Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 Kosningar í Grikklandi á morgun Órádin gáta hvernig stjórn tæki við ef Papandreu sigrar - en fæstir trúa að hann fari úr NATO „Gagnrýni stjóarnarandstöðunnar um að stjórnin hafi sýnt dugleysi í störfum sínum á auðvitað ekki við nein rök að styðj- ast. við höfum á sl. sjö árum byggt fleiri skóla en voru reistir í Grikklandi á tímabilinu 1830—1974. Það sýnir að við höfum sannarlega verið að. Við erum komnir lengra í tryggingamálum en margar Evrópuþjóðir og allt hefur það gerzt á stjórnarárum Nýdemókrataflokksins. Tryggingarlöggjöf okkar er mjög full- komin og er þó í stöðugri endurskoðun. Segja má að gagnrýni andstæðinga okkar byggist aðallega á slagorðum, en ekki rökstuddri gagnrýni. Kjósendur munu sjá í gegnum það og veit Nýdemókrataflokknum brautargengi í kosningum,“ sagði Georges Rallis forsætisráðherra Grikkja í stuttu samtali í Aþenu á dögunum. En þó svo að Rallis beri sig vel, virðist þó allt hníga í þá átt, að PAS- OK, flokkur Andreas Papandreu beri sigur af ólmi. Meira að segja stuð- ningsmenn Nýdemókrataflokks gera sér grein fyrir að kjósendur hafa tekið vel kosningaskrá flokksins og aðalslagorð Papandreus „breyting" hefur fallið í góðan jarðveg. Síðustu skoðanakannanir benda til að Pasok fái um 40% en Nýdemókratar 34% og þar með yrði fylgistap Nýdemó- krata um 8 prósent og fylgisaukning Pasoks allt að 15%. Eitt helzta málið sem erlendir stjórnmálafréttaritarar hafa fylgzt með er varðandi NATO og EBE, en Papandreu lýsti því glaðbeittur yfir, að hann hyggðist láta Grikki fara úr þessum bandalögum. Eftir því sem nær hefur dregið kosnir^um hefur Papandreu orðið varfærnari í yfir- lýsingum sínum og fæstir trúa því í neinni alvöru, að hann muni láta Grikkj fara úr NATO. Þó ekki væri nema vegna þess að þá er sennilegt að bandalagið myndi efla stöðu sina hjá erkióvininum Tyrkjum og það gezt Grikkjum ekki að, og telja að með því gæti svo farið að Tyrkir sæju heldur enga ástæðu til að flýta sér að leysa Kýpurdeiluna, sem er og verður æ meiri harmleikur eftir því sem lengra líður. Stjórn Rallis hefur þótt fjarska litlaus og Rallis sjálfan skortir alla þá persónulegu skírskotun, sem Andreas Papandreu hefur. Pap- andreu heillar fólk upp úr skónum með ræðumennsku sinni og fram- komu, Rallis er yfirvegaður og vand- aður stjórnmálamaður, ötull og greindur, en einhvern veginn hefur honum ekki tekizt að vinna hugi landa sinna á sama hátt og Karam- anlis forveri hans í embætti. Grikkir sögðu margir við mig að það hefðu verið mikil mistök, að Rallis varð eftirmaður Karamanlis. „Mitsotakis utanríkisráðherra hefði átt að taka við,“ sagði Grikki einn af tveimur sem ég var að spjalla við um þetta, en af því að tveir Grikkir geta aldrei verið sammála um nokkurn skapað- an hlut flýtti hinn sér að segja að þetta væri mesta vitleysa, Grikk- landi hefði verið betur borgið ef Ev- angelos Averoff hefði orðið forsæt- isráðherra. Það er forvitnilegt að velta fyrir sér framgangi Pasoks. í fyrstu kosn- ingunum í Grikklandi eftir að her- foringjastjórnin hrökklaðist frá völdum fékk Pasok um 12 prósent, tvöfaldaði síðan fylgi sitt næst og nú bendir allt til að flokkurinn komist í valdastöðu. í upphafi starfs síns var Pasok mun lengra til vinstri en nú, Papandreu leggur áherzlu á að Pas- ok sé sósíaldemókratiskur flokkur og til að leggja áherzlu á þetta hafa margir forvígismenn sósíaldemó- krataflokka í Evrópu komið til Grikklands i kosningabaráttunni til að sýna samstöðu með Pasok, þ.á m. fulltrúar frá Spáni og Erakklandi. Allt hefur þetta orðið vatn á myllu Papandreus. Gagnrýni Papandreus á stjórnina hefur verið býsna mark- viss og Papandreu hefur með árun- um orðið langtum ábyrgari í mál- flutningi en á fyrstu árunum. Stefna hans gagnvart Bandaríkjunum hefur meira að segja mildast en illska hans í þeirra garð er býsna kostuleg, þegar það er haft í huga að kona hans er bandarísk og börn hans fjög- ur eru bandarískir ríkisborgarar og sjálfur var hann bandarískur ríkis- borgari þar til fyrir fáeinum árum. Elzti sonur Papandreus, Georges, sem býður sig nú fram í Patras er því bandarískur ríkisborgari og það mælist svona miðlungi vel fyrir. En Grikkir virðast tilbúnir til að fyrir- gefa Papandreu margt, einkum og sér í lagi ef hann framkvæmdi nú eitthvað af þeim umbótum, sem hann hefur heitið í kosningabarátt- unni. Papandreu Rallis Mér fannst mikil örvænting ríkja meðal stuðningsmanna Nýdemó- krata og áróður þeirra var orðinn dálítiö krampakenndur og yfirgengi- legur. Það var fjarska erfitt að fá þá til aö ræða um baráttumál flokksins, þeir fóru snarlega út í að skýra og reyna að sannfæra viðkomandi um að Papandreu væri trúður og svikari. Ég hafði ekki tök á því að hitta Papandreu þar sem hann var úti á landi þegar ég var stödd í Aþenu, en eftir mikil hlaup út og suður, simtöl og hvaðeina tókst mér að fá áheyrn hjá Rallis og ég spurði hann þá m.a. hvort hann hefði ekki dálitlar áhyggjur af því að Pasok virtist vera að vinna á upp á síðkastið. Og hvort hann hefði einhverjar skýringar á því. Hann sagði: „Spurningin byggist efalaust á ákveðnum „gallup-skoð- anakönnunum" sem hafa birzt í blöðum stjórnarandstöðunnar. I fyrsta lagi er því til að svara að við höfum enga trú á skoðanakönnun- um. Þær hafa löngum verið tvíbent tæki. Úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum sanna það. En engu að síður vil ég nú taka fram að við höfum undir höndum niðurstöður skoðanakannana sem sýna að Ný- demókrataflokknum hefur vaxið mjög ásmegin í kosningabaráttunni. En eins og ég sagði höfum við ekki trú á kosningaspám af þessu tagi og höfum því ekki áhuga á að vekja neina sérstaka athygli á þeim. Hvarvetna sem frambjóðendur flokksins hafa haldið fundi hefur verið mikið fjölmenni og málflutn- ingur okkar hefur greinilega hljómgrunn meðal fólks. Þetta er líka athyglisvert þegar það er haft í hgua að fylgismenn flokka eins og Nýdemókrataflokksins hafa ekki hneigzt til að flykkjast á framboðs- fundi, andstætt við það sem fylgj- endur marxiskra flokka gera. Ég vona að þú gerir þér grein fyrir því að andstæðingar okkar eru sem sé marxistar." Ég vakti athygli forsætisráðherr- ans á því að Papandreu hefði harð- neitað því að Pasok myndi t.d. vinna með kommúnistaflokknum KKE sem spáð er töluverðu fylgi. Hann hristi höfuðið og horfði vinalega á mig og sagði að það væri nú svo með málflutning Papandreus að hann hefði ekki verið sérlega traustvekj- andi. Meira var ekki um það að segja. Ég spurði hann um „breytingu" — þ.e. kjörorð Pasoks. Og hvort hann gæti séð fyrir sér hvað gerðist ef Pasok fengi meirihluta. Hvort for- Qpið bréf til Kópavogsbúa: Menntaskóli í Kópavogi 1. GREIN Eftir Ing<)lf A. Þorkels- son, skölameistara Að undanfornu hefur mikið verið rætt og ritað um skólamál í Kópa- vogi. Margt er missagt í þessari um- ræðu, einkum hvað varðar fram- haldsnám og Menntaskólann í Kópavogi. Tilgangur minn með greinum þeim, sem birtast munu í Morgunhlaðinu á næstunni, er að leiðrétta missagnir, girða fyrir mis- skilning, og veita nánari upplýsingar um framhaldsskólamálið. Aðdragandi skólaslofnunar Andrés Kristjánsson, ritstjóri, mun fyrstur manna hafa hreyft því í bæjarstjórn Kópavogs, að menntaskóli yrði settur á stofn í kaupstaðnum. Sigurjón Ingi Hil- aríusson, bæjarfulltrúi, tók síðan tillögu Andrésar upp í bæjar- stjórn á öndverðu ári 1971. Bæj- arfulltrúar urðu einhuga um að hrinda málinu í framkvæmd undir forystu bæjarstjórans Björgvins Sæmundssonar. Á engan er hallað þótt sagt sé, að Andrés Krist- jánsson, þá fræðslustjóri í Kópa- vogi, Axel Jónsson, Sigurjón Ingi Hilaríusson og Sigurður Helgason, þá bæjarfulltrúar, hafi verið sér- lega áhugasamir um stofnun menntaskóla í Kópavogi. Á ofanverðu ári 1971 var þetta mál rætt við Magnús Torfa Ólafsson, menntamálaráðherra, og hann skipaði þegar nefnd til að fjalla um stofnun menntaskóla á þéttbýlissvæðum Reykjaneskjör- dæmis. I nefndinni sátu Guð- mundur Arnlaugsson, rektor, Jó- hann Einvarðsson, bæjarstjóri, og Jónas Pálsson, skólastjóri. Nefnd- in skilaði áliti í apríl 1972. Hún lagði til, að stofnaður yrði fjöl- brautaskóli fyrir Suðurnes, en menntaskóli í Kópavogi, og gerði tiilögu um, að Hafnarfjörður og Garðarhreppur mótuðu skólakerfi sitt í átt til sameinaðs fram- haldsskóla á næstu árum. Nefnd- armenn hittu naglann á höfuðið, því tillögur þeirra náðu fram að ganga í meginatriðum, eins og kunnugt er. Þeir færðu rök fyrir tillgöu sinni um stofnun mennta- skóla í Kópavogi m.a. með þessum orðum í greinargerð til ráðherra: „Kópavogur hefur stundum ver- ið nefndur svefnbær Reykjavíkur. - Öllu réttara virðist að líta á hann sem eitt byggðahverfi á Stór-Reykjavíkursvæðinu. - Á þeim forsendum virðist ekki óeðli- legt, að í þessu hverfi verði stað- settur menntaskóli, enda geti nemendur úr nærliggjandi hverf- um Reykjavíkur og annars staðar að eins sótt menntaskóla þangað og Kópavogsnemendur inn til Reykjavíkur. Kópavogur er orðinn það gamall og fjölmennur bær, að hann virðist eiga sanngirniskröfu á þessari aðstöðu fyrir nemendur sína, sérstaklega þegar haft er í huga, að tala íbúa á skólaaldri hefur alla tíð verið óvenjulega há í bænum. Á það má benda, að sam- göngur milli miðhluta Kópavogs og nærliggjandi hverfa í Reykjvík eru nú sæmilegar og fara vænt- anlega batnandi. Vera má, að fræðsluyfirvöld í Kópavogi kjósi strax að taka ákvörðun um stofnun „fjölbrauta- skóla" (sameinaðs framhalds- skóla). Fjárveitingar og fyrir- greiðsla af hálfu ríkisvaldsins við skólastarf með því sniði mundi vafalaust ráða miklu um afstöðu bæjaryfirvalda, ef til slíkrar ákvörðunar kæmi. Bent skal á, að ekkert virðist til fyrirstöðu að þróa menntaskóla yfir í sameinaðan framhaldsskóla síðar meir, ef sú skipan þætti þá betur henta. Mestu varðar í því efni, að bygging skólahúss sé með sveigjanlegu sniði og skólastjóri fús að gera slíka breytingu." 17. maí 1972 fóru svo fram við- ræður skólayfirvalda í Kópavogi við menntamálaráðherra um stofnun og rekstur menntaskóla í Kópavogi. Þá óskuðu fulltrúar Kópavogs eftir því, að gert yrði samkomulag milli ríkisstjórnar- innar og bæjarstjórnar Kópavogs um eftirtalin atriði: 1. Ríkisstjórnin ákveði að stofna menntaskóla í Kópavogi, er taki til starfa haustið 1972. 2. Ráðinn verði skólameistari nú þegar, er starfi að undirbúningi skólahalds og byggingar- framkvæmda. 3. Skólinn verði skipulagður þannig, að hann geti þróast í sameinaðan framhaldsskóla, ef henta þykir. 4. Húsnæði skólans verði byggt á árunum 1973—1975 eða svo hratt sem húsnæðisþörf hans vex með auknum nemenda- fjölda. 5. Meðan á byggingarfram- kvæmdum stendur verði hús- næðisþörf skólans leyst með leigu eða kaupum á húsnæði í Kópavogi. 6. Bæjarstjórn Kópavogs leggur skólanum til lóð á miðbæjar- svæði kaupstaðrins eftir þörf- um skólans, og skv. nánara samkomulagi. 7. Bæjarstjórn Kópavogs mun, eftir því sem í hennar valdi stendur, greiða fyrir því, að bráðabirgðahúsnæði fáist til skólahaldsins og stuðla á allan hátt að góðum framgangi máls þessa. Ákvörðun tekin Menntamálaráðherra svaraði tilmælum skólayfirvalda með eft- irfarandi bréfi dags. 23. ágúst 1972: „Með vísun til viðræðna við yð- ur, herra fræðslustjóri, er hér með leitað samþykkis fræðsluráðs Kópavogs til að látin verði í té í Víghólaskóla í Kópavogi aðstaða fyrir kennslu í námsefni 1. bekkj- ar menntaskóla fyrir a.m.k. tvær bekkjardeildar skólaárið 1972—’73. Líklegt er, að farið yrði fram á hliðstæða aðstöðu skólaár- ið 1973—’74, þ.e. fyrir 2. árs kennslu sömu nemenda og auk þess fyrir 1. árs kennslu nýrra nemenda. Tekið skal fram, að tekin hefur verið ákvörðun um að stofna til varanlegrar menntaskólakennslu í Kópavogi, og þá gert ráð fyrir, að hún verði í framtíðinni þáttur í fjölbrautaskóla þar. Fyrirhugað er, að skólastjóri fyrir hina nýju skólastofnun verði skipaður á fyrra hluta ársins 1973. Um skóla- haldið í vetur er hins vegar gert ráð fyrir, að það yrði undir stjórn skólastjóra Víghólaskóla, en jafn- framt yrði einhverjum mennta- skólanna í Reykjavík falið að vera umsjónaraðili með kennslunni, svo sem venja er um hliðstæðar menntadeildir við gagnfræða- skóla, til að tryggja samræmi að því er varðar námsefni og próf.“ Magnús T. Ólafsson (sign) Árni Gunnarsson (s'Rn) Samkvæmt þessu bréfi er tekin ákvörðun um stofnun mennta- skóla í Kópavogi sem þróist í fjöl- brautaskóla í framtíðinni. Skóla- yfirvöld í Kópavogi fögnuðu ákvörðun ráðherra og þökkuðu honum „ákvarðanir og framgöngu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.