Morgunblaðið - 17.10.1981, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 17.10.1981, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 37 o.fl.), ýmiss konar vatnaleikir (sund o.fl.), gítarkennsla, leir- mótun, dýralíf, dans, hnýtingar, frímerkjasöfnun, taflmennska, stuttar skoðunarferðir, sem síð- an er skrifað um, og greinarnar gjarnan sendar til viðkomandi bæjarblaða, matreiðsla (einföld matargerð), myndataka/fram- köllun, leiklist/dramik, leik- brúðugerð, módelsmíði, batik og lengi mætti svo telja. Þessir „tómstundaskólar" ef svo mætti kalla, eiga ekki lang- an aldur að baki hér í Svíþjóð, aðeins átta ár, og eru ekki nema á fáum stöðum enn. En með hverju árinu sem líður bætast fleiri við, og starfsemin eykst og hafa þeir alls staðar gefið góða raun. Það sem ég hef kynnst af eig- in raun, hefur mér þótt afar jákvætt og áhugavert verkefni að taka seinna meir upp heima fyrir. Ef þessi stuttu skrif mín kynnu að vekja áhuga einhvers á þessum efnum, væri mér sönn ánægja að veita nánari upplýs- ingar bréfleiðis og þætti gaman að heyra raddir fólks um þessi mál. Kærar kveðjur, Gerður Guðmundsdóttir Nemi — fritidslederlinjen, Fornby Folkhogskola 781 33 BORLÁNGE SVERIGE." Endursýnið þáttinn um Roosevelt „Sjónvarpsnotandi“ hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég horfi yfirleitt alltaf á þætti sem sjónvarpið sýnir á þriðjudags- kvöldum og heita „Þjóðskörungar 20. aldar". En ég var svo óheppinn að missa af þeim þætti sem mest hefur snert Island af þeim öllum, þættinum um Franklin D. Roose- velt Bandaríkjaforseta, sem sýnd- ur var 22. september. Eg leyfi mér að fara fram á það við sjónvarpið að það endursýni þennan þátt vegna þeirra sem misstu af honum — og af því að ísland kom þar við sögu. fttói •: zm. ’ * J Um 9000 trjáplöntur, sem hafa ver- ið að vaxa upp á Ártúnsholti, verða nú að vikja fyrir lágnlngu á ræsum og götum i vetur. Undanfarna daga Að fjármagna sína eigin ógæfu Árni Helgason, Stykkishólmi, skrifar: „Oft verður mér hugsað til þeirra manna sem mest tala um frelsið en enda svo í viðjum ófrelsis og ánauðar. Þeim sem finnst það einber afskiptasemi þegar þeim er bent á gæfuleiðina — varað við hættunum og það virðist svo sem aldrei sé of oft á það minnt. Þeim finnst að þeir megi vaða sínar vilpur án af- skipta annarra, en taka svo auð- vitað ekkert tillit til þess hvern- ig þeir skvetta á aðra í öllum merkingum þess orðs. Það fylgir þessu fólki að meðan víman ríkir er eins og þeir eigi allan heiminn og breiði sig út yfir allt og að maður tali nú ekki um hávaðann. En svo er hitt. Allt í einu er hin- um almenna borgara fengið það verkefni að fjármagna ógæfu þeirra sem ánetjast hafa vím- unni í mynd hæla, sjúkrahúsa og annarra stofnana og ekki nóg með það. Sá vinnukraftur sem treyst var á landinu til heilla er ekki fyrir hendi heldur kominn í stað þess þrælbundinn einstakl- ingur fjöri og áhuga rúinn. Ekki góð skipti það. Þá er nú ekki fagur tónninn Eg þarf ekki að minna á hversu mikill „gróði" hún er, bæði einstaklingum og þjóðfé- laginu í heild, sú vímuefnaneysla sem nú ríður húsum á landi voru. Það eru ljótir reikningar ef hægt væri að gera upp til fulls. Sumir styðja sín áfengiskaup með því að þeir séu að styrkja ríkið, en heldur er nú lítið vit í því þegar þess er gætt að um leið eru sömu mennirnir að fjár- magna sína eigin ógæfu og held ég að það komi ríkinu til lítilla nota. Ef þeir háfa áhuga á að styrkja ríkið verulega, hafa þeir margar leiðir til þess, en mér finnst nú oft komi annar tónn í skilvinduna þegar á að greiða skatta til ríkisins af jafnvel góð- um tekjum, þá er nú ekki fagur tónninn til ríkisins sem er þó forðabúr okkar íslendinga og af því heimtað allt mögulegt og ómögulegt. En svona getur nú vitleysan verið mikil. Flótti frá raun- vcrulcikanum Það er engum gróði að eitra sitt líf á hvern hátt sem það er. Styrkur hverrar þjóðar er í heil- brigðri framþróun, heilbrigðum hugsunarhætti og umfram allt kjörorðinu heilbrigð sál í hraust- um líkama. Þetta staðfesta allar aldir um leið og það skal ítrekað að vímuefnin auka ekki mann- gildi. Sú þjóð sem gengur vegi eiturefna er ekki á gæfubraut. Reynslan æpir úr hverju horni viðvörunarorðum. Neysla vímu- efna er flótti frá raunveruleik- anum, flótti frá heilbrigðu og hollu lífi, leið inn í sora og ves- aldóm. Gerir menn ófæra að tak- ast á við verkefni daganna. Edi- son sagði að áfengi væri eins og að setja sand í stað olíu í við- kvæmar legur og hann vissi hvað hann söng. En hversvegna fara menn alltaf út í foraðið? Hvers vegna fórna menn svona miklu og vita um leið að allt getur end- að með skelfingu? Vegur lífsins er þröngur en verðmætamikill þeim sem hann þræða, en vegur- inn til glötunar er breiður og enginn vandi að ganga hann og við vitum líka hvar hann endar. Nóg komið af því að blindur leiði blindan í nútíma þjóðfélagi, upplýstu tæknivæddu og framfara eru Árni Helgason ótal möguleikar til betra lífs og hollari hátta. Ef hver og einn glæðir það besta sem í honum býr, í stað þess að leggja sitt lið ófremdaröflum, eigum við mögu- leika á betra heimi. Þegar menn hætta að fjármagna sína eigin ógæfu má líta til lofts í von um heiðari himin. Viltu leggja þitt lóð á vogar- skálina. Þér finnst þú kannski ekki vera mikils megnugur en mundu að því fleiri sem ganga á vit lífsins, því betra. Og um leið og þú tekur þátt í þeirri upp- byggingu ertu að fjármagna gæfu þína, og um leið benda öðr- um á sömu leið. Fordæmið hefir mikið að segja og nóg er komið af því að blindur leiði blindan. 0^ %\GGA VlúGA £ Ýj \lÆffrll6)/GQ)/\0í& tyKZl VtQ ÝÚ Ámm \i<6 \ MVItf J^ BKKl m MW ZA6TM \$TfiM \H'n IfeW Vó tí) ym WPQ v/. S0f % m WA \ VfitílMáí 06 Kvföl/16 ^^£ttúK06 slsTtov) WlQtM) /W W9 AMufi yWrttfAáAWJ Ytf'm vtmvö m w VEISTU ekki ennþá hvar Manhattan er? Manhattan er auðvitað vió hliöina á löggustöóinni í Kópavogi. Já, einmitt, já, þarna i Auöbrekkunni þar sem allir þessir leigubilar, strætóar og hundruð manna eru um helgar. Og þaö er vissara aö mæta snemma og með nafnskírteinið á lofti... EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 WfTA S MMfA MLV66T Víó VÁSKAL Jó m SfiS)A TBTUQ VZúA si(o wm wtitíi cn v/cfo sio m \íai<ia ). fC-Z

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.