Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981 23 Prinsessan af Wales talar vid ónafngreinda módur og barn hennar í fæðingardeild sjúkrahússins í Llwympia á síðasta degi þriggja daga ferðar hennar og Karls prins um Wales. Stjórn Chad reynir að reka Líbf umenn l’arís, .VDjamena, Tripoli, Kaíró, Washington, 30. október. AIV FORSETI Mið-Afríkuríkisins ('had, Goukouni Oueddei, hefur snúið baki við bandalaginu við Líbýu, krafizt taf- arlauss brottflutnings líbýskra her sveita frá höfuðborginni N’Djantena og SuðurChad og algers brottflutn- ings fvrir árslok samkvæmt stjórn- artilkynningu í dag, lostudag. Tilkynningin var birt eftir þriggja daga heimsókn annars valdamesta manns Líbýu, Abdess- alam Jalloud majórs. Líbýumenn tfyKRÓu Goukouni forseta sigur í borgarastríðinu með íhlutun sinni í desember og uppreisnarleiðtoginn Hissene Habre, fyrrum landvarna- ráðherra„ var hrakinn úr landi. Habre hefur haldið áfram skæru- hernaði austast í landinu nálægt súdönsku landamærunum. I París var haft eftir frönskum embættismönnum að fréttin væri „nokkurt gleðiefni" og þeir stað- festu að Frakkar hefðu staðið í sambandi við Líbýustjórn að und- anförnu í því augnamiði að draga Saudi-Arabar draga úr olíuframleiðslunni (rt-nf, .10. okt. AP. SAUDI-AKABAK minnkuðu daglega olíuframleiðslu um a.m.k. eina millj- ón tunna í dag til að styrkja sam- komulagið, sem Samtök olíusölu- ríkja (<>PEC) náði um sameiginlegt olíuverð í gær, fimmtudag. Ahmed Zaki Yamani olíuráð- herra tilkynnti þetta í dag, föstu- dag, og tók skýrt fram að eftirlit yrði haft með framleiðslunni í samræmi við samkomulagið, sem gildir næsta ár. Samkvæmt samkomulaginu hækkar verð á olíu frá Saudi- Arabíu um tvo dollara tunnuna og það verður 34 dollarar. I staðinn munu flest önnur aðildarríki lækka verð sitt. Hámarksframleiðsla Saudi- Araba verður 8,5 milljónir tunna á dag. En Yamani sagði að alltaf yrði hægt að auka framleiðsluna ef þrengjast mundi um á mark- aðnum. Yamani, sem er aðalhvatamað- ur samkomulagsins, spáði því að umframbirgðir af olíu í heiminum mundu eyðast „eigi síðar en á öðr- um ársfjórðungi" næsta árs. Hann ítrekaði að ekkert sam- band væri milli stefnu Saudi- Araba í verðlags- og framleiðslu- málum og sölu bandarískra AWACS-ratsjárflugvéla til Saudi-Arabíu. Yamani skýrði frá þvi að hann hefði fengið margar heillaóskir síðan samkomulagið var gert, m.a. frá orkuráðherra Bandaríkjanna, James B. Edwards, sem sagði að „allir væru ánægðir" með áætlun- ina. Veður víöa um heim Akureyri 4 skýjað Amsterdam 11 skýjað Aþena 24 skýjaö Barcelona 19mistur Berlín 8 skýjað Brussel 11 skýjað Chicago 18 skýjað Oenpasar 32 skýjað Dyflinni 9 rigning Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 11 rigning Færeyjar 7 skýjað Genf 14 skýjað Helsinki 9 rigning Hong Kong 26 heiðskirt Jerúsalem 26 heiðskírt Jóhannesarborg 25 jteiöskirt Kaupmannahöfn 9 rigning Kairó 30 skýjað Las Palmas 22 léttskýjað Lissabon 21 heiöskírt London 13 skýjaö Los Angeles 21 heiöskírt Madrid 20 heiöskírl Malaga 20 heiðskirt Mallorka 22 léttskýjað Miami 30 skýjað Moskva 10 heiðskirt New York 12 skýjað Nýja Delhi 31 heiöskírt Osló 4 skýjaö Paris 13 skýjað Perth 29 heiðskirt Heykjavik 4 skýjað Rió de Janeiro 28 skýjað Rómaborg 19 heiðskírt San Francisco 31 heiðskírt Stokkhólmur 7 rigning Sydney 23 skýjaö Tel Aviv 28 heiðskírt Vancouver 13 skýjað Vínarborg 12 heiðskírt Nýr kosningasigur miðjubandalagsins liondon, ,‘U). okl. Al*. BANDALAG sósíaldemókrata og frjálslyndra hefur fylgt eftir fyrsta sigri sínum í kosningu til brezka þingsins með því að vinna fyrsta sæti sitt í borgarstjórn Lundúna þar sem vinstrisinnar fara með völdin. Anne Sofer, frambjóðandi bandalagsins, sigraði í hverfinu St. Pancras North með 738 at- kvæða mun í gær, fimmtudag. Frú Sofer hefur verið fulltrúi þessa hverfis fyrir Verkamanna- flokkinn, en hún gekk í Sósíal- demókrataflokkinn (SDP) í síð- asta mánuði til að mótmæla stefnu hins róttæka forseta borg- arstjórnar, Ken Livingstone. Verkamannaflokkurinn hafði 4.700 atkvæða meirihluta í kjör- dæminu síðast. Frú Sofer hlaut 43,6% atkvæða þannig að 27,4% þeirra, sem síðast kusu Verka- mannaflokkinn, sneru við honum baki og 24,3% íhaldsmanna sneru baki við sínum flokki. Meirihluti Verkamannaflokksins minnkar í sex sæti eftir sigur frú Sofers. „Fólk er þreytt á öfgastefnum á báða bóga,“ sagði frú Sofer í dag, föstudag. „Þetta var sigur hóf- samrar stefnu." Samkvæmt nýrri Gallup- könnun í Daily Telegraph hefur SDP enn treyst yfirburðastöðu sína eftir 60 ára stjórn stóru flokkanna. £ipp og frjájslyndir, mundu fá 46,5% atkvæða ef kosið væri nú, íhaldsflokkurinn 27% og Verkamannaflokkurinn 24%. Enn einn þingmaður Verka- mannaflokksins, Eric Ogden, gekk í SDP í gær, fimmtudag, þannig að SDP hefur 22 þing- menn. Flokksfélagið í kjördæmi Ogdens í Liverpool hafði ákveðið að bjóða hann ekki fram i næstu kosningum. úr hinni auknu spennu. I yfirlýsingu Chad-stjórnar segir að sérstök nefnd hafi verið stofnuð til að semja við Líbýu um brott- flutning herliðs frá öðrum lands- hlutum fyrir árslok. Ekki er vitað hvort Khadafy Líbýuleiðtogi hafi samþykkt brottflutninginn. Mikil spenna hefur ríkt í Chad síðustu daga og orðrómur verið uppi um hugsanlega byltingu. Stjórn Chad bar til baka í gær, fimmtudag, frétt um að Ahmat Acyl utanríkisráðherra áformaði stjórnarbyltingu. Acyl er mjög handgenginn Khadafy Líbýuleið- toga og eindreginn stuðningsmaður íhlutunar Líbýumanna. Orðrómurinn um byltingu komst á kreik þegar Jalloud majór kom til NDjamena og fjölmennt herlið tók sér stöðu á flugvellinum. Khadafy hefur lagt fast að Goukouni forseta að sameina Chad Líbýu síðan borg- arastríðinu lauk. Goukouni fékk Mitterrand Frakklandsforseta til að veíta Chad aðstoð þegar hann var í París ný- lega til að vega uppi á móti þrýst- ingi Líbýumanna. í síðustu viku lagði Mitterrand til á leiðtogafund- inum í Cancun að afrískt friðar- gæzlulið yrði sent til Chad eins og Einingarsamtök Afríku hafa lengi rætt. Staðfest var í vikunni að Frakkar hefðu hafið sendingu léttra vopna til Chad. Samkvæmt vestrænum leyni- þjónustuheimildum eru 8.000 til 15.000 líbýskir hermenn í Chad. Takmörkun kjarn- orkustríðs vafasöm segir sérfræðingur Brassens er látinn l’arís, 30. okl. Al*. FRANSKI vísnasöngvarinn Georges Brassens er látinn, sextugur að aldri. Hann samdi rúmlega 135 sönglög á ferli sínum og plötur hans seldust í rúmlega 20 milljónum ein- taka. Brassens var talinn tákn frönsku ballöðunnar og byggði feril sinn á sönglögum um ást, líf og dauða. Hann ætlaði að koma aftur fram í sviðsljósið 1982 eftir langt hlé. Hann var skorinn upp við nýrnasjúkdómi í sumar. „Dauði Georges Brassens snert- ir alla Frakka," sagði Jack Lang menningarmálaráðherra. „Hann var einn þeirra fágætu lista- manna, sem sameina ljóðlist og tónlist. Það verður erfitt að lifa án Georges, iBrassens. Verk hans munu sem betur fer lifa áfram.“ l/ondon, okt. Al'. SAMKVÆMT skýrslu, sem her frædistofnunin í London hefur birt, leikur vafi á því að hægt yrði að stöðva kjarnorkustríð milli Banda- ríkjamanna og Kússa áður en til algerrar styrjaldar kæmi. Skýrslan heitir „Er hægt að hafa stjórn á kjarnorkustríði?” og er eft- ir Dr. Desmond Ball við herfræði- og varnarmálamiðstöð ástralska há- skólans í Canberra. Ball viðurkennir að „beiting nokkurra kjarnorkuvopna til að sýna mátt í einhverjum greini- legum tilgangi þyrfti ekki endi- lega að leiða til frekari stigmögn- unar“. En hann segir: „Mjög óraun- hæft er að gera ráð fyrir tiltölu- lega snurðulausri þróun, sem hægt yrði að hafa hemil á, frá takmörkuðum árásum á valin skotmörk til meiriháttar gagn- árása og endaloka átakanna áður en þróunin kæmist á stig árása á stórborgir og iðnaðarskotmörk." Skýrslan er birt á tíma mikilla umræðna um beitingu kjarnorku- vopna er hafa harðnað við yfir- lýsingu þá frá Ronald Reagan Bandaríkjaforseta sem var túlk- uð á þann veg víða í Vestur- Evrópu að hægt yrði að takmarka kjarnorkustríð risaveldanna við Vestur-Evrópu. Ball telur að mjög erfitt verði að hafa stjórn á kjarnorkustríði þar sem samgöngukerfi liggi svo vel við höggi. Hann segir að t. d. mundu einhverjar stjórn- og eft- irlitsstöðvar áreiðanlega eyði- leggjast eða laskast. „Vegna fjölmargra óvissuþátta eftir að kjarnorkustríð er hafið gætu þeir sem taka ákvarðanirn- ar aldrei verið vissir um að hægt yrði að hafa stjórn á stigmögnun- inni,“ segir Ball. HM í bridge: Brezku kon- urnar heims- meistarar New York, 30. október. Al*. BREZKU konurnar urðu heims- meistarar í bridge, kvennaflokki í gær. Spiluðu þær gegn banda- rísku sveitinni sem hafði sigrað örugglega í undankeppninni. Þetta er fyrsti heimsmeistaratitill Breta í bridge í 17 ár. Brezka liðið var skipað eftir- töldum konum: Nicola Garden- er, Pat Davies, Sally Sowter, Söndru Landy, Maureen Denni- son og Diönu Williams. Brezku konurnar áttu 22 punkta til góða í úrslitaleikin úr undan- keppninni en lokastaðan varð 160-117. í karlaflokki spila Banda- ríkjamenn og Pakistanar og þegar síðast fréttist benti allt til að Bandaríkjamenn myndu sigra örugglega. Höfðu þeir þá 157 punkta gegn 104. í undan- úrslitunum sigruðu Bandaríkja- menn Pólverja með 60 punkta mun en Pakistanar unnu Arg- entínumenn með sama punkta- mun. t Utför SIGURÐAR FRÍMANNSSONAR. rafverktaka, sem lést af slysförum 23. þ.m. veröur gerö frá Lágafellskirkju laugardaginn 31. október nk. kl. 14. Ragnheiður Halldórsdóttir, foreldrar og systkini hins látna. t Eiginmaöur minn. faðir, tengdafaöir og afi, KONRÁO GUÐJÓNSSON, vélstjóri, Laugateigi 60, andaöist 16. þ.m. Utförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Júlíana Jóhanna Guölaugsdóttir, Guðlaugur Konráðsson, Skúli Marteinsson, Matthías Skúlason. i . >i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.