Morgunblaðið - 13.10.1981, Síða 33

Morgunblaðið - 13.10.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR-1& OKTÓBER 1981 33 AÐSTAÐA BUNAÐARBANKINN Austurstræti BÚNAÐARBANKINN Hlemmi POKAhdrnw Athyglisverðir slagverks- tónleikar á Kjarvalsstöðum Roser Carlsson og Áskell Másson. Tuttugu og fjögurra ára gam- all Svíi, Roger Carlsson sem þekktur er í heimalandi sínu fyrir meistaralega kunnáttu sína á ásláttarhljóðfæri, mun gefa Reykvíkingum kost á að hlýða á snilld sína. Er þetta líklega eina tækifærið, sem gefst til að hlusta á Roger, því ekki er ætlun hans að dvelja lengi hér á landi. Er því um að gera að láta ekki þetta eina tækifæri úr greipum ganga. Á tónleikunum annað kvöld verður lögð áhersla á að sýna fram á hversu mörg og skemmti- leg hljóð er hægt að fá úr áslátt- arhljóðfærum. I þeim tilgangi hefur Roger Carlsson flutt með sér til landsins hin undarlegustu slagverk og sum hver hafa aldrei sést hér á landi áður. Þar má til dæmis nefna slagverk eitt sem kallað er, Konsert Grand Mar- imba, og er á stærð við góðan flygil. Miramba er víst upprunn- ið úr Afríku og fluttist með þrælum á sinni tíð til nýja heimsins. Upp úr aldamótum síðustu fara síðan Evrópubúar að kynnast þessu undratæki. Ekki er vafamál að marga mun fýsa að heyra þá hljóma sem hægt er að kalla úr miram- menn eru að bauka með eina tvær trommur og þykjast góðir. Auk marimba-slagverksins og roto-tom trommanna munu alls lags önnur slagverk hljóma að Kjarvalsstöðum, eins og gong skildir og tam tam. Roger Carlsson er sem áður sagði, aðeins tuttugu og fjögurra ára en á að baki sér strangt nám. Fyrst var hann í tónlistarskólum í Borás og Gautaborg í Svíþjóð en hélt síðan til Lundúna til frekara náms við Royal Aca- demy of Music og National Centre for Orchestral Studies. Meðal kennara hans voru margir af helstu slagverksmönnum Breta, meðal annars James Bla- des og Nicholas Cole svo ein- hverjir séu nefndir. Roger hefur einnig verið í einkatímum hjá bestu slagverksleikurum Dana. Á tónleikunum er ætlunin að flytja sex verk og er helmingur þeirra frumfluttur núna. Fjögur verkanna eru eftir einn færasta slagverksmann okkar íslend- inga, Áskel Másson, en hin tvö eftir sænsk tónskáld, þá Sture Olsson og Zoltán Gaál sem reyndar er fæddur í Ungverja- landi en hefur verið búsettur í Svíþjóð í fjölda ára. Það verður forvitnilegt að Á MORGUN, miðvikudag- inn 14. október, klukkan hálf níu verða skemmtileg- ir og sérstakir tónleikar að Kjarvalsstöðum á Miklatúni. ans í Reykjavík undir stjórn Marteins Hunger Friðrikssonar. Kórinn mun verða með í verkinu Sýn, eftir Áskel sem er samið fyrir 32 kvenraddir og slagverks- einleikara. Það er víst að tónleikarnir munu verða hinir athyglisverð- ustu og eflaust skeiða allir áhugamenn um sérstæða hljóm- list upp á Miklatún annað kvöld, þetta er nokkuð sem engin tón- eyru mega missa af. - IIV. Roger C-arlsson spilar á roto-tom trommur. Gong í baksýn. Ljósm.: Ilj. GuÓnason. ba, eða þá hvað roto-tom tromm- ur fá áorkað. Roger Carlsson kom með eitt heilt sett af þess- um trommum, þær eru þrettán alls og spanna heila áttund. Hér á landi hefur bað aldrei gerst áð- ur að spilað væri á heilt sett, heyra frumflutt verk Áskels, Sónötu fyrir marimba og stemmd ásláttarhljóðfæri (gongs). Þessi sónata er sérstakl- ega samin fyrir Roger Carlsson, en þeir, Áskell og Roger, kynnt- ust fyrir tveimur árum þegar verk Áskels, Bláa ljósið, var frumflutt í Stokkhólmi. Auk Rogers taka þátt í tón- leikunum annað kvöld, þau Manuela Wiesler, Jósef Magn- ússon, Reynir - Sigurðsson og meðlimir úr kór Tónlistarskól- EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Af hverju Ji JUNCKERS parket ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.