Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 „Get ekki séð að veruleg stefnu- breyting verði í kjaramálum“ „l’að sjá allif, að það lifír in af rúmum fiinm |>ústin<l krúna mánadarlatmwm, sem eru almenn laun Sóknarfélaga í dag. I*aó veróur því aó gera ráóslaf- anir vió knmandi kjarasamninga aó (ryggja kaupmátt launa- lólks," sagói Aóalheióur Bjarnfreósdóttir fnrmaóur Starfsmannafélagsins Sóknar, í viótali við Morgunblaðið. „Stærsti hópurinn innan Sóknar er láiílaunakonur, en virkir félag- ar eru rúmir 3.000 talsins. Þetta eru konur, sem hafa fyrir heimili að sjá. Þær vinna störf á sjúkra- húsum, barnaheimilum, við heim- ilisþjónustu og við ræstingar. Þær vinna ekki ákvæðisvinnu heldur verða að lifa af almennum dag- launuip." „Tekjut nar næga ekki l'yrir þörfum heimilisins" „Um 'A hluti þessara kvenna vinna fulla vinnu og vaktavinnu, ef hún fæst. Hinn hlutinn vinnur hluta úr degi, eru það einstæðar mæður, sem komast ekki út til að vinna allan daginn og konur sem treysta sér ekki til að vinna fulla vinnu og svo konur, sem eru gift- ar, en tekjur eiginmannsins nægja ekki fyrir þörfum heimilisins. Því það er langt frá því, að allir verka- menn hafi mannsæmandi laun. Ef ég tek sem dæmi verkamann, sem er í ágætum launaflokki, þá er hann með 5.641,- krónur í dag- vinnu á mánuði eftir taxta Dagsbrúnar. Mánaðarlega eru teknar af honum 967 krónur í út- svar, þannig að hver maður sér að þessar tekjur nægja ekki til að reka heimili. Það er þetta lág- launafólk og fólk, sem vinnur við fiskvinnu, og að ýmsum iðnaði sem alltaf situr eftir við kjara- samningana." Það ríkir mikið launamisrétti innan Verkamannasambandsins sjálfs. Munur á ha'stu og lægstu Rætt við Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur formannn Starfs- mannafélagsins Sóknar launum innan þess er 73%. Mun- urinn hjá konum er 63% en vinnu- vika þeirra er 10 tímum styttri. „Minnihlutahópur, sem kemur málum sínum ekki á framfæri“ „Astæðurnar fyrir þessum lágu launum eru eflaust margar, en að- alástæðuna tel ég vera, að það hef- ur aldrei verið samið um að fólk geti lifað af tímakaupinu heldur gert ráð fyrir að hægt sé að hækka tekjurnar með ýmiss konar ákvæðisvinnu. Það voru iðnaðarmennirnir, sem fyrst unnu eftir slíku kerfi og voru þá gjarnan nefndir uppmælingar- aðallinn. Nú er ákvæði komið yfir á almenna verkamannavinnu bæði í fiski og iðnaði. Þó eru enn til þeir hópar fólks, sem eru fyrir utan ákvæðisvinnukerfið og verða að lifa af daglaunum og er það þetta fólk, sem er hið raunverulega lág- tekjufólk, sem ég er að tala um. Hér er um að ræða minnihluta- hópa innan verkalýðsfélaganna, sem koma málum sínum ekki nógu vel á framfæri. Það ríkir ekki lengur sá andi í verkalýðshreyf- ingunni, að það sé einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þeir sem hafa ákvæði ofan á timakaupið láta sig það of litlu máli skipta, hvað kem- ur út úr tímakaupinu. Eg verð nú samt að segja það, að mér finnst það vera farið út í öfgar, að kenna forystunni sífellt um þetta ásand, því forystan er spegilmynd af fólkinu í verkalýðshreyfingunni og hún er góð eða vond eftir aðstæð- um. Það verður að hafa það í huga í þessum umræðum, að það verða engir samningar til nema félags- menn samþykki þá.“ „Konur verða að hætta að velja karla til forystu í blönduðu félögunum“ „Það má einnig kenna félags- legri deyfð um ástandið í launa- málunum, einkum á þetta við um konur. Það er ennþá svo, að ábyrgðin á heimilunum hvílir á konum og dregur úr þeim þrótt, til félagsstarfa. Það er ekkert tillit tekið til þessarar aðstöðu kvenna, þegar fundartímar eru ákveðnir, þannig að þær eiga ekki eins auð- velt með að gegna ýmsum nefnd- arstörfum. Konur verða að hafa ódrepandi áhuga, ef þær eiga að geta unnið úti fulla vinnu, sinna heimilisstörfum og gegna svo fé- lagsstörfum þar að auki. Það þyrfti að breyta fundartímum þannig að þeir henti konum eða hreinlega gera vinnutímann sveigjanlegri. Það er líka svo, að karlar sitja fyrir konum í stjórnum og nefnd- um þar sem þær gætu haft áhrif. En karlar sitja líka hverjir fyrir öðrum, því það gefur engin eftir sæti sitt baráttulaust. Ég tel að konurnar verði að byrja á réttum stað í sínum félögum og hætta að velja karla til forystu í blönduðu félögunum. Ég veit um nokkur fé- lög þar sem eru nokkrir karlar í félaginu og það er segin saga, að karlarnir eru strax komnir í for- svar innan félaganna og það eru konurnar, sem kjósa þá. Það er hrein vitleysa, að konur vilji ekki axla ábyrgð, því þær eru vanar að bera mikla ábyrgð þar sem heimil- in eiga í hlut. Því þær sjá um barnauppeldið og fjármál heimil- anna og ferst það vel úr hendi. Ég tel það mikinn skaða, að konur eigi ekki meiri þátt í fjármála- stjórn landsins, því þær fara í flestum tilvikum betur með fé en karlmenn." „Sjáum því ekkert til fyrirstöóu að hefja samninga nú þegar“ „Það sem ég tel að þyrfti að ger- ast er, að það þarf að leggja áherslu á tímalaunin þannig að fólk geti lifað af þeim. Ef til vill ætti að taka upp sérstaka reikni- tíjlu fyrir ákvæði og aðskilja hana frá tímavinnunni. Eða setja lög um lágmarkslaun, því það er ekki hægt að una því í þjóðfélagi eins og okkar, að það skuli ekki vera hægt, að lifa af venjulegum dag- launum. Þetta tel ég þó ákveðna uppgjöf og kysi aðra leið, sem verkafóik kæmi sér saman um. Ég tel ákvæðisvinnu yfirleitt erfiða vinnu, sem fer illa með fólk og ég sæi ekki eftir því þó hún yrði afnumin. Af hverju sækir fólk í ákvæðisvinnu? Hér er um að ræða vandamál, sem verður að skoðast í víðara samhengi. Ungt fólk, sem er að stofna heimili á fárra kosta völ. Hér er erfitt að fá leigt og því verða flestir að kaupa sér hús- næði. En þpð er erfitt að koma yfir sig þaki vegna þess að aðeins er hægt að fá skammtímalán til húsbygginga og vextir af þessum lánum eru miklir. Til að geta klof- ið slík kaup fjárhagslega verður fólk að vinna myrkranna á milli og sækist því í vinnu þar sem pen- ingarnir eru fljótteknari." „Fólk hugsi utn faglegu hlidina en láti stjórn- málaflokkana ekki hafa of mikil áhrif á sig“ „Það hefur ennþá komið afar iítið upp á yfirborðið, hver stefnan verður í komandi kjarasamning- um en ég get þó ekki séð, að það ætli að verða veruleg stefnubreyt- ing. Ég hef ekki ennþá rekið mig á neinn ágreining innan miðstjórn- ar ASÍ þar virðast öll mál af- greidd með einhverju samkomu- Iagi. Ég er því hrædd um að það fari ekki eftir flokkslit, hvort fólk vill viðhalda þeim launakjörum, sem ríkja. Það er ekki nóg að tala um jafnlaunastefnu, menn verða að fylgja henni eftir í eigin félagi. Ég hef alltaf verið því fylgjandi, að fólk hugsi um faglegu hliðina fyrst og fremst en láti stjórnmála- flokkana ekki hafa þar of mikil áhrif. Því ég fæ ekki betur séð en það sé sama hverjir stjórni það hefur alltaf verið krukkað í kaupið og er ekki hægt að benda á ein- staka flokka, hvað þetta varðar, þeir eru allir meira eða minna sekir. Konur eru jafn sekar og karlar um að láta flokkana hafa áhrif á stefnu sína í launamálum. Á síð- asta Alþýðusambandsþingi þá voru konur á hlaupum innan sinna flokka í stað þess að kalla saman og mynda samtök þeirra kvenna, sem voru á þinginu og athuga hvort ekki væri hægt að ná sam- stöðu um ákveðnar konur til að bjóða fram og kjósa. Það má ségja að ég hafi verið jafn sek og aðrar, því ég gerði ekkert til að mynda samtök enda hef ég bitra reynslu af því, að það er flokkurinn sem blífur ekkert síður hjá konum en körlum. Ég get þó ekki lokið við þetta samtal án þess að lýsa ánægju minni á því að tvær konur skuli hafa verið kosnar til for- mennsku svæðasambanda, eins og átti sér stað stað á Alþýðusam- bandsþingum Vesturlands og Norðurlands og tel ég að þar sé að finna gott fordæmi." IIE. Reynt að gá til góðs Ein er hamingja stærst í mann- legum heimi og ætti að vera sam- eign allra er hann byggja. Hamingj- an sem felst í heilbrigði og gjörvi- leik barnanna er í hann fæðast. Þar sem engin eru vopnin og frið- ur ríkir verða mannlíf og heilbrigði meira virði og samfélagsleg viðhorf mótuð af meiri lotningu fyrir lífinu, þott það verði ekki alltaf fundið í daglegum skiptum. Litla velferðarþjóðfélagið okkar hér á íslandi hefur sannarlega glaðst yfir heilbrigðum börnum sín- um, æsku Iands síns. Og af því leiðir gæfuríkt framtak að vaka á verðin- um fyrir heill þeirra og hamingju. Við viljum allt fyrir þau gera — og gerum það — glöð og reiðubúin til æ sta'rri átaka, þótt um það sé deilt hvort við viljum alltaf réttar leiðir. Kins og hamingjan er mikil yfir hverju heilbrigðu barni — er sorgin sár þegar andleg eða líkamleg veik- indi eða hvort tveggja hertaka þess- ar litlu sálir — og gera þeim ófært að geta notið neins sem lífið hefur að bjóða á annan hátt en til þeirra er borið og við þau er rækt. Allar sorgir stórar og smáar eiga það sameiginlegt að um leið og þær kremja hjarta og sál, búa þær þeim er hoggin hljóta einangraða og skilningslausara umhverfi. Heim- urinn er af heilbrigðum ákvarðaður fyrir þá fyrst og siðast. Allir aðrir raska og íþvngja. Og því eru þeir liiDKiiiitimiiiiihiuuu Svo skulum viö til gleöinnar gá Umsjónarmaöur Jenna Jensdóttir rithöfundur fáir sem í raun reynast vinum sín- u nt. Viðbrögð þjóðfélagsins verða í samrætni við það. Gagnvart van- máttugum verður það óglaðara og átakaminna í athöfnum sínum' og stillir öllum kröfunt þeirra á lægra plan. Ástúð og virðing í umhverfi barnanna er fyrst og fremst komin frá foreldrum og öðrum sem elska þau og finna í þeim — oftlega — innri þroska og greind sem hvorki sést né ræktast án sérstakrar alúð- ar og óþrjótandi hjálpsemi á öllum sviðum. Sem betur fer hefur bar- átta foreldranna ásamt góðum vilja og skilningi margra annarra er málum ráða, leitt af sér mikla og árangursríka hjálpsemi á undan- förnum árum hér á landi. Viðhorfin gagnvart þroskaheftum og fötluð- um börnum hafa stórum breyst til batnaðar þegar á allt er litið. Og þjóðfélagið gerir þeim margt gott til meðan þau eru enn á barns- aldri. En þegar þau stækka og þroskast og verða ofurefli heimila sinna á þann hátt að hægt sé að veita þeim besta aðhlynningu taka málin að skiptast á annan veg . .. - O - Eoreldrasamtök barna með sér- þarfir er félagseining í Þroskahjálp. Það telur um 180 félaga og eru þeir dreifðir um alla landsbyggðina. Nú- verandi formaður Foreldrasamtak- anna er Unnur Hermannsdóttir. Við ræddum lítið eitt saman: — Hvaða kostur er við það að hafa svona smáeiningar innan fé- lagsins Þroskahjálp? — Það eru ýmsir kostir við það. Málefnin eru harla ólik í eðli sínu og misjafnar þarfir barna eftir því llihlD HmtMili li1. .1 um hvaða þátt fötlunar er að ræða. Smærri hópar skapa óneitanlega meiri innbyrðis kynni. Og einn besti þáttur.inn er sá sem verður til af þrotlausu starfi sem byggist á hjálpsemi hvers einstaklings innan samtakanna. — Er langt síðan þú fórst að vinna að málefnum þeirra barna er við ræðum hér um? — Já, það er nú langt síðan. En sem virk í félagsskap var ég nokkru eftir að Foreldrasamtök barna með sérþarfir var stofnað. Okkar sam- eiginlega starf fyrstu árin var að koma upp gistiheimilinu í Braut- arholti fyrir foreldra utan af landi er komu með börnin til st.vttri dval- ar vegna rannsóknar og læknis- hjálpar. Allur tími og kraftar fóru í rekstur þess hjá okkur og nú höfum við séð mikinn árangur af því starfi, þar sem gistiheimilið í Melgerði í Kópavogi er og öll aðildarfélög Þroskahjálpar eiga hlutdeild í. Þó er margt eftir enn. — Viðhorfin — hafa þau breyst frá því þú byrjaðir? — Tvímælalaust, og það hefur gert okkur sem viljum standa og falla með velferð þessara barna okkar stórum léttara um vik. Markmið okkar nú er að vinna að málum barna með sérþarfir að þau fái á öllum sviðum þá þjónustu er þeim ber, og þjóðfélagið hefur í raun viðurkennt sem stórt réttlæt- ismál. Flestir félagsmenn eiga fjöl- fötluð börn og mörg þeirra eru á skólaskyldualdri. Spurningin er hvað tekur við hjá þeim þegar því lýkur að hætt sér afskiptum af þeim innan fræðslukerfisins og þau kom- ast á æskuárin. — Sum börnin eru þegar komin á æskuár. Hvað veitir þjóðfélagið þeim, sem talist getur hliðstætt við það sem gert er fyrir þeilbrigða unglinga, þegar tillit er tekið til margvíslegrar fötlunar? — Eg get því miður ekki nefnt þér neitt. — Hvar eiga þau helst athvarf utan sinna heimila? — Á Skálatúni og Kópavogshæl- inu. — Nú, já. En Örvrkjabandalag- ið? — Þeir unglingar sem við ræðum hér um eru of fjölfatlaðir til þess að hægt sé að taka við þeim þar vegna aðstæðna. — Er þá nútimaþjóðfélag á ís- landi ekki í stakk búið til þess að taka á móti börnum, eins og við sáum í ntyndinni frá Reykjadal um daginn, þegar þau komast á æsku- árin og þurfa þá ýmissa aðstæðna vegna að hverfa úr foreldrahúsum, þar sem þau enn búa við ástúð og öryggi? — Nei, það er einmitt okkar sam- eiginlega sorg sem eigum og elskum þessi börn, að það er enginn staður til fyrir þau sem foreldrarnir geta litið á sem hliðstætt góðu heimili. F.vrir slíku heimili viljum við berj- ast og leggja alla okkar sameigin- legu krafta þar til. — Eitthvað hefur heyrst um að nokkurt fé sé inni hjá Fræðsluráði borgarinnar til félagsstarfa í skól- um. Hafa börn með sérþarfir notið f.vrirgreiðslu þaðan til gleði og gagns fyrir sig og sína? — Mér er hvorki kunnugt um fé borgarinnar til æskulýsstarfsemi né að tilboð hafi komið um að börn með sérþarfir njóti þar góðs af. Mörgu þarf líklega að breyta til þess að svo verði. — Getum við verið bjartsýn í þessu efni? — Við getum alltaf vonað það besta. En okkar brennandi löngun er sú að unglingar með sérþarfir eignist heimili þar sem þau geta dvalið við svipaða aðhlynningu og heima hjá foreldrum sínum. Unnur Hermannsdóltir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.