Morgunblaðið - 13.10.1981, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
TUf U fnt U ll
Gætum átt úrvalsgræn-
meti árið um kring
„Á Vestfjörðum var þetta þannÍK,“ seifir bréfritari, „að ef kartöflur
frá haustinu urðu eftir í görðunum og fengu að þiðna niðri í moldinni,
þá voru þær hvítar og fallegar að vori, þegar garðarnir voru stungnir
upp“
3234-3996 skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til að leggja orð í
belg í sambandi við meðferð á
grænmeti hjá okkur Islendingum.
Eg tel að við séum vanþróuð á
þessu sviði og varan eyðileggist
hjá okkur í miklum mæli, ein-
göngu vegna vankunnáttu.
Við frystum ekki grænmeti
meðan það er nýtt og ferskt, held-
ur er því hrúgað upp, t.d. blómkáli,
sm er afarviðkvæmt, svo og tóm-
ötum. Réttast væri auðvitað að
selja þessa vöru strax og uppskera
fæst, á því verði sem fæst fyrir
hana á hverjum tíma, í stað þess
að henda stórum förmum á hauga
eða í ár. En fólk verður þá að sjá
sér fært að kaupa hana, áður en
hún er orðin að óæti.
Það er hægt að hraðfrysta
grænmeti og það gera útlendingar.
Um daginn var verið að tala um að
Rússar væru skammt á veg komn-
ir í þessum málum, þeir frysta
ekki grænmetið sitt og þess vegna
yrði þeim minna úr. Yrðu þeir því
annaðhvort að vera án þessara
vara eða flytja þær inn. En hvað
gerum við ekki? Við flytjum inn
útlent grænmeti á sama tíma og
við látum besta grænmeti í heimi
fara til spillis hér heima, bara
fyrir vankunnáttu. Og svo eru það
kartöflurnar. Á Vestfjörðum var
þetta þannig að ef kartöflur frá
haustinu urðu eftir í görðunum og
fengu að þiðna niðri í moldinni, þá
væru þær hvítar og fallegar að
vori, þegar garðarnir voru stungn-
ir upp. Norðlendingar, sem nú eru
í vanda staddir með kartöflurnar
sínar, ættu ekki að hreyfa við upp-
skerunni, sem fór undir snjó, fyrr
en þiðnar i vor.
Við eigum mikið af hólum hér á
landi. Bestu fáanlegu kartöflu-
geymslur eru einmitt jarðhýsi sem
hægt er að gera í slíkum hólum án
verulegs tilkostnaðar. Þar helst
hitinn í kringum 1°C og kartöfl-
urnar geymast sem nýjar. Það er
ekkert spursmál að við gætum átt
hér úrvals innlent grænmeti árið
um kring ef vel væri að verki stað-
ið í þessum málum."
Þessir hringdu . . .
Ef ég tala ...
Unnur Jörundsdóttir miðill
hringdi og færði okkur fyrri
partinn sem við lýstum eftir í
laugardagsblaðinu. — Þetta er
gamall húsgangur sem ég lærði í
Biskupstungum, en um höfund-
inn veit ég ekki:
Ef ég tala orð við mann,
eykur kala í hyggju rann.
Og seinni partur:
Ef ég þegi eina stund,
allir sveia minni lund.
Ætti að vera
létt verk
Sonja hringdi og hafði eftir-
farandi að segja: — Mig langar
til að taka undir þær raddir sem
hvatt hafa til þess að almenn
fjársöfnun verði hafin til að
unnt verði að kaupa „Lífshlaup"
Kjarvals. Þarna er ekki um stór-
ar upphæðir að ræða fyrir sam-
taka borgarbúa. Ég minni á, að
árið 1971 fór fram fjársöfnun
meðal landsmanna til kaupa á
geirfuglinum sem bóðinn var
upp í Lundúnum. Uppboðsverð
hans var á sínum tíma 14 millj-
ónir gamalla króna, hvað sem
það er á núvirði. Þá söfnuðust 3
eða 4 milljónir gkr. (íbúðarverð
á þeim tíma) á tveimur dögum,
og það gerði kleift að kaupa
gripinn. Að mínum dómi er
miklu meira í húfi nú. Eru ekki
allir sammála mér um það?
Skólarnir leggi
sitt af mörkum
Lesandi hringdi og hafði eftir-
farandi að segja: — Mér datt í
hug að rétt væri að gefa ungu
fólki kost á að hafa frumkvæði
um að safna fyrir Kjarvals-
verkinu, sem borginni stóð til
boða að kaupa fyrir skemmstu.
Kennarasamtökin ættu að taka
sig saman um að hvetja meðlimi
sína til að segja unga fólkinu frá
listamanninum, verkum hans og
lífshlaupi, ekki síst þeirri að-
stöðu sem honum var búin að
löndum hans og samborgurum,
stundum af svo skornum
skammti, að hann átti hvorki
fyrir striga né litum. Ég er
sannfærð um, að verði skilning-
ur skólafólksins vakinn og
glæddur á þessum stórbrotna
listamanni og lífsverki hans, þá
er ekki að efast um að það leggur
á sig það sem til þarf.
UPPLÝSINGAR
OG AÐSTOÐ
Carnegie
námskeiðið
í ræöumennsku og mannlegum samskipt-
um er aö hefjast.
Námskeiöiö mun hjálpa þér aö:
Öölast HUGREKKI og meira SJÁLFS-
TRAUST.
Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og staö-
reyndir.
Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri
sannfæringarkrafti í samræöum og á fund-
um.
Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐ-
INGU og VIÐURKENNINGU.
Taliö er aö 85% af VELGENGNI þinni sé
komin undir því, hvernig þér tekst aö um-
gangast aöra.
Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á
vinnustaö.
Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr
kvíöa.
Veröa hæfari að taka viö meiri ÁBYRGÐ
án óþarfa spennu og kvíöa.
Okkar ráölegging er því: Taktu þátt í Dale
Carnegie námskeiöinu.
FJÁRFESTING I MENNTUN GEFUR ÞÉR
ARÐ ÆVILANGT.
Innritun og upplýsingar í dag og næstu
daga í síma
08 82411
[T E«nkaleyfi «i Islantí.'
u.4i/ /i.\t(,/tSTJÓRNUNARSKÓLINN
N ÓíSA'f./í)/.\ Konráð Adolphsson