Morgunblaðið - 13.10.1981, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1981
Þúsundasti bíllinn
LióKmynd Mbl. Emilla.
Hjónin Sigríður Bjórnsdóttir ok Ragnar Maxnú.sson keyptu á mánudaKÍnn 1000. bílinn sem Hekla
afgreiðir á þessu ári. bað er Mitsubishi Lancer en á myndinni eru ásamt hjónunum og sonum þeirra,
Arna og Magnúsi, Sverrir Sigfússon framkvæmdastjóri bifreiðadeildar Heklu og Stefán Sandholt
sölustjóri.
Ogri kominn heim eftir
breytingar í Póllandi
SKUTTOGARINN Ögri, sem verið hefur í breytingum í Póllandi frá
þvi snemma í júní kom til Reykjavíkur í gær. í Póllandi var skipið
lengt um 8,40 metra og mælist skipið nú 856 tonn að stærð, en var 723
fyrir lengingu.
Gísii Jón Hermannsson fram-
kvæmdastjóri Ögurvíkur hf. sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær,
að auk lengingar á skipinu hefðu
lunningar verið hækkaðar upp aft-
ur að afturgálga, sett hefðu verið í
skipið grandaraspil og nú væru
tvær skeifur á dekki skipsins,
þannig að nú væru tvö troll alltaf
til reiðu á dekkinu, en það flýtir
mikið fyrir ef troll kemur rifið
upp. Þá var settur skutrennuloki á
skipið, ennfremur tvær ísvélar og
ísklefi byggður, einnig voru öll
færibönd og fleira á aðgerðarþil-
fari endurnýjuð. Einnig var skipið
allt sandblásið, lestir skipsins
voru allar endurbyggðar, þannig
að nú rúmast kassar vel í þeim, er
gert ráð fyrir rými fyrir 4500 90
lítra kassa og síðan verður stíu-
pláss fyrir 60—70 tonn af fiski.
Burðargeta skipsins verður því
svipuð og fyrir breytingu, en þá
rúmuðust 315—320 tonn í lestum
þess.
Að sögn Gísla Jóns þá eru eig-
endur Ögurvíkur, sem og skip-
stjóri Ögra, Brynjólfur Halldórs-
son, ánægðir með breytingu, öll
vinna væri til fyrirmyndar og
stálvinnan framúrskarandi.
Vigri, sem einnig er í eigu ög-
urvíkur, er nú í breytingu í Pól-
landi, á að vera tilbúinn til
reynslusiglingar þann 30. október
nk. og ennfremur er verið að
lengja Viðey RE í Póllandi og
Engey, sem er samskonar skip og
ofantalin þrjú, fer í lengingu til
Póllands innan skamms.
Reyðarfjörður:
Tvær nýjar söltunar-
stöðvar teknar í notkun
Rcvðarfirði. R. októhcr.
TÓGARINN Snæfugl SU 20 fór
sína íyrstu veiðiferð 10. júlí í
sumar. 30. septemher var togar-
inn búinn að fara 8 veiðiferðir og
aflinn orðinn 973 lestir. GSR tek-
ur við öllum afla togarans núna
því frystihúsin hér á Reyðarfirði
og Borgarfirði eystri eru lokuð
meðan siáturtíðin stendur yfir.
Nú er unnið af kappi við að
pakka fiski, sem á að fara til
Grikklands í staðinn fyrir fiskinn,
I)R. IIÁKON Aðalstcinsson flyt-
ur í kvöld erindi á vegum Líf-
fra,ðingafélags íslands og nefnist
-Líf og lífsskilyrði í jökulvötn-
um“.
Orkustofnun hefur látið kanna
ýmsa mikilvæga eiginleika jökul-
vatns gagnvart því lífríki sem í
þeim eru. Flestar virkjanir sem
eru taldar álitlegar um þessar
mundir eru í jökulvötnum. I kjöl-
sem eyðilagðist í Mávinum á dög-
unum. Skip er væntanleg í næstu
viku til að taka fiskpakkana. Hjá
GSR vinna á milli 20 og 30 manns.
Hér á Reyðarfirði eru nú 2 nýj-
ar söltunarstöðvar, Gísli Þórólfs-
son og ættingjar hafa byggt hér
litla söltunarstöð, Kóp sf, þar sem
aðstaða er fyrir 8 til 12 konur í
söltun. Þegar saltað er, hafa 15
manns atvinnu þar. Gísli er búinn
að salta í 560 tunnur og er ánægð-
ur ef litið er á það síldarmagn,
far slíkra virkjana fylgja óhjá-
kvæmilega stór og smá miðlunar-,
veitu- og inntakslón, og mun jök-
ulvötnum því fjölga verulega í
framtíðinni.
I erindi dr. Hákons verður eink-
um fjallað um rannsóknir á Þór-
isvatni og Leginum. Það verður
haidið í stofu 101 í Lögbergi og
hefst kl. 20.30 og er ölium heimill
aðgangur.
sem komið er á land. Gísli saltar
fyrir Rússlandsmarkað.
Hin söltunarstöðin er Verktak-
ar hf., sem hefur komið upp sölt-
unarstöð í 370 fermetra stál-
grindahúsi. Gert er ráð fyrir að 30
til 40 manns verði við vinnu þar,
þegar söltun stendur yfir. Stjórn-
arformaður í hinu nýja fyrirtæki
er Orri Vigfússon, Reykjavík og
framkvæmdastjóri er Hilmar Sig-
urjónsson, og verkstjóri Jóhann
Þorsteinsson, báðir frá Reyðar-
firði. Þetta eru einu aðilarnir, sem
stunda síldarsöltun hér nú.
Þá má geta þess að 2 bankar eru
hér á staðnum, Landsbanki og
Búnaðarbanki. Heldur þröng
húsakynni voru lengi hjá báðum
bönkunum, en nú hefur orðið
breyting á. Landsbankinn hefur
gjörbreytt húsi sínu og er aðstaða
öll fyrsta flokks og þá hefur Bún-
aðarbankinn flutt í nýtt leigu-
húsnæði, og bætt sína þjónustu,
þar sem bankinn var í mörg ár
aðeins opinn í tvo tíma á dag, en
verður nú opinn allan daginn. Er
þetta mikil framför í bankamálum
á Reyðarfirði.
Veturinn lét ekki á sér standa
þetta árið, haustverkum var ekki
lokið í görðum þegar allt fór á kaf
í snjó. Leiðindaveður er búið að
vera hér á aðra viku og þykir
okkur nóg um.
Gréta
„Líf og lífsskilyrði
i jökulvötnum“
- erindi flutt í Lögbergi í kvöld
Kantsteinsmálið á Akureyri:
Innakstur heim-
ilaður á athafna-
svæði Hölds sf.
Akureyri, 12. október.
EIGENDUR fyrirtækja og verslunarhúsa við Tryggvabraut hafa nýlega
sent bæjaryfirvöldum á Akureyri erindi, með beiðni um að innakstur
verði leyfður frá Tryggvabraut inn á hugsanleg bílastæði sunnan göt-
unnar, framan við verslanir þeirra, og einnig að bensinsölu Hölds sf.
Hið siðast nefnda hefur nú verið leyft, en ekki hefur verið fallist á gerð
bilastæða við hin fyrirtækin.
Samkvæmt deiliskipulagi þessa
svæðis er gert ráð fyrir að við
Tryggvabraut séu iðnfyrirtæki, og
gatan tengibraut og þess vegna
ætlað að flytja mun meiri bílaum-
ferð en safnbraut. Þess vegna hefur
ekki verið talið samrýmast þessu,
að bilum sé lagt á götuna, heldur
skuli aðkoma að húsunum vera frá
Furuvöllum næstu götu sunnan við
Tryggvabraut.
Forsenda fyrir' þessu hefur þó
breyst mjög, þar sem leyfi hefur
verið veitt fyrir verslunarhúsum
við götuna, auk iðnaðarhúsa, og því
er hverfið ekki lengur hreint iðnað-
arhverfi. Höldur sf. hefur þó fengið
bráðabirgðaleyfi árlega til aðkomu
að bílaþjónustufyrirtæki sínu og
bensínsölu, en í ár fékkst það leyfi
ekki endurnýjað, heldur var steypt-
ur kantsteinn sunnan götunnar, nú
í haust alla leið frá Hvannavöllum
að Hjalteyrargötu.
Þá sendu fjögur fyrirtæki við
Tryggvabraut, Heildverslun Valde-
mars Baldvinssonar, Húsgagna-
verslunin Vörubær hf., Skipaþjón-
ustan hf. og Höldur sf. erindi til
bæj aryfirvalda, og óskuðu þess að
skipulagi yrði breytt þannig, að
Höldur fengi að halda opinni inn-
akstursleið á bensínsölu sína, en
við hús hinna fengist leyfi til að
leggja bílum. Á það var bent að
annaðhvort yrðu viðskiptamenn að
leggja bílum sínum sunnan við
húsin og ganga stóran krók kring-
um þau til þess að komast inn í
verslanirnar, eða leggja norðan
Tryggvabrautar og ganga síðan
þvert yfir götuna og baka sér þann-
ig mikla slysahættu.
Eigendur verslunarhúsanna buð-
ust til að láta 4ra metra ræmu af
lóðum sínum ef bærinn vildi ganga
frá bílastæðum framan við húsin,
en frá húsvegg að brún götu eru
þarna 6,35 metrar.
Þet.ta erindi kom fyrir bæjar-
stjórn á þriðjudaginn var, þar var
því í heild hafnað, en heimilaður
innakstur á athafnasvæði Hölds sf.
Hins vegar var því beint til skipu-
lagsnefndar Akureyrar, og tækni-
deildar bæjarins, að málið verði
tekið fyrir til sérstakrar athugunar
við endurskoðun aðalskipulags og
að því verki verði hraðað sem mest.
- Sv.P.
Lítil Lóusaga
í SMÁÍBÚÐAIIVERFINU var kona nokkur að hengja upp þvott út
á snúru hjá sér nú í vikunni, sem er svo scm ekki i frásögur
færandi, nema vegna heimsóknar lítils gests sem kom tritlandi úr
nálægum móum. Gestur þessi var
kom fjöðrum skrýddur gangandi
hér var á ferðinni lítil lóa.
Konan var að vonum undrandi
á þessari síðbúnu heimsókn, því
eins og allir vita er lóan vön að
ylja sér í öðrum löndum en Is-
landi á þessum árstíma. Hún
gerði hlé á vinnu sinni um stund
og labbaði lóan þá nær henni,
tísti svona rétt sem snöggvast,
nam síðan staðar spyrjandi á
svip. Konan reyndi að svara
henni, tísti í líkingu við lóuna,
lóan hallaði undir flatt og tísti
vægast sagt fremur smávaxinn,
á tveim grönnum fótum sinum,
aftur. Að svo mæltu snerist hún
á hæli, gekk leiðar sinnar og
hvarf stuttu síðar sjónum kon-
unnar. Enginn veit hvað henni lá
á hjarta, nema ef til væru þeir
sem í ævintýrunum eru sagðir
skilja fuglamál. En ef til vill hef-
ur hún verið að grennslast fyrir
um vini sína, hinar lóurnar, sem
nú sóla sig og spóka á suðrænum
ströndum.
Framboðstilkynning
MORGUNBLAÐINU barst í gær
svohljóðandi framboðstilkynning
frá Sigurgeir Sigurðssyni, bæjar-
stjóra á Seltjarnarnesi:
Sú venja hefur skapast hér á
landi að aðilar er bjóða sig fram
til embætta eða í ákveðnar stöður
hafa að því er virðist lítinn áhuga
sjálfir á þeim málun en láta undan
tilmælum stuðningsmanna eða
hópa um að gefa kost á sér til
viðkomandi starfa.
Á þessari venju hef ég ákveðið
að gera undantekningu með því að
lýsa yfir áhuga mínum á vara-
formannsembætti Sjálfstæðis-
flokksins og um leið gera þá játn-
ingu að til mín hafa ekki leitað
hópar manna er hvatt hafa mig til
þessara ákvörðunar.
Einlægur áhugi minn á viðgangi
Sjálfstæðisflokksins og þá um leið
þjóðarinnar, kveður mig til átaka
á vettvangi flokksins.
Tveggja áratuga reynsla, sem
sveitarstjórnarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins hefur sannfært
mig um nauðsyn valddreifingar í
þjóðfélaginu og stjórnmálaflokk-
unum.
Reynsla úr minni heimabyggð
hefur sýnt svart á hvítu að lands-
menn hafa fengið meira en nóg af
skattagleði hins opinbera og vilja
gjarnan sjálfir fá að ráðstafa
stærri hluta tekna sinna er þeir
gera í dag. Fyrir þeirri stefnu mun
ég halda áfram að berjast af öllu
afli.
Sjálfstæðisflokkurinn á flokks-
lega í vök að verjast um þessar
mundir. Flokknum er því nauðsyn
að gerast ekki of þröngur og varna
með því þeirri endurnýjun, sem
öllum er nauðsynleg. Fyrir því
mun ég berjast.
Landsfundur er nú haldinn við
harla óvenjulegar aðstæður og
mun bera keim af því.
Stjórnarandstæðingar og
stjórnarsinnar verða þar án efa
dregnir í dilka og víst er um það
að landsfundur verður að taka af-
stöðu. Hvað, sem sjálfstæðismenn
sögðu, við upphaf þessarar stjórn-
ar tel ég að reynsla undanfarinna
3ja missera sýni að óráðlegt er að
sjálfstæðisflokksmenn leggi til
(vara)hjól á þann líkvagn, sem
stjórn þessi í raun er íslensku
Þjóðfélagi.
Leikreglur lýðræðisins mæla
fyrir um rétt meirihluta og minni-
hluta, eftir þeim ber að fara.