Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK 244. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sænska stjórnin bíður átekta Stokkhólmi, 30. októlnT. Al*. SKIPSTJORI sovéska kafbátsins scm er strandadur á bannsvæði sænska hersins neitaði að verða við óskum sænsku ríkisstjórnarinnar í dag og yfirgofa bátinn til að gera grein fyrir hvað hann var að gera langt inni í sænskri landhelgi. Sænskur sjóliðsforingi, Sven Karls- son, og túlkur fóru þrisvar um borð í bátinn í dag. Sovétmenn samþykktu að Svíar sæju einir um að koma bátnum á flot og gáfu til kynna að skipstjórinn yrði brátt samstarfsfús. Sænska stjórnin lét skipstjór- ann, Pyotr Gushin, vita af því í dag að hann og skipshöfn hans, sem telur 56, mættu dúsa um borð í bátnum þangað til hann væri fús til samstarfs. „Við höfum nægan tírna," sagði Karlsson. Talið er að orku-, fæðu- og vatnsforði bátsins nægi í um tvær vikur. Karlsson gaf í skyn að von væri um einhvern árangur í viðræðum Svía og Sovétmanna á næstunni. Þó hafa Kremlverjar ekki enn brugðist við mótmælum sænsku stjórnarinnar og kröfum um skýr- ingu á ferðum bátsins. En sendi- fulltrúar Sovétríkjanna í Svíþjóð hafa verið í sambandi við varn- armálaráðuneytið og fengu að fara um borð í bátinn með Karls- son. Kafbáturinn hefur haft sam- band við sovéskan tundurspilli sem er skammt fyrir utan sænsku landhelgina auk nokkurra her- skipa Varsjárbandalagsins. Svæðið í kringum bátinn er lýst upp með ljóskösturum og mikill vörður er kringum það og það hef- ur verið lokað almenningi. And- rúmsloftið er lævi blandið og sænskir og sovéskir hermenn fylgjast náið með ferðum hver annars. Tíu til fimmtán sænsk herskip eru á svæðinu. Bandarískur þingmaður lagði til í dag að Svíar kyrrsettu áhöfn kafbátsins og notuðu hana í kröf- um sínum um fregnir af afdrifum sænsku hetjunnar Raoul Wallen- bergs í Sovétríkjunum. Wallen- berg var nýlega gerður að heiðurs- borgara í Bandaríkjunum. Jaruzelski leggur til að öll verkföll verði bönnuð Varsjá, 30. októbcr. Al*. VEÍJNA vaxandi verkfallsaðgerða í Póllandi lagði Wojciech Jaruzelski, formaður kommúnistaflokksins, til í pólska þinginu í dag að þingið sam- þykkti frumvarp sem myndi banna öll verkföll í landinu tafarlaust og lofaði að lögunum yrði framfylgt með lögregluvaldi. Frumvarpið verð- ur væntanlega rætt í þinginu næstu tvo daga. Pólska þingið hefur aldrei samþykkt ný verkalýðslög sem voru samin eftir að samið var við Sam- stöðu eftir fyrstu verkfallsaðgerðir þeirra í fyrra og þeim veitt heimild til verkfalla. Frumvarpið er lagt fram á sama tíma og leiðtogar Samstöðu hafa kvatt verkalýðsfélög í landinu til að hætta verkfallsaðgerðum. í yf- irlýsingu frá samtökunum' í Gdansk í dag sagði þó að ekkert afl gæti tekið af þeim verkfalls- rétt. Talið er að um 350.000 verka- menn séu nú í verkfalli víðs vegar um landið. Leiðtogaþing Samstöðu mun á næstunni ræða „ráðstafan- ir gegn agaleysi sem veikja sam- heldni samtakanna“. Lech Walesa hefur hætt við fyrirhugaða ferð sína til Chicago vegna áframhald- andi verkfallsaðgerða í Póllandi. Jaruzelski fór hörðum orðum um leiðtoga Samstöðu í þingræð- unni, sem var sjónvarpað beint, og sagði þá vilja mynda ríkisstjórn til höfuðs stjórnvöldum. Hann varaði við nauðsynlegum hækkun- um á bensíni og áfengi. Hann skýrði frá útnefningu nýs varaforsætisráðherra og nokkrum breytingum á ríkisstjórninni. Varaforsætisráðherrann er leiðtogi gamla Lýðræðisflokksins og meðlimur úr kaþólsku samtök- unum Pax fékk sæti í ríkisstjórn- inni. Þing Spánar vill aðild að NATO Arafat hrósar friðar- áætlun Saudi-Arabíu YASSER Arafat leiðtogi frel.si.ssam- taka Palcstínumanna, PLO, hældi friðartillögum Saudi Araba í viðtali í dag og sagði að í þeim fælust „já- kva‘ðir hlutir" varðandi samskipti Araba og ísraela. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði í dag að til- lögurnar, sem eru í 8 liðum og voru lagðar fram í ágústmánuði, lofuðu góðu því þær viðurkenndu fsrael sem þjóð sem semja mætti við. Keagan hefur áður sagt að ekkert nýtt væri í tillögunum. Arafat spáði því í sama viðtali að ísraelar myndu ekki kalla her- lið sitt frá Sinai-skaga 25. apríl nk. eins og Camp-David sáttmál- inn kveður á um. „Það verða lok sáttmálans," sagði Arafat og fagnaði því. ítalska stjórnin ákvað í dag að gerast aðili að eftirlitssveit margra þjóða sem á að tryggja frið á Sinai-skaga eftir að ísraelar hverfa þaðan. Israelska stjórnin fagnaði þeirri ákvörðun i dag. ísraelskt dagblað sagði í dag að Hvíta húsið hefði lagt hart að Menachem Begin forsætisráð- herra að hverfa frá andstöðu sinni gegn sölu AWACS-vélanna áður en málið kom til lokaatkvæða- greiðslu í bandaríska þinginu í vikunni. Sagði blaðið að honum hefði verið lofuð aukin hernaðar- aðstoð ef hann skipti um skoðun og hann varaður við að hernaðar- samstarf landanna yrði í hættu ef salan yrði felld í þinginu. Madrid, 30. oklóbor. Al*. NEÐRI deild spánska þingsins hefur samþykkt, ad Spánn sæki um inn- göngu í NATO. Úrslitin eru mikill sigur fyrir Leopoldo (’alvo Sotelo, for sætisráðherra Miðflokkasambands- Samþykkt var að sækja um inn- gönguna með 186 atkvæðum gegn 146, en 18 þingmenn voru fjarver- andi. Stuðningur íhaldsmanna, Katalóníumanna og Baska réð úr- slitum. Stjórnin fékk 10 atkvæði um- fram það sem hún þurfti til þess að beiðnin um inngönguna yrði sam- þykkt. Sósíalistar, kommúnistar og vinstrisinnar í Andalúsíu hafa haldið uppi harðri mótstöðu gegn frumvarpinu. Frumvarpið var samþykkt þegar ríkisstjórnin hafði varað við hern- aðaruppbyggingu Rússa í Evrópu og sagt að Spáni stafaði hætta frá honum. Málið fer nú fyrir öldunga- deildina þar sem það verður örugg- lega samþykkt. Flugræningjar í felum Yasser Arafat San Jo.se, (’osla Hica, 30. oklóber. Al*. KIMM hægrisinnaðir flugræningjar frá Nicaragua létu 21 gísl lausan í skiptum fyrir 6 fangelsaða landa sína og flugu frá San Jose á fóstudag. Ekki var vitað hvert þeir fóru en vélin hafði eldsnevti fyrir um 800 mílna langt flug. „Eg get ekki sagt hvert ég fór með þá,“ sagði flugmaðurinn þeg- ar hann sneri aftur heim með vélina. „líf mitt er í hættu.“ Flugræningjarnir, sem sögðust vilja bjarga Nicaragua frá komm- únisma, tóku vélina á fimmtudag. Þeir fóru f.vrst frarn á lausn 7 fanga i skiptum fyrir farþegana en einn þeirra var Costa Rica búi sem kaus heldur að vera áfram í fang- elsinu en fara með ræningjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.