Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 „ Secjbu Sönolru a<5 kaemsttnn sé k’Onoínn.'' Ast er... ... aö leyfa honum aö kaupa bindin sín sjálfur. TM Ftag U.S. Pat. Ofl —aH rtghts resarvad • 1981 Los Angatos Tknes Syndtcate Komdu að borða, þú mátt fara út med skipið þitt á eftir. HOGNI HREKKVÍSI , ó*ATrB9#Ð/A/ ÆJ? 'o/oj^aJD/ / Þrátt fyrir allt þá var ég heppin „Ein í öryggisbelti“ skrifar: „Ágæti Velvakandi! Hann er orðinn æð stór orðabelgurinn um öryggisbelti í bílum og notkun þeirra. Þó langar mig til að bæta nokkr- um orðum í hann. „Mamma, hefur þú unnið í happadrætti?" spurði lítil dóttir mín fyrir nokkrum ár- um. „Nei, elskan mín,“ svaraði ég og bætti svo við: „Ég hef heldur aldrei lent í bílslysi." Og með sjálfri mér hugsaði ég, að slíkt kæmi ekki fyrir mig, það væri nokkuð sem maður læsi bara um í blöðunum. En viti menn. Nokkru seinna kom það fyrir. Ég lenti í hörð- um árekstri á bíl mínum. Ég var ekki með öryggisbeltið spennt, var víst eitthvað að‘ „Ég er þess fullviss, að ef ég hefði í þetta sinn spennt beltið, þá hefði ég ekki kastast til í bíln- um, þá hefði ég ekki þurft að eyða öllum þessum tíma í rúm- inu í gifsi vegna beinbrots, þá hefði ég ekki þurft að vera upp á aðra komin með hvert það við- vik, stórt og smátt, sem var í mínum verkahring, á meðan ég var óvinnufær.“ flýta mér og þótti það tefja mig við að komast af stað, en hafði þó að undanförnu spennt beltið öðru hvoru. Þar af leið- andi kastaðist ég til í bílnum við höggið sem varð við árekst- urinn og sat í mjög svo furðu- legri stellingu þegar bíllinn stöðvaðist: til hálfs niðri á gólfi fyrir framan farþegasæt- ið við hliðina á mér, en hendur mínar ríghéldu enn um stýrið. Ég er þess fullviss, að ef ég hefði í þetta sinn spennt beltið, þá hefði ég ekki kastast til í bílnum, þá hefði ég ekki þurft að eyða öllum þessum tíma í rúminu í gifsi vegna beinbrots, þá hefði ég ekki þurft að vera upp á aðra komin með hvert það viðvik, stórt og smátt, sem var í mínum verkahring, á meðan ég var óvinnufær. En þrátt fyrir allt þá var ég heppin. Með hjálp Guðs og góðra manna (einkum lækna) hef ég náð svo til fullri heilsu á ný, en það er meira en margur getur sagt, því miður. Nú sest ég ekki upp í bíl án þess að spenna beltið. Fyrir mér er það jafn sjálfsagt og eðlilegt eins og að ræsa bílinn með því að stinga lyklinum í svissinn. Ástæðan.fyrir því að ég er að segja þessa sögu mína er sú, að ég las í Mbl. viðtal við unga fólkið sem bjargaðist naum- Konur verða að vinna sig upp í stjórnmálum - eins og á öðrum vettvangi Þorleifur Kr. Guðmundsson skrifar 10. okt.: „Velvakandi! Undanfarið hafa talsverðar um- ræður átt sér stað um kvenrétt- indi og kvennaframboð. Langar mig að segja nokkur orð þar að lútandi. í sjónvarpinu var þáttur um þessi mál þar sem skoðanir voru skiptar eins og gengur og gerist þegar slík umræðuefni eru ann- arsvegar. Var þar talað af skyn- semi og réttsýni að mestu leyti. Mér finnst eins og einhver leynd hvíli yfir því, hvort konur muni bjóða fram, sérstaklega hvernig slíku framboði yrði hagað. Þar af leiðandi vakna ýmsar spurningar. Mig grunar að hér séu kommún- istar á ferð með enn eina tilraun sína til að sundra stjórnmála- flokkunum og skapa upplausn. Ég vil vara við því. Ef konur ætla að bjóða fram á kvennalista í næstu kosningum, verða þær að bjóða fram undir flokksmerkjum, en ekki einhverju Vestfirðingur skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég vona, að þú komir þessum línum á framfæri. Nóg er hér til af ágætum starf- andi kórum með vel menntaða söngstjóra. Það yrði vel þegið ef einhver af þeim vildi taka upp á söngskrá sína tvö íslensk lög (sem aldrei heyrast sungin 1 útvarpinu). Þau eru „Burnirótin", kvæði Páls J. Árdal, og Gunnarshólmi, kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Söngstjórar hljóta að vita, að þessi lög eru til á nótum. En hvers vegna eru þau sniðgengin? Þau eru sannarlega þess virði að vera kynnt fyrir þjóðinni, fremur en margt annað. sérframboði, sem enginn veit hvaða stefnu tekur að kosningum loknum. Ætli kommúnistar með þessum hætti að sigla undir fölsku flaggi, sjálfum sér til framdráttar, þá er rétt að skipta um flokks- heiti, eins og allir vita, þegar hræðslan hefur gripið þá um fyrirsjáanlegt tap í kosningum, enda komast þeir aldrei langt með öðru móti, án valdbeitingar. Ég er ekki á móti kvennafram- boði, ef heiðarlega er að því staðið, en konur verða að vinna sig upp á sviði stjórnmála eins og á öðrum vettvangi, ekki á fölskum forsend- um eða með lagaboði. Sú var tíðin að konur komu ekki nálægt stjórnsýslu nema á sínum heimilum og vildu það ekki heldur. Ætli þær séu nú að vinna þetta upp með einhverju skyndiáhlaupi, þá bið ég fyrir samskiptum karla og kvenna í þjóðfélagi okkar um næstu framtíð þetta varðandi. Ég vil minnast hérna á skylt mál. Nýlega var kona, sem var í Lög þessi voru sungin af blönd- uðum kór á Þingeyri við Dýrafjörð „Sjö í banni“ skrifa: „Kæri Velvakandi! Við erum hér sjö unglingar sem höfum lagt það í vana okkar að fara upp í verslanamiðstöðina í Austur- veri á milli tíma og þar sem fjögur okkar búa það langt frá skólanum að þau komast ekki heim og til baka aftur á 45 mínútum. Það er ekki hægt að setja út á umgengni okkar né segja að við sé- um með læti. Við sitjum bara á bekkjum og tölum saman. Einu sinni atvinnuleit að kvarta undan sam- skiptum sínum við atvinnurekend- ur. Ég ætla nú ekki að rekja það, en þetta kom fram í lesendabréfi hér í dálkunum. Þarna getur hún um kennt Rauðsokkahreyfingunni og öfgastefnu hennar. Atvinnu- rekendur mega ekki auglýsa eftir konum eða körlum til vinnu, held- ur einhverjum starfskrafti og úr því verður ein hringavitleysa. í mörg störf hafa atvinnurekendur ekkert með kvenfólk að gera og í önnur er það nauðsynlegt og karlmenn sömuleiðis ekkert þar að gera. Hví þá ekki að auglýsa eftir karli eða konu? Annað er ómögulegt og veldur aðeins óþarfa vafstri og óþægindum. Þarna er kominn einn anginn af hugmyndafræði kommúnismans, því að þar þarf alltaf að fara í kringum hlutina í öllum greinum. Að lokum vil ég styðja þá hug- mynd, að Ragnhildur Helgadóttir verði studd til varaformannskjörs í Sjálfstæðisflokknum. Ég vil skora á Ragnhildi að bjóða sig fram í þetta embætti og flokks- fulltrúa og fulltrúaráð að styðja hana. Sjálfstæðiskonur hvet ég til að leggja fram lista henni til stuðnings. Geir Hallgrímsson er sjálfkjörinn formaður Sjálfstæð- isflokksins og engan tel ég færari né traustari mann til að veita flokknum forustu." fyrir mörgum árum, við mikinn fögnuð. Söngstjóri var Ólafur Ólafsson, þáverandi skólastjóri og kennari. Að lokum vil ég þakka Pétri Péturssyni fyrir lögin sem hann velur til útsendingar í útvarpinu, þegar hann stjórnar. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna." þurftum við að ná í poka til að setja rusl í, en við báðum um ruslafötur og nú eru þær komnar. En dag einn kom verslunarstjóri SS, þ.e.a.s. Jóhannes, og bar hann upp á okkur sóðaskap og læti, en í kringum okkur voru aðeins fjórar eldspýtur og Fresca-tappi. Sagði hann, að þessir bekkir væru aðeins fyrir „eðlilega viðskiptavini". Og nú er okkur spurn: Hvað eru „eðlilegir viðskiptavinir"? Óskum eftir svari." „Burnirótin“ og „Gunnarshólmi“: Sannarlega þess virdi að vera kynnt fyrir þjóðinni Hvað eru „eðlileg- ir viðskiptavinir“?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.