Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 5 Hjörleifur Guttormsson um Blönduvirkjunarviðræður: Eg veit ekki hver bíður eftir hverjum Bídum enn ákvörðunar ríkisstjórnar, segir fulltrúi landeigenda fyrir norðan „NEI, það er það ekki“, svaraði lljörleifur Guttormsson, iðnaðar ráðherra, er hann var spurður hvort niðurstaða væri fengin í viðræðum við landeigendur á Norðurlandi vegna virkjunar Blöndu. Hann var þá spurður hvort landeigendur biðu enn ákvörðunar ríkisstjórnar og rík- isstjórn ákvarðana norðanmanna og svaraði hann: „Ég veit það ekki.“ Ingvar l'orleifsson, Sólheimum, einn talsmanna landeigenda var cinnig spurður um gang mála. Hann svaraði: „Við erum enn að bíða eftir því hvað ríkisstjórnin gerir“. Hjörleifur var einnig spurður hvort hann vissi hvenær ákvörð- unar í máli þessu væri að vænta. Hann svaraði því neitandi, sér væri alls ókunnugt um hvenær hennar væri að vænta, engin niðurstaða væri fengin. Ingvar Þorleifsson sagði land- eigendur bíða rólega eftir ákvörð- un ríkisstjórnarinnar og honum væri ókunnugt um að nokkuð hefði verið gengið á eftir því við ríkisstjórnina að hún tæki ákvörðun. „Menn þurfa að hugsa sig um. Ég held að þeir séu enn að hugsa sig um í ríkisstjórninni, ég vona það að minnsta kosti, það getur tekið sinn tíma, enda liggur ekkert á“. Hann sagði einnig að engir fundir yrðu haldnir með landeigendum fyrr en yfirlýsing kæmi frá ríkisstjórn um að Blanda verði númer eitt í röðinni á næstu virkjunum landsmanna. éjífjtz** *-ú} . Limrur Þorsteins Valdimarssonar gefnar út á ný LIMRUR Þorsteins Valdimars- sonar, sem lengi hafa verið ófáanlegar, hafa nú verið endur útgefnar. Útgáfudagurinn er í dag, en þá hefði skáldið orðið 63ja ára ef það hefði lifað. Erlusjóður LIMRUR gefur bókina út. Bókinni verð- ur ekki dreift en hún verður til sölu í Bókinni hf., Skólavörðu- stíg 6. Olafur Jóhannesson um Kekkonen: „Læt í Ijós virðingu ís- lenzku þjóðarinnar og þakk- læti fyrir góð samskipti“ í FRÉTT frá utanríkisráðuneyt- inu segir, að í viðtölum við er lenda blaðamenn hafi Olafur Jó- hannesson utanríkisráðherra gefið eftirfarandi yfirlýsingu í tilefni af því að Kekkonen Finnlandsforseti hafi ákveðið að láta nú af störfum. „Þegar Urho Kekkonen dregur sig í hlé eftir langa og farsæla forystu fyrir þjóð sinni vil ég láta í ljós fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar virðingu fyrir störfum hans og þakklæti fyrir mikil og góð samskipti. í öllum athöfnum hefur Kekkonen haft að leiðarljósi hag þjóðar sinnar og velferð. Hann hefur heils hugar unnið að því að styrkja sjálfstæði Finnlands og hlúa að lýðræð- ishugsjónum þegnanna og jafnframt hefur hann lagt fram veigamikinn skerf til efl- ingar friðar og aukins sám- starfs Evrópuþjóða. Er Kekk- onen lætur af störfum hefur Finnland löngu tryggt sér sess meðal þeirra ríkja heims, sem bezt búa að sínum þegnurn." Ki ðlingapelsar jakkar og kápur í úrvali ^ 21>°° /h Póstsendum ?EL$WN KIRKJUHVOLI S. 20160 OPIÐ 1—6 ALLA DAGA OPIÐ í DAG LAUGARDAG TIL KL. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.