Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 Meginverkefnið er að snúast til varnar atvinnuvegunum Ljósm. Kmilía llér l'ara á eftir nokkrir kaflar úr ræúu l’étur.s Sijjurðssonar alþing- ismanns er hann flutti í gærmorgun á landfundi Sjálfstæðisflokksins, en hann hafdi þar framsögu um at- vinnumál: Ég hefi stundum þótt gagnrýn- inn á ýmsar gerðir okkar fulltrúa í ríkisstjórninni 1974—1978 og get enn bent á þætti þaðan, sem ég tel skólabókardæmi fyrir ráðherra- efni flokksins í framtíðinni, um hvernig ekki eigi að standa að málum. En einmitt þess vegna þykir mér rétt að undirstrika skýrt og minna á, að engin stefna neins stjórnmálaflokks á mögu- leika á framgangi án breytinga, nema veruleg breyting verði á styrkleikahlutföllum flokkanna. Þegar myndun samsteypu- stjórnar stendur yfir, er að sjálf- sögðu megináhersla á það lögð af fulltrúum viðkomandi flokka, að ná inn undir hinn sameiginlega stjórnarsáttmála væntanlegrar ríkisstjórnar, þeim málum sem viðkomandi aðilar telja þýð- ingarmest fyrir sinn flokk — fyrir þá stjórnmálastefnu sem þeir berjast fyrir. Meginverkefni Sjálfstæðis- flokksins og fulltrúa hans á Al- þingi og hvar annarsstaðar sem vörnum verður við komið, verður nú á næstunni að snúast til varnar og verndar atvinnuvegum okkar áður en þeir verða lagðir í algera rúst. Þetta meginverkefni verður ekki í formi varnar, nema þann tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn á enn eftir að vera utan ríkisstjórn- ar. Það mun koma að því innan tíðar að þjóðin mun kalla til okkar flokks. Því svari verður gegnt og þá verður okkar höfuðmál að snúa vörn í sókn, efla atvinnuvegi okkar og gera þá þess megnuga og svo aflögufæra að íslensk þjóð eigi framundan batnandi lífskjör í skjóli þess öryggis, sem heilbrigð- ur og sterkur atvinnurekstur einn getur veitt. Hér erum við komin að máli sem hlýtur að vera einn þátturinn sem mótar að verulegu leyti Kaflar úr ræðu Péturs Sigurðs- sonar alþingis- manns á lands- fundi Sjálfstæð- isflokksins hvernig til muni takast um upp- byggingu nýrra atvinnutækifæra á grundvelli stórhuga virkjunar- framkvæmda og nýrra stoða undir eldri atvinnugreinar. Við skulum í framhaldi af því strax gera okkur það Ijóst, að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ná þeirri sterku stöðu meðal þjóðarinn- ar, sem atvinnulífi okkar er lífsnauð- syn, ef við hoðum, að fyrst skuli höggva þau fyrirtæki sem ekki þola hörðustu markaðssamkeppni og stórauka með því hættuna á atvinnu- leysi. Eftir að almennar efnahags- ráðstafanir hafa verið gerðar, verður að fara fram athugun og úttekt á veikburða fyrirtækjum og atvinnugreinum og kanna hvort til viðbótar þurfi fjárhagslega og ef til vill stjórnunarlega aðstoð. Og í beinu framhaldi af þessu skulum við hafa það í huga að samdráttur í ríkisgeiranum getur haft í för með sér atvinnumissi. Því er nauðsynlegt að slíkt eigi aðdraganda sem nýttur verður til endurmenntunar og þjálfunar í ný störf. Slík leið gengur ekki á íslandi. Og þótt ég sé stuðningsmaður og baráttumaður aukins sparnað- ar og samdráttar í ríkisrekstri að ekki sé talað um flutning atvinnu- rekstrar úr opinberri forsjá í hendur einstaklinga og félaga þeirra, mundi ég ekki hika við að auka ríkisútgjöld ef það gæti dregið úr eða komið í veg fyrir atvinnuleysi. Nei. Við verðum að leggja grunninn á þann hátt að við búum til ný arðvænleg störf, menntum og endurmenntum fólk til að taka við þeim störfum og gerum þau eldri aðgengilegri og meira aðlað- andi m.a. með styttingu vinnutím- ans. Þegar þessu er náð, skulum við snúa okkur að því að skoða nánar getu einstakra fyrirtækja og hluta atvinnugreina til að standa á eigin fótum. Fyrir alla muni höfum í huga að ísl. þjóðin er hundrað sinnum hræddari við atvinnuleysi en verðbólgu. Það sem mér hefur þótt á skorta og tel nauðsynlegt að vinna að, er aukning og skráning framleiðni- mælinga, þessháttar tölur eiga að mínu mati að vera opinberar svo samanburð megi gera. Ég tel að slíkar mælingar eigi að vera annað og meira en upplýs- ,ingar fyrir viðkomandi rekstrar- aðila einan, sem stjórntæki, þær geta verið öðrum hvati, sumum áminning og hugsanlegt væri að skylt yrði að ná ákveðnu viðmið- unarmarki svo fyrirgreiðsla úr sameiginlegum sjóðum fengist. Ég tel að það sem lagt er til grundvallar þegar rætt er um framleiðniniðurstöður í dag sé ekki aðeins of gróft heldur óná- kvæmt. Oft verður þeim á sem um fram- leiðni tala að hugsa aðeins til slíkrar aukningar innan vinnu- aflsþáttarins. Ég er hvorki einn né fyrstur til að undirstrika þörfina á að auka framleiðni þess fjármagns sem við höfum úr að spila. Eitt brýnasta verkefnið hlýtur að vera að koma í veg fyrir yfir- fjárfestingu í einstökum greinum og fyrirtækjum. Ég skal ekki skemmta skrattan- um með því að fara aftur til okkar eigin stjórnartíma. Skipakaupin, síðustu mánuðina, þrátt fyrir vaxandi þunga mót- mæla eru gott dæmi hér um. Ég er enginn sérstakur talsmað- ur boða né banna. En á þessu sviði hefðu átt að gilda mjög harðar reglur. Slík fjárfesting endar með því að rýra lífskjör allra. Slík fjár- festing stórdregur úr heildar- framleiðni. Nauðsynlegt er að búa atvinnu rekstri eðlileg starfsskilyrði l.jósm. Kmilía Sigurgeir Jónsson aðstoóarbanka- stjóri hafði framsögu um atvinnumál á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gærmorgun. Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr ræðu hans: Það var fyrir frumkvæði mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins og í samráði við þingflokkinn, að ákveðið var vorið 1980 að hefja undirbúning að því að endurskoða stefnu flokksins i atvinnumálum i Ijósi breyttra aðstæðna og nýrra vandamála, sem upp hafa komið í atvinnulífinu. Má þar nefna minnkandi hagvöxt, vaxandi bein og óbein ríkisafskipti af atvinnu- rekstri, hækkandi orkuverð er- lendis og áhrifin af stækkun auð- lindalögsögunnar. Ákveðið var að stefna að því, að á þessum lands- fundi yrði mótuð samræmd stefna í atvinnumáium, sem tæki mið, bæði af fyrirsjáanlegum vanda- málum og nýjum tækifærum at- vinnuveganna næstu 10 árin eða svo. Jafnframt var gengið út frá því, að ekki yrðu gerðar sérstakar ályktanir um hvern atvinnuveg f.vrir sig. Nú er jafnvel meiri ástæða en nokkurn tíma áður til þess að bæta starfsskilyrði atvinnuveg- anna og treysta undirstöður þeirra. Fyrst og fremst er það landflóttinn, sem á sér nú stað við hagstæðar ytri aðstæður, og stöðnun í efnahagslífinu, sem kalla á aðgerðir. En fleira kemur til. Aðstæður eru að breytast bæði hér á landi og úti í heimi, þannig að gamlar forsendur fyrir ríkis- afskiptum og miðstýringu eru að hverfa. Á sama tíma fer ásælni og þrýstingur ríkisvaldsins á atvinnurekstur vaxandi hér á landi og nú síðustu mánuði er engu líkara en leggja eigi atvinnu- vegina í rúst. Nauðsynlegt er því að snúa vörn í sókn og búa atvinnurekstri eðlileg starfsskil- yrði til að takast á við vandamálin og nýta þau tækifæri, sem nýir tímar bera í skauti sér. Nútíma atvinnulíf krefst ákveð- ins stöðugleika í afkomuskilyrð- um, ef það á að starfa með fullum árangri. Verðbólgan er þar helsti skaðvaldurinn. Meðan ekki tekst að vinna bug á henni er nauðsyn- Iegt að gengi krónunnar sé ákveðið þannig, að míkilvægum þáttum atvinnulífsins sé ekki stefnt í hættu. Hér er mikið í húfi fyrir ýmsar greinar atvinnulífsins, einkum sjávarútveg, samkeppnis- iðnað og útflutningsiðnað. Fram- tíðartilvist hinna síðarnefndu er beinlínis stefnt í voða, ef gengi krónunnar er ekki látið breytast nokkurn veginn í samræmi við al- mennar breytingar á framleiðslu- kostnaði hér og í samkeppnislönd- unum. Hér dugar núll-stefnan ekki heldur. Fyrirtækin verða að skila nægilegum arði til að standa undir markaðsstarfsemi, vöru- þróun og annarri uppbyggingu, ef full atvinna á að haldast og nauð- synlegar framfarir eiga sér stað. Frjálst og öflugt atvinnulíf krefst þess, að eðlilegt framboð sé á áhættufé til atvinnurekstrar. Til þess verður eignaraðild að at- vinnufyrirtækjum að vera að- gengileg og arðvænleg. Hvorki má því íþyngja atvinnurekstrinum sjálfum með sköttum né eigendum áhættufjárins. Þetta mál er sér- staklega aðkailandi nú. Mikil þörf er á því að laða fram framtak ein- staklinga og áhættufé þeirra til margs konar nýjunga í atvinnulíf- inu. Jafnframt er tími stóriðju að renna upp hér á landi. Sjálfstæð- ismenn geta tæplega sætt sig við Kaflar úr ræðu Sigurgeirs Jóns- sonar adstodar- bankastjóra á landsfundi annað en innlendir einstaklingar og samtök þeirra hafi öll tækifæri til að taka fullan þátt í þeirri upp- byggingu þegar í upphafi. Stóriðja til útfhitnings I þeim drögum að stefnumörkun í atvinnumálum, sem hér liggja fyrir, er lagt til, að Sjálfstæðis- flokkurinn beiti sér fyrir stórhuga virkjunarframkvæmdum til að nýta vatnsorku landsins og byggja upp stóriðju til útflutnings. Stefnt verði að því að koma á fót þremur til fjórum nýjum stóriðjuverum víðs vegar um land og stækka þau, sem fyrir eru. Þessu mundu fljót- lega fylgja nær samfelldar virkj- unarframkvæmdir á a.m.k. tveim- ur vatnasvæðum samtímis. Fram- kvæmdahraði miðist fyrst og fremst við atvinnuþörf og byggða- áætlanir viðkomandi landshluta og þjóðarinnar í heild, en ætla má að með þessum framkvæmdum og stóriðjurekstri megi beint og óbeint standa undir atvinnu a.m.k. helmings þess fjölda fólks, sem bætist við á vinnumarkaði á tveimur næstu áratugum. Um þetta er fjallað rækilega í upp- kastinu og vísast til þess. Lagt er til að forganga í þessu stórmáli verði falin sérstakri þingkjörinni nefnd, þar sem öllum er ljóst, að ekkert raunhæft mun verða aðhafst, meðan stóriðjumál- in eru látin velkjast í núverandi farvegi. Þar sem allar líkur eru á því að stóriðja verði mikilvægur þáttur í atvinnulífinu í framtíðinni er óhjákvæmilegt að hugleiða hver eigi að vera þáttur innlendra einkaaðila á þessu sviði. Þar eru sennilega tvær leiðir færar. Ann- ars vegar einhver þátttaka einka- aðila þegar í upphafi, og hins veg- ar yfirtaka einkaaðila í framtíð- inni á hlutum erlendra aðila. Um þetta þarf að hefjast umræða og á þessu sviði er einnig hægt að styðjast við reynslu Norðmanna. Þeir hafa farið báðar þessar leiðir og að því er virðist með góðum árangri. Stefnan eins og hún er sett fram hér er bjartsýn, enda eiga íslend- ingar sennilega betri möguleika í heimi nútímans en flestar aðrar þjóðir. íslendingar geta hafið nýja sókn í atvinnumálum; raun- verulega hafið nýtt landnám, byggt á auðlindum lands og sjávar og hæfileikum og atorku þjóðar- innar. Þegar aðrir flokkar hika; þora ekki að gegna kalli nýrra tíma, er það jafnan hlutverk Sjálfstæðisflokksins að taka for- ystuna um nauðsynlegar breyt- ingar, um leið og hann stendur gegn öllum breytingum að ástæðulausu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.