Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 Á kristniboðsári Spurt er: Ég lít svo á, að allt gróft tal sé ómenning, þar með talin blótsyrði. Sumir halda því fram að syndsamlegt sé að blóta. Hvernig er hægt að rökstyðja það út frá Biblíunni? Spurning: Ég lít svo á að allt gróft tal sé ómenning, þar með talin blóts- yrði. Sumir halda því fram að syndsamlegt sé að blóta. Hvern- ig er unnt að rökstyðja það út frá Biblíunni? Þessi spurning leiðir hugann að annarri spurningu: Hvert er gildi orðanna, hins talaða máls? Ef við dæmum orðin fánýt, verð- ur hlutverk þeirra léttvægt og litlu skiptir þá hvaða orð við veljum og beitum. Hvort við auð- kennum sum þeirra sem blóts- yrði eða e-ð annað varðar þá engu. En séu þau hins vega sá burðarás andlegra verðmæta sem sumir ætla, jafnvel „fjöregg frelsis og sjálfstæðis", hljótum við að skoða tilgang þeirra og hlutverk í öðru ljósi. Þá verða þau ekki skilin frá okkur sjálf- um, stöðu okkar og tilgangi í líf- inu. Orð til uppbyggingar Hverju svarar kristin trú? Jú, Biblían leiðir hugi okkar að orðinu öðru fremur. „I upp- hafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð“, segir í jólaguðspjalli Jóhannesar. Þar tengir guðspjallamaðurinn á listrænan hátt hinn gamla og nýja sáttmála sem Guð gerði við lýð sinn. Hann notar orðið til að tjá hinn óræða veruleika. Guð skapar með orði sínu. Hann tal- aði og það varð, hann mælti og þá stóð það þar, segir í G.t. „Og orðið varð hold og hann bjó með oss fullur náðar og sann- leika ...“ Þannig túlkar orðið hinn skapandi mátt, verk Guðs og veruleika hér í heimi. Jesús Kristur var hið höidi klædda orð. Hann flutti „orð lífsins", „orð eilífs lífs“ og það orð er „lifandi og kröftugt" og mun aldrei undir lok líða. Og skilaboð þeirra sem væntu lækn- ingarkraftaverks af Jesú voru þessi: „Segðu það aðeins með orði...“ Mikill er því vegur orðsins í uppsprettulindum trúarinnar og helg staða þess. En þessi hugsun endurspeglast líka í áherslunni á nauðsyn þess að við kristnir menn gætum tungunnar og vöndum mál okkar. Tungutak okkar á að leggja lið og hlúa að þeirri nýsköpun sem Kristur hóf hér á jörðu. Eins og orðið verður farvegur Guðs til mannanna, farvegur sköpunar hans og endurlausnar, eins eiga orð mannanna hvers til annars að vera til uppbyggingar en ekki niðurrifs, þregða birtu á veginn, birtu kærleika og fyrirgefningar, flytja náð þeim sem heyra. Segja má því að rök trúarinnar leggi okkur á herðar að vanda mál okkar í öllum greinum, eins og við eigum að flytja sáttarorð, vera orðheldin og orðvör. Helgi orðsins minnir okkur á að „orð eru dýr“ því af gnægð hjartans mæiir munnurinn og góður mað- ur ber gott fram úr goðum sjóði. Jesús sagði að ekki saurgi það manninn sem inn fer í munninn, heldur hitt sem út af honum fer. Ljóst má vera að orðin bera því hugarfari vitni sem inni fyrir býr. Hugsun og orð eiga samleið og tengsl þeirra eru háð því lögmáli að ef tréð er skemmt verður ávöxtur þess einnig skemmdur. Þótt margt sé vissu- lega talað í hugsunarleysi verður að viðurkenna að hugarfar og vitund mannsins er á bak við allt sem hann mælir. Ógætileg orð, hvort heldur eru bakmæli, níð- yrði eða blótsyrði, eru þar ekki undanskilin og geta því aldrei átt afsökun sína í óvæntum at- vikum, ójafnvægi eða reiði, sem oft einkenna aðstæður þegar slík orð eru látin falla. Eru blótsyrði syndsamleg? Þann skilning trúarinnar á gildi og mikilvægi hins talaða orðs, er að framan getur, vil ég leggja til grundvallar svari mínu við þeirri spurningu um blóts- yrði, er mér hefur verið falin. Ég hefi dregið fram stöðu þess í Ijósi sköpunartrúar Biblíunnar. Kristinn maður hefur því fyrst og fremst í huga að mál hans skal flytja „orð til uppbygg- ingar". Bölv og ragn stríðir gegn þeirri vitund sem önnur þau orð eða orðtök sem lýta Guðs sköp- un. Þá hefi ég einnig í huga þann leiða ávana margra að flétta nafn Guðs og Jesú í tilviljana- kenndar upphrópanir, stundum afbakaðar og einatt í marklausri mótsögn við eðli máls og atvika. Allt slíkt málfar finnst mér bera vott um andlegt hirðuleysi og virðingarleysi við sjálfum sér sem öðrum. Hitt verður persónuleg niður- staða hvers og eins og háð því hvað stýrir hugsun hans og gild- ismati í lífinu, hvort hann lítur þau orð sem um ræðir „synd- samleg" og andstæð guðs vilja, eða hvort þau eru honum jafn hlutlaus og lífvana og steinvalan á götunni sem einu gildir hvort liggur hér eða þar. Klót er ekki síst merki um andlega örbirgð. Móðurmálið En fleiri rök koma til, er við hugleiðum blótsyrðin og áhrif þeirra á málið. Þjóðtungan á djúpar tilfinningarætur í hugum okkar íslendinga, sem ræður málkennd og smekk manna, hvað sem trúarlegri afstöðu þeirra líður. íslenskan nefnir þjóðtunguna móðurmál og það er helg þökk á bak við þ á hugsun og blótsyrði, sem önnur ónytju- orð, geta vart átt heima í þeirri þakkargjörð, þeirri „móður“- minningu. Þjóðtungan er helg í hugum þeirra sem minnast mæðra sinna eins og séra Matthías: Mitt andans skrúð er skorið af þér sú skyrtan best hefir dugað mér ... og Ég hefi þekkt marga háa sól, ég hefi þekkt bækur og tungumál og setið við lista lindir en enginn kenndi mér eins og þú ... Þeir sem kjósa að „skreyta" mál sitt með svonefndum blóts- yrðum mættu hugleiða þá saurg- un á „móður“-málinu sem slíkt er í eðli sínu, enda þótt þeir hafi ekki þá vitund að þeir séu með slíku málfari að „brjóta niður musteri Guðs“. Afsakaðu prestur minn! Oft megum við prestar taka við afsökunarbeiðni viðmælenda okkar, er þeim hefir óvart hrotið blótsyrði af vör. Þótt við teljum okkur flestir e.t.v. ekki þurfa persónulega á þeirri afsökunar- beiðni að halda, er þó vel ef ná- vist okkar kallar þá hugsun fram að tungan, þessi „litli limur“, þurfi frekari tamningar við. Eða skyldi annað koma til, eitthvert óljóst hugboð um að blótsyrðin hafi boðað afneitun, verið ákall á hið illa vald, sem alls ekki var ætlun þess er talaði? Já, svo tví- eggja geta þessar mótsagna- kenndu upphrópanir stundum verið, orðin sem gjarna eru not- uð í stað lýsingarorða, sem ís- lensk tunga er þó auðug af. Það gleymist of oft að „ ... orð er á Islandi til um allt, sem er hugsað á jörðu“. Við eigum svo marga og miklu betri möguleika en blót og ragn, sem væru sjálfum okkur og móðurmálinu til sæmdarauka. „Af máli má manninn þekkja“ Raunar hneigist ég til að lita á blót fyrst og fremst sem merki um andlega örbyrgð, skort á hæfileika til að tjá hugsun sína. Sá sem hefur vanið sig á að blóta er óafvitandi að játa hversu takmarkaðan orðaforða hann hefur. Hann erí sjálfu sér orð- laus og verður því að grípa til upphrópana sem eru merk- ingarlitlar, jafnvel stundum öfugmæli eða sjálfsmótsögn eft- ir innihaldinu. Ég tel að blóts- yrði eigi það sammerkt með öðr- um málspjöllum og ruddalegu orðfæri, að sá illu sæði í ung eyru og gera menn áttavillta í máðurmálinu af þvi að þeir gæta ekki lengur að þeirri hugsun sem að baki býr. Slíkt málfar segir þó einatt skýrasta sögu um þann sem talar, en verður þeim sem á Sr. Þórhallur Höskuldsson er sóknarprestur að Möðurvöllum í Hörgárdal. hlýðir sjaldnast áhersluauki eins og til er ætlast, heldur fremur til ama og óþæginda. Það gleymist að af málfari er manngildið met- ið og „af máli má manninn þekkja" eins og gamalt máltæki segir. Menn smækka sjálfa sig mest með tungutaki sem særir tilfinningu og smekk áheyrand- ans, ekki síður en slúður og fleip- ur um aðra, sem ekki þolir ljósið, á það stundum til að hitta höf- undinn sjálfan fyrir. í huga mín- um eiga því blótsyrðin helst samleið með gífuryrðum og ruddalegu tali. Því hærra sem þau hljóma því minna gilda þau, uns þau gilda ekki neitt en hafa þá um leið rýrt álit þess er þau átti. Að temja sína tungu Því hníga jafnt biblíuleg rök sem önnur að nauðsyn þess að menn temji tungu sína og hreinsi hana af blótsyrðum sem öðrum spjöllum. Gott ráð er að byrja á því að festa í huga áminningu Páls postula. Hann metur gildi orðsins og virðir helgi þess er hann segir: „Látið ekkert svívirðilegt orð líða yður af munni, heldur það eitt sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það flytji náð þeim sem heyra. Og hryggið ekki Guðs heilaga anda sem þér eruð innsigluð með til endur- lausnardagsins. Látið hvers kon- ar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt yður og alla mannvonsku yfirleitt, en verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrir- gefa hver öðrum, eins og líka Guð hefir í Kristi fyrirgefið yð- ur“ (Ef. 4:29-32). Magnleysið gagnvart tækninni Ég hef haft mikið gaman af að dudda við hænurnar mínar eftir að ég hætti að kenna, en nú hef- ur þetta nýja varpmjöl raskað því öllu. Norskur verkfræðipró- fessor sem kominn er á eftir- laun, sagði frá reynslu sinni á ráðstefnu um tæknivæðingu og siðfræði, sem kirkjur Norður- landa efndu til nýverið. — Alla starfsævi mína hef ég trúað því, enda unnið að því, að tækniframþróun væri af hinu góða. Nú er mér hinsvegar ljóst, að hún er hætt að vera alfarið þjónn mannsins, heldur er hún farin að stýra lífi fólks, jafnvel gagnstætt vilja þess og viðhorf- um. Sambúð mín og hænsnanna er gott dæmi um þetta, þótt ein- falt sé. Við hjónin keyptum okkur 12 hænur þegar við fluttumst upp í sveit, er ég hvarf frá háskólan- um. Ég fóðraði hænurnar kvölds og morgna, spjallaði við þær, enda eru þetta spekingslegar verur, hreinsaði kofann og hirti þessi 4—5 egg, sem lágu í kass- anum á kvöldin. Þau nægðu okkur fullkomlega við heimilis- haldið. En svo kom þetta nýja varpmjöl og varpið jókst um helming. í kassanum lágu 10—12 egg á hverjum degi. Og þar með raskaðist þetta ánægjulega tómstundastarf mitt. Því hvað átti ég að gera við öll þessi egg? Og mikið eggjaát getur valdið kransæðastíflu og hjartasjúk- dómum og ekki vildi ég stuðla að því í eigin garði. Ekki vildi ég heldur slátra helmingnum af þessum góðu vinum mínum, enda væri þá varla nóg fyrir mig að sýsla í kringum þær. Nú, ekki kærði ég mig um að fara að selja egg og stofna til viðskipta. Allir nágrannar okkar áttu hænur, Stýring tækninnar getur gert áhugamál að vandamáli og dregið úr frelsi mannsins. 4- itt svo að ástæðulaust var að gefa þeim aukaeggin. Það var ekki einu sinni hægt að fá gamla hænsnafóðrið og draga þannig úr offramleiðslunni. Stýring tækninnar á þessu einfalda hænsnahaldi mínu var slík að ánægjuefnið varð vandamál. — Ráðstefnan fjallaði um þetta vandamál sem dæmisaga próf- essorsins aldna benti á, magn- leysi mannsins gagnvart tækn- inni. Hversu tækniþróunin breytir lífsaðstæðum og lífsstíl fólks án þess að það fái að gert og hversu hún eflir misréttið milli jarðarbúa, því að tækni- framfarir koma aðallega iðn- væddum vesturlandaþjóðum til góða. Umræðan var mikil. Þarna voru samankomnir margir af fremstu mönnum Norðurlanda á sviði tæknivísinda, heimspeki og guðfræði. Niðurstaðan var kall til ábyrgðar. Prófessor við sænskan tækni- háskóla benti á það félagslega ábyrgðarleysi sem starfsbræður hans hefðu búið við. Þeir unnu að tækniframförum án þess að skeyta verulega um afleiðingar þeirra, því að skuldinni væri ævinlega skellt á stjórnmála- menn og aðra ráðamenn, sem taka ákvarðanir. Hinsvegar eru það einungis tæknivísindamenn sem hafa forsendur til þess að gera sér ljóst, hverjar geta verið afleiðingar tæknibúnaðarins, ekki aðeins á stað og stundu, heldur síðar og annars staðar, meðal óviðkomandi fólks. Kallað var eftir forystu kirkj- unnar til þess að leggja siðferði- legt mat á framrás tækninnar. Mælistikan hlýtur að verða heili manneskjunnar og mannkynsins í heild, en ekki hagfóturinn eða annar kvarði sem lítur framhjá manneskjunni. .nilM.:.,.,., . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.