Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 45% innflutnings frá EBE löndum Um 23,5% koma frá EFTA-löndum Vli) ATHIIGUN á því hvert útdutningur landsmanna fer, kemur í Ijós, að stærstur hlutinn fer til landa innan Kfnahagshandalags Evrópu, eda um 29% útflutningsins. I»etta er mióad vió útflutningstölur fyrstu átta mánuói ársins. Til samanhuróar má geta þess, að útflutningshlutfallió til KBKManda í fyrra var liólega 37%. Um 23,5% útflutningsins fer til landa innan EFTA, Fríverzlunar- samtaka Evrópu, en ísland er þar þátttakandi. Tii samanburðar má geta þess, aö hlutfallið var liðlega 17% á sama tíma í fyrra og hefur því augsýnilega orðið nokkur breyt- ing þar á. Til landa í Austur-Evrópu fer um 11% af útflutningi landsmanna, en á sama tíma í fyrra fór tæplega 10% hans á þessi lönd. Tæplega 23% útflutningsins fer til Norður-Ameríku, en á sama tíma í fyrra fór tæplega 22% út- flutninusins. Hlutfallið er nokkuð annað þegar innflutningurinn er skoðaður. lang- stærstur hluti hans kemur frá lönd- um EBE, eða um 45%. á fyrstu átta mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra kom um 41%. innflutningsins frá þessum löndum. Sé EFTA skoðað kemur í ljós, að nokkurt jafnvægi er í hlutfalli inn- flutnings og útflutnings, en um 23,5%. innflutnings landsmanna kemur þaðan, en eins og áður sagði fór um 23,5%. útflutningsins þang- að. Frá löndum Atistur-Evrópu flytj- um við um 8,9%. alls innflutnings á fyrstu átta mánuðum ársins, sam- anborið við tæplega 12% á sama tíma í fyrra. Hlutfall innflutnings og útflutn- ings er þó hvað óhagstæðast gagn- vart Norður-Ameríku, en þaðan flytjum við aðeins um 9,3% heildar- innflutnings okkar, samanborið við útflutninginn, en um 23%. hans fer til Norður-Ameríku Sviss: Verðbólgan í 7,5% VKKDBOLGA komst í 7,5% á árs- grundvelli í Sviss í síóasta mánuði, sem er þaó hæsta sem þekkst hef- ur um árabil. Fritz Honegger, efnahagsmálaráóherra Sviss, sagói á fundi meó fréttamönnum, aó þrátt fyrir þessi vátiðindi eins og hann oróaói þaó, þá væri allt útlit fyrir hjöónun veróbólgunnar næstu mánuóina. Hagfræðingar eru margir hverjir ekki sammála Honegger um hjöðnun verðbólgunnar á næstunni og segja, að neytenda- verð muni hækka stöðugt næstu mánuði. Hins vegar segir í nýrri skýrslu frá samtökum sviss- nesku bankanna, að ekki séu horfur á því, að lifikostnaður muni hækka verulega á næst- unni. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF - UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL Frá störfum Viðskiptaþingsins. Ljo.smynd mm. rax. Niðurstöður Viðskiptaþings Verzlunarráðs íslands: Nauðsynlegt að efla einkarekstur í landinu HELZTA nióurstaóa Viðskipta þing.s Verzlunarráós Islands, sem haldið var fyrir skömmu, var ef- laust það samdóma álit manna, aó nauðsynlegt sé aó efla einka- reksturinn í landinu, skapa hon- um stærra starfssvió, bætt starfsskilyrði og aukið frjálsræói, en eyóa þeim sérréttindum og mismunun, sem nú er milli fyrir tækja, atvinnuvega og lands- hluta, og alið hefur á sundrungu milli einkaaðila í atvinnurekstri. Viðskiptaþingið fjallaði reyndar um framtíð einkarekstrar á ís- landi. Ekki er lengur deilt um kosti einkarekstrar. Dæmin um allan heim sýna, að einkareksturinn nær einfaldlega betri árangri en opinberi reksturinn; er hagkvæm- ari, afkastar meiru, veitir betri þjónustu, er skilvirkari og full- nægif betur þörfum viðskiptavina. Af þessum sökum hafa þær þjóðir, sem byggja á einkarekstri, öðlast betri lífskjör en nágrannar þeirra, sem leita annarra leiða. Á þinginu kom mjög sterkt fram, að vöxtur hins opinbera á Vesturlöndum hefur verið á kostn- að einkarekstrar og mistök á þeim Lífskjör eru betri þar sem einkarekstur fær að blómstra sviðum hafa leitt til stöðnunar í atvinnulífinu. Hérlendis nema skattar t.d. til hins opinbera 45% af þjóðartekjum. Einn starfsmað- ur vinnur nú hjá hinu opinbera á móti hverjum fjórum í atvinnulíf- inu. Hið opinbera hefur óeðlileg og vaxandi afskipti af atvinnulífinu með lagasetningum, reglugerðum, óþarfa eftirliti og fyrirskipunum. Starfsvettvangur einkarekstrar er takmarkaður og opinber þjónusta er fjármögnuð þannig, að einka- reksturinn getur ekki veitt þjón- ustu á þeim sviðum. Loks hafa opinberar fjárfestingar og þátt- taka í atvinnurekstri aukizt og virðist fara vaxandi, ef hið opin- bera á að annast stórátak í virkj- unarmálum og verða eignaraðili að þeim stóriðjuverum sem kunna að rísa á næstu árum. Afleiðingar þessa eru, að margra dómiv að hagvöxtur hefur staðnað, lífskjör standa í stað og versna og stór hópur fólks flyzt af landi brott árlega. í»ví er nauð- synlegt að endurskoða hlutverk hins opinbera og veita einka- rekstri á ný svigrúm til athafna, þannig að hugvit og framtak frjálsra einstaklinga fái að njóta sín, þjóðarheildinni til hagsbóta. Um 180 manns tóku þátt í þessu fjórða Viðskiptaþingi Verzlunar- ráðs Islands um framtíð einka- rekstrar, sem haldið var að Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 15. október sl. Á þinginu voru flutt mörg mjög athyglisverð erindi um stöðu og horfur í íslenzkum at- vinnumálum, auk þess sem þar fóru fram almennar umræður um efni þingsins. I lok þingsins var þátttakendum skipt í umræðuhópa um tillögur að endurskoðaðri stefnu Verzlun- arráðsins í efnahags- og atvinnu- málum og var stefnan samþykkt efnislega óbreytt, en nokkrar orðalagsbreytingar voru gerðar. í bígerð er síðan að gefa stefnuna út í sérprentun. Meófylgjandi er samanburður á fargjöldum í innanlandsflugi á íslandi og í nokkrum helstu Kvrópuríkjum. I»að kemur í Ijós að fargjöld á íslandi á hverja flogna milu cru töluvert lægri en í samanhurðarlöndunum, llollandi, Frakklandi, Sviss, Brctlandi, Noregi, Svíþjóð og Uýskalandi. I’etta er þrátt fyrir það að viðurkennt sé að kostnaður sé yfirleitt hærri á íslandi en í þcssum löndum. jr Fargjöldin milli Islands og Evrópu þyrftu að hækka um 3% — ef eitt fargjald ætti að gilda hvaðan af landinu, sem farið væri FLUGLKIDIR fagna þeirri umræðu, sem orðið hefur um fargjöld í innanlandsflugi. Sérstaklega fagnar fyrirtækið yfirlýsing- um ráðherra um að fargjöld skuli gefin frjáls. I'etta segir m.a. í greinargerð, sem Flugleiðir hafa látið frá sér fara um innanlandsflug félagsins. I»au ströngu verðlagshöft, sem nú ríkja og skilningsleysi verðlagsyfirvalda á eðlilegri rekstrarfjárþörf innanlandsflugsins hafa gert skilyrði til góðrar þjónustu stöðugt erfiðari. Heilbrigð stefna í verðlagsmálum er forsenda heilbrigðs rckstrar flugsamgangna. Þann möguleika hefur að undan- förnu borið á góma, að þeir farþegar, sem nota innanlandsflug sem tengi- flug við Evrópuflug ætla að fá inn- anlandsfargjöidin innifalin í Evr- ópu- og millilandafargjöldum. Mjög vafasamt er að slík ráðstöfun gæti orðið til bóta og myndi hún væntan- lega verða til þess að Evrópufar- gjöldin hækkuðu talsvert og sam- keppnisstaða Flugleiða minnkaði. Fjöldi íslendinga, sem ferðast er- lendis á árinu 1981 verði líklega um 80 þúsund. Ekki eru til nákvæmar tölur yfir þann fjölda, sem notar tengiflug Flugleiða í innanlandsflugi til áframhaldandi flugs í Evrópuflugi. Þó hefur verið áætlað að um 14% af þeim Islendingum, sem fara erlendis á ári hverju, tengist innanlandsflugi og er þá sá fjöldi 11 þúsund manns. Ef allir þeir farþegar, sem nota tengiflug innanlands í sambandi við Evrópuflug yrðu fluttir án sérstaks gjalds innanlands næmi tekjutap —I þeirra vegna 7 milljónum króna, eða nálægt 900 þúsund Bandaríkjadoll- urum, miðað við núverandi fargjöld í innanlandsflugi. Ef þessi forsenda varðandi fjölda tengifarþega væri nákvæmlega rétt þyrfti að hækka öll fargjöld milli íslands og Evrópu- landa um 3% til þess að jafna þenn- an tekjumissi vegna innanlands- flugsins. Mjög vafasamt er að taka alla þessa hækkun af öðrum farþeg- um, þar sem félagið á vissulega í samkeppni við önnur félög og aðra áfangastaði, þannig að óvíst er að unnt væri að ná þessari hækkun að fullu inn í fargjöld, t.d. fyrir útlend- inga. Alls staðar annars staðar á Norð- uriöndum er sami háttur á og hér að millilandafargjald gildir aðeins milli millilandaflugvalia. Eina undan- tekningin sem vitað er um er Dan- mörk, en þar er sá háttur hafður á, að sama fargjald gildir á öllum inn- anlandsstöðum til staða erlendis. Þetta er þó háð ströngum takmörk- unum. Þessi möguleiki hefur marg- oft verið athugaður hér varðandi innanlandsflug og niðurstaðan ávallt orðið sú, að þetta yrði til tekjutaps og munaði þar mestu um að útlendingum yrði gefið innan- landsflugið. Yrði vart hægt að krefj- ast þess af íslenzkum farþegum í Evrópuflugi, að þeir greiddu niður fargjöld fyrir erlenda ferðamenn í innanlandsflugi. Sú hugmynd hefur skotið upp koll- inum að hugsanlega væri skynsam- legt að innleiða fargjöld í innan- landsflugi eftir árstíðum, þ.e.a.s. lægra fargjald að vetri, en hærra að sumri vegna meiri umferðar er- lendra ferðamanna. Þessi fargjalda- stefna er að miklu leyti þegar til staðar og njóta íslendingar betri kjara á veturna vegna ýmissa sér- fargjalda sem þá gilda. Má nefna helgarferðir, leikhúsferðir, skiða- ferðir og sérstakar afsláttarvikur og nemur afsláttur allt að 35% og upp í 50%, segir að síðustu í greinargerð Flugleiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.