Morgunblaðið - 17.10.1981, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.10.1981, Qupperneq 40
5 krónur Í llkrT 5 krónur eintakið J1 eintakið LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1981 Banaslys um borð í línubát BANASLYS tarð á fimniludag um bort) í vélbálnum Kristni, ÍS 226. Jón IngÍMiarssnn. M-m var einn um borð, festi-t í spili <>g beið bana. Um kvðWmatarleytið í fyrrakvöld var farið að spyrjast fyrir um Krist- in, sem er II tonna vélbátur. Bátur- inn hafði ekki komið að landi á til- settum tima og svaraði ekki kalli. Skipverjar á báti, sem sigldi fram- hjá mb. Kristni um fjögurleytið í fyrradag, gátu ekki greint annað, en allt væri í lagi um borð. Leit hófst laust fyrir kl. ellefu. Vélbáturinn lngimar Magnússon frá Suðureyri hélt út til leitar skömmu fyrir ellefu og varðskip lagði af stað til leitar. Skómmu síðar fóru Sigur- von og Ólafur Friðbertsson af stað til leitar. Skömmu upp úr miðnætti fannst báturinn um 11 mílur norðvestur af Súgandafirði. I ljós kom, að Jón hafði festst í spili og var látinn. Komið var með lík hans inn til Suð- ureyrar skommu eftir kl. 2. Jón heitinn Ingimarsson var bú- settur á Suðureyri og lætur eftir sig konu og dóttur. Fjárlagafrumvarpið 1982: Laun til ríkisstjórn- ar hækka um 115,9% Þar aí fá 4 aðstoðar- ráðherrar 917.200 kr. Á slysNtad í gærkvöldi. Ljóamynd Mbl. Júlíus. LAUN til ríkisstjórnar hækka samkvæmt fjárlaga- frumvarpi 1982 um 115,9% eða um 2.616.500 kr. og verða kr. 4.873.500. Nú er í fyrsta sinn áætlað fyrir laun- um fjögurra aðstoðarmanna ráðherra á þessum fjárlaga- lið og nema þau 917.200 kr. Hækkun á launum til ráð- herra er því áætluð 75,3% á árinu 1982, eða samtals 3.956.300 kr. Heildarframlag til ríkis- stjórnar hækkar um 2.726.500 kr. og verður 5.258.300 kr. Launaliðurinn er eins og segir hér að framan, en laun aðstoðar- ráðherranna fjögurra hafa hingað til verið færð undir aðalskrifstofu viðkomandi ráðuneyta. Önnur rekstr- argjöld ríkisstjórnar verða 384.800 kr., og er það hækk- un um 110.000 kr., sem er í samræmi við almennar verðlagsbreytingar, segir í skýringum í frumvarpinu. Þess má geta að launalið- ur frumvarpsins nemur í heild 2.172 millj. kr. og er það 39.0% hækkun frá fjár- lagatölu 1981. Fimm í slysadeild eftir árekstur þriggja bfla FIMM mann.s voru fluttir í slysa- deild Borgarspítalans í gærkvöldi eftir mjög hardan árekstur þriggja bifreiða i gatnamótum Vestur landsvegar og Höfðabakka. Meiðsl fólksins voru ekki fullkönnuð þegar Mbl. hafði síðast fréttir af fólkinu í gærkvöldi. Tveimur bifreiðum var ekið eft- ir Vesturlandsvegi og þeirri þriðju var ekið niður Höfðabakka úr Árbæjarhverfi. Umferðarljós eru á gatnamótunum en ekki var full- ljóst í gærkvöldi hvernig stóð á ljósum þegar áreksturinn varð. Lodnuverðsákvördun: Útflutningsgjöld felld niður - lán til að halda uppi verði? „Ekki bjartsýnn,“ segir Steingrímur Hermannsson EKKI er enn vitað til þess, að fundist hafi nein leið til að koma í veg fyrir lækkun hrá- efnisverðs á ioðnu og stjórn- völd standa nú frammi fyrir því að loðnuflotinn hætti veiðum 21. október nk. hafi nýtt loðnuverð þá ekki verið samþykkt af fulltrúum út- gerðarmanna og sjómanna. Gjaldþrot vofir yfir sumum kartöflubændum í Eyjafirði „GJALDÞROT vofir nú beint og óbeint yfir nokkrum bændum og fyrirsjáanlegt er að þeir geta ekki tekið á sig áfall sem þetta, en nú eru rúmar 500 lestir af kartöflum undir snjó og verðmæti þeirra nálægt 3 milljónum. Aðeins hafa náðst 1.000 lestir upp og er það á mörkunum að menn eigi fyrir úLsæði á næsta ári. Hér var sumarið aðeins 6 vikur, hvorki var vor né haust og veturinn kom með snjókomu og frosti 1. þessa mánaðar ,“ segir Sveinberg Laxdal, kartöflubóndi á Svalbarðsströnd í viðtali við Morgunblaðið í dag. Morgunblaðið ræddi nú í vikunni við nokkra bændur í Eyjafirði um afleiðingar hinnar snöggu og óvæntu vetrarkomu þar nyrðra og voru þeir á einu máli um að bænd- ur hefðu orðið fyrir verulegu fjár- hagslegu tjóni og beinu tekjutapi, sem litlar líkur væru á að yrði bætt vegna slæmrar fjárhagsstöðu bjargráðasjóðs. Nokkuð hefur verið um fjárskaða vegna veðurs og slát- urfjárflutningar hafa gengið mjög erfiðlega. Hey eru á stöku stað undir snjó og fé hefur þurft að taka á gjöf óvenju snemma. Þó telja sumir bændur að hvorki vetrar- koman né slæmt sumar valdi mestu um erfiða afkomu bænda, heldur sé það stjórnun landbúnað- armála, sem stærstan þáttinn eigi. Þrátt fyrir að bændur hafi dregið úr framleiðslu sinni samkvæmt bú- markinu þurfi þeir enn að greiða fóðurbætisskatt og fái ekki grunn- verð fyrir mjólkurframleiðslu sína og nái því ekki launum viðmiðunar- stétta sinna. Þá sé vaxtastefna rík- isstjórnarinnar á þann veg, að hún auki verulega á vandann og geti menn ekki staðið í skilum, hagnist bankarnir stórlega á vandræðum þcirra í formi dráttarvaxta. Nýju skattalögin séu með þeim hætti, að aukin skuldasöfnun bænda sé talin verðbólguhagnaður og því séu skuldir þeirra metnar til tekna og skattlagðar. Sjá nánar viðtöl við eyfirska bænd- ur á blaðsíðu 22 og 23 í blaðinu í dag. „Ég hef oft verið sagður bjartsýnn, en ég er það ekki núna,“ sagði Steingrímur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra þegar Morgunblaðið spurði hann hvaða ráðstafanir væru í bígerð til að koma í veg fyrir lækkun loðnuverðs. Sjávarútvegsráð- herra sagði að verið væri að ræða loðnumálin, en því væri ekki að neita að dæmið liti illa út, og síldarmálið hefði verið lítilfjör- legt miðað við vandann við verð- lagningu loðnu. Saltsíldarafurðir hefðu hækkað um 28—30% milli ára í krónum, en loðnuafurðir ekki nema um 10—15% og nú væri komin fram verðlækkun á mörkuðunum frá því að síðasta verðákvörðun var gerð. Steingrímur vildi ekki segja hvaða leiðir kæmu helst til greina við að leysa loðnuverðs- vandann. Hins vegar hefur Morgunblaðið efir áreiðanlegum heimildum að stjórnvöld hafi rætt um að fella niður útflutn- ingsgjöld á loðnuafurðum, en þau eru nú 5,5% og ennfremur að tekið verði lán til tveggja ára, sennilega í nafni Verðjöfnun- arsjóðs, til að halda uppi verðinu. Þrátt fyrir þessar fyrirhuguðu aðgerðir mun niðurfelling út- flutningsgjaldsins og lántakan ekki standa undir nema um það bil % af því 35% tapi sem loðnu- verksmiðjurnar bera nú ef loðnu- verð verður óbreytt áfram, en sem kunnugt er tapa verksmiðj- urnar nú yfir 260 krónum á hverju hráefnistonni sem tekið er á móti. Fresta þarf lagningu slitlags vegna snjóa llúsivík, 16. október. FJÓRDI úrkomulausi dagurinn fri því í ágúst rann upp í dag og sólin skein f heiði á meiri snjó en menn muna hér á þestmm árstíma. Tog- brautirnar voru komnar í gagnið og börnin fjölmenntu á skíði. Verid er að hreinsa alla vegi í nágrenni Húsavíkur og samgöngur eru að komast í eðlilegt horf en þegar verst var, fengu Húsvíkingar fimm daga gömul dagblöð, sem venjulega koma hér daglega. Varanlegt slitlag átti að leggja í haust á þjóðveginn frá Tjörn í Að- aldal að Laxárbrú og var öllum undirbúningi lokið dag þann, sem snjókoman hófst, svo að nú er ekki útlit fyrir, að slitlagið verði sett á fyrr en að vori. Svo mun vera um fleiri framkvæmdir, sem hér áttu að vinnast í haust. Fréttaritari Helgarvinnan skattfrjáls? MEÐAL tillagna, sem lagðar hafa verið fyrir 10. þing Verka- mannasambands íslands, sem hófst í gær, er tillaga frá Jó- hanni G. Möller um að vinna í þágu útflutningsframleiðslunn- ar um helgar verði skattfrjáls. Tillagan fer hér á eftir: „Öll vinna, sem unnin er í þágu Útflutningsframleiðsl- unnar við hvers konar fisk- verkun, hverskonar síldar- vinnu, móttöku og bræðslu á loðnu frá kl. 24 á föstudags- kvöldi til kl. 24 á sunnudags- kvöldi, skal vera undanþegin skatti (skattfrjáls).“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.