Morgunblaðið - 13.10.1981, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.10.1981, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981 ?eiia er e-kki egg 09 rísta\ nou!b, loeldur ecjq eoö. nstað brtxujh" ... að hugsa ekki alltaf uw sjálfan sig. TM Reg U S Píl Off —a« rlghts reserved e 1981 Los Angeles Times Syndlcate Með morgunkaffinu \ / Ég sa«ði þór að myndin væri Þú áttir að mála akbrautar- rkki við hæfi harna! skiptinKuna. bjáni! HÖGNI HREKKVÍSI Osta- og smjörsalan: Útilokað að umbúðirnar hafi víxlazt Sævar Majfnússon skrifar 9. okt. vegna fyrirspurnar Margrétar Sighvatsdóttur í Velvakanda sama dag: „Mysuostur hefur verið unninn hér í mjólkursamlögunum að stað- aldri frá því um 1950 en síðustu árin hefur mjúkur, smyrjanlegur mysuostur fengizt í tveimur teg- undum. Önnur er framleidd á Ak- ureyri og kallast „mysingur", en hin á Húsavík, og gengur undir heitinu „mjúkur mysuostur". Nokkur mismunur er á tegundun- um, þótt þær séu í eðli sínu svip- aðar, og báðar eru seldar í 250 g plastdósum. Mysuostur er unninn með því að eima ostmysu. Mysan er soðin við eðlilegan þrýsting þar til hún þykknar, bætt í hana ýmsum mjólkurefnum og þykknið síðan hrært i mjúkan massa. Þetta er hin gamla, sígilda vinnsluaðferð, sem enn er notuð hérlendis, en nýtískulegri aðferðir, með suðu við lágþrýsting, hafa rutt sér til rúms erlendis, einkum í Noregi, þar sem markaðurinn er stór og leyfir verulega fjárfestingu í vinnslunni. Suða mysunnar veldur því að ostefnin verða brúnleit, en með þeim vinnsluaðferðum, sem hér er kostur að beita, er erfitt að stjórna hituninni nákvæmlega. Því veldur m.a. að sýrustig mys- unnar á vinnslustigi getur verið lítið eitt mismunandi, sömuleiðis þurrefnismagn hennar og hitun- arhraðinn.- Útilokað er að umbúðirnar fyrir umræddar tvær tegundir mysu- osts hafi víxlazt. Hins vegar getur önnur tegundin á tímabili hafa verið eitthvað ljósari en oft áður og hin tegundin sömuleiðis ívið dekkri en venjulega, og má ætla að ofangreindur neytandi hafi orðið var við þess háttar litarsveiflur, sem framleiðendur vörunnar þó kappkosta að hafa sem minnstar." Eru vandamál frystihúsanna einungis ríkisstjórninni að kenna? „Frjálshyggjumaður í Gauta- borg“ skrifar: „Kæri Velvakandi. Af fréttum Morgunblaðsins að dæma síðastliðnar vikur, þá eru bara hrekkjusvín í þessari ríkis- stjórn. Ef svo er, að þeir stefna markvisst að því að hindra frysti- húsin í því að selja sínar afurðir, þá er það auðvitað góð skýring á þeirra vandamálum. Það er aug- ljóst mál að það skiptir engu máli, þó að frystihúsin reyni að auka framleiðnina, ef þau geta svo ekki selt afurðirnar. En ættu þá ekki vandamáiin að vera jöfn hjá öllum fyrirtækjum, ef enginn getur selt? Við getum valið hvora leiðina sem er Er kannski skýringuna á vanda- málunum einnig að finna annars staðar? Gæti hún verið sú, að menn hafa hreinlega lokað augun- um fyrir þeirri hugsun, að það þurfi að „stokka upp“ í þessari undirstöðuatvinnugrein okkar ís- lendinga? Að það þurfi kannski að leggja niður nokkur frystihús og sameina önnur til þess að ná framleiðslukostnaðinum niður á viðráðanlegt plan, þar sem ekki fæst nægilega mikið fyrir afurð- irnar miðað við núverandi kostn- að? Það er eflaust lausn sem mundi svíða á einstökum stöðum. Eigum við kannski að fara gömlu leiðina og fella gengið í hvert sinn sem vandamálin steðja að? Við getum valið hvora leiðina sem er, en munurinn er sá að önnur lausn- in gæti verið lausn til langs tíma, meðan það er öruggt að sú seinni er aðeins til skamms tíma. Verða ekki frystihúsin að aðlaga sig þeim breytingum sem verða í um- hverfinu eða ætla forráðamenn þessara fyrirtækja endalaust að reyna að stjórna umhverfinu (en- vironmental management)? Það þarf að gera aðrar ráðstafanir Sem einlægur stuðningsmaður frjálshyggju tel ég það farsælast, að frystihúsin reyni að leysa sín vandamál sjálf, því að þegar ríkið fer með sínar krumlur í þessi mál, þá er hættan sú að það nái um leið kverkataki á þessum iðnaði og sleppi því ekki. Það mun væntan- lega öllum vera ljóst, að ekki er hægt að fella gengið endalaust til að bjarga útflutningnum, það þarf að gera aðrar ráðstafanir. Þess vegna skil ég ekki að Morgunblað- ið sé málsvari þeirra sem krefja ríkið um aðstoð um leið og á móti blæs, því það getur aldrei leitt neitt gott af sér.“ „P.s. Gætir þú einnig komið því á framfæri við Ríkisútvarpið, að við hér í Gautaborg heyrum fréttaútsendingarnar á kvöldin mjög vel og hefur það breytzt mik- ið til batnaðar síðan byrjað var að senda út á nýju rásinni. Núna get- um við fylgst mjög vel með því sem er að ske heima á Fróni. Með- al annars heyrði ég núna í kvöld, að skipastóll landsmanna er alltof stór og að sala á fiskafurðum eigi eftir að dragast sarnan." Hvet sjónvarpið til að breyta þessu Ragnheiður Valgarðsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. A sunnudögum er hinn ágæti þáttur í sjónvarpinu, „Sjónvarp næstu viku“. En þetta er rang- nefni á þættinum. Eða byrjar vik- an ekki á sunnudegi? Ég vil hvetja sjónvarpið til að breyta þessu og nefna þáttinn „Sjónvarp í vik- unni“ eða eitthvað á þá leið. Með þökk fyrir birtinguna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.