Morgunblaðið - 17.10.1981, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.10.1981, Qupperneq 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK 232. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Moshe Dayan látinn Korchnoi vann Moshe Dayan Tel Aviv, 1«. okt. Al>. MOSHE Iíayan, fyrrverandi utan- ríkisráðherra ísraels, lést í dag úr hjartaslagi 66 ára að aldri. GeUin var út opinber tilkynning utn lát hans og talsmaður Begins forsætisráðherra sagði, að Dayan yrði jarðsettur á kostnað ríkisins nk. sunnudag. Að sögn fjölskyldu Dayans hafði hann verið fluttur á sjúkra- hús í gær vegna sárra verkja fyrir brjósti og öndunarerfiðleika og tafarlaust verið settur í gjör- gæslu. Moshe Dayan gekkst á sín- um tíma undir læknisaðgerð vegna krabbameins. sjöttu skákina Merano, 16. okt. AF. VIKTOK Korchnoi vann í dag sinn fyrsta sigur í heimsmeistaraeinvíg- inu í skák þegar Anatoly Karpov gaf sjöttu skákina, sem fór í bið í gter kvöldi. Karpov hefur nú forystu í Allir stjórnmála- flokkar leystir upp í Tyrklandi Ankara, 16. okt AP. ALLIR stjórnmálaflokkar i Tyrk- landi, sem hafa verið ( banni frá því að herinn tók völdin fyrir 14 mánuðum, voru í dag leystir upp að boði herstjórnarinnar og eigur þeirra gerðar upptækar. í Tyrklandi hafa fjórir flokkar einkum tekist á um völdin en það eru Lýðveldisflokkurinn, sem er flokkur jafnaðarmanna, Rétt- lætisflokkurinn, Þjóðlegi fram- faraflokkurinn og Þjóðlegi frels- isflokkurinn. Leiðtogi Lýðveldis- flokksins og fyrrverandi forsæt- isráðherra er Bulent Ecevit en fyrir Réttlætisflokknum, sem er hægriflokkur, fer Suleyman Demirel en hann var forsætis- ráðherra þegar herinn tók völd- in. Forystumenn flokkanna fara frjálsir ferða sinna að undan- teknum formanni Þjóðlega framfaraflokksins, öfgasinnaðs flokks, sem er í fangelsi og bíður dóms. einvíginu og er með þrjá vinninga gegn einum Korchnois. Að sögn skáksérfræðinga urðu Karpov á slæm mistök í 40. leik, nokkru áður en skákin fór í bið. Yasser Seirawan, bandarískur stórmeistari og einn af aðstoðar- mönnum Korchnois, sagði, að ef Karpov hefði Ieikið réttan leik hefði hann gert betur en að jafna taflið, jafnvel staðið örlítið betur að vígi. Aðstoðarmenn Korchnois voru að vonum mjög ánægðir með sigurinn en þeir höfðu það eftir Korchnoi sjálfum að hvorki hann né Karpov hefðu teflt skákina sér- staklega vel. Sjöunda skákin verður tefld á morgun, laugardag. Korchnoi EDMOND Maire, formaður CFDT-verkalýðssambandsins, sem sósíalistar ráða, fagnar hér kollega sínum, Lech Walesa, formanni Samstöðu, hins óháða verkalýðssambands í Póllandi, þegar þeir hittust í París sl. fimmtudgskvöld. Walesa er nú í vikulöngu ferðalagi um Frakkland í boði fimm helstu verkalýðssambanda þar í landi. AP-slm»mjnd. Kröfur Kania til miðstjórnar pólska kommúnistaflokksins: Verkföll bönnuð og engin laugardagsfrí Varejá, 16. okt AP. STANISLAW Kania, formaður pólska kommúnistaflokksins, krafðist þess í dag á fundi miðstjórnar flokksins, að hún samþykkti bann við verkföllum í landinu í vetur og að laugardagsfríin yrðu afnumin til að ráða mætti bót á efnahagskreppunni í landinu. Akveðið hefur verið einnig, að þeir, sem um þessar mundir eru að Ijúka tveggja ira herskyldu, gegni henni áfram. í mjög harðorðri ræðu, sem Kania flutti í dag á fundi 200 manna miðstjórnar kommúnista- flokksins, krafðist hann þess, að hún samþykkti að banna algerlega öll verkföll í vetur og að laugar- dagar yrðu gerðir að almennum vinnudögum. Sagði hann þessar ráðstafanir vera forsendu fyrir því að finna mætti lausn á þeim hrikalegu vandamálum, sem pólska þjóðin ætti nú í. Hann réðst mjög harkalega á Samstöðu, hið óháða verkalýðssamband, og sagði, að öfgasinnaðir „gagnbylt- ingarmenn" væru að ná undirtök- Margaret Thatcher í Blackpool: „Breyti ekki um stefiiu til að öðlast vinsældir“ Blackpool, 16. okt AP. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Breta, sagði í dag á þingi íhalds- flokksins í Blackpool, að ekki yrði horfið frá harðri stefnu í peningamálum þó að ýmsir samflokksmenn hennar óttist, að það kunni að verða íhalds- flokknum dýrkeypt í næstu kosningum. Hún sagði einnig, að Bretar yrðu að hafa gott samstarf við Bandaríkjamenn og taka fullan þátt í kjarnorkuvopna- vörnum Atlantshafsbandalagsins vegna þess, að takmark Sovétraanna væri „aðgrafa vestræna siðmenningu“. „Ec 5g mun ekki breyta um stefnu til þess eins að öðlast vinsældir," sagði Thatcher frammi fyrir fimm þúsund fagnandi þingfulltrúum og var þeim orðum hennar ekki síst beint til þeirra, sem hafa gagn- rýnt stefnu hennar að undan- förnu. „Því veldur ekki þrákelkni, heldur heilbrigð skynsemi," bætti Thatcher við. Hún sagði einnig, að samþykkt Verkamannaflokks- þingsins um einhliða kjarnorku- vopnaafvopnun væri „skammarleg fyrir bresku þjóðina". „Við Bretar getum ekki skýlt okkur á bak við bandarísk kjarn- orkuvopn og samtímis því beðið um að þau séu höfð alls staðar annars staðar en í okkar landi," sagði Margaret Thatcher. Stjórnmálaskýrendur benda á, að þótt Thatcher beri sig vel, muni hún eiga erfiða tíma í vændum. Atvinnuleysið vex stöðugt og óvinsældir hennar að sama skapi og þingmenn flokksins óttast nú mjög að hans bíði ekkert nema stórkostlegt hrun í næstu kosning- um. Hennar hörðustu andstæð- ingar innan flokksins eru þeir sex ráðherrar, sem hún hefur rekið síðasta misserið, og Edward Heath, fyrrverandi forsætisráð- herra. Einnig nokkrir ungir þing- menn, sem fyrst voru kjörnir á þing í síðustu kosningum. unum í samtökunum. Pólska stjórnin tilkynnti í dag, að hermenn, sem nú væru að ljúka herskyldu, yrðu að gegna henni áfram og sagði í tilkynningunni, að „ástandið í landinu, þar með efnahagsvandræðin, gerir það nauðsynlegt, að herinn komi til hjálpar við lausn þessara erfið- leika". Félagar Samstöðu í Jelena Gora sögðu i dag, að annað vekti fyrir stjórnvöldum með þessari ákvörðun en í veðri væri látið vaka og að þau væru nú að búa sig undir að beita hernum í hugsan- legum átökum við almenning. Forysta Samstöðu hvatti í vik- unni til að verkföllum og mótmæl- um gegn stjórninni yrði hætt með- an fram færu viðræður samtak- anna og stjórnvalda en þær hófust í gær, fimmtudag, og héldu áfram í dag. Stjórnin hefur þegar fallist á að leyfa engar verðhækkanir að því tilskildu, að komist verði að samkomulagi við Samstöðu um nauðsynlegar efnahagsúrbætur. Þrátt fyrir áskorunina hafa verkalýðsfélög víða í Póllandi efnt til verkfalla og eru stöðugt að ber- ast fréttir af nýjum aðgerðum. Aðalritstjóri æskulýðsblaðsins „Sztandar Mlodych" var í gær rek- inn frá störfum og var það haft eftir starfsmönnum á ritstjórn og félögum í Samstöðu, að ástæðan væri sú, að hann birti viðtal við andófsmanninn Jacek Kuron. Þessir sömu starfsmenn sögðust hafa mótmælt brottrekstrinum og hótað að birta þau mótmæli í mánudagsútgáfu blaðsins. Þessi atburður þykir sýna harðnandi af- stöðu pólskra stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.