Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 3 Samningar fé- laga í ASÍ verða lausir á morgun Mörg félög hafa aflað sér verk- fallsheimildar Á MORGUN, 1. nóvember, verður mikill hluti launþega í landinu með lausa samninga. Samningum sambanda og fé- laga innan ASÍ var sagt upp frá og med mánadamótum og ýmis félög utan ASÍ, t.d. bókagerðarmenn og blaða- menn, eru í sömu stöðu. Samningar bankamanna hal'a verið lausir frá 1. september, en samningum opinberra starfsmanna hefur verið sagt upp frá og með 1. janúar nk. í gær vóru margir fundir hjá sáttasemjara og auk fundar með bókagerðarmönnum og viðsemj- endum þeirra í gærmorgun, átti sáttasemjari fundi með nokkrum sérsamböndum innan ASI og við- semjendum þeirra. Á mánu- dagsmorgun veður fundur sátta- semjara með samninganefndum ASÍ, VSÍ og Vinnumálasam- bandsins um skipulag vinnu- bragða við samningagerðina. Fyrri hluta næstu viku verða fundir sáttasemjara með þeim félögum og samböndum í ASI, sem enn hefur ekki verið rætt við. Einn þeirra funda hefur ver- ið tímasettur, fundur með Félagi starfsfólks í veitingahúsum. Bókagerðarmenn og Félag prentiðnaðarins voru á fundi hjá sáttasemjara í gær og nýr fundur hefur verið boðaður á mánudag klukkan 15. Fundur verður um kjarasamninga blaðamanna þann sama dag klukkan 13.30. Mörg félög hafa aflað sér verk- fallsheimildar og enn fleiri eru með fundi um helgina. Síðastlið- inn miðvikudag var slík heimild samþykkt á fundi í Einingu á Akureyri, í fyrrakvöld hjá Fram- tíðinni og Hlíf í Hafnarfirði og í gær hjá Blaðamannafélagi Is- lands. í dag er fundur hjá Dagsbrún og Framsókn í Reykja- vík um heimild til vinnustöðvun- t «niá) r ranikvæmdir eru hafnar við nýjan stórmarkað Kaupfélags Suðurnesja í Keflavík. í baksýn má sjá Fiskiðjuna og Tollvörugeymslan er til vinstri á myndinni. i.jó.sm. mw. Arnór. Skrefatalning á síma tekur gildi á morgun Skólataska forðaði dreng frá hjólum bfls ÁTTA ára gamall drengur varð fyrir bifreið á Snorrabraut um kl. 14 í ga r. liann hljóp vestur yfir Snorrabrautina á móts við Austurbæjarbíó og varð fyrir Volkswagenbifreið. Drengurinn lenti á stuðara bílsins og kastaðist í götuna fyrir framan hann en stöðvaðist við framhjólin. I>að var skólataska drengins, sem kom í veg fyrir að drengurinn lenti undir hjólum bifreiðarinn- ar, en hún skorðaðist milli stuðara og farangursgeymslu bifreiðarinnar. Má segja að það hafi verið mikil mildi og Ijóst, að skólataskan forðaði drcngn- um frá mun alvarlegri meiðslum en raun varð á, en hann hlaut heilahristing. Þá varð harður árekstur á talsvert. Konan var í bílbelti og að Tjarnargötu um kl. 14 í gær. Kona ók bifreið af Skothúsvegi inn á Lækjargötu. Hún var rétt búinn að taka beygjuna inn á Lækjargötu þegar hún teygði sig í takka í mælaborði. Skipti engum togum að bifreiðin skall á bifreið, sem hafði verið lagt í bílastæði á móts við hús Æskulýðsráðs. Sú bifreið skall á næstu fyrir framan, sem aftur kastaðist á næstu bifreið, þannig að fjórar bifreiðar skemmdust líkindum forðaði það henni frá meiri meiðslum en raun varð á, en hún skarst á augabrún. Mikil árekstraalda reið yfir Reykjavík síödegis í gær og urðu yfir 20 árekstrar frá hádegi fram til kl. 18, en um morguninn urðu aðeins fjórir. Mikið eignatjón varð og virðist sem lækkandi sól hafi í mörgum tilvikum blindað öku- GRUNDVALLARBREYTING verður á gjaldkerfi sjálfvirku símaþjónust- unnar 1. nóvember nk., þegar svo- kölluð skrefatalning tekur gildi. Þá lækka langlínusamtöl og tími nætur og helgitaxta lengist. Skrefatalningu bæjarsímans verð- ur komið á tímabilið 08.00—19.00, mánudaga til fóstudaga. Þessar breytingar verða framkvæmdar um allt landið, en óhjákvæmilegt er, að þær taki nokkra daga segir m.a. í frétt frá Póst- og símamálastofnun- inni. Lækkun langlínutaxta er að með- altali um 29%. Tímamæling fer þannig fram, að fyrsta talning kemur ætíð við svar. Ef önnur taln- ing kemur gerist það á tímabilinu frá svari til 6 mínútna. Eftir það koma allar talningar með 6 mín- útna millibili eftir lengd símtals- ins. „Mér finnst menn nú heldur seinir að kippa við sér í þessu máli, þegar þeir fara fram á skoðana- könnun á því,“ sagði Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, t samtali við Mbl., er hann var inntur álits á framkominni þings- ályktunartillögu um skoðanakönn- un meðal almennings um skrefa- talninguna. „Þetta byrjaði allt hjá "Ingólfi Jónssyni á sínum tíma, þegar hann gaf fyrirmæli um, að leitað yrði leiða til að jafna símakostað. Þá kom þessi hugmynd strax upp, síð- an er samþykkt þingsályktun um jöfnun simakostnaðar árið 1974 og þá var þessi hugmynd einnig nefnd. Síðan ákveður Halldór E. Sigurðs- son að halda málinu áfram og sömuleiðis Ragnar Arnalds árið 1979, þegar hann ákveður að láta kaupa tæki,“ sagði Steingrímur ennfremur. „Annars sé ég ýmsa annmarka á því, að láta fara fram skoðana- könnun um málið. Það þyrfti að setja slíka könnun ákaflega skýrt fra;.. til að almenningur gæti gert sér grein fyrir henni, en það er ljóst, að skrefatalningin kemur um helgina," sagði Steingrímur Her- mannsson, samgönguráðherra að síðustu. „Hef lítid álit á af- greidslu flugráds“ - segir Steingrímur Hermannsson Trúi ekki loðnuskýrslunni: „Var við loðnuleit í 3 vikur 1979 án þess að finna neitt“ — segir Hafsteinn Guðnason skipstjóri á Gígju RE „VIÐ vorum við loðnuleit á tímabil- inu 7. til 21. desember 1979. Þá sigldum við yfir 3000 mílur og var fiskifræðingur með allan tímann sem leitin stóð. Þrátt fyrir um- fangsmikla leit eins og öll þessi sigl- ing gefur til kynna, þá fundum við enga loðnu í það skiptið. Það er meðal annars þessvegna sem ég trúi ekki hinni nýju skýrslu fiskifræð- inga, um að aðeins séu eftir 144 þús- und tonn af loðnu,“ saði Hafsteinn Guðnason, skipstjóri á Gígju RE, í samtali við Morgunblaðið í gær kvöldi. Þegar Morgunblaðið ræddi við llafstein var hann á leið á loðnumið- in norður af landinu og voru skipin byrjuð að kasta um kl. 19. „Tveimur mánuðum áður en við vorum við loðnuleitina 1979 hafði stofnstærðin mælst 950 þúsund tonn, en allt þetta magn bókstaf- lega hvarf, þar til að veiðar hófust á ný eftir áramfin 1980, en þá virt- ist loðnan allt í einu koma undan ísnum. Það sem mér finnst enn vanta inn í þá loðnu, sem við höfum ver- ið að veiða í haust er t.d. loðnan sem heldur sig við Jan Mayen um mitt sumar og einnig má geta þess að á þcssu veiðitímabili höfum við ekkert verið á því svæði, sem var okkar aðalveiðisvæði í fyrrahaust, en það var vestan við miðlínuna milli íslands og Grænlands,“ sagði Hafsteinn að lokum. „SATT bezt ad segja hef ég ekki mikið álít á þessari afgreiðslu flug- ráðs,“ sagði Steingrímur Her mannsson, samgönguráðherra, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á þeirri samþykkt flugráðs, að mæla gegn því, að Arnarflugi verði veitt heimild til áætlunarfiugs frá ís- landi til Frankfurt og Hamborgar í VesturÞýzkalandi, Ziirich í Sviss og l’arísar í Frakklandi. „I þessu máli finnst mér mikil- vægast, að menn fari að eigin sannfæringu, og það get ég sagt, að ég mun ekki láta þingflokk Sjálf- stæðisflokksins segja mér fyrir verkum í þessu máli. Þá finnst mér vægast sagt mjög vafasamt, að menn sem eru í mik- ilvægum stöðum hjá Flugleiðum, sem hafa lagst mjög hart gegn þessari leyfisveitingu, skipi flug- ráð í þessu tiltekna máli. Þeirra staða hlýtur að vera mjög erfið þó ég sé ekki að væna þá um óheilindi. Mér hefði þótt eðlilegar, að menn eins og Leifur Magnússon, formaður flugráðs, hefðu setið hjá, eins og hann gerði þegar málefni íscargó voru til umfjöllunar á sín- um tíma. Því finnst mér ákvörðun flugráðs óneitanlega minna virði, en hún hefði þurft að vera. Eg hef fengið öll gögn málsins í hendur og mun athuga þau gaum- gæfilega yfir helgina, en ákvörðun mun liggja fyrir eftir helgi,“ sagði Steingrímur Hermannsson sam- gönguráðherra að síðustu. „Sé mikla annmarka á því að stöðva loðnuveiðarnar“ - segir Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra „ÉG SÉ mjög mikla annmarka á því, að stöðva loðnuveiðar á þessum punkti,“ sagði Steingrímur Her mannsson, sjávarútvegsráðhcrra, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvort hann hugðist stöðva loðnuveiðar í kjölfar tillagna og skýrslna frá Ilafrannsóknastofnun, sem gefa til kynna mun minni loðnu, en áður hefur verið haldið að væri til staðar. „Ég ákvað því, að bíða eftir skýrslum vegna þeirra veiða sem nú eru í gangi. Við höfum verið að fá upplýsingar frá þeim og eitt skipið fékk nú eitthvert stærsta kast, sem sögur fara af í dag. Það bendir óneitanlega ekki til þess, að eins lítið sé af loðnu á þessum slóðum og talað hefur verið um. Við bíðum því eftir upplýsingum um veiðarnar um helgina, en ég verð að segja eins og er, að ég hef mínar efasemdir í þessum málum og sé því mikla annmarka á því, að stöðva veiðarnar,“ sagði Stein- grímur Hermannsson, sjávarút- vegsráðherra að síðustu. Tónlistarfélagid: Píanótónleik- ar í Austurbæj- arbíói í dag ANNA Áslaug Ragnarsdóttir píanó- leikari heldur tónleika á vegum Tón- listarfélagsins kl. 14.30 í dag í Aust- urbæjarbíói. Á efnisskrá tónleik- anna er Sónata nr. VI eftir I’ietro Domenico Paradisi, Sónata op. 42 eftir Franz Schuhert og 12 prelúdíur eftir Claude Debussy. Anna Áslaug Ragnarsdóttir stundaði píanónám á Isafirði hjá föður sínum, Ragnari H. Ragnar, og síðar hjá Árna Kristjánssyni í Reykjavík. Að loknu einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík stundaði hún píanónám við skóla í London, Róm og Þýska- landi. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Múnch- en 1976 og hefur hún starfað þar síðan, við kennslu og píanóleik. Anna Áslaug hefur margsinnis leikið á tónleikum innanlands og utan, m.a. nokkrum sinnum meö Sinfóníuhljómsveit jslands hér í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.