör og hinna, sem andvígir eru prófkjöri.
Yfir 9000 manns eru flokksbundnir í sjálfstæðisfélögum í höfuð-
borginni, og gera má ráð fyrir að hinar nýju prófkjörsreglur
fjölgi flokksbundnu fólki nokkuð, svo það verður veruleg breidd
í þeirri fylkingu, sem getur haft áhrif á framboð flokksins til
borgarstjórnar. Gert er ráð fyrir því, að prófkjörið verði bind-
andi, ef þátttaka í því nemur þriðjungi eða meira af fjölda
flokksbundinna sjálfstæðismanna.
Ljóst er af því, sem fram kom á fundinum og síðar hefur
komið fram í blöðum, að ýmsir úr forystusveit Sjálfstæðis-
flokksins töldu ekki rétt að breyta prófkjörsreglum að þessu
sinni. Má þar nefna Davíð Oddsson, formann borgarstjórnar-
flokks sjálfstæðismanna, Guðmund H. Garðarsson, formann
fulltrúaráðsins í Reykjavík, Albert Guðmundsson, alþing-
ismann, o.fl. Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, flutti
frávísunartillögu við tillögu Jónasar Elíassonar. Engu að síður
var tillaga Jónasar samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða á fundinum. Af því er ekki hægt að draga aðra ályktun en
þá, að almennir flokksmenn telji að hið opna prófkjör sé komið
of langt út fyrir þann ramma, sem í upphafi var hugsaður — og
fengin reynsla af því í 10 ár kalli á breytingu. Fulltrúaráðið í
Reykjavík fer með ákvörðunarvald í þessum efnum og meiri-
hlutavilji þess liggur nú fyrir, hvað sem líður efasemdum ein-
stakra forystumanna um að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Og
varla getur nokkur forystumaður í stjórnmálum hundsað svo
augljósan vilja flokksmanna, sem þarna kom fram, hvort sem
mönnum finnst niðurstaðan skynsamleg eða ekki.
Þeir eru vafalaust margir, sem telja, að nauðsynlegt sé að
breyta reglum um prófkjör sjálfstæðismanna, þó þeir teldu ekki
rétta tímann til þess nú. Mikill meirihluti þeirra, sem sóttu
fulltrúaráðsfundinn, er bersýnilega annarrar skoðunar. Hvort
sem forystumönnum líkar betur eða verr, verða þeir nú að hlíta
vilja hins almenna flokksmanns.
Ivar Orgland
sextugnr í dag
Sumarið 1972 tók ég og fjöl-
skylda mín bifreið á leigu í
Danmörku og fórum við í
tveggja mánaða ferðalag með
endastöðvum í Róm og Osló.
Þegar við gerðum innreið okkar í
höfuðborg Noregs sagði ég við
fólk mitt: Ekki veit ég til þess, að
hér þekki ég nema einn mann,
Ivar Orgland, sem lengi var
sendikennari á íslandi. — En til
borgarinnar höfðum við komið
til stuttrar dvalar nokkrum
sinnum áður og stefndum nú í
tjaldstað á fallegri útsýnishæð.
Við sváfum svo af nóttina og
héldum að morgni inn í miðborg-
ina. Allt í einu er þessi fimm
manna hópur staddur fyrir dyr-
um mikils vöruhúss. Þar mætir
okkur stórvaxinn maður, bæði
að hæð og breidd — og ljómar
allur af fögnuði. Þetta var þá
þessi eini maður, sem ég þekkti í
borginni. Það munaði ekki miklu
að hann gæti tekið okkur öll í
fang sér í einu, svo mikill er
maður allur á velli og hjarta-
hlýjan geislar út frá honum.
Komið þið nú og blessuð og
sæl og velkomin til Noregs, sagði
Ivar Orgland. Þetta er undarleg
tilviljun. Ég var einmitt að
skrifa bréf til þín, Jón Minn.
Átti bara eftir að setja það í
póst. Æskuheimilið mitt er
hérna rétt hjá. Ef þið hafið tíma
væri ég mjög þakklátur, ef við
vilduð koma með mér.
Síðan þetta gerðist hef ég og
mitt fólk jafnan átt athvarf sem
gestur Ivars Orglands og fjöl-
skyldu hans í hjarta Noregs og
Oslóborgar. Hann er fæddur og
uppalinn í einu af gömlu hverf-
um borgarinnar, skammt frá
sjálfri konungshöllinni. Hann er
kominn af grónum borgaraætt-
um, bænda, athafnamanna og
þjóðskörunga í báðar ættir.
Æskuheimili hans með ráð-
herrahúsgögnum og ættarmynd-
um stendur enn með fornum um-
merkjum. Stærsta dagblað Nor-
egs hefur að vísu lagt undir sig
hluta hússins, en heila hæð not-
ar Orgland og fólk hans sem að-
setur í höfuðborginni og þar
geymir hann hluta af bókasafni
sínu. Þar hef ég oft gist. Þetta er
gróið heimili sögu og menningar.
Skömmu fyrir jólin 1972 kom
út úrval ljóða minna í Noregi
með miklum formála, bókin ekk-
ert smásmíði. Ekki get ég stillt
mig um að geta þess, að um bók-
ina var mikið skrifað í blöð í
Noregi og meira lof á okkur bor-
ið en við félagar eigum kannski
skilið, en það hef ég síðan fyrir
satt að Ivar Orgland sé afburða
ljóðaþýðandi.
Ekki er ég rétti maðurinn til
þess að rekja mennta- og starfs-
feril Ivars vinar míns. Ég veit að
hann lauk stúdentsprófi ungur
frá menntaskóla í Osló. Jöfnum
höndum lagði bann stund á
sönglist og tónlist, því hann
hafði og hefur mikla söngrödd.
Hann stefndi í fyrstu að því, að
verða óperusöngvari. Enn kemur
það fyrir, að hann bregður sér í
söngvarahlutverkið t.d. á ské'a-
skemmtunum þar sem hann
kennir. Ég var eitt sinn boðinn á
slíka skemmtun. Orgland hafði á
skólaárum sínum samið skop-
stælingu á óperettu og lék og
söng nú aðalhlutverkið með
mestu prýði við mikil fagnaðar-
læti.
En það var íslandsför, rétt
eftir stríðið, sem breytti öllum
framtíðaráætlunum og lífs-
stefnu Ivars Orglands. Skömmu
síðar var hann sestur hér við
fótskör Sigurðar Nordal í Há-
skóla íslands. Hér nam hann ísl.
fræði og lagði stund á íslenskar
bókmenntir að fornu og nýju, að
ógleymdri málfræði. Þegar hann
hafði lokið háskólaprófi hlaut
hann hér stöðu sem sendikenn-
ari Noregs, og var hér búsettur,
ásamt konu og börnum í tíu ár.
Þegar hann fór héðan gerðist
hann sendikennari í Svíþjóð og
fyrirlesari á bókmennta- og
norrænunámskeiðum á öðrum
Norðurlöndum. Auðvitað hefur
hann allstaðar verið boðberi
norskrar menningar, en engan
mann þekki ég sem er sannnor-
rænni en hann, né meiri að-
dáandi alls sem íslenskt er. Ég
held jafnvel að honum þyki tölu-
vert til þjóðargalla okkar koma,
að maður nú ekki tali um að
hann kunni að meta það, sem
gott og merkilegt má í okkar fari
finna.
Ég hef verið gestur Orglands í
kennslustundum hans í norskum
kennaraskóla og háskóla. í bæði
skiptin voru tveir samfelldir
tímar, fór sá fyrri í venjulegt
nám, en hinn seinni notaði hann
til að kynna ísl. bókmenntir og
svaraði ég spurningum nem-
enda. Það var sannarlega áhuga-
samt fólk, og það fór ekki fram
hjá mér að hér var afburðakenn-
ari.
I Noregi er Ivar Orgland
kunnur fyrir frumsamin ljóð sín.
Hann yrkir á nýnorsku og hefur
gefið út á annan tug frumsam-
inna bóka, mun úrval ljóða hans
koma út nú í haust. Hann er
mikill myndasmiður atvika og
náttúrulýsinga, og einmitt fyrir
heimbyggðarljóð hlaut hann ný-
lega opinbera viðurkenningu. En
kannski hefur enn meira orð far-
ið af Orgland í Noregi og víðar
um Norðurlönd vegna ljóðaþýð-
inga hans frá íslandi. Hann hef-
ur gefið út ljóðasöfn, og þau ekk-
ert smásmíði sum, eftir flest
helstu nútimaskáld okkar: Dav-
íð, Stefán, Tómas, Jóhannes,
Stein, Snorra, J.Ú.V., tvo Hann-
esa, Matthías, tvö ljóðasöfn frá
fornöld til síðustu aldamóta,
sýnisbók ísl. nútímaljóða allt til
yngstu skálda, síðast skrautút-
gáfur Draumkvæðisins og sól-
arljóða, kennslubækur í ís-
lensku, doktorsritgerð um Stef-
án frá Hvítadal og þýðingu á
einni af bókum Þorbergs. Alltaf
síræðandi um Island og sýnandi
myndir um öll Norðurlönd. Auk
þessa hefur Orgland sýnt áhuga
og þýtt skáldskap frá Gotlandi
og Færeyjum. Nei hér hætti ég
upptalningunni, hann er einn
þeirra manna, sem hefur verið
sílesandi alla sína ævi og virðist
engu gleyma, sem hann hefur
lesið. Áhugasvið hans nær til
alls nema stjórnmála. Um þau
efni talar hann aldrei.
Orgland er giftur glæsilegri og
yndislegri konu og býr við mikið
barnalán. Sé hann ætíð blessað-
ur og hans fólk allt.
Jón úr Vör
„Flokkun síldariimar virðist haía
verið vitlaus undanfarin ár“
- segir Ingólfur
„ÞAÐ hefur nú komið í ljós,
að svo virðist sem stærðar-
flokkunin á síldinni hafi ver-
ið röng á einhvern hátt und-
anfarin ár og tölur um
flokkunina rangar, þannig
að þetta hefur bitnað á sjó-
mönnum og útvegsmönn-
um,“ sagði Ingólfur S. Ing-
ólfsson í samtali við Morgun-
hlaðið eftir fund fulltrúa sjó-
manna og útvegsmanna með
sjávarútsvegsráðherra í
gærmorgun. Á fundinum
var fjallað um, hvernig leysa
bæri þann hnút og það verk-
fall sem síldarsjómenn eru í
vegna síldarverðsákvörðun-
arinnar.
„Það er nú verið að útvega
nákvæmar tölur um síldar-
flokkunina undanfarin ár
fyrir okkur, og ef það kemur í
ljós sem við höldum, hlýtur
hér að verða breyting á. Ánn-
ars kom lítið markvert fram
Ingólfsson
á fundinum með sjávar-
útvegsráðherra, nema hvað
ráðherra tók skýrt fram, að
hann myndi ekki ógilda það
síldarverð sem ákveðið var
eða fá því breytt með lögum.
Annars höfum við verið boð-
aðir til fundar með sjávar-
útsvegsráðherra á ný kl. 9 í
fyrramálið," sagði Ingólfur.
Síldarbátar hafa nú ekkert
verið að veiðum síðan á föstu-
dag, er sjómenn á þeim sam-
þykktu að hætta síldveiðum,
nema leiðrétting fengist á
síldarverðinu, og þeir bátar
sem voru á veiðum við Ing-
ólfshöfða er verkfallið var
ákveðið, hafa nú hætt veið-
um.
Sjómenn og útgerðarmenn
hafa haldið því fram að
reglugerð um fersksíldarmat
sem gefin var út í sumar,
þjóni engum tilgangi nema
þeim, að veikja kjör sjó-
manna, og í viðræðunum nú
við sjávarútvegsráðherra er
lögð mikil áherzla á að þessi
reglugerð verði afnumin.
Kristján Ragnarsson, for-
maður Landssambands ísl.
útvegsmanna, sagði í gær, að
í reglugerðinni væri gert ráð
fyrir að hausskemmd færi í
gúanó, sem væri öldungis
óþarfi. Þegar síldin er hand-
söltuð er hún fyrst haus-
skorin og slógdregin og þar
skiptir skemmd á haus því
ekki máli.
Hinsvegar er ekki hægt að
nota hausskemmda síld ef
hún er vélsöltuð, en þá er
skemmda síldin tekin af færi-
böndunum og síðan haus-
skorin og handsöltuð. Enn-
fremur er ekki hægt að nota
hausskemmda síld í frystingu
til útflutnings, en að sögn
Kristjáns, þá er ekkert auð-
veldara en að taka haus-
skemmdu síldina úr og frysta
hana síðan til beitu.