Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 25
-r MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 25 Bílar Sighvatur Blöndahl Jóhannes Tómasson „TOYOTA Carina er sá bfll frá Toyota, sem kemur mest breyttur af 1982 árgerðunum. Það má í raun segja, að þar fari nýr bfll, breyttur að innri jafnt sem ytri gerð,“ sagði Ólafur Friðfinnsson, sölu- stjóri Toyota, í samtali við Mbl. Nyja ( arinan fra Toyota. 1982 árgerðirnar frá Toyota: Ný og endurbætt Carina er stærsta breytingin Carinan er mun straumlínulag- aðri en eldri gerð og innrétting- unni hefur verið gjörbreytt. Þá er mun auðveldara að athafna sig undir stýri eftir að komið hefur verið fyrir veltistýri í bílnum. „Carinan kemur nú í fyrsta sinn í Grand Lux útfaerslu, en því fylgir vandaðri innrétting og stærri vél,“ sagði Ólafur ennfremur. Áður en lengra er haldið er vert að taka fram, að Toyota býð- ur upp á sex gerðir fólksbifreiða, Starlet, Tercel, Corolla, Carina, Cressida og Crown, tvær gerðir jeppa, Landcrusier og Landcrusi- er Station, Hi-Lux Pick up og loks sendibifreiðir. Ólafur Friðfinnsson sagði, að nokkuð jöfn sala hefði verið á Tercel, Corolla, Carina, Cressida og Hi-Lux bílunum það sem af er þessu ári. Seldir hefðu verið í kringum 100 bílar af hverri teg- und. „Síðan er alltaf jöfn og þétt sala í hinum bílunum. Við höfum t.d. selt iðulega 30 Landcruisier Station bíla, en þeir komu fyrst á markað hér á síðasta ári og hafa reynzt mjög vel,“ sagði Ólafur. Toyota Tercel er lipur 4—5 manna fjölskyldubíll og er eini framdrifni bíllinn frá Toyota. Tercel kostar í dag frá 95.000 krónum og síðan eftir útfærslu og hvaða aukahlutir eru teknir með honum. Hægt er að velja 2ja, 3ja og 4ra dyra bíla. Bíllinn er knú- inn fjögurra strokka 1295 rúm- sentimetra vél, sem er 65 DIN hestöfl. Hingað til lands er Tercel pantaður 5 gíra, eins og reyndar allir aðrir bílar frá Toyota, sem koma beinskiptir. Sjálfskiptur Tercel er 3ja gíra. Þyngd bílsins er á bilinu 805—820 kíló. Toyota Corolla er ennfremur 4—5 manna fjölskyldubíll, kannski nær 5 manna, en hann er lítið eitt stærri en Tercel. Hann kostar frá %.000 krónum og hægt er að velja Corolla bílinn 2ja, 4ra og 5 dyra eftir óskum hvers og eins. Helztu breytingarnar á 1982 árgerðinni eru þær, að breytt er um útlit á framenda bílsins, auk þess sem hann er nú fáanlegur í Grand Lux útgáfu. Hægt er að velja um tvær vélarstærðir, fjög- urra strokka, 1290 rúmsenti- metra, 60 DIN hestafla, og 1588 rúmsentimetra, 75 DIN hestafla. Heildarþyngd bílsins er á bilinu 850—970 kíló. Hægt er að velja um 5 gíra beinskiptan bíl, eða 3 gíra sjálfskiptan. Eins og áður sagði kemur To- yota Carina nú sem nýr bíll, breytt útlit og innri gerð. Hann kostar frá 110.000 krónum eftir útfærslu. Hann er rúmgóður fimm manna bíll og hægt er að velja hann 3ja, 4ra og 5 dyra eftir óskum hvers og eins. Hann er knúinn 4ra strokka 1588 rúm- sentimetra benzínvél, sem er 75 DIN hestöfl. Heildarþyngd bíls- ins er á bilinu 990—1020 kíló. Hægt er að velja milli 5 gíra beinskipts eða 3ja gíra sjálfskipts bíls. Við skoðun á hinni nýju Car- inu kemur í ljós, að hún er mun straumlínulagaðri heldur en eldri árgerðir, sem m.a. leiðir af sér minni benzíneyðslu. Toyota Cressida er rúmgóður fimm manna bíll, sem að þessu sinni kemur lítið breyttur frá fyrri árgerð, nema hvað hann er orðinn rennilegri útlits að fram- an. Skipt hefur verið um grill og ljós svo eitthvað sé nefnt. Hann kostar frá 126 þúsund krónum og er fáanlegur 4ra eða 5 dyra eftir óskum. Hann er knúinn 4 strokka, 1972 rúmsentimetra die- selvél, eða 2188 rúmsentimetra benzínvél. Ólafur Friðfinnsson sagði í samtali við Mbl., að þegar hefðu verið seldir einir 10 die- selbílar til leigubílstjóra. Hægt er að velja bilinn 5 gíra bein- skiptan, eða 3ja gíra sjálfskiptan og heildarþyngd bílsins er á bil- inu 1110 til 1195 kíló. Þá má þess geta, að díeselbílarnir, sem eru sjálfskiptir eru ennfremur búnir yfirgír. Þá er það Toyota Crown, flaggskipið frá Toyota. Hann er fimm manna lúxusbíll, sem er bú- inn öllum hugsanlegum aukabún- aði. Hann kostar frá 211.000 krónum. Eins og áður sagði er hann búinn öllum hugsanlegum aukahlutum eins og sjálfskipt- ingu, lituðu gleri, luxusáklæði á sætum, centrallæsingu á hurðum, steríótækjum svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að velja um þrjár vélarstærðir, fjögurra strokka 1994 rúmsentimetra benzínvél, eða 2188 rúmsentimetra díeselvél, eða sex strokka 2759 rúmsenti- metra. Heildarþyngd bílsins er á bilinu 1325—1495 kíló og hægt er að velja hann 4ra eða 5 dyra eftir óskum. Toyota býður meira heldur en fólksbíla eins og áður sagði. Toy- ota Hi-Lux Pick-up bíllinn hefur náð miklum vinsældum hér á landi en hann kostar frá 112.000 krónum. Hann hafa menn ýmist notað eins og hann kemur með palli, eða þá byggt yfir hann, sem hefur verið mjög vinsælt. Hann er með drifi á öllum hjólum og hefur hátt og lágt drif. Bíllinn vegur á bilinu 1285—1445 kíló, en hægt er að fá hann í þremur mis- munandi lengdum og hægt er að velja milli þess, að fá hann með 4ra strokka 1968 rúmsentimetra benzínvél, eða 2188 rúmsenti- metra díeselvél. Toyota hefur um árabil boðið upp á Landcruiser jeppana, ýmist Hardtop eða með palli. Hann kom hingað fyrst árið 1966 og hefur verið að mestu óbreyttur síðan, nema hvað ýmsir hlutir hafa ver- ið þróaðir í gegnum árin. Hann er nú einungis fluttur hingað til lands knúinn sex strokka díesel- vél og sagði Ólafur Friðfinnsson, að hann keyptu aðallega bændur, en hann kostar frá 207.000 krón- um. Á síðasta ári kom svo á mark- aðinn Toyota Laandcruiser Sta- tion, sem að sögn Ólafs er lúxus- jeppi, sem er frágenginn að öllu leyti. Á þessu ári hafa þegar selst liðlega 30 slíkir bílar, en þeir kosta frá 268.000 krónum. Þeir koma hingað til lands útbúnir sex strokka díeselvél og eru fimm dyra. Hæð undir lægsta punkt er 21 sentimetri. Bíllinn vegur 1895 kíló. Hann er með drifi á öllum hjólum og er með hátt og lágt drif og er búinn 4ra gíra beinskiptum gírkassa. Að síðustu má svo nefna sendi- bílana frá Toyota, sem hægt er að fá í ýmsum stærðum, en þeir kosta frá 110.000 krónum. Tercelinn. með nýjan svip að framan. Cressidan hefur fengio nyn uuit. Stofnfundur Sögufélags á Suðurnesjum ÁHUGAMENN um sögu Suður- nesja boða til stofnfundar sögufé- lags sunnudaginn 1. nóv. 1981 kl. 2 e.h. í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Á fundinum verður kos- in stjórn, sem semja skal uppkast að lögum fyrir félagið. Þau verða síðan rædd á framhaldsstofnfundi sem boðaður verður síðar. Söguáhugamenn eru hvattir til að mæta. (Krétlatilkynning) Stjórnleysingi ferst af slysförum Miðnætursýning i kvöld kl. 23.30 Sterkari en Súpermann sunnudag kl. 15.00, mánudag kl.20.30. Elskaöu mig Frumsýning fimmtudag kl. 20.30. Miöasala alla daga frá kl. 14.00, sunnudaga frá kl. 13.00. Sími 16444. Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Einkaumboð á íslandi. Atlas hf GROFINNI 1 - SÍMI 26755 Húsgagnasýning í dag kl. 10— húsgögn Langholtsvegi 111 Reykjavík símar 37010—37144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.