Morgunblaðið - 17.10.1981, Side 31

Morgunblaðið - 17.10.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 31 Agnar Guðmundsson skipstjóri - Minning inu sem var þrungið friði og kyrrð. Þannig var umgjörð og hlutskipi þeirra Hjarðarbólshjóna á sínum tíma. Jakobína var mér sem besta móðir og á töngum lífsferli fórnaði hún kröftum sínum til að öðrum Iiði sem best. Þess naut hún ég í ríkum mæli sem drengur á heimili hennar, Hjarðarbóli. Með ljúf- mennsku miðlaði hún sinni al- kunnu hlýju, en hún var sem fylling í lífsins lind með kærleiks- þel og þakkargjörð til samferða- fólks á langri ævi. Ég votta dætrum hennar, tengdasonum og barnabörnum og öðrum ættingjum mína fyllstu samúð. Þess er ég fullviss að hin látna heiðurskona hefur fengið greiðan aðgang að hinu gullna hliði handan grafar, þar sem lof- söngur himneskra englasveita hljómar við komu hennar sem hér er kvödd, um leið og eilífðarsólin dreifir geislum sínum yfir strönd á landinu helga, þar sem sólin rennur ekki til viðar. Blessuð sé hennar minning. Guðm. Guðgeirsson Hinn 3. október sl. lést á Land- spítalanum í Reykjavík Agnar Guðmundsson fyrrum skipstjóri á ísafirði. Hann var fæddur 14. október 1897 að Bakka í Tálkna- firði, sonur hjónanna Guðmundar Sturlusonar og Guðrúnar Odds- dóttur. Hann fluttist til Suðureyrar í Súgandafirði með foreldrum sín- um árið 1913, þá 16 ára gamall. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Margréti Sigmundsdóttur frá Bolungarvík, árið 1921 og eign- uðust þau 14 börn, 6 syni og 8 stúlkur, sem öll komust til fullorð- insára utan stúlkubarn, sem dó á fyrsta ári. Strax upp úr ferming- araldri fór Agnar að stunda sjó- mennsku, og varð það hans ævi- starf á meðan hann hafði heilsu til, eða um 65 ára skeið. Fyrstu árin var hann hjá öðrum, en rúm- lega tvítugur keypti hann sinn fyrsta bát og hafði með höndum eigin útgerð til ársins 1966. Hann var ávallt skipstjóri á sínum bát- um, harður að sækja sjóinn, afla- sæll og heppinn. Varð aldrei fyrir alvarlegum áföllum, og missti aldrei mann á sínum skipstjóra- ferli, þrátt fyrir harða sókn og vá- lynd veður, eins og þau geta verst orðið á Vestfjarðamiðum á vet- urna. Já, þær urðu margar and- vökunæturnar hjá Margréti konu hans, þegar hún beið heima með barnahópinn stóra, eftir að hann kæmi af sjónum í vitlausum veðr- um og fékk oft ekkert að vita fyrr en hann kom inn úr dyrunum heima. Þau Agnar og Margrét fluttust til ísafjarðar árið 1928 og bjuggu þar til ársins 1966 að þau fluttust til Keflavíkur. Þeir eru margir sjómennirnir fyrir vestan, sem byrjuðu sinn sjómannsferil hjá Agnari og allir sem ég hef talað við ljúka upp einum munni um það, að það hafi verið góður skóli að læra sín fyrstu handtök hjá Agnari. Allir synir hans byrjuðu á sjónum með honum, strax og þeir höfðu krafta til og allir bráðdug- legir og eftirsóttir í skiprúm. Ég átti því láni að fagna að kynnast Svövu dóttur þeirra Agn- ars og Margrétar og kvæntist henni fyrir 30 árum. Hef ég verið einn af fjölskyldunni og tel það mikið lán fyrir mig að kynnast og vera með þessu ágæta fólki. Eins og áður segir var Agnar hörkuduglegur maður enda veitti ekki af, það þurfti mikið á að leggja, til að fæða og klæða þessa stóru fjölskyldu. Það var efst í huga Agnars að allir hefðu nóg að bíta og brenna, allir sem hjá hon- um unnu fengu sín laun greidd á réttum tíma, enginn mátti skulda neitt. Agnar var heiðarlegur og traustur maður, átti marga góða vini, vildi leysa vanda allra, sem á þurftu að halda, enda var gott að leita til hans. Fyrir 3—4 árum urðu þau Agn- ar og Margrét fyrir þeirri sáru sorg að missa tvo syni sína af slysförum með stuttu millibili, báða á besta aldri, í fullu fjöri. Þau voru þá bæði orðin háöldruð og heilsan farin að gefa sig. Þau stóðu það af sér með einstökum dugnaði. Þessar fátæklegu línur eru hinsta kveðja mín til Agnars. Ég þakka honum samverustundirnar. Guð styrki Margréti tengdamóður mína í sárri raun. Öllum aðstandendum votta ég samúð mína og bið þeim Guðs blessunar. Garðar Pétursson. Minning: Þorkell Agúst Guðbjartsson forstöðumaður Faeddur 7. október 1915. Dáinn 9. október 1981. Samstarfsmaður minn og vinur um margra ára skeið, Þorkell Ágúst Guðbjartsson frá Hjarðar- felli, Hnappadalssýslu, varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Hvera- gerði 9. þ.m. Þegar ég átti tal við Þorkel, glaðan og hressan að vanda að morgni hins sama dags, grunaði mig sízt, að sá fundur yrði okkar síðasti. Okkur samstarfsmönnum hans fannst hann enn ungur í anda og með óskerta starfsgleði, en á svipstundu tók atburðarásin stefnu, sem enginn mannlegur máttur fékk við ráðið. Þorkell ólst upp í föðurgarði að Hjarðarfelli í stórum systkinahópi og átti til mikils atorkufólks að telja í báðar ættir og voru foreldr- ar hans Guðbjartur Kristjánsson, bóndi og hreppstjóri og kona hans, Guðbranda Þorbjörg Guðbrands- dóttir. Heimilisbragurinn hjá for- eldrum Þorkels mun hafa verið framúrskarandi góður og var hin forna þjóðlega menning mjög í há- vegum höfð. Voru börnunum frá barnsaldri innrættar gamlar ís- lenzkar erfðavenjur, vinnusemi og nýtni og bjuggu þau lengi að þeim áhrifum. Á uppvaxtarárum Þorkels voru lifnaðarhættir sveitafólks á ís- landi ekki ósvipaðir þvi sem verið hafði mann fram af manni frá ómunatíð. Linnulaust starf og strit myrkvanna á milli og nægði oft ekki til fyrir brýnustu lífs- þurftum. Þorkell var bráðþroska ungling- ur og vel í stakk búinn að takast á við viðfangsefnin. Ungur tók hann að stunda trésmíðanám og lauk sveinsprófi á Akranesi 1939 og var meistari hans Óskar Ólafsson frá Söðulsholti í Eyjahreppi. Meistararéttindi hlaut Þorkell 1949. Jafnhliða náminu stundaði hann ýmiss konar landbúnaðar- vinnu og fór að búa 1949 á þriðja hluta jarðarinnar að Hjarðarfelli. Reisti þar einbýlishús og bætti jörðina mikið. Þá starfaði Þorkell einnig um all langt skeið á vegum Rafmagnsveitna ríkisins, m.a. sem meistari við byggingar rafstöðv- arhúsa. Hann var meðstofnandi að byggingarfyrirtækinu Byggi hf. og lagði á margt annað gjörva hönd. Kynni mín af Þorkeli hófust ár- ið 1964, þegar Ullarþvottastöð Sambandsins í Hveragerði tók til starfa. Fyrsti forstöðumaður hennar var Ársæll Teitsson, en hann fluttist úr þorpinu til ann- arra starfa samsumars og tók Þorkell þá við stjórn fyrirtækis- ins. Hófst þá náið samstarf okkar á milli, sem verið hefur eins og bezt var á kosið alla tíð. Hafa störfin hjá fyrirtækinu oft verið erilsöm og erfið og reynt mjög á hæfni og útsjónarsemi þeirra, er þar voru í forsvari. Undanfarin tvö ár hafa verið gerðar miklar breytingar á húsainnréttingum, til að stórauka afköstin. Starfs- fólki hefur fjölgað mikið samfara þessum framkvæmdum. Er það allra manna mál, sem til þekkja, að Þorkell hafi leyst sitt verk af hendi giftusamlega. í einkalífi sínu var Þorkell gæfumaður. Hann kvæntist 30/11 1940 Ragnheiði Kristínu Björns- dóttur, Hanssonar, skipstjóra, úr Hafnarfirði. Ragnheiður er dugleg kona og vel gefin. Hún bjó Þorkeli gott og myndarlegt heimili og reyndist honum í hvívetna traust- ur lífsförunautur. Þeim var ekki barna auðið, en hafa alið upp 3 börn: Sveinbjörn, Ragnheiði og Björgu, öll tápmikið dugnaðarfólk. Með Þorkeli er fallinn í valinn mætur og vandaður maður. Eru mér allar minningar frá okkar samverustundum mjög kærar. Ég sendi öllum ástvinum hans inni- legar samúðarkveðjur. Agnar Tryggvason Minning: Pétur Péturs- son frá Galtará Nú er Galtarárskógur í haust- búningi. Við Óttarsey, næstum fast við land, mókir selurinn. Hann lítur ekki upp nema þegar stöku bíll keyrir um þjóðveginn rétt ofan við fjörukampinn. Litli bærinn á Galtará stendui mann- laus upp á brekkunni undir hlíð- inni. Kliður barnahópsins sem ólst hér upp er löngu þagnaður, enginn leikur sér úti á túnskriðunni. Það er eins og eitthvað liggi í loftinu. í dag er verið að jarða hann Pétur. Arið 1886 var ástandið hér á landi vægast sagt mjög bágborið. Skipastóll enginn, vegir engir, húsakynni hörmuleg. Þetta ár og næstu tvö á eftir fara 3250 manns til Ameríku, mest úr Norðurlandi. 9. ágúst þetta ár ber það til tíð- inda á bænum Torfmýri í Akra- hreppi í Skagafirði að vinnukona, Sigurlaug Jóhannesdóttir, fæðir sveinbarn. Faðir drengsins, Pétur Guðmundsson, sem Sigurlaug var heitbundin, segir henni, þar sem hún liggur á sæng, að hann hafi fundið sér annan lífsförunaut. Drengurinr. er látinn heita Pétur. Hann er látinn á fyrsta ári í fóst- ur að Kjalarlandi á Höfðaströnd til hjónanna Sigurðar Jónssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. Á níunda ári flytur hann með fóst- urforeldrum sínum vestur í Gufu- dalsveit í Barðastrandarsýslu. Um tvítugt er hann nokkur ár í Geira- dalshreppi og er þá meðal annars í skólanum hjá Torfa í Ólafsdal. 3. janúar 1914 gekk hann að eiga Önnu Jakobsdóttur úr Skáleyjum. Þau höfðu tveim árum áður hafið búskap á Galtará í Gufudalssveit, þar bjuggu þau í 40 ár. Börnin urðu sex, sem öll komust upp: Kristín, áður saumakona hjá Andrési og Últíma, á tvö börn. Sigurður, dáinn 11. janúar 1960, giftur Þuríði Ólafsdóttir frá Króksfjarðarnesi, þau áttu þrjú börn, eitt dó fárra daga. Jakob, kennari í Stykkishólmi, giftur EI- ínu Jónasdóttir frá öxney, þau eiga tvö börn. Pétur, leigubílstjóri, giftur Ragnheiði Guðmundsdóttir, þau eiga fjögur börn. Sigríður, af- greiðslukona hjá Dvalarheimili aldraðra sjómanna, hún á eitt barn. Sigurlaug, vinnur hjá Slát- urfélagi Suðurlands, gift Valgeir Þormar, þau eiga fjögur börn. Árið 1955 fluttu Pétur og Anna að Staðarfelli til Sigurðar, elsta sonarins, og Þuríðar. En nú eru allt í einu blikur á lofti. Anna hafði um nokkurt skeið þjáðst af verk fyrir brjósti og seinni part vetrar 1957 er hún flutt fárveik í Landspitalann í Reykjavík. Þar andaðist hún 29. mars sama ár. En ekki er ein báran stök. 1959 fer Sigurður til Reykjavíkur til lækn- inga, sárþjáður, og 11. janúar 1960 deyr hann. Pétur dvaldist nú áfram að Staðarfelli hjá Þuríði allt til árs- ins 1972 er hún hætti búskap. Nú liggur leiðin til Reykhóla, þar var Jakob sonur hans skóla- stjóri um hríð. Þegar heilsan var alveg farin og ákveðið var að Pét- ur færi til langvarandi dvalar á sjúkrahúsið í Stykkishólmi 1976, fluttust Jakob og Elín líka í Stykkishólm. Og nú fer sól að nálgast æginn, föstudaginn 9. október síðastlið- inn andaðist Pétur. Litli drengurinn sem fæddist inn í allsleysið og kuldann á Torf- mýri hafði staðið við í 95 ár. Fyrstu árin allharður barningur en árin á Galtará siglir hann Ijúf- an byr, svo verður hann kaldur á köflum. Margir urðu honum notalegir í ellinni, svo sem Elín og Sæmund- ur á Eyri, Þuríður tengdadóttir hans, sem hann hafði athvarf hjá í tólf ár eftir lát Sigurðar. Pétur sonur hans, sem veitti honum alla fyrirgreiðslu og húsaskjól þegar hann var að leita sér lækninga í Reykjavík. Jakob, sem varð hans hægri hönd seinustu árin. Jakob byggði líka upp bæinn á Galtará af stakri smekkvísi og hefur það vafalaust glatt gamla manninn. Að lokum, og nú legg ég ríkt á orðið, hafi læknar og starfsfólk sjúkrahússins í Stykkishólmi kær- ar þakkir fyrir aðhlynninguna á Pétri. Og nú þegar hann er farinn er margs að minnast, hafi hann þökk fyrir allt. Valgeir Þormar Kaupið bjálkahús á hagstæöu veröi. Einnig bjálkapanil í utanhúsklæöningu. Greiðsluskilmálar. H. Guðmundsson Dalsbyggö 2, Garöabæ. Sími 40843, box 143. Einkaumboö á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.