Morgunblaðið - 13.10.1981, Page 38

Morgunblaðið - 13.10.1981, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981 t Eiginmaöur minn, SÍMON BJARNASON, Austurbrún 6, andaðist í Landspítalanum 11. október. Margrét Jónsdóttir. Í Faðir okkar og fósturfaðir, KRISTINN JÓNSSON frá Brekku, Grindavík, lést aö Hrafnistu, sunnudaginn 11. október. Hildur Kristinsdóttir, Sigriöur Kristinsdóttir, Guömundur Kristjánsson. Systir okkar, TÓMASÍNA SKÚLADÓTTIR, andaöist aö Elliheimilinu Grund, laugardaginn 10. október. Fyrir hönd vandamanna, Svava Skúladóttir, Dómhildur Skúladóttir. + SÖLVI KRISTJÁN SIGURGEIRSSON andaóist aö elliheimilinu Grund, 11. október. Vandamenn. Minning: Valdemar Ólafur Kristjánsson Fæddur 27. september 1888. Dáinn 4. október 1981. 4. þessa mánaðar lést í Reykja- vík Valdemar Kristjánsson fyrr- verandi umsjónarmaður félags- heimlis Vals, 93 ára að aldri. Árið 1940 eða skömmu eftir að Valsmenn festu kaup á Hlíðar- enda með það að markmiði að byKgja þar íþrótta- og félagsheim- ili, fluttist Valdemar og fjölskylda að Hlíðarenda. í rúm 20 ár starf- aði Valdemar fyrir Val, gætti eigna félagsins og sá um rekstur félagsheimilis. Þeir Valsmenn eldri og yngri skipta þúsundum sem á þessum tveimur áratugum höfðu kynni af og nutu aðstoðar „Valda í Val“ eins og hann var í daglegu tali nefndur meðal félags- manna. Hlíðarendi var miðstöð okkar strákanna í Hlíðunum og frá því snemma að vori og til hausts voru þeir ekki ófáir strákarnir sem „ólust þar upp“. Sá sem þessar lín- ur ritar minnist þess þegar hann bankaði upp á hjá Valda með fyrsta fótboltann undir hendinni og bað um að fá hann pumpaðan og reimaðan. Nokkrum dögum seinna var aftur barið að dyrum og þá til að fá aöstoð við að „negla takka" á fótboltaskóna. Að for- eldrum okkar og nánustu ættingj- um frátöldum var Valdi sá maður sem við margir hverjir áttum mest saman við að sælda. Fáir hafa lýst betur starfi Valdemars og Helgu konu hans að Hlíðarenda en Grímar heitinn Jónsson, sem lengi var formaður húsnefndar Vals. Hann skrifaði nokkur kveðjuorð í Valsblaðið 1961 er Valdemar lét af störfum: „Það er barið að dyrum, er Valdi heima? Sá sem spyr, er lítill drengur, venjulega vel rykugur og í flestum tilfellum í allt of stórum knattspyrnuskóm og illa reimuð- um. Hann er með húfu í hendinni og andlitið löðursveitt, og taumar frá hárlokkum, sem ná mislangt niður á andlitið. Undir hinni hendinni er fótknöttur, oft illa farinn. — Viltu pumpa boltann fyrir mig, er sagt, í innilegum og til- gerðarlausum bænarróm. Hver getur neitað slíkri beiðni,, ekki Valdi. Pumpa er sótt og reimari og málið afgreitt. Það er þakkað af báðum jafnt, og síðan kvatt, en eftir verður eitthvað sem aldrei fyrnist. Aftur er barið að dyrum, einn til þrír, já, stundum fleiri, eru fyrir utan. Er Helga heima? Viltu gefa okkur kalt vatn að drekka? Það er veitt og þegið eins og þeir einir geta, sem hafa það hjartalag, + Móðir okkar og tengdamóöir, ÞORVALDÍNA ELÍN ÞORLEIFSDÓTTIR frá Miðhúsum, andaöist í Borgarsjúkrahúsinu 10. október. Kristín Salómonsdóttir, Hallgrímur Pétursson, Bragi Salómonsson, Pálína Pálsdóttir. + Hjartkær eiginmaöur minn, faðir minn og sonur okkar, ÓLAFUR KRISTJAN ÓLAFSSON, Langholtsvegí 93, lést af slysförum aöfaranótt 10. október. Snjólaug G. Sturludóttir, Eiríkur Sturla Ólafsson, Sigríöur Guðmundsdóttir, Ólafur Helgason. Lokað í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar JÓRUNNAR GUÐRÚNAR GUÐNADÓTTUR. Gasol Bolholti 6. Lokað í dag vegna jaröarfarar JÓRUNNAR GUÐRÚNAR GUÐNADÓTTUR. Guöni Jónsson og co, Bolholtí 6. Lokað eftir hádegi í dag vegna jaröarfarar SIGHVATS DAVÍÐSSONAR. Vélar og þjónusta hf., Reykjavík. + Utför LÁRU SIGURÐARDÓTTUR, fyrrverandi matráðskonu Kleppsspítalans, fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 14. þ.m. kl. 3. Sigurður Guömundsson, Sigrún Jóhannsdóttir, Halldór Jóhannsson. + Kveðjuathöfn um SÉRA BJÖRN BJÖRNSSON, fyrrverandi prófast, fer fram í Dómkirkjunni, miövikudaginn 14. október kl. 13.30. Jarðsett veröur aö Hólum i Hjaltadal. Emma Hansen og börn. + Eiginmaður minn, SIGURBJÖRN ÞORKELSSON, Fjölnisvegi 2, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 14. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hallgrímskirkju og byggingarsjóó KFUM og K. F.h. fjölskyldunnar, Unnur Haraldsdóttir. Faöir okkar og tengdafaðir, ÞORBERGUR ÓLAFSSON, rakarameistari, sem lést 9. október, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, fimmtu- daginn 15. október kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Stefanía Þorbergsdóttír, Siguröur Sigurösson, Sigrföur Þorbérgsdóttir, Aóalsteinn Jósefsson, Hafsteinn Þorbergsson, Ingibjörg Kristinsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og virfarhug viö andlát og útför tengdamóöur, ömmu og langömmu okkar, ÖNNU KRISTÍNAR DANÍELSDÓTTUR, Suöurgötu 14, Keflavík. María Kjartansdóttír, Anna Aradóttir, Halldór Marteinsson, Siguröur Arason, Ágústína Albertsdóttir, Þorgeröur Aradóttir, Örn Bergsteinsson, Daníel Arason, Ingibjörg Óskarsdóttir og barnabarnabörn. sem einkenna móður og börn. Það er vor og loftið ómar, — bra, bra, bra — ekki síður á síðkvöldum en um nætur og daga og þess er gætt að til sé útbleytt brauð eða annað góðgæti, dag og nótt, því Helga og Valdi unna öllum vorgróðri. Ekki skulu þeir heldur svelta eða kala, sem á vetri og í vorhretum þurfa að heyja baráttu fyrir tilveru sinni. Oft hef ég séð gleðibros þessara góðu hjóna, en sjaldan hjartanlegra og einlægara en þeg- ar þau sögðu mér að þau hefðu séð saman að snæðingi fyrir utan gluggann sinn önd og snjótittling! Þetta eru fáar smámyndir lið- inna ára frá Hlíðarenda. Við í Val höfum verið svo lánsamir síðast- liðin 20 ár að njóta starfskrafta þessara ágætu hjóna. Félagslíf okkar hefur á svo margan hátt fléttast saman við líf þeirra, sér- staklega síðustu 15 árin, eða síðan félagsheimilið tók til starfa. Til þeirra hefur verið leitað hvernig sem á stóð, og erindin margvísleg og alltaf þótti sjálf- sagt, að þau vissu eða gætu leyst vandann hverju sinni." Það var oft þröngt í félagsheim- ilinu á þessum árum, þegar böð og búningsaðstaða voru þar eða áður en íþróttahúsið var tekið í notkun. Þar var Valdi kóngur í ríki sínu og orð hans voru lög. Valdemar og Helga voru samhent um að láta umsjónar-og eftirlitsstörfin að Hlíðarenda mótast af hinum sanna og góða félagsanda. Helga annaðist um allar veitingar á samkomum og fundum að Hlíðar- enda og gerði það með myndar- brag. Þá var það og algengt að erlendir og innlendir íþróttahópar fengju inni að Hlíðarenda til lengri eða skemmri dvalar. Nutu þar allir gestrisni og vinsemdar Valdemars og Helgu. Nú að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Vals flytja Valdemar inni- legustu þakkir fyrir mikið, og fórnfúst starf í þágu Vals. Ég votta Helgu og sonum þeirra Kristjáni Grétari og Sigurbirni og fjölskyldum þeirra samúð og bið þeim blessunar. Knattspyrnufélagið Valur, Pétur Sveinbjarnarson. Okkur langar að minnast afa okkar með nokkrum orðum. Það er svolítið erfitt að trúa því að við eigum aldrei eftir að njóta fleiri samverustunda með honum, hann sem alltaf var svo hress og kátur þegar við komum í heimsókn. Oft spilaði hann við okkur eða tefldi, sagði okkur sögur af sínum upp- vaxtarárum í Þingvallasveit og þá fylgdi hugur máli. Hann hafði svo gaman af að fræða okkur um gamla tímann. Svona var afi. Manni leið alltaf svo vel í návist við hann. Við minnumst líka allra heimsóknanna á heimili afa og ömmu með hlýju og þökk. Við systkinin erum innilega þakklát fyrir allar þær samveru- stundir sem við áttum með afa, og minningarnar um hann munu allt- af lifa í hugum okkar. Við biðjum góðan Guð að styrkja ömmu okkar sem hefur misst góðan eiginmann og félaga. Mar«s er art minnast. marKt pr hér art þakka. (iurti só loí fyrir lirtna tíA. Ragnheiður, Valdemar, Helga og Ragnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.